Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1092. 15 Rannsóknastofn- anir á íslandi .. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna, rekinn með erlendu fé í sam- vinnu við Orkustofnun ... Allir nemendur eru erlendir sérfræðingar ... “ Öðru hverju gjósa upp umræður um aUs konar sérstöðu Islands. Við eigum sérstæð fískimið, áhuga- verða náttúru, merkilegar bók- menntir, vinsælan forseta og margt annað. Settar hafa verið niður nefndir til þess að spá um fram- vindu mála á íslandi og hvemig nýta megi sérstöðuna fólki til fram- dráttar. Menn hafa m.a. minnst á sérþekkingu sem flytja má út og nota heima fyrir í tækniiðnaði og þvílíku. Má minna á framleiðslu á tölvutækjum handa fiskvinnslu og tækni við virkjun jarðhita. Stund- um hafa komið fram hugmyndir um alþjóðlegar rannsóknastofnan- ir á Islandi. Það er vert að gefa þeim meiri gaum. Hvaða gagn er að því að leyfa alþjóðlegum rannsóknastofnunum að starfa á íslandi? Svarið er marg- þætt. Bent er á að umsvif stofnana færi ríki og mörgum öðrum um- talsverðar tekjur. Einnig fá ís- lenskir vísindamenn, tæknifræð- ingar og aðrir vinnu við stofnan- irnar. En mikilvægast er að með starfinu rækja íslendingar hluta af þeim skyldum er þeir bera sem sjálfstæð þjóð í samfélagi við marg- ar aðrar í náttúru. Þar mynda ótal kerfi eina heild. Á henni bera allir jarðarbúar ábyrgð. Ef við getum kennt öðrum þjóð- um eitthvað eða gert þeim kleift að afla sér þekkingar sem ella væri erfitt að komast yfir, erum við að sinna þessum skyldum. Um leið verður þekkingin eftir. hér á landi og getur langoftast orðið okkur beinlínis til gagns. Lengi framan af sinntum við alþjóðlegri vísinda- starfsemi einna mest með þvi að KjaUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur leyfa erlendum leiðöngrum að stunda 'rannsóknir hér á landi. Reynsla er þó orðin umtalsverð af allt öðru fyrirkomulagi. Dæmi um alþjóð- legar stofnanir Að slepptri tímabundinni starf- semi erlendra vísindamanna við Háskóla íslands eða innlendar vís- inda- og rannsóknastofnanir er það einkum ein stofnun sem líta má til: Norræna eldfjallastöðin. Hún hefur starfað hér í rúman áratug og gefist vel. í grófum dráttum er verksvið hennar hvers konar rann- sóknir sem varða eldvirkni á ís- landi og þar hafa menn endurbætt tækni til þess að mæla landhalla- breytingar. Stofnunin er rekin fyr- ir norrænt fé, fastir starfsmenn eru íslendingar en tiltekinn fjöldi styrkþega dvelur um tíma frá hverju Norðurlandanna og nýtur þá þess að læra fræði sín við hinar rómuðu íslensku aðstæður. Önnur þekkt en ólík stofnun er Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóð- anna, rekinn með erlendu fé í sam- vinnu við Orkustofnun, íslenskan forstöðumann hennar og íslenska kennara. AUir nemendur eru er- lendir sérfræðingar og nýta þeir sér margvíslega sérþekkingu er hér hefur safnast. Reynslan af starf- semi skólans er góð. Fleiri starfssvið Stofnanirnar geta' bæði verið fleiri og stærri. Alþjóðasamtök og öflugar vísindastofnanir víða um heima hafa vel efni á að starfrækja stofnanir af ýmsu tæi hér á landi. Sem dæmi um nokkrar þeirra má nefna eftirfarandi hugmyndir: Alþjóðleg jöklarannsóknastofn- un. Á íslandi eru stórir hveljöklar sem eru lítt þekktir utan heim- skautasvæða. Hér er lil sérkenni- legt samspU eldvirkni, jarðhita og íss og hér eru mörg ferli er fylgja jöklaskriði og jöklabúskap, auk þess landmótun jökla, óvenju hröð. Margir skriðjöklar á íslandi hlaupa, sem kallað er, líkt og Skeið- aráijökuU í fyrra. Egill Jónsson alþingismaður hef- ur meðal annarra beitt sér fyrir umræðum um svona stofnun. Hér starfa nokkrir jöklafræðingar og hér er öflugasta áhugamannafélag um jöklarannsóknir sem vitað er um, raunar einstætt í sinni röð. Alþjóðleg hafrannsóknastofnun. Á íslandi er auðvelt að sinna sum- um tegundum rannsókna á hafinu og lífríki þess. Nægir að nefna hvalarannsóknir, rannsóknir á mengun hafs og samspih heitra og kaldra hafstrauma, auk rannsókna á hafís. íslendingar eiga mjög fram- bærilega vísindamenn í hafrann- sóknum hvers konar. Alþjóðleg rannsóknastöð í ísald- aijarðfræði og fornveðurfræði. ís- lend gegnir lykUhlutverki í rann- sóknum á orsökum jökulskeiða og atburðarás þeirra, á hegðan jökla, veðurfari og breytingum lífríkis við sífelld skipti milli jökulskeiða og hlýskeiða. Þetta rannsóknasvið er mjög mikilvægt nú þegar menn skynja yfirvofandi breytingar á veðurfari. Mikið fé er lagt í rann- sóknir á umræddu sviði um þessar mundir. Alþjóðleg veðurrannsóknastöð. Aðstæður tU þess að athuga veður í háloftum, breytingar á lofthjúpi jarðar (t.d. á ósoni) og ýmsar öfgar í veðri við pólskUin (t.d. mundun mjög öflugra lægða) eru prýðilegar hérlendis. Veðurstofan er gömul í hettunni og hefur á að skipa margs konar sérfræðingum. Alþjóðleg stofnun er sinnir rann- sóknum á rokgjörnum jarðvegi, uppblæstri og landeyðingu. Marg- ar þjóðir glíma við svipuð vanda- mál og íslendingar í þessum efnum. Hér er atburðarásin hröð og fjö!- breytt form landeyðingar að finna. SUk stofnun væri mikil lyftistöng, sbr. orð Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra. Eins og sjá má er af mörgu að taka og helst þyrftu allar þessar stofnanir að vera til og nokkrar í viðbót. Ari Trausti Guðmundsson „Lengi framan af sinntum við alþjóð- legri vísindastarfsemi einna mest með því að leyfa erlendum leiðöngrum að stunda rannsóknir hér á landi.“ „Allt fyrir ekkert“ eða hvað sem það kostar Nú er nýkomin út þriðja útgáfa af samningi um evrópskt efnahags- svæði, eftir að EB-dómstóllinn hafnaði síðustu útgáfu af þessum margumtalaða samningi, þar sem hann þótti fara í bága við Rómar- sáttmálann. Ástæður þess að EB-dómstóllinn hafnaði fyrri útgáfu EES-samn- ingsins voru nokkrar. Hann gerði athugasemd við að EES-dómstóll skæri úr um, ef deilur kæmu upp milli samningsaðila um túlkun samningsins og fylgiskjala hans. Hann gat ekki sætt sig við að sömu dómarar ættu sæti í EB-dómstóln- um og EES-dómstólnum, vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. í samningsdrögunum var gert ráö fyrir að eftirlitsstofnun EFTA gæti sektað EB-fyrirtæki fyrir athæfi sem bryti samkeppnisreglur. Þar taldi dómstóllinn að verið væri að skerða lögsögn framkvæmda- stjómar og dómstóls EB. Loks taldi EB-dómstóllinn að ekki væri unnt að tryggja réttar- samræmi innan EES vegna þess að markmið EES og EB væru ekki hin sömu. Gerum við athugasemdir? íslensk stjórnvöld virðast ekki gera neinar athugasemdir við samningsdrögin, þó syo að því hafi verið lýst yfir fyrir íslands hönd að ekki væri unnt að sætta sig við ýmis atriði sem um hefur verið rætt í þessum samningaviðræðum. Meðal þeirra er að fullveldisafsal komi ekki til greina og útlendingar fái ekki frekari aðgang að fiskimið- um okkar en nú er. Kjallariim Ásta R. Jóhannesdóttir varaþingmaður Framsóknar- flokksins i Reykjavík Guðmundur Alfreðsson þjóðrétt- arfræðingur hefur lýst yfir því að þau samningsdrög, sem EB-dóm- stóllinn hafnaði, hafi falið í sér full- veldisafsal og því ekki samræmst íslensku stjórnarskránni. Samt sem áður töldu íslensk stjórnvöld ekki ástæðu til að gera neitt í mál- inu. Enda heíði orðið að ijúfa þing og efna til kosninga hefði það kom- ið á daginn að samningurinn stæð- ist ekki samkvæmt stjórnar- skránni. Það er skiljanlegt að stjórnarflokkarnir vilji ekki lenda í þeirri aðstöðu, eins og útkoman í skoðanakönnunum hefur verið undanfarið. Að áliti Guðmundar má ekki breyta stjórnarskránni með venju- legum lögum. Til þess er stjórnar- skrárgjafinn einn bær. Stjómar- skránni verður því ekki breytt með gerð milliríkjasamnings og sam- þykki Alþingis á honum. Skýrari ákvæði um fullveldisafsal? í nýjasta samningnum er í sér- stakri bókun enn skýrar kveðið á um fullveldisafsal, þar sem EFTA- ríkin faUast á að setja í lög sín ákvæði, sem fela í sér að reglur EES-samningsins séu æðri lands- lögum viðkomandi ríkis, ef til ágreinings kemur. Sé leitað eftir úrskurði EB-dómstólsins vegna deilumála verður niðurstaða hans bindandi og endanleg. Ef samningar takast ekki innan EES-nefndarinnar og ekki er fallist á að leita eftir úrskurði EB-dóm- stólsins, getur samningsaðih gripið „Og nú hafa íslensk stjórnvöld látið plata sig til að veita EB-ríkjunum heim- ild til að veiða 3000 tonn af karfa í ís- lenskri fiskveiðilögsögu. Hvað eru menn að hugsa?“ til gagnaðgeröa og fellt samninginn úr gildi. í stað EES-dómstóls er þannig komið flókið kerfi til lausn- ar ágreiningsmála, þar sem Evr- ópubandalagið hefur undirtökin á flestum sviðum. Þá er spurningin hvort slík lög, sem færa dómsvaldið frá íslenskum dómstólum til Bruss- el, standist samkvæmt íslensku stjórnarskránni. - Spyr sá sem ekki veit. Og nú hafa íslensk stjórnvöld lát- ið plata sig til að veita EB-ríkjunum heimild til að veiða 3000 tonn af karfa í íslenskri fiskveiðilögsögu. Hvað eru menn að hugsa? Við byggjum tilveru okkar hér á þessu landi á fiski. Og það er ekki nóg með að tryggður sé veiðiréttur á 3000 tonnum af karfa, heldur er nú einnig fallist á að endurskoða áður afmörkuð veiðisvæði, reynist veið- arnar þar ekki hagkvæmar fyrir EB, þ.e. ef ekki reynist unnt að rtá þessum afla á veiðisvæðunum á hagkvæman hátt. Hvað sem það kostar Nú fagna íslenskir ráðamenn þeim samningum sem á að senda til EB-dómstólsins til samþykktar. Þeir hamast við að sannfæra þjóð- ina um að þessir samningar séu betri, - já, mun betri en þeir samn- ingar sem fengu „allt fyrir ekk- ert“-einkunnina í Lúxemborg. Sér- staklega eru þeir ánægðir með sjávarútvegsbókunina, sem var látin mæta afgangi, og er nú fyrst frágengin. Sjávarútvegsmálin eru ekki hluti af EES-samningnum, heldur sér- stök bókun eöa viöauki, og getur það skipt miklu máli síðar. í umfjöllun um afnám tolla hefur sú tilhneiging verið rík að halda því fram að hagnaður sá sem niður- felling tolla leiðir af sér komi okkur að öllu leyti til góða. Við skulum ekki láta það hvarfla að okkur að sú sé raunin. EB-ríkin ætla án efa að halda hluta af ágóðanum af þeirri niðurfelhngu. Það væri barnaskapur að halda öðru fram. Á næstunni mun EB-dómstólhnn líklega leggja blessun sína yfir þennan samning. Annað er óUk- legt, þar sem gengið hefur verið að allflestum kröfum dómstólsins og hann er undir miklum pólitískum þrýstingi. Ríkisstjórnin, með utanríkisráð- herra í broddi fylkingar, virðist ætla að koma okkur í EES, hvað sem það kostar. Ásta R. Jóhannesdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.