Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992. 3 Fréttir Dráttarvaxtagreiöslur Ríkisspítalanna: Hneyksli að fjármunum sé eytt á þennan hátt - segirframkvæmdastjóriBorgarspítalans „Það er hneyksli að það skuli vera farið með fjármuni á þennan hátt. Þegar menn eyða ríflega tvö hundruð milljónum að núvirði í dráttarvexti, og það á einungis þremur árum, er eitthvað að,“ segir Jóhannes Pálma- son, framkvæmdastjóri Borgarspít- alans. Eins og DV hefur greint frá þá greiddu Ríkisspítalarnir um 207 milljónir í dráttarvexti að núvirði á árunum 1989 til 1991. Á sama tíma greiddu aðrar stofnanir ríkisins ein- ungis samtala um 65 milljónir í drátt- arvexti. Þess má geta í þessu sam- bandi að í ár stendur til að spara 311 milljónir í rekstri Ríkisspítalanna, meðal annars með því að segja um 50 manns upp störfum. Að sögn Jóhannesar hefur Borgar- spítalinn ekki þurft að greiða neina dráttarvexti á undanfórnum árum vegna vanskila. Þvert á móti hafi spítalinn fengið umtalsverðar vaxta- tekjur. Árið 1988 voru vaxtatekjurn- ar 4,4 milljónir, árið 1989 um 6,6 millj- ónir og árið 1990 um 3,3 milljónir. Á núvirði eru vaxtatekjur þessara þriggja ára tæpar 20 milljónir. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1989 greiddu Ríkisspítalarnir ríflega 79 milljónir í dráttarvexti, ríf- lega 100 milljónir árið 1990 og ríílega 57 milljónir í fyrra. Á núvirði eru þessar dráttarvaxtagreiðslur sam- tals um 207 milljónir, eins og áður segir. -kaa Krakkarmr i Breiðholtinu þurfa ekki að fara langt til þess að komast í góða skíðabrekku. DV-mynd Brynjar Gauti Matthías Bjamason um ástandið í þingflokknum: „Þungur sjór og þrútið loft“ - dauðsé eftir að hafa farið í ffamboð núna Matthías Bjarnason alþingismað- ur gefur ófagra lýsingu á ástandinu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og raunar flokknum líka í viðtah við tímaritið Heimsmynd. Hann notar orð úr ljóðlínu úr kvæðinu um Egg- ert Ólafsson þegar hann lýsir ástand- inu í þingflokknum. „Þungur sjó og þrútið loft.“ Hann segir ungu mennina í Sjálf- stæðisflokknum kalla sig sósíalista, „okkur mennina sem höfum unnið frá blautu barnsbeini í atvinnulífinu og erum nú óðum að hverfa af sjón- arsviðinu. Þessir ungu menn i flokknum segja okkur annaðhvort sósíalista eða framsóknarmenn og nota það sem skammaryrði þar sem við viljum verja hag lítilmagnans og landsbyggðarinnar. Mér flnnst þetta köld kveðja eftir áratugastarf í flokknum," segir Matthías. í viðtalinu er fariö í stórum drátt- um yfir stjórnmálaferil Matthíasar. Þar hælir hann hinum gömlu foringj- um Sjálfstæðisflokksins en er þeim mun þungorðari um þá sem nú ráða ferðinni. Á einum stað segist hann raunar sjá eftir því að hafa farið í framboð nú síðast. Hann er mjög óánægður með nið- urskurðinn í ellilífeyrismálunum og vinnubrögð Sighvats Björgvinsson- ar. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn nú vera allt aiman Sjálfstæðisflokk en hann gekk í á sínum tíma. Hann segist hafa stutt Þorstein Pálsson í formannsslagnum á síðasta flokksþingi vegna þess að hann vilji ekki ráðast gegn sitjandi formanni flokksins. Hann segir hins vegar að frjálshyggjuhðið hafi kom inn með Þorsteini þegar hann var fyrst kjör- inn formaöur. Það hafl síðan náö tök- um á flokknum. Hann segir sig hrylla við því liði. Hann segist ekki vilja nefna nein nöfn í því sambandi. „Þetta afl hefur skemmt flokkinn og gert hann miklu þrengri. Þessir Heimdallarstrákar sem skhja ekki út á hvað lífsbarátta fólksins í land- inu gengur," segir Matthías. Um Jón Baldvin utanríkisráðherra segir Matthías. „Það er margt gott í honum Jóni en helvítis hrokinn er að fara með hann. Þeir eru nokkrir sem hafa ekki þolað að verða ráðherrar eða hljóta aðrar vegtyllur innan þingsins. Sum- ir eru æði fljótir að gleyma uppruna sínum. Menntahroki er einnig áber- andi í fari sumra langskólagenginna þingmanna og það er hroki í fari Davíðs Oddssonar. Mér fannst hann til dæmis mjög hrokafullur þegar okkur lenti saman síðastliðið sumar vegna byggðamála." Matthías segist líta niður á þá menn sem tilheyra svonefndum kol- krabba en kenna í bijósti um þá um leið. Nefnir hann í því sambandi Aðalverktakahneykslið á dögunum eins og hann nefnir það. Hann segir það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að auka fylgi flokksins en ekki að faha í faðm kolkrabbans. Loks er hann spurður hvaða stjórnmálamenn hann sjái til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem við erum í. Og svar hans er einfalt: „í hjartans einlægni. Það sorglega erað égséþá ekki.“ -S.dór Aðalfundur 1992 Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 20. mars 1992 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörurá íslandi Dagskrá: 1. Venjuleg aðaifundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifétofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 13. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. r I Fyrst og frmst á farmabraut \ Safnsendingar í flugi - ódýrari frakt.. O Alfi c waco FLUTNINGSMIÐLUNIN HF TRYGGVAGÚTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Fax 25590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.