Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992. Fréttir Samanburður Hagfræðistofnunar á heilbrigðisútgjöldum: Flest viðmiðunarlönd með lægri útgjöld - frá 1985 hefur kostnaðurinn á íslandi aukist meira en í OECD Útgjöld íslendinga til heilbrigðis- mála hafa vaxið umfram það sem gerist meöal flestra viðmiðunar- þjóða, segir í nýrri skýrslu sem Hag- fræðistofnun Háskólans hefur unnið fyrir heilbrigðisráðherra. í athugun stofnunarinnar voru útgjöld íslend- inga til heilbrigðismála borin saman viö útgjöld Norðurlandanna, Banda- ríkjanna og Þýskalands. Að teknu txLliti til aldursdreifingar þjóðarinnar og gengisvísitölu dollar- ans kemur í ljós að útgjöld þess opin- bera á mann eru hæst á íslandi mið- aö við samanburðarlöndin. Hefur svo verið allt frá árinu 1986. Hvað varðar útgjöld hins opinbera sem hlutfall af heildarútgjöldum hins op- inbera kemur í ljós að útgjöldin hafa verið hæst á íslandi öll viðmiðunar- árin, eða allt frá 1978. í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir hlutfalli heilbrigðisútgjalda af þjóðartekjum á íslandi samanborið við OECD-ríkin. í þeim samanburði kemur í Ijós að árið 1980 var ísland í 17. sæti hvað varðar þessi útgjöld en árinu 1990 var það komið í 5. sæt- ið. Mest voru þessi útgjöld í Banda- ríkjunum, þá Kanada, Frakkland og Utgjöld hins opinbera til heilbrigðismála í USD — umreiknuð með gengisvísitölu, miðuð við aldursvegnar mannfjöldatölur — - □ Danmörk 0 Svíþjóð □ Finnland H Brelland . □ Þýskal. H Bandar. 0 Noregur Svíþjóð. Hvað varðar opinber útgjöld reyndust þau mest í Svíþjóð af OECD-löndunum á árinu 1990 en næstmest á íslandi. Á blaðamannafundi, sem Sighvat- ur Björgvinsson heilbrigðisráðherra boðaði til, kvaðst hann ekki treysta sér til að draga stórar ályktanir af skýrslu Hagfræðistofnunar. Ætlunin væri að kynna skýrsluna fyrir ýms- um aðilum í heilbrigðiskerfinu á næstunni og boða síðan til ráðstefnu um efni hennar. Aö sögn Þórólfs Matthíassonar, sem vann skýrsluna ásamt Brynhildi Benediktsdóttur, þótti rétt að endur- meta þær tölulegu upplýsingar sem fengust frá viðmiðunarlöndunum með tilliti til ungs aldurs íslensku þjóðarinnar. Um væri að ræða til- raun sem ekki ætti sér fordæmi viö útreikninga á heilbrigðisútgjöldum þjóða. Fram komu á blaðamannafundin- um vissar efasemdir um gildi skýrsl- unnar. Meðal annars benti Ólafur Ólafsson landlæknir á að ekki væri tekið á gæðum þjónustunnar né tekið tillit til gæða heilbrigðisþjónustunn- ar, fámennis þjóðarinnar og hversu dreifbýlt landið er. í skýrslu Hagfræðistofnunar kem- ur fram að frá árinu 1978 hefur starf- andi læknum á íslandi fjölgað úr tveim á hverja þúsund íbúa í 2,5 til 3. Það er sambærilegt hlutfall og annars staðar á Norðurlöndum, að Finnlandi undanskildu. Þar er hlut- falhð ívið lægra. Á hinn bóginn kem- ur í ljós að á íslandi eru mun færri hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ljósmæður starfandi á hverja þúsund íbúa heldur en annars staðar á Norð- urlöndum, eða þrettán samtals. í Svíþjóð og Danmörku er hlutfallið um og yfir 18 á hverja þúsund íbúa og í Finnlandi er hlutfallið 17. -kaa „Menn haia verið að velta ýmsu fyrir sér. Þetta viröist vera eina leiðin til að við verðum ekki jarð- aðir lilandi. Það hefur hins vegar ekkert verið ákveðiö," sagði Kristján Eiríksson, útgerðar- stjóri Fáfnis á Þingeyri, er hann var spuröur hvort það stæði til aö breyta ísfisktogaranura Slétta- nesi ÍS í fi-ystitogara. Óttast margir á Þingeyri að at- vinnuleysi blasi við á staðnum ef þessar hugmyndir ná fram að ganga þar sem sáralítill afli muni þá berast á land. Fyrir fáum árum neyddist Fáfnir hf. til að selj a ís- húsfélaginu á ísafirði helming hlutafjár i hinum togara útgerð- arinnar, Framnesi ÍS, og er hebn- ingi afla landað þar. Friðgeir Magnússon, formaður Verkalýðsfélagsins á ÞingejTi, sagði aö máhð hefði ekki verið rætt innan verkalýðsfélagsins þó ; þeir heföu heyrt ávæning af þvi að til stæði að breyta Sléttanesinu í frystitogara. -J.Mar BflveKa í Öxnadal Jeppabifreið af tegundinni Lada Sport fauk út af veginura við Fagranes í Öxnadal og valt um klukkan 14.00 á sunnudag. Ökumaður var einn í bifreiðinni. Honum tókst að stöðva bíl sem ók honum til Akureyrar. Maður- inn var eitthvað slasaður og fór hann til skoðunar á sjúkrahúsiö á Akureyri. -J.Mar FæðingarheimÉlið rekið áf ram í óbreyttri mynd „Eg náði tah af heilbrigðisráð- herra, Sighvati Björgvinssyni, seint á fóstudag og fékk hjá honum munn- legt loforð fyrir því að nota hluta af því fé, sem átti að brúka til að breyta inni á Kvennadeild, til þess að ann- ast rekstur Fæðingarheimilisins út þetta ár. Þetta er fé sem var eyma- merkt til að búa til nýja fæðingar- stofu á Kvennadeild," segir Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri á Ríkis- spítulum. Breytingar á rekstri Fæðingar- heimilis Reykjavíkur hafa enn á ný verið til umræðu. Meðal annars hef- ur verið rætt um að leggja þar niður fæðingaraðstöðu og hafa þar ein- göngu legudeild fyrir sængurkonur. Þessar hugmyndir hafa mætt and- stöðu hjá Borgarspítala, innan borg- arráðs og meðal almennings. Má meðal annars minna á undirskrifta- söfnun sem fór fram seint á síðasta ári en þar rituðu 5000 þúsund manns undir áskorun til heilbrigðisráö- herra um að rekstri heimihsins yrði haldið í óbreyttri mynd. „Þegar stjóm Borgarspítala sam- þykkti að hafnar yrðu viðræður við Ríkisspítala um yfirtöku Fæðingar- heimihsins var það með því fororði að ekki yrðu gerðar neinar breyting- ar á rekstri þess. Því var ákveðið að halda fund með yfirmönnum Lands- spítala í síðustu viku og fá úr því skorið hver yrði framtíð heimilisins. Við teljum eftir þann fund að ekki leiki nokkur vafi á því að rekstur heimihsins sé tryggður," segir Jó- hannes Pálmason, forstjóri Borgar- spítala. Til að hægt sé að tryggja óbreyttan rekstur þarf að fjölga stöðugildum við heimihð úr 7 í 13. En gert er ráð fyrir sjö stöðugildum í fjárlagafrum- varpi þessa árs. Landspítalinn mun ekki fá meira fé til rekstrar Kvenna- deildar vegna þessa heldur verður fjármagn deildarinnar skorið niður einsogáðursagði. -J.Mar í dag mælir Dagfari Fyrrverandi fjármálaráðherra, Ól- afur Ragnar Grímsson, lét þau orð faha að núverandi forsætisráð- herra, Davíð Oddsson, hefði skít- legt eðh. Þetta gerðist á hinu háa Alþingi. Nýlega gerðu bændur að- súg að Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra og uppnefndu hrúta sína eftir ráðherranum, hon- um til háðungar. Menntamálaráð- herra brá sér út á götu um daginn og fékk yfir sig skæðadrífu af eggj- um frá æskufólki, sem hafði tekið sér frí í skólanum til að atyrða ráð- herrann. Þetta er sem sagt það nýjasta úr póhtíkinni og má af þessu sjá að ráðherramir okkar eiga ekki sjö dagana sæla. Sighvatur heilbrigð- isráðherra fer eins og þeytispjald um landið til að bera af sér sakir og íjármálaráðherrann, Friðrik Sophusson, kvartar undan ofnotk- un og misnotkun á telefóxum í skólum. En ástæðan fyrir telefóx- unum eru áköf mótmæh kennara- stéttarinnar gegn þeirri mann- vonsku fjármálaráðherra að níðast á bömum, gamalmennum og sjúkl- ingum í niðurskurði ríkisstjómar- innar á opinberum útgjöldum. Af þessari upptalningu má sjá að val ráðherra hefur tékist einstak- það. Hvers vegna ætti Ólafur Ragn- ar að þegja yfir þeirri vitneskju sinni að ráðherrarnir séu skítseiði? Ólafur veit þetta manna best. Líkur sækir hkan heim. Þegar búið er að kjósa á þing og velja ríkisstjóm er nauðsynlegt fyrir þjóðina að þingmenn taki starf sitt alvarlega og tah tæpit- ungulaust um innræti hver annars og það er varla nein tilviljun að forsætisráðherra sé skítseiði að mati Ólafs Ragnars, ef kennarar, bændur, sjúklingar og nemendur upp til hópa eru þeirrar skoðunar að ráðherramir séu flestir hverjir ihmenni og óþokkar. Og ekki má gleyma því að þjóðin fehdi fyrri stjórn og þar á meðal Ólaf Ragnar vegna þess að þeir voru ekki nógu iha innrættir og Ólafur Ragnar er svo göfugur og góður að hann má ekkert aumt sjá og lyftir þess vegna umræðunni á Alþingi upp á það plan að segja meiningu sína. Ólafur er vandaður maður, sem er fuhkomlega dómbær á innræti Daviðs. Það einmitt þess vegna sem þessi sami Ólafur Ragnar vhdi ólm- ur mynda ríkisstjórn með þessum sama Davíð. Dagfari At skítlegu eðli lega vel. Þar er hver óþokkinn á fætur öðrum og ekki má á mihi sjá hver sé þeirra verstur. Dlgimin skín úr hverju þeirra verki og sam- eiginlega virðist ríkisstjómin hafa sameinast í því að lemja á þeim veshngs stéttum sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér. Bændur mega sætta sig við ofsóknir utanríkisráð- herra, kennararæflamir verða að verjast árásum menntamálaráð- herra, sjúklingar eiga fótum sínum íjör að launa undan hehbrigðisráö- herra og sjálfur er forsætisráð- herra með skítlegt eðh. Hvorki meira né minna. Það er þetta með skítlega eðhð sem Dagfara finnst forvitnilegast. Forseti Alþingis sá að vísu ástæðu th að áminna Ólaf Ragnar, þegar hann var að lýsa þessu innræti Davíðs, en Ólafur sjálfur telur umdehanlegt hvort orðalagið hafi verið nægjanlega kurteist. Hann segir í viðtah við Morgunblaðið að „svona finnist honum Davíð vera og það má auðvitað velta því fyrir sér hvort menn megi segja mein- ingu sína á Alþingi eða ekki“. I huga Ólafs er þetta sem sagt ekki spuming um það hvort hér sé á feröinni rétt lýsing á Davíð Odds- syni, heldur hitt hvort það hafi verið við hæfi að upplýsa um þetta raunverulega eðh Davíðs. Forseti Alþingis hefur heldur ekki borið á móti því að forsætisráðherra hafi skítlegt eðh en áminnir þingmann- inn Ólaf Ragnar fyrir að láta ekki satt kyrrt hggja. Þaö hefði mátt orða þetta á kurteisari hátt, hvem- ig sem svo það er hægt að segja menn hafa skítlegt eðh öðmvísi en að segja frá því að þeir hafi skítlegt eðh. Olafur Ragnar vih meina að maður megi segja sannleikann og meiningu sína á Alþingi. Hann ef- ast um réttmæti þess sem forseti þingsins er að gefa í skyn, aö þing- menn segi ekki sannleikann hver um annan. Það er nokkuð til í því að ekki megi bijóta trúnað við sannleikann og það er að mati Dagfara beinlínis skylda þingmanna að upplýsa þjóð- ina um innræti hver annars, ef þeir á annað borð hafa uppgötvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.