Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
9
„Ég er ekki faisisti en hins veg-
ar hlýt ég að viðurkenna að mér
þykir mikiö iil um skoðanir afa
míns,“ sagðí Alessandra Mussol-
ini, sonardóttir fyrrum einræðis-
herra á ítalíu, þegar hun kynnti
framboö sitt í Napolí fyrir kom-
andi þingkosningar.
Romano Mussolini, sonur ein-
ræðisherrans, kom fram með
dóttur sínni i Napolí. Þar var og
móðlr Alessöndru, Maria Scicil-
one, en hún er systir kvikmynda-
leíkkonunnar Sofíiu Loren. Ætt
Mussolinins hefur ekki átt full-
trúa á þingi í 47 ár eða frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Nýttlyfgerir
hættulausar
Bandarískir hjartaskurðlækn-
ar segja að i næsta mánuði hefjist
tilraunir raeð nýtt lyf sem dregur
verulega úr hættunni á blóðraissi
við híartaðageröir. Repist lyfið
eins og til er ætlast þá gæti það
gert blóðgjöf viö skuröaðgeröir
óþarfar. Lyfið er búið til með lif-
efnafræðilegum aðferðum.
Margir sjúklingar erú hræddir
við að þiggja blóð vegna þess að
eyðni getur smitast með blóöinu.
Á liðnum árum hefur eyöni oft
borist milli manna við blóðgjöf á
sjúkrahúsum.
Bretar banna
tværtegundiraf
ítölskum vínum
Breska verslanakeðjan Marks
& Spencer hefur hætt sölu á
tveimur tegundura af itölskum
vinum vegna gruns um að ólög-
legum efnum hafi verið blandaö
i þau. Allar birgöir af vinunum í
þessum verslunum verða inn-
kallaðar.
Um er að ræða hvítvínið Pinot
Grigio og rauðvínið Merlot.
Rannsókn leiddi i Ijós aö í vínun-
um voru ólögleg efni til að auka
geymsluþol þeirra. ítalir hafa oft
legið undir grun um að nota ólög-
leg efhi i vm sin.
Hringjaístjörn-
urnartilaðheyra
Nýjasta æðið í Suður-Afríku er
að hi-ingja í kunnar stjömur og
heyra álit þeirra á hinum ólíkleg-
ustu hlutum. Sérstök fyrirtæki
sjá um að hljóðrita mál þeirra
frægu og síöan getur alþýðan
hringt í símaþjónustuna gegn
ákveðnu gjaldi til að kynna sér
hvað stjörnumar haía til mál-
anna að leggja.
Með þessu móti geta menn
kynnst því hvað frægum fótbolta-
stjörnum finnst um frammistöðu
einstakra liða. Þá lýsa hlaupa-
drottningar skoðun sinni á brúð-
arkjólum og einnig er hægt aö
komast í samband við töfralækni
ef á þarf að halda.
Dýrinaðsveifatil
Albaníu
Ástandið í eina dýragarði Al-
baniu í höfuöborginni Tirana er
nú slíkt að þar blasir hungur-
sneyð við. Talað er um aö eina
leiðin til að bjarga dýrunum sé
að seþa garðinn einkaaðilum og
sjá hvort þeir geta ekki ftradið
möguleika til að afla fóðurs fyrir
dýrin.
Hungrið byrjaði að herja á í
dýragarðinum á síöasta ári. Á
sama tíma vofir hungrið yfir íbú-
um landins. Reuter
Rita Isabel, systir eins af fórnarlömbum Dahmers, missti stjórn á sér þegar komið var að lokum réttarhaldanna
yfir fjöldamorðingjanum. Hún óskaði honum dauða og sagði að aðeins þannig gæti hann goldið fyrir gerðir sínar.
Simamynd Reuter
Jeffrey Dahmer dæmdur í fimmtánfalt lífstíðarfangelsi:
Ég átti að halda
mig á vegi guðs
sagði fj öldamorðinginn iðrunarfullur þegar dómurinn féll
„Ég hefði átt að halda mig á vegi
guðs. Ég reyndi en það mistókst og
afleiðingarnar voru hræðilegar,"
sagði fjöldamorðinginn Jeffrey
Dahmer eftir að dómstóll í Mil-
waukee dæmdi hann í fimmtánfalt
ltfstíðarfangelsi fyrir fimmtán
hrottaleg morð. í Milwaukee er dauð-
arefsing ekki heimil en annars er lík-
legt að Dahmer hefði verið dæmdur
til dauða.
Dahmer var fullur iðrunar þegar
örlög hans voru ráöin. Hann sagðist
skilja reiði ættingja fórnarlamba
sinna en héðan af væri ekkert hægt
að gera til að bæta þeim missinn.
Dahmer sagðist helst vilja deyja en
sætti sig við að sitja innan múra
fangelsins það sem eftir væri ævinn-
ar.
Dahmer sagði einnig í ávarpi sínu
að Jesús Kristur hefði komið í heim-
inn til að frelsa syndarana. „Af þeim
er ég verstur," sagði Dahmer. Hann
sagðist einnig vera reiðubúinn til að
gangast undir nákvæma rannsókn
sálfræðinga ef það gæti orðið til að
auka skilning vísindanna á huga
ástríðumorðingja.
Ættingjar fórnarlamba Dahmers
áttu erfitt með að sýna stillingu á
lokadegi réttarhaldanna yfir honum.
Rita Isabel, systir eins drengjanna
sem Damner nauðgaöi, myrti og át,
missti stjóm á sér þannig að lög-
reglumenn urðu að grípa í taumana
og leiða hana úr réttarsalnum. Hún
sagðist óska Dahmer dauða.
Enn er eftir að dæma í tveimur
morðmálum á hendur Dahmer. Þau
framdi hann í Ohio árið 1978. Dahm-
er fær vist í fangelsi þar sem 575
hættulegustu glæpamenn Bandaríkj-
anna em geymdir.
Reuter
Útlönd
Norskurherfor-
starfviðSvía
Gullow Gjeseth, yflrmaður
norska landhersins i suðurhluta
Noregs, segir að nú sé rétti tíminn
fyrir Norðmenn og Svía að efha
til samstarfs um vamarmál, þar
sem Svíar séu á Ieið inn í sam-
starf Evrópuþjóða. Herforinginn
segir að 1 fyrstu eigi það að ná til
menntunar og tækjabúnaðar.
Gjeseth telur að ef Svíar geri
alvöm úr þvi að leggja af hlut-
leysisstefnu : sína sé samvinna
landanna eðlileg sem viðbót við
aðild Noregs að NATO og hugsan-
lega þátttöku í Evrópusamband-
inu.
MickJaggerfær
landgönguleyfi
Breski rokksöngvarinn Mick
Jagger fékk loksins í gær leyfi til
að stíga opinberlega íæti á jap-
anska grund eftir að hafa hangið
á flugvallarhóteli í heilan dag.
Stjómvöld höföu upphaílega
meinað honum um landvistar-
Ieyfi vegna 25 ára gamals ffkni-
efhadóms sem hann hlaut í Bret-
landi 1967.
Japanska dómsmálaráöuneytið
veitti Jagger tveggja vikna land-
vistarleyfi og tók jafnframt fram
að þetta væri undantekningartil-
felli. Jagger hafði áður fengið
svipaða undanþágu 1988 og 1990
Jagger ætlar að dvelja íjóra
daga í Japan til að kynna kvik-
myndina „Free Jack“ sem hann
leikur í.
dómnefndmnií
Franski kvikmyndaleikarinn
Gérard Depardieu verður for-
maður dómnefndar á kvik-
myndahátíðinni í Caimes sem
haldin verður dagana 7. til 18.
maí, að því er yfirmenn hátíðar-
innar skýrðu frá i gær.
NTBogReutri
Stokkhólmur:
drepinn af
ræningjum
Lögregluþjónn lét lífið eftir að hafa
orðið fyrir skotum úr sjálfvirkri
byssu þegar ræningjar réðúst til at-
lögu við peningaflutningabíl í suður-
hluta Stokkhólms í gær. Fjögurra
manna er leitað vegna morðsins og
að sögn lögreglunnar töluðu þeir
með finnskum hreim.
Þetta var í fyrsta skipti síðan 1984
að lögregluþjónn er skotinn til bana
í Svíþjóð.
Ránið átti sér stað við pósthúsið í
Högdalen um níuleytið í gærmorgun.
Fjórir grímuklæddir menn biðu við
pósthúsið þar til peningaflutninga-
bíllinn kom og létu til skarar skríða
þegar verið var að bera peningana
úr bílnum.
Ræningjarnir flúðu á BMW-bifreið
og þegar þeir tóku eftir því aö lög-
reglubíll veitti þeim eftirfór hófu þeir
að skjóta. Lögregluþjónninn sem lést
sat í aftursæti lögreglubílsins. Hann
varð fyrir tveimur kúlum og lést síð-
ar á sjúkrahúsi.
í flutningabfinum var milli hálf og
ein milljón sænskra króna og náðu
ræningjamir aðeins hluta pening-
Lögreglunni bárust fjölda vísbend-
ingar vegna ránsins og tóku 100
menn þátt í leitinni að ódæðismönn-
unum. TT
Franska línan
Fegurd - gœdi
Okkur er mikil ánægja að geta boðið franska hágæðabarnaskó sem eru bæði
fallegir og svo vandaðir að um þá má segja að „leðrið er lífinu lengra" á kr. 899,-
í stærðum 20-34.
Verðíð okkar og gæðin eru slík að þú getur sparað þúsundir á einu pari. Þetta
tilboð stendur þriðjudag - miðvikudag - fimmtudag - föstudag. Opið 10-19
alla dagana.
Meðfram seljum við allar okkar vörur á okkar frábæra verði:
Allir eldri barnaskór eru nú á kr. 300, allir dömu- og herraskór á kr. 990. Allir
kuldaskór barna og fullorðinna á kr. 999. Við auglýsum nýja vöru eftir því sem
C
FM
hún kemur inn.
Strandgötu 26
FATAMARKAÐURINN
LEIÐANDI í LÁGU VÖRUVERÐI
Hafnarfirði - (gamla kaupfélagshúsið)