Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 14
MIÐyjKUDAGUR.4. MARS.1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Óstjórn ríkisfjármála Nýbirtar upplýsingar leiða í ljós, að íjármálastjórn ríkisins var með eindæmum slæm á síðastliðnu ári. Hvert „metið“ af öðru hefur verið slegið í óstjórn þess- ara mála. Fjölskyldunum í landinu væri ekki stætt á að fara að ráði sínu eins og ríkið gerir fyrir sitt leyti. En ríkið skákar í því skjólinu, að það geti alltaf haldið áfram að ganga í vasa skattborgaranna eða láta prenta innstæðulausa peningaseðla. Hallinn á ríkisrekstrinum nam á síðasta ári 12,5 millj- örðum króna. Þessi halli svarar til 3,3 prósent af lands- framleiðslu samanborið við 1,3 prósent árið 1990. Þetta er mesti halli, sem orðið hefur á ríkissjóði síðustu fjöru- tíu ár. Hrein lánsQárþörf ríkissjóðs, eftir að afborganir hafa verið dregnar frá, varð 14,6 milljarðar króna. Það svar- ar til 3,9 prósenta af landsframleiðslunni. Þetta hlutfall hefur ekki í annan tíma verið hærra. Hlutfallið var 2,1 prósent 1990 og 2,6 prósent 1989. Hið sama ghdir um lánsfjáröflun alls opinbera geir- ans. Hrein lánsfjáröflun þessara aðila, nýjar lántökur að frádregnum afborgunum af eldri lánum, nam á síð- asta ári rúmum 40 milljörðum króna. Þetta er gífurleg upphæð eins og sjá má af því, að hún samsvarar rúmum 40 prósentum af heildartekjum ríkisins sem slíks og upphæðin svarar th 10,7 prósent af framleiðslunni í landinu. Hvort hlutfallið sem litið er á gefur til kynna, að lánsfjárþörf hins opinbera hefur meira en tvöfaldazt á síðustu fimm árum, reiknað á fóstu verðlagi. Tölurnar um heildarútgjöld ríkissjóðs sýna gífurlega aukningu „báknsins“ á síðasta ári. Hlutfall ríkisútgjaldanna af allri framleiðslunni hækkaði á síðasta ári úr 28,2 prósentum í 29,7 prósent. Þetta hlutfall hefur aldrei verið svo hátt áður. Það er deginum ljósara, hvaða ályktanir þarf að draga af þessum upplýsingum. Fjármálastjórn ríkisins hefur verið hörmuleg. Síðastliðið ár var sjöunda árið í röð, sem ríkissjóður var rekinn með halla. Ríkið skemmdi fj ármagnsmarkaðinn í landinu og sprengdi upp raun- vexti á síðasta ári, þegar hrein lánsíjáröflun hins opin- bera á innlendum markaði nam 23 milljörðum króna, sem var hvorki meira né minna en 70 af hundraði allr- ar aukningar sparnaðar í landinu. Landsmenn munu fara nærri um, hvað gerðist. Fyrr- verandi vinstri stjórn, sem var við völd fyrstu fjóra mánuði síðasta árs, ærðist á kosningaári. Einskis var svifizt. Því fór sem fór. Núverandi ríkisstjórn var við völd í um átta mánuði síðastliðins árs. Veikburða th- raunir hennar til að bæta úr skák fóru út um þúfur. Það er sannast sagna, að núverandi stjórn ber einnig ábyrgð á ömurlegri útkomu síðasta árs. Ætlast mátti til þess, að stjórnin hefði fengið skárri útkomu eftir átta mánaða stjórnarsetu. Núverandi ríkisstjórn getur ekki þvegið hendur sínar af ástandinu. Upplýsingarnar um útkomu ríkisfjármálanna á síð- asta ári sýna enn einu sinni svart á hvítu, að nær aldr- ei hefur verið að marka stefnuyfirlýsingar stjórnarherra um ríkisfjármál í upphafi árs. Rétt er að vara menn við því að áhta, að þetta hafi breytzt til batnaðar. Landsmenn hafa ekki efni á öllu fleiri óstjórnarárum af þessu tagi. Sukkið í ríkisfjármálunum hefur verið helzta orsök þess, að atvinnulífið var drepið 1 dróma með fjármagnssvelti og háum raunvöxtum. Ríkið ber mestu sökina. Haukur Helgason „Þetta eru nú einu sinni unglingar." „Það má ekki bæla blessuð börnin" Þegar ég var lítill voru flengingar mjög vinsælar, einkum meöal feðra. Þær voru m.ö.o. snar þáttur í uppeldi bama. - Almennar kýl- ingar og barsmíðar sem þáttur í rökræðu, einkum miiii hjóna, kom- ust ekki í tísku fyrr en miklu seinna. Þá þótti einnig við hæfi að öli fjöl- skyldan sæti 'saman við borðið á máltíðum og neytti matarins mögl- unarlaust og meö engum fýlusvip. Það var bannað að bora upp í nefið á sér og pota í matinn og segja „oj!“ enda hafði þá sjoppumenningin ekki haldið innreið sína í íslenskt þjóðlíf. Þá þótti fiskur og kjöt mjög svo frambærilegur matur fyrir börn og unglinga, ekki síður en fullorðið fólk, og engum krakka leyfðist að fúlsa við lýsi. Þá hélst unglingum ekki uppi að vera á sér- fæði eða auka sér gikkshátt með því að raða í sig súkkulaði og sæta- brauði milli mála. „Ég vil“ er kjörorðiö í þann tíma þýddi heldur ekki að sníkja peninga hjá pabba og mömmu, þú varðst að stela þeim - og taka á þig hættuna á ærlegri flengingu. Þá var maður oft „sorrí“ og reiður en samt bara ánægður með lífið (enda þótt kæmi fyrir aö maður hygði á sjálfsmorð, aðallega til að sýna foreldrum sínum í tvo heimana og leyfa þeim að iörast beisklega gerða sinna.) í dag dettur engu barni slíkt í hug (það kemur síðar), enda fær það (ég tala nú ekki um unglinga) vilja sín- um framgengt með því að vera nógu staðfast í heimtufrekjunni. „Ég vil“ er kjörorðið í dag. Og for- eldrið reiðir fram pening til að kaupa sér frið. Enda hafa menn annað að gera en að þjarka við krakka allan liðlangan daginn. Hér áður þekktist heldur ekki þetta sjónarmið (almennt séö) að hafa allt sem aðrir hafa og gera þaö sem aðrir gera, einkum þótti það ástæðulaust ef það var mjög heimskulegt (enda ekki búið aö finna upp ímyndafræðina). Þá réðu unglingamir heldur ekki yfir for- eldrum sínum, því var öfugt farið. Nú má að sjálfsögðu ekki auð- mýkja bamið í viðurvist annarra en böm kunna líka að notfæra sér það út í hörgul og vaða þá uppi í skjóh þess. „Vertu nú stiUtur og prúður, Dengsi minn,“ sagði móðir viö son sinn þegar hann hafði rúst- að postulínsstelhð hennar ömmu Kjallariim Oddur Björnsson rithöfundur sinnar. Þá var það afinn sem tók stráksa afsíðis og flengdi hann dug- lega og mátti heyra öskrin í stráksa út á götu. Ekki má heldur banna unghngum að halda partí í heima- húsum og rústa heinúUð. Þetta em nú einu sinni ungUngar. Frjálslynd uppeldisstefna Nú er ég ekki að halda því fram að ungUngar séu verra fólk en ann- að fólk, nema síður sé. Það er full- orðna fólkið sem hefur látið þá komast upp með að vaða yfir sig af því að þeim hefur aldrei verið kenndur agi, hvað þá mannasiðir - svo ekki sé minnst á virðingu og tiUitssemi og það: að reka sig á af- leiðingar gerða sinna eða hegðun- ar. Hitt er annaö mál að þeir sem ekki þekkja hugtakið tilUtssemi (t.d. í umgengni) og eru ekki of vel að sér í mannasiðum og virðingu yfirleitt eiga ákaflega erfitt með að kenna sUkt. Mér hefur skiUst að þetta sé frjálslynd uppeldisstefna: að bæla ekíd blessuð bömin, hvað- þá að auðmýkja þau í viðurvist annarra. Mér er þó nær að halda að menn gefi sér ekki tíma til að sinna þeim, hvorki í blíðu né stríðu. Það hafa aUir svo mikið að gera. Þessi vinnuþrælkun íslendinga (sem þeir hafa reyndar sjálfir kaU- að yfir sig með því að þurfa endi- lega að eiga allt sem aðrir eiga - eða þannig var það í góðæmm) „göfgar ekki manninn". Miklu fremur er hún undirrótin að því agaleysi og ófremdarástandi, t.d. í námi og námsárangri, sem hér er við lýöi í málefnum ungUnga. í sviðsljósinu í dag þykir haUærislegt meðal ungUnga aö stunda sitt nám sæmi- lega. Slíkir krakkar þykja leiðin- legir, ef ekki skrýtnir eða vangefn- ir. „Töffarinn" er ímyndin - sér- staklega ef hann er latur, hyskinn og ósvífinn. Það er mjög „töff‘ að sofa í tímum hjá kennumm, helst á gólfmu. Einnig er sniðugt að brúka kjaft og snúa út úr, þegar maður er ólesinn, og hámarkið að hafa kjark tíl að klæmast, helst við kennarann. Sumir hafa reyndar ekki smekk fyrir þetta og finnst bara ágætt að fara vægar í sakirnar og hafa kennarann góðan og vera bara á sæmilegu róli án stórtíð- inda. Öllum þessum ungUngum er það þó sameiginlegt að þurfa að láta bera á sér, ýmist vegna ósjálfstæðis (sem ungUngar kalla sjálfstæði) og vanmetakenndar eða af hreinni þörf tíl að vekja á sér athygh og láta bera á sér. Allir þurfa að vera þekktir, ef ekki af afrekum eða hæfUeikum þá af endemum. Ungl- ingurinn í dag vUl vera í sviðsljós- inu - sem hefur stimdum dapurleg- an endi. Þessir ungUngar hafa reyndar svo mikið að gera að ganga í augun á öðram unglingum, vera vinsæUr - vansæUr, vera „með“ og stunda partí eða láta sér leiðast og sofa úr sér þreytuna, að þeir hafa bara engan tíma fyrir nám og eðlilegan svefn. Oddur Björnsson „Þá þótti einnig við hæfi að öll fjöl- skyldan sæti við sama borðið á máltíð- um og neytti matarins möglunarlaust og með engum fýlusvip.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.