Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992. MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992. 17 íþróttir íþróttir Sport- stúfar Liverpool leikur í kvöld fyrri leik sinn gegn ítalska liðinu Genoa í 8-liða úrslitum í UEFA-keppninni í knattspymu og fer leikurinn fram á Ítalíu. Forráðmenn Liverpoolliðins hafa sett stefnuna á sigur í keppninni. Liðið hefur átt í miklum vand- ræðum í deildakeppninni enda hafa margir leikmenn þess meiðst í vetur. John Bames og Ian Rush verða til að mynda fjarri góðu gamni í kvöld, eru báðir meiddir, en hins vegar valdi Gra- ham Souness Ronnie Whelan í 16 manna hópinn og kom það val nokkuð á óvart en Whelan hefur verið meiddur meira og minna í allan vetur. Tottenham leikur i Hollandi Það em margir leikir í Evrópu- keppninni í kvöld. Guðni Bergs- son og félagar hans í Tottenham leika gegn Feyenoord í Hollandi. Yfirvöld í Hollandi óttast mjög að ' hollenskar og enskar knatt- spymubullur muni láta til sín taka og efna til óeirða. Terry Fenwick, varnarmaður Totten- ham, á við meiðsli að stríða og er óvíst hvort hann spilar með. Það ætti að að gefa okkar manni, Guðna Bergssyni, aukna mögu- leika á að vinna sér sæti í liðinu að nýju en hann hefur verið úti í kuldanum í síðustu leikjum þess. Halle óheppinn Norski landsliðsmaðurinn Gunn- ar Halle, sem er hjá enska 1. deildarliðinu Oldham, leikur ekki meira með á þessu tímabili. Halle fótbrotnaði fyrr á tímabil- inu og nú hefur komið í ljós að brotið greri ekki rétt og þarf hann að gangast undir aðra aðgerð. Grosswaldstadt öruggt með sætið Þóiarinn Sigurðsson, DV, Þýakalandi: Sigurður Bjamason og félagar hans í Grosswaldstadt eru ömgg- ir með sæti í 1. deild þýska hand- boltans þegar einni umferð er ólokið í undankeppninni. í síð- asta leik, sem var á móti SC Cott- bus á útivelli, varð jafntefli, 25-25. Sigurður skoraði sex mörk í leiknum og var valinn besti mað- ur liðsins ásamt Wömer sem skoraði sjö mörk. Lið Héðins Gilssonar, Dusseldorf, verður að minnsta kosti að ná jafntefli í síð- asta leiknum gegn Fredenbeck tO að verða öraggt með sæti sitt í 1. deild. Fjórir leikir í 1. deild kvenna Fjórir leikir fara fram í 1. deOd kvenna á íslandsmótinu í hand- knattleik í kvöld og hefjast allir leikimir klukan 20. Grótta og Víkingur eigast við á Nesinu, Valur og FH að Hlíðarenda og KR mætir ÍBK í Höllinni. Þá leika Stjaman og ÍBV í Garðabæ en leiknum var frestað í gærkvöldi. ishokkí í Laugardalnum Á skautasvellinu í Laugardal leika Bjöminn og Skautafélag Reykjavíkur á Islandsmótinu. Leikurinn hefst klukkan 20. Nissanbíllá 11374 Dregið hefur verið í happdrætti Badmintonsambands íslands. 1. vinningur, Nissan bifreið, kom á miöa númer 11374. Combi Camp tjaldvagn á 15452, Hyundai tölva og prentari á 18776, ferð fyrir tvo tíl Færeyja á 13370 og ferðatæki á 4057 og 12091. Yonex badmin- tonvörur að andvirði 10 þúsund krónur komu á eftirtalin númer: 347, 14513, 5726, 8621, 16854, 4857, 964, 7091,16461,18906,11321, 5962, 19551 og 1781. Petrovic blomstrar hjá New Jersey Jei-sey. Petrovic, sem stýröi Júgóslavíu til sigurs i heimsmeistarakeppn- inni sl. sumar í Argontinu. segir um Anderson: ..Ilann cr leikinn með boltann, ég er viss uin að við getum leikið mjög vel saman.“ Petrovic sem tók sæti Reggie Theus i bvrjunarliöinu sl. haust, hcfui- verið gagnrýndur fyrir slakan varnarieik en jafnvel hann batnar með liverjum leik. Theus leikur nú með Ranger Varose á ítaliu. y?:; i' New Jersey. sem er aöeins fjórum stigum á cftir Philadelplúa, státar af fleiri góðum leikmöimuin. Derrich Coleman, nýliði ársins í fyrra, hefur Jeikið mjög vel og Sam Bowie, miðherjinn sterki, virðist loks hafa náö sér at' langvarandi meiðslum. Þá cr Chris Morris sterkur fram- herji sem getur ýmisiegt þcgar bakverðir sem gætu með góðum með Portland í fyrra. Hann gerir hann nennir!!! New Jersey hefur leik boðaö betri tíma fyrir New það nú gott með New Jersey. ekki sagt sitt síöasta orð í vetur. Þrátt fyrir áhyggjur af lrinum stríöshrjáðu löndum sínum i Króa- tíu leikur Drazen Petrovic á als oddi í ISlBA-deildinni. „Eg reyni aö einbeita mér að leiknum en hugur- inn leitar til fjqlskyldu og vina heíma i Króatíu. Éghrínginæstum því daglega, en því miöur get ég ekkert gert nema vonað að þetta taki senn enda,“ segír þessi geð- þekki leikmaður. Petrovic, sem hefur skorað 20,6 stig að meðaltali í leik í vetur, kom tíl New Jersey frá Portland í fyrra og hann hefur átt mikinn þátt í aukinni velgengni liðsins. Enda þótt úrslitasæti sé óhklegt þá dylst engum aö þarna eru góðir hlutir að gerast, og ef Kenny Anderson, nýliðinn skemmtilegi, nær sér á strik mega andstæðingar liösins fara að vara sig. Petrovic, Ander- son og Mookie Blaylock eru allir Drazen Petrovic frá Króatíu i leík Gunnar Gunnarsson lék ágætlega sem leikstjórnandi íslenska liðsins á Akranesi í gærkvöldi. Sigrinum í Stykkishólmi í fyrrakvöld ekki fylgt eftir: ísland náði að jaf na undir lokin -18-18 í síðari leiknum við Litháen á Akranesi Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: ísland og Litháen skfldu jöfn, 18-18, í síðari landsleik þjóðanna aö þessu sinni sem fram fór á Akranesi í gær- kvöldi. Litháar voru yfir nánast allan tímann, 9-10 í hálfleik og 12-16 þegar langt var liðið á síðari hálfleik, en íslendingar jöfnuðu á lokamínútun- um. Leikurinn var gerólíkur fyrri við- ureign þjóðanna í Stykkishólmi kvöldið áður en þá vann ísland af öryggi með sex mörkum. Frammi- staða íslenska Uðsins var svipuð en Litháar sýndu mun betri leik, voru geysilega grimmir, og mun meiri harka var í leiknum en þeim fyrri. íslensku leikmennirnir voru flestir hverjir þungir en þó sást ýmislegt jákvætt tU þeirra. Ekki er hægt aö nefna einn leikmann öðrum fremur, nema hvað Gunnar Gunnarsson kom vel út sem leikstjórnandi. Spiluðum ekki eins og fyrir okkur var lagt „Miðað við leikinn í gærkvóldi var harkan í kvöld aUtof mikil og dóm- gæslan hefði að mínu mati mátt vera betri. Sennilega er þreyta í okkur eftir erfiðar æfingar en það hefði ekki átt að koma að sök. Við vomm ekki sannfærandi, það vantar meiri aga í liðið. Við spiluðum ekki eins og fyrir okkur var lagt,“ sagði Bjarki Sigurðsson landsUðsmaður viö DV eftir leikinn. Létum þá ganga óþarflega langt „Leikurinn þróaðist út í óþarflega mikla hörku og við vomm kannski ekki alveg tilbúnir í hana og létum þá ganga óþarflega langt. Sóknarlega séð var leikurinn ekki nógu góöur; við lentum í miklum vandræðum með þá því þeir léku svo langt úti á veUi og fengu að lemja á okkar mönn- um. En það er í raun gott mál að fá svona varnarvegg á móti okkur því t.d. Portúgalar leika alveg eins vöm og það er einmitt svona vöm sem ég óttast mest,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsUðsþjálfari íslands, og bætti við: „Þegar dómarar leyfa svona hörku verðum við að taka þátt í henni.“ Island (9) 18 Litháen (10) 18 2-0, 4-1, 4-6, 6-7, (9-10), 11-13, 12-16, 16-16, 16-17, 17-18, 18-18. Mörk íslands: Geír Sveíns- son 4, Sigurð- ur Rjarnason Patrekur Jóhannesson 3. Valdimai' Grítnsson 2, Konráð Olavs- son 2, Gunnar Gunnarsson 2/1, Bjarki Getr Sveinsson, Sigurðsson 1, hæstur með 4 mörk. Gunnar Andr- ésson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 11/2, Sigmar Þröstur Ósk- arsson 3. Mörk Litháens: Galkaustas 5/2, Savukinas 4/1, Cikanauskas 2, Kazlauskas 2, Bucys 2, Povilonis 2, Daugila 1. Varin skot: Sayonis 12/2. Brottvísanir: ísland 8 minútur, Litbáen 16 minútur. Dómaran Gunnar Kjartansson og Óli P. Ólsen - leyfðu of mikið en voru samkvæmir sjálfum sér. Áhorfendur: 423. Leikirlandsliðsins: 6.3. við „Akureyrarúrval". 7.3. við Portúgal á Selfossi. 8.3. viö Portúgal í Höllinni. 11.3. við Slóveníu í Höllinni. 12.3. viö Slóveníu í Keflavik. Kvennalandsliðið í knattspymu: Tap í fyrsta leik í Þýskalandi - 3-0 en ágætur síðari hálfleikur Kvennalandsliðið í knattspymu, sem er í æfinga- og keppnisferð í Þýskalandi, lék fyrsta leik sinn í ferð- inni í gær, gegn úrvalsliði frá Hess- en, og tapaði, 3-0. „Mörkin þrjú komu öll í fyrri hálf- leik, þar af vom tvö mörk af ódýrari gerðinni. í síðari hálfleik breyttist leikur okkar til hins betra og var síð- ari hálfleikur jafn og spennandi," sagði Rafn Hjaltalín, annar farar- stjóri íslenska Uðsins. Sigrún Óttarsdóttir, sem hélt upp á 21. afmælisdag sinn í gær ásamt Steindóru Steinsdóttur markverði, sem varð tvítug, átti besta færi ís- lenska liðsins en tókst ekki aö skora. Þýska úrvalsliðið var skipað sömu leikmönnum og komu hingað til lands í sumar auk þess sem þrjár stúlkur úr þýska landsliðinu léku með liðinu. Byrjunarlið íslands var þannig skipað: Steindóra Steinsdóttir mark- vörður. Aðrir leikmenn: Ragna Lóa Stefánsdóttir, íris Steinsdóttir (Sig- urlín Jónsdóttir), Vanda Sigurgeirs- dóttir (fyrirliði), Auður Skúladóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir (Jónína Víglundsdóttir), Arney Magnúsdótt- ir (Helena Ólafsdóttir), Guðrún Sæ- mundsdóttir, Karitas Jónsdóttir (Halldóra Gylfadóttir), Sigrún Ótt- arsdóttir og Asta B. Gunnlaugsdóttir. „Það vora að sjálfsögðu bæði veikir og sterkir punktar í leik liðsins," sagði Rafn. „Við réðum ekki við hraðann og kraftinn í þýska liðinu og misstum boltann of oft klaufalega frá okkur. Hins vegar var leikurinn mjög góður æflngalega séð og við sjáum að viö emm á réttri leið. Allur aðbúnaður hér á svæðinu er mjög góöur og til marks um þaö má nefna að þýska karlalandsliðið í knattspymu kemur hingað þegar við fömm. Stelpumar hafa sagt mér aö þær ætli að skilja eftir nokkur ástar- bréf í herbergjunum sínum, í von um að þau rati rétta leið,“ sagði Rafn Hjaltalín. -ih var Webster, 25 stig fyrlr ÍR. ÍRvann toppleikinn ÍR vann Breiöablik, 82-80, í leik tveggja efstu liða l. deildar karla í köriuknattleik sem fram fór i Seljaskóla í gærkvöldi. Breiða- blik var 10-12 stigum yfir um tíma í fyrrí hálfleik en í hléi var jafnt, 51-51. í síðari hálfleik voru ÍR-ingar síðan með undirtökin og Blikar náðu ekki að jafna í lokin. ívar Webster var stigahæstur hjá ÍR með 25 stig og Jóhannes Sveinsson geröi 23 en Hjörtur Arnarson var hæstur hjá Breiöa- bliki með 27 stig. Bæði þessi lið hafa tryggt sér sæti í 4 liða úrslitum deildarinnar og leika þar væntanlega við Akranes og Hött. .ys Spink sá um Leeds - sem mistókst að komast á toppinn Leeds fór illa meö gullið tækifæri til aö ná forystunni í 1. deild ensku knattspym- unnar þegar hðið gerði markalaust jafn- tefli á heimavelii gegn Aston Villa. Nigel Spink, markvörðurinn gamal- kunni, sem lék á ný í marki Villa eftir langa dvöl í varaiiðinu, sá til þess aö Le- eds náði ekki að sigra. Hann varði víta- spymu frá Gordon Strachan á 65. mínútu og kom síðan tvívegis í veg fyrir að Eric Cantona skoraði með frábærri mar- kvörslu. Crystal Palace og Nottingham Forest gerðu einnig 0-0 jafntefli en Southampton vann West Ham, 1-0, í mikilvægum fall- baráttuleik með marki frá Ian Dowie, sem Southampton keypti í vetur frá West Ham. Staða efstu og neðstu liða: Manch. Utd 30 17 11 2 51-22 62 Leeds 31 16 13 2 55-24 61 Manch. City 31 15 8 8 45-35 53 Sheff. Wed j 30 15 8 7 49-41 53 Notts Co 29 7 8 14 30-40 29 Luton 31 7 8 16 25-55 29 Southampton 30 6 10 14 28-45 28 WestHam 29 6 9 14 26-43 27 í 2. deild tapaði Charlton fyrir Grimsby, 1-3, og helstu úrslit í 3. deild urðu þessi: WBA -Orient 1-3, Birmingham - Swansea 1-1, Brentford - Chester 2-0, Pet- erborough-Huddersfield 2-0. í Skotlandi vann Rangers sigur á St. Johnstone, 0-3, í 8 liða úrslitum bikar- keppninnar. -VS Ungu strákarnir í Indiana sigruðu Chicago Bulls Spennandi leikir vom í bandaríska körfuboltanum í nótt. Chicago tapaöi heima fyrir Indiana Pacers. Lakers held- ur áfram að tapa og Phoneix Suns vann Houston Rockets í framlengdum leik. Úrslit í nótt urðu þess: NewYork-Dallas.............102- 83 Orlando - Washington.......93-106 Miami - LA Clippers 116-117 Chicago - Indiana 101-103 Minnesota - San Antonio 102-103 Phoneix - Houston 112-107 Golden State - Utah 101-123 Portland - Lakers 105-101 Seattíe - Denver 111 92 -JKS Guðjón L. Sigurðsson, formaður Handknattleiksdómarasambands íslands: Meira gert úr mistökunum en áður Það er alltaf fagnaðarefni þegar íþróttafréttamenn skrifa gagnrýni um handknattleiksdómara á jákvæð- an hátt eins og blaðamaður DV, GH, gerði hér í DV á dögunum. Ailtof oft hafa slík skrif verið niðurrífandi og ekki til þess fallin að hafa þau áhrif sem þau annars gætu haft. Ég get tekið undir margt af því sem GH nefnir í sinni grein en ég er hon- um þó ekki sammála um allt, meðai annars að dómgæslan hafi verið verri í vetur en áður. Samkvæmt samtölum við marga leikmenn og forráöamenn liða hefur mér fundist menn vera sammála um að dómgæsl- an sé betri en áður í 1. deild karla. Hins vegar gera menn meira úr mis- tökunum en áður. Sem dæmi þá vom gerð nákvæmlega eins mistök varð- andi framkvæmd leiks í bikarkeppni milli 1. deildar liðs og Uös í 2. deild fyrir 3 ámm eins og gerð vom í leik Vals og Víkings nú á dögunum án þess aö nokkur sæi ástæðu til að kæra. Svipað viðhorf og til lögreglunnar Það er erfitt að manna dómarastétt- ina. Viðhorf margra til dómara má að sumu leyti líkja við neikvætt viö- horf manna til lögreglunnar. Við er- um að gæta reglna sem þjóna hags- munum þeirra liða sem eigast við hverju sinni. Oftast er dómur byggð- ur á mati dómarans á aðstæðum og þá frá því sjónarhomi sem hann sér atburðinn. Það er auðvelt að eyði- leggja heilan leik ef liðin sætta sig ekki við störf dómarans, hversu mjög sem hann leggur sig fram. Til að dæma í l. deild karla þurfa menn að vera í góðu líkamlegu og ekki síður andlegu jafnvægi. En það vill oft gleymast að ef leikmaður á slæman leik þá er alltaf hægt að skipta honum út af en það sama gild- ir ekki um dómarann. Viðhorf forráðamanna þarf að breytast Vegna manneklu er erfitt að gera miklar kröfur til dómara því að metnaöur þeirra er misjafn og oft eru hlutirnir frekar gerðir af skyldu- rækni en áhuga. Þetta breytist ekki fyrr en viðhorf forráðamanna breyt- ist og þeir fara markvisst að huga að dómaramálum í sínum félögum til að finna góð dómaraefni og koma þeim á framfæri. Hærri peningagreiðslur til dómara leysa ekki vanda stéttarinnar en þær gætu hjálpað. Nú þegar er ástandið meðal dómara orðið þannig að marg- ir þeirra em hættir að hafa gaman af að dæma og vilja fá alvöru greiðsl- ur fyrir. Á fundi með félögum í úrsli- takeppninni nýlega bar ég upp tíiiögu um hærri greiðslur til dómara í úrsli- takeppninni en henni var hafnað. Áhorfendur búnir að dæma áður en flautu er lyft Haft hefur verið eftir einum 1. deild- ar þjálfara að íslenska 1. deildin sé ein af fimm sterkustu í heimi. Hún hefði aldrei geta orðið þaö ef við hefð- um ekki haft frambærilega dómara. Norsku dómaramfrj sem vom hér um daginn og dæmdu tvo leiki í 1. deildinni, sögðust aldrei hafa kynnst slíku áður. Leikimir hefðu verið mjög harðir, áhorfendur búnir að dæma áður en þeir náðu að lyfta flautunni og stemningin ólýsanleg fyrir þá og dæmdu þeir þó ekki á Akureyri eða í Vestmannaeyjum. Nú þegar hafa 13 dómarapör auk nokkurra forfalladómara dæmt í 1. deild í vetur. Víða erlendis ern valin 8-10 dómarapör til aö dæma í 1. deild og þeir dæma alla leikina. Mín skoð- un er sú að ef dómararapör forfallast fyrir leik skuli útvega viðurkennt dómarapar í staðinn eða leikur frest- ast ef það tekst ekki. Ég gæti skrifað langa grein í viöbót um t.d. eftirlitsmannakerfi, stjómun dómaramála, hegðunarreglur, skrif íþróttafréttamanna o.fl. en vandinn er fyrst og fremst viðhorf manna til dómara. Þegar stjómendur innan HSÍ og forráðamenn félaga fara að viðurkenna okkar störf og taka þátt í þeim þá breytist okkar starfsgmn- dvöllur. Guðjón L. Sigurðsson formaður HDSÍ og milliríkjadómari Aganefnd Körfuknattleikssam- bands íslands vísaði í gærkvöldi frá kæra dómara leiks Hauka og Vals á hendur Valsmauninum Frauc Booker. Hann fékk tvær tækuivillur sem yfirleitt þýða eins leiks bann. Booker sleppur við bann og getur því leikið með Valsmönnum gegn Njarðvíking- um í undanúrslitum bikarkeppn- innar. -VS Fimmtán ára tvíbætti 15 ára gömul bandarísk stúlka, Anita Nall, tvíbætti heimsmetið í 200 metra bringusundi á banda- ríska úrtökumótinu i Indiana- polis fyrir ólympíuleikana i Barcelona í sumar. í undanrásum í fyrrinótt synti Nall á 2:25,92 mín. en í úrslita- sundinu bætti hún sig enn frek- ar, syntí á 2:25,35 mín. Þýska stúlkan Silke Höraer áttí fyrra metiö sem sett var á ólympiuleik- unum í Seoul 1988. Tími hennar þá var 2:26,71 mínútur. „Ég hef auðvitaö gengið með draum í maganum um aö keppa á ólympíuleikum. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ég synti hratt og átti alveg elns von á að setja heimsniet," sagði heimsmet- hafinn Anita Nall, yngsti banda- ríski sundmaðurinn sem keppir í Barcelona í sumar. Af öðrum úrslitum á úrtöku- mótinu tíl þessa má nefna að Eric Namasnik sigraði í 400 m fjór- sundi á 4:15,60 mín. en hann er : heimsmethafi í greimnni. Fyrr- verandi heimsmethafi, David Wharton, varð annar á 4:17,58 mín. en hann vann silfur á ólympíuleikunum í Seoul 1988, Nicole Haislett sigraði í 200 m skriðsundi kvenna á 1:58,65 min. og Jenny Thompson varð önnm- á 1:59,98 min. en á fyrsta degi mótsins setti hún heimsmet í 100 m skriðsundi og sló þar sex ára gamalt heimsmet sem Kristin Ottoátti. -JKS Fótur eins og á áttræðum manni - Birgir Sigurösson bjartsýnn á bata fyrir B-keppnina „Mér sýnist á myndunum að fóturinn sé orðinn eins og á átt- ræðum manni en annars eru eng- in liðbönd slitin. Það virðist vera spmnga í ökklanum og sennilega em þaö leifar af meiðslum sem ég varð fyrir hjá Fram fyrir mörgum árum. En ég er bjart- sýnn á að þetta hái mér ekkert og ég geti jafnvel byijaö aftur á föstudaginn,“ sagði Birgir Sig- urðsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, í samtali við DV í gær- kvöldi. Eins og DV sagði frá í gær meiddist Birgir á æfingu með landsliðinu í Stykkishólmi á mánudaginn. Hann er með fótinn í þrýstiumbúðum en vonast til að losna við þær í vikunni. „Ég er þó nokkuð betri í kvöld en ég var í morgun og ég hef enga trú á að þetta komi í veg fyrir að ég geti leikið með landsliðinu í B-keppninni,“ sagði Birgir Sig- urðsson. -VS Tvö mörk seint í leiknum í Dubai - og ísland vann U-19 lið Furstadæmanna, 1-3 íslenska landsliðið í knattspymu vann sigur á U-19 ára landsliði Sam- einuðu arabísku furstadæmanna í Dubai í gær, 1-3. Arabamir náðu forystu á 10. mín- útu, skoruðu þá úr sínu eina færi í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins jafnaði Víkingurinn Atli Einarsson metin og staðan var því jöfn, 1-1, í leikhléi. Á síðustu 20 mínútum leiksins bættu íslensku strákamir við tveim- ur mörkum. Á 70. mínútu skoraði Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson með skalla eftir fyrirgjöf og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Ólaf- ur Kristjánsson úr FH þriðja markið beint úr aukaspyrnu. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari gerði nokkrar breytingar á byrjun- arliðinu frá leiknum gegn A-hði arabanna. Þeir sem byijuðu á vara- mannabekknum í þeim leik hófu ali- ir leikinn í gær og þeir Birkir Krist- insson, Andri Marteinsson, Einar jPáll Tómasson og Tómas Ingi Tómas- son byijuðu utan vallar en þeir komu allir inn á. Amar Grétarsson gat ekki leikið vegna veikinda. Leikur- inn telst ekki opinber landsleikur. -GH Framliðið í knattspymu mætir dönsku meistumnum I Bröndby 16. apríl næstkomandi, skírdag. Leik- urinn verður á aðaUeikvangi fé- lagsins, Bröndby Stadion í mannahöfn, en Framarar Kaup- verða ytra viö æftngar- og keppni fiinm daga í páskavikunm. Auk leiksins við Bröndby verður leikið við 2. deildarlið. Bröndby er um þessar mundir í efsta sætí í dönsku úrvalsdeildinni og er hér þvi um að ræða verðugt verkeftú fyrir Framliðið. Þess má geta að undanfai'in ár hefur verið gott samstarf á milli þessara liöa. -JKS Tómas Ingi Tómasson skoraði ann- að mark íslands meó skalla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.