Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992. Afrnæli Sigfús Sigurðsson Sigfús Sigurðsson, Silfurgötu 6, Stykkishólmi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Sigfús fæddist á Hofstöðum í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en ólst upp í Dal og í Hrísdal. Hann stundaði nám við íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal 1940-41 og Héraðsskólann á Laugar- vatni1941-42. Sigfús varð afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi 1942, deildarstjóri þar 1947, inn- kaupastjóri 1960 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stykkishólms 1971-77. Hann var gjaldkeri St. Francisk- usspítalans í Stykkishólmi til 1990 og hefur verið flugvallarstjóri í Stykkishólmi frá 1978. Sigfús var snemma þekktur íþróttamaður, keppti á íþróttamót- um í tuttugu og átta ár, m.a. á sjö landsmótum UMFÍ, vann til fjölda verðlauna, keppti í kúluvarpi á ólympíuleikunum i London 1948, komst í aðalkeppnina og varð tólfti. Sigfús var formaður Ungmennafé- lags Selfoss í nokkur ár, var einn stofnanda Bridgefélags Selfoss og Lionsklúbbs Selfoss 1965. Fjölskylda Kona Sigfúsar er Ragnheiður Esther Einarsdóttir, húsmóðir og hárgreiðslumeistari. Hún er dóttir Einars Þórðarsonar, afgreiðslu- manns í Reykjavík, og Guðríöar Ei- ríksdóttur húsmóður. Böm Sigfúsar og Ragnheiðar Esth- erar eru: Guðríður, f. 1943, listfræð- ingur í Gól í Noregi, gift Thormod Haugen og eiga þau þrjú böm; Margrét, f. 1947, hússtjórnarkennari í Reykjavík, gift Sigurði Petersen stýrimanni og eiga þau tvö böm; Einar, f. 1948, framkvæmdastjóri, kvæntur Önnu Sigþórsdóttur og eiga þau einn son; Dómhildur, hús- stjómarkennari í Reykjavik; María, starfsstúlka í Stykkishólmi og á hún eina dóttur; Sigurður, f. 1955, við- skiptafræðingur og markaðsfulltrúi hjá SÍF, búsettur í Mílanó á Ítalíu, kvæntur Sjöfn Bjömsdóttur versl- unarstjóra og eiga þau þrjú börn. Systkini Sigfúsar: Hjörleifur, f. 1919, d. 1989, vegaverkstjóri í Ólafs- vík; Kristján Erlendur, f. 1920, d. 1987, b. í Hrísdal; Kristjana Elisa- bet, f. 1924, húsfreyja í Hlíðarholti í Staðarsveit; Áslaug, f. 1926, húsmóð- ir í Reykjavík; Valdimar, f. 1928, lög- regluflokksstjóri í Reykjavík; Elín Guðrún, f. 1930, ljósmóðir í Stykkis- hólmi; Olga, 1932, fyrrv. veitinga- kona í Hreðavatnsskála; Magdalena Margrét, f. 1934, skrifstofumaður á ísafirði; Anna, f. 1938, húsfreyja að Brekku í Norðurárdal; Ásdís, f. 1941, húsmóðir í Reykjavík. Foreldarar Sigfúsar voru Sigurður Kristjánsson, f. 5.10.1888, d. 18.9. 1969, b. í Hrísdal í Miklaholts- hreppi, og kona hans, Margrét Hjör- leifsdóttir, f. 26.9.1899, d. 9.8.1985, húsfreyja. Ætt Sigurður var bróðir Guðbjarts, hreppstjóra á Hjarðarfelli, foður Gunnars, framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, og Stef- áns, föður Alexanders, fyrrv. ráð- herra. Sigurður var sonur Krist- jáns, b. í Straumfjarðartungu, Guð- mundssonar, b. í Gröf, Þórðarsonar, b. á Hjarðarfelli, ættföður Hjarðar- fellsættarinnar, Jónssonar. Margrét var systir Jóhanns, föður Sigurðar vegamálastjóra. Hún var dóttir Hjörleifs, b. á Hofstöðum, Bjömssonar (Bóka-Bjöms), b. á Breiðahólsstöðum á Álftanesi, Bjömssonar. Móðir Bjöms var Elli- sifísleifsdóttir, b. á Englandi í Lund- arreykjadal, ísleifssonar, og Ingi- bjargar Ámadóttur. Móðir Ingi- bjargar var Ellisif Hansdóttir Kling- enberg, b. á Krossá á Akranesi, ætt- föður Klingenbergættarinnar. Móð- ir Hjörleifs var Oddný, systir Petr- ínu, ömmu Kristjáns Eldjárn for- seta. Oddný var dóttir Hjörleifs, Pétur G. Óskarsson Pétur Guðbjöm Óskarsson húsa- smíðameistari, Egilsbraut 9, Nes- kaupstað, er fertugur í dag. Starfsferill Pétur er fæddur í Neskaupstað og hefur búið þar alla tíð. Hann lauk landsprófi frá Miðskóla 1968 og stundaði síðan nám í húsasmíði hjá Jóni Einarssyni, húsasmíðameist- ara í Neskaupstað. Pétur var í Iðn- skóla Austurlands í Neskaupstað 1968-71 og tók sveinspróf 1972 og fékk meistararéttindi þremur árum síðar. Pétur hefur starfað sjálfstætt síð- an 1973 og rekið eigið fyrirtæki frá 1976 en það stofnaði hann ásamt bræðrum sínum og vinum. Hann hefur starfað við alla almenna tré- og húsasmíði, bæði við viðgerðir gamaUa húsa, svo og nýbyggingar. Pétur hefur tekið töluverðan þátt í félagsstarfi. Hann starfaði með Þrótti í Neskaupstað, knattspymu- deild, 1966-74, og hefur síðan sinnt dómarastörfum. Pétur hefur dæmt knattspymuleiki af til frá 1973. Pétur stóð fyrir framboði til bæj- arstjórnar 1974 og leiddi flokkslista ungra kjósenda. Samhliða framboö- inu ritstýrði hann blaðinu „Flí- sinni“ sem kom út í nokkrum ein- tökum fyrir kosningarnar. Pétur er varamaður sjálfstæðis- manna í byggingamefnd Neskaup- staðar. Fjölskylda Pétur kvæntist 26.12.1977 Kristínu Brynjarsdóttur, f. 11.11.1957, féhirði Landsbanka íslands í Neskaupstaö. Foreldrar hennar: Brynjar Júlíus- son og Fríður Bjömsdóttir, en þau reka bókabúð Brynjars Júlíussonar í Neskaupstað, Brynjar var áöur umboðsmaður Shell í Neskaupstað umlangtskeið. Börn Péturs og Kristínar: Þórey Kristín, f. 13.1.1974, nemi í Verk- menntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað; Brynjar Júlíus, f. 12.11. 1977; Pétur, f. 5.12.1978. Þau eru öll búsett í foreldrahúsum. Systkini Péturs: Haraldur, f. 20.9. 1950, kennari, maki Hlíf Kjartans- dóttir, þau em búsett í Borgarnesi, Haraldur á eina kjördóttir, Hlíf átti áður fjögur björn; Birgir Már, f. 30.1. 1955, byggingatæknifræöingur, maki Elín Erlingsdóttir nemi, þau slitu samvistum, þau em bæði bú- sett í Svíþjóð og eiga fjögur böm, Erling Hilmar, Óskar Má, Birgittu og Jóhann Frey; Helgi, f. 14.7.1957, verkamaður, maki Thelma Stefáns- dóttir verkakona, þau em búsett í Neskaupstað og eiga einn son, Atla Bjöm; Oskar Þór, f. 10.5.1968, verka- maður, búsettur í Neskaupstaö. Foreldrar Péturs era Óskar Bjömsson, f. 12.3.1924, húsvörður Nesskóla í Neskaupstað, og Brigitte Czubaiko Bjömsson, f. 5.11.1928, sjúkraliði, en þau eru búsett á Nes- götu 13 í Neskaupstað. Ætt Brigitte er fædd í Köningsberg í Prússlandi en flutti til íslands eftir stríð, fyrst til Reykjavíkur og síðar til Neskaupstaðar. Foreldrar henn- ar eru María Elisabeth Kirch, bú- sett í Cuxhaven í Þýskalandi, og Wilhelm A. Czubaiko, sem nú er látinn. Brigitte á eina systur, bú- settaíÞýskalandi. Óskar er sonur Bjöms Emils, bak- ara í Neskaupstað, Bjamasonar, b. á Ormsstöðum, Skálateigi og Hofi á Norðfirði, Péturssonar, b. á Hofi, Bjamasonar, b. á Kirkjubóli í Reyð- arfirði, Jónssonar, b. á Stóra- Breiðuvík í Reyðarfirði, Ásmunds- sonar. Móðir Bjöms Emils var Guðrún Marteinsdóttir, b. á Sandvikurparti, Magnússonar, b. þar, Marteinsson- ar, b. í Skuggahlíð á Norðfirði, Jóns- Pétur Guðbjörn Óskarsson. sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Múla og síðan á Sandfelli í Álftafirði, Eyjólfssonar, prests á Hofi í Álftafirði, Teitssonar, b. á Höföa í Biskupstungum, Lofts- sonar, b. á Sóleyjarbakka, Loftsson- ar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, prests á Kálfafelli, Jóns- sonar, lrm. á Höföabrekku, Runólfs- sonar. Móðir Guðrúnar var Guðný Jónsdóttir, eldprests á Prestbakka á Síðu, Steingrímssonar. Móðir Óskars, sjómanns í Nes- kaupstað, var Guðbjörg Bjamadótt- ir, húsmanns á Reykjum á Reykja- strönd, Narfasonar, b. í Traðakoti á Vatnsleysuströnd, Magnússonar, b. á Sveinavatni í Grímsnesi, Bjarna- sonar, b. á Grafarhóli í Grímsnesi, Narfasonar. Ámi E. Valdimarsson Ami Eyþórs Valdimarsson, fyrrver- andi skipherra og deildarstjóri Sjó- mælinga íslands, Hringbraut 100, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Árni er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Reykvikinga og tók síð- ar farmannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík, eða 1946. Seinna lauk hann skipstjóraprófi úr varðskipadeild sama skóla. Ami kynnti sér starfsaðferðir og starfst- ilhögun við sjókortagerð hjá Danska sjókortasafninu (Det Kongelige Danske Sokortarkiv) í Kaupmanna- höfnáriðl968. Ami fór fyrst á sjóinn 1939 og var háseti á vs. Ægi fram á áriö 1946 en leysti þar af og á vs. Óðni sem 2. og 3. stýrimaður eftir að hann lauk far- mannaprófi þá um vorið. Síðan var hann háseti á ms. Foldinni 1947 og fram á árið 1948. Ami var stýrimað- ur á varðskipum ríkisins og leigu- skipum Landhelgisgæslunnar í nokkur ár þar á eftir og leysti þá einnig af sem stýrimaður á strand- ferðaskipum ríkisins. Hann var síð- an ýmist stýrimaður eða skipsfjóri á varðskipum ríkisins og á flugvél- um Landhelgisgæslunnar og í mörg ár með sjómælingabátinn Tý. 1956 sótti Ámi björgunarbátinn Gísla J. Johnsen til Gautaborgar fyrir Slysavamafélag íslands. Árið eftir gerðist hann starfsmaður ís- lensku sjómælinganna (nú Sjómæl- ingar íslands) sem þá vora á vegum Vita- og hafnamálastofnunar. Aðal- starf hans var sjómælingar, hafna- mælingar og sjókortagerð. Auk þess sá hann um vitaskrár, tilkynningar til sjófarenda o.fl. Þegar Sjómæling- ar íslands og Landhelgisgæslan vora settar undir sameiginlega stjóm varð Ámi deildarstjóri Sjó- mælinganna þar til hann lét af störf- uml983. Ámi hefur tekið töluverðan þátt í félagsstarfi. Hann gekk í Skipstjóra- félag íslands 1957 og var fulltrúi þess á þingi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands 1963 en Ámi var ennfremur ritari í stjórn FFSÍ1963-65. Ámi hefur verið próf- dómari við Stýrimannaskólann í Reykjavík frá 1959 og var prófdóm- ari við Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum 1964-69. Fjölskylda Árni kvæntist 21.11.1948 Þóra Gyðu Gunnlaugsdóttur, f. 1.7.1928, húsmóður. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur J. Guðmunds- son, f. 28.8.1890, d. 30.11.1950, skó- smíðameistari, fæddur í Reykjavík, og Karlína G. Stefánsdóttir, f. 5.4. 1891, d. 22.8.1973, húsfreyja, fædd á Fáskrúðsfirði. Dóttir Áma og Þóra er Guðrún Gyða, f. 8.6.1971, launafulltrúi á launadeild Borgarspítalans, hún er búsett í foreldrahúsum. Systkini Áma: Kristinn Sigurgeir Angantýr, f. 24.12.1918, d. 31.10.1938; Gunnar Héðinn, f. 5.10.1920, flugvél- stjóri, maki Þorgerður Bjamadóttir, sjúkraliði og húsmóðir, þau era bú- sett í Reykjavík og eiga dmm börn. Hálfsystir Áma, sammæðra: Ásta Ámý Guðmundsdóttir, f. 30.6.1910, d. 9.3.1973, húsmóðir, hennar maö- ur var Jón J. Brynjólfsson, sútunar- meistari, látinn, þau bjuggu í Árni Eyþórs Valdimarsson. Reykjavík, þau eignuðust þrjú böm. Hálfbróðir Áma, samfeðra: Hörður Láras, f. 17.1.1914, látinn, pípulagn- ingarmaður, hann var búsettur í Reykjavík. Foreldrar Áma voru Valdimar Kristinn Ámason, f. 1.11.1888, d. 4.7.1967, pípulagningarmeistari, og Guðrún Amadóttir, f. 22.9.1883, d. 24.12.1960, húsmóðir, en þau bjuggu íReykjavík. Sigfús Sigurðsson. prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar. Móðir Margrétar var Kristjana, systir Sólveigar, konu Sigfúsar Ey- mundssonar ljósmyndara, og systur Guðrúnar, konu Guðmundar Bjömssonar landlæknis. Kristjana var dóttir Sigurðar, b. í Klettakoti við Reykjavík, Bjömssonar og Margrétar, systur Sigríðar, langömmu Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Margrét var dótt- ir Bjama, b. í Híðarhúsum í Reykja- vík, Hannessonar, spítalahaldara í Kaldaðarnesi, Jónssonar. Móðir Margrétar var Malen Jóhannesdótt- ir Zoéga, tukthúsmeistara í Reykja- vík. 90 ára Jensina Óladóttir, Bæ, Árneshreppi. 75 ára______________ Haukur Ólafsson, Mýrargötu 2, Neskaupstað. 70 ára Lilja Valdimarsdóttir, Dalseli 33, Reykjavík. Ottó Geir Þorvaldsson, Viðvík, Viðvíkurhreppi. Guðrún Eggertsdóttir, Gnoöarvogi32, Reykjavík. 60 ára örn Geirsson, Álfhólsvegi 117, Kópavogi. * 50 ára Inga Anna Gunnarsdóttir, Túngötu 25, Siglufirði. Jóna Jóhannsdóttir, Ásholti 4b, Arnarneshreppi. 40 ára Jón Sigurðsson, Árbraut 16, Blönduósi. Ragna Gimnarsdóttir, Tröð, Grímsey. Börkur Vifill Bergmann, Granaskjóli 22, Reykjavík. Áslaug Kolbrún Jónsdóttir, Skólagerði 29, Kópavogi. Jón E. Bernódusson, Höföavegi 34, Vestmannaeyjum. Endurski í skam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.