Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 26
26 MIÖVlkUDAGtTR 4. MARS 199 Fólk í fréttum Þröstur Magnússon Þröstur Magnússon, grafískur hönnuður, Ránargötu 31, Reykjavík, hlaut menningarverðlaun DV í hönnun fyrir hönnun frímerkja. Starfsferill Þröstur fæddist á Svalbarðsströnd og ólst þar upp á Meyjarhóli hjá móðurforeldrum sínum Hann flutti til Reykjavíkur 1962 og hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum. Þaðan útskrifaðist Þröstur 1965 er hann fór til framhaldsnáms viö Könst industri skolan í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann útskrifaðist 1967. Þröstur stofnaði auglýsingastof- una Argus með Hilmari Sigurðssyni 1967 og starfrækti hana ásamt Hilm- ari og Ólafi Stephensen í nokkur ár. Hann seldi síðan sinn hlut í fyrir- tækinu og hefur eftir það starfað sjálfstætt við hönnun. Þröstur hefur unnið talsvert fyrir Seðlabankann. Hann hefur hannað minningapeninga eins og t.d. þjóð- hátíðarmyntina 1974 auk þess sem hann hefur hannað alla íslensku skiptimyntina sem nú er í umferð. Þá hefur hannstarfað mikið fyrir Póst og síma en hann hefur hannað um hundrað og sjötíu frímerki. Eitt af frímerkjum Þrastar var fyrir tveimur árum valið annað fallegasta frímerki Evrópu í viðtækri skoð- annakönnun sem stærsta og virt- asta frímerkjatímarit heims stóð fyrir Þröstur sat í stjórn Félags ís- lenskra teiknara 1967-70. Fjölskylda Þröstur á tvö böm. Þau eru Magn- ús Gauti, f. 1971, starfsmaður við Hagkaup í Reykjavík, og Úlla, f. 1975. Hálfsystkini Þrastar, sammæðra, eru ívar Sigurjónsson, f. 4.12.1946, verslunarstjóri hjá KEA á Akureyri og á hann fjögur böm; Stefán Sigur- jónsson, f. 19.11.1950, starfsmaður við olíuborpall við Noreg; Bjarney Siguijónsdóttir, f. 3.6.1955, húsmóð- ir og starfsmaður við Sólborg á Akureyri, gift Birgi Arasyni húsa- smið og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Þrastar; Magnús Ólafs- son, lengi starfsmaður hjá timbur- versluninni Völundi í Reykjavík, og Anna Valdimarsdóttir, húsmóðir og lengi starfsmaður við Sólborg á Akureyri. Ætt Anna er dóttir Valdimars, b. á Meyjarhóli, bróður Friðbjöms, skó- smiðs og bæjargjaldkera á Siglu- firði, fóður Stefáns, fyrrv. ritstjóra og bæjarstjóra á Siglufirði, föður Sigmundar, fyrrv. skattstjóra á Reykjanesi og Kjartans, fyrrv. rit- stjóra Fijálsrar verslunar. Valdi- mar var sonur Níelsar, b. á Hallandi á Svalbarösströnd, Friðbjörnsson- ar, b. á Hallandi, Sigurðssonar, b. í Brekku í Kaupangssveit, Jónssonar af Hrólfungaætt. Móðir Friðbjöms var Guðrún Helgadóttir. Móðir Ní- elsar var Guðrún Kristjánsdóttir, b. í Keflavík, Jónssonar, b. á Látr- um, Jónssonar. Móðir Guðrúnar Kristjánsdóttur var Ingveldur Hall- grímsdóttir, b. í Borgargerði, Björnssonar, hreppstjóra í Hléskóg- um, Hallgrímssonar. Móðir Valdimars var Anna Sigur- leif Björnsdóttir, b. á Svertingsstöð- um í Eyjafirði, bróður Guðmundar, langafa Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara. Systir Björns var Dýrleif, langamma Björns Frið- finnssonar, nú hjá Reykjavíkurborg og Stefáns Friðfinnssonar, stjórnar- formanns Aðaiverktaka. Björn var sonur Guðmundar, b. á Svertings- stöðum, Jóhannessonar, bróður Sigurlaugar, langömmu Sigrúnar, móður Kristjáns Eldjárns forseta. Móöir Önnu Sigurleifar var Matt- hildur Þorfinnsdóttir. Móðir Önnu Valdimarsdóttur var Bjarney Guðrún Steingrímsdóttir, b. á Geldingsá, bróður Guðrúnar, langömmu Maríu Ingvadóttur, fyrrv. formanns Hvatar. Steingrím- ur var sonur Bjarna, b. og fræði- manns í Sellandi, bróður Guðlaugs, afa Friðdóm, móöur Finns Sig- mundssonar landsbókavarðar, afa Hlyns veðurstofustjóra, Þrastar skipherra og Sigtryggs í Alviðru, föður Kristins, fyrrv. forstjóra Arn- Þröstur Magnússon. arflugs. Bjami var sonur Jóhannes- ar, b. á Svalbarði, Bjarnasonar og Halldóru Eiríksdóttur. Móðir Stein- gríms var Guðrún, systir Guðnýjar, konu Guðlaugs Jóhannessonar. Guðrún var dóttir Jónasar, b. Vet- urhðastöðum, Bjarnasonar og Sig- ríðar Jónsdóttur. Móðir Bjameyjar Guðrúnar var Helga Jónatansdóttir, b. í Hörgsdal, Jónssonar. Móöir Helgu var Kristín Tómasdóttir. Afmæli Ragnar Kjartansson Ragnar Kjartansson framkvæmda- stjóri, Vogalandi 11, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Ragnar lauk landsprófi í Reykja- vík 1958 og stundaöi framhaldsnám í viðskiptafræðum við London Aca- demy 1960-61. Ragnar var framkvæmdastjóri Heimdallar 1961-63, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1963-70 og Kaupstefnunnar í Reykjavík 1970-71. Hann var aðstoð- arforstjóri Olíufélgsins Skeljungs 1971-78, framkvæmdastjóri Haf- skips hf. 1978-83 og stjórnarformað- ur þess 1983-05 auk stjórnarsetu í ýmsum erlendum dótturfélögum Hafskipshf. Ragnar sinnti vömum í svoköll- uðu Hafskips-/Útvegsbankamáli á árabilinu 1986-90 en hefur síðan stundað rekstrar- og kynningarráð- gjöf. Ragnar sat í stjórn Heimdallar 1959-64, SUS1963-69, Varðbergs um skeið, Æskulýðssambands íslands 1966-69, sat í Æskulýðsráði Reykja- víkur 1966-70 og sat í skipulags- nefnd og flokksráði Sjálfstæðis- flokksins. Hann sat í undirbúningsnefnd að stofnun Landvemdar 1969, var stjómarformaður Minningarsjóðs um Ármann Sveinsson 1969-70, sat í stjóm Neytendasamtakanna 1969-70, átti sæti í undirbúnings- nefnd borgarinnar vegna hátíðar- halda 1100 ára afmælis íslands- byggðar, sat í stjórn Stjórnunarfé- lags íslands 1976-80, í framkvæmda- stjóm landsnefndar Alþjóða versl- unarráðsins á íslandi 1983-85, í stjóm Verslunarráðs íslands og VSÍ 1984-85 og hefur setið í ýmsum opin- beram nefndum, svo sem vegna skipulags á strandflutningum, könnunar á útflutningsátaki, sam- ræmingar í spítalarekstri og fleira. Fjölskylda Ragnar kvæntist 1.12.1962 Helgu Thomsen, f. 1.12.1944, húsmóöur. Helga er dóttir Péíurs Thomsen ljós- myndara og konu hans, Kristbjarg- ar Guðmundsdóttur húsmóður. Böm Ragnars og Helgu eru Ragn- heiður Sif, f. 1.12.1962, gift Birgi Amarsyni og er sonur þeirra Ragn- ar Öm, f. 7.9.1987; Regína Hrönn, f. 24.3.1965; Jóhann Friðrik, f. 25.8. 1974. Systkini Ragnars: Þórdís Soffía, f. 10.7.1945, húsmóðir í Mosfellsbæ; Óskar, f. 23.4.1949, d. 3.3.1988, gull- smiður, búsettur í Mosfellsbæ; Kjartan, f. 30.4.1951, innkaupastjóri í Reykjavík. Foreldrar Ragnars: Kjartan Ás- mundsson, f. 3.7.1903, d. 1977, gull- smiður í Reykjavík, og kona hans, Kristín Bjarnadóttir, f. 6.9.1920, húsmóðir Ætt Bróðir Kjartans var Einar í Sindra. Kjartan var sonur Ásmund- ar, b. á Fróðá á Snæfellsnesi, Sig- urðssonar, b. á Vallá á Kjalamesi, Sigurössonar. Móðir Ásmundar var Helga Ásmundsdóttir. Móðir Kjartans var Katrín, systir Veroniku, langömmu Ólafs ísleifs- sonar hagfræðings. Katrín var dótt- ir Einars, b. á Skrauthólum á Kjal- arnesi, Magnússonar og Guðrúnar, dóttur Jóns, b. á Miðengi í Gríms- nesi, Erlendssonar og Ingibjargar Sæmundsdóttur, systur Gróu, ömmu Einars Arnórssonar ráð- herra, foður Loga hæstaréttardóm- ara. Bróðir Kristínar er Gunnar hrossaræktarráðunautur. Kristín er dóttir Bjarna, kaupmanns á Húsavík, bróður Hansínu, ömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Bjarni var sonur Benedikts, prófasts á Grenjaðarstað, bróður Kristjáns, föður Jónasar læknis, manns Hansínu. Benedikt var sonur Kristjáns, b. í Stóradal, bróður Pét- urs, afa Þórðar Sveinssonar, yfir- læknis á Kleppi. Kristján var sonur Jóns, b. á Snæringsstöðum Jónsson- ar, b. á Balaskarði, Jónssonar harða-bónda á Mörk í Laxárdal og ættföður Harðabóndaættarinnar Jónssonar. Móðir Bjarna var Regína Hans- dóttir Sívertsen, kaupmanns í Reykjavík Sigurðssonar Sívertsen, kaupmanns í Reykjavík Bjarnason- ar, riddara og kaupmanns í Hafnar- firði Sívertsen. Móðir Regínu var Charoline Hansdóttir Linnet, versl- unarstjóra í Hafnarfirði. Móöir Kristínar var Þórdís Ás- geirsdóttir, b. í Knarrarnesi, Ragnar Kjartansson. Bjarnasonar, bróður Bjarnþórs, afa Sturlu Friörikssonar erföafræðings. Móðir Þórdísar var Ragnheiður, systir Sigríðar, ömmu Sigurðar Helgasonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Flugleiða. Ragnheiður var dóttir Helga, b. í Vogi, Helgasonar, bróður Ingibjargar, langömmu Kristjáns Eldjárns forseta. Ragnar tekur á móti gestum í sal Tannlæknafélagsins, Síðumúla35, eftir klukkan 17.00 á afmælisdaginn. 95 ára klukkan 17.00 og 22.00. 75ára Sigríður Jónsdóttir, Stöpum, Skógarhlíð, Reykjavík. Aðalheiður Halldórsdóttir, Vesturgötu 7, Reykjavík. 80 ára Fjóla Friðjónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Jón Vilhelm Ákason, Krókatúni 20, Akranesi. Svanlaug Finnbogadóttir, Víðimel21, Reykjavík. Þorgeir Óskar Karlsson, (á afmæli á morgun) bifreiðarstjóri ogstarfsmaður hjá Olíufélag- inuáKeflavík- urflugvelli. Hannogkona hans, Sóley Siguijónsdótt- ir.takaámóti gestumámorg 70ára Hallfríður Brynjólfsdóttir, Markarflöt 47, Garðabæ. Bergþóra Guðnadóttir, Álfhólsvegi 82, Kópavogi. Þorgerður Magnúsdóttir, Víðilundi 7, Akureyri. Hólum, Eyjafjarðarsýslu. Zophus Henry Hólm, Skipasundi 92, Reykjavík. Petrea Vilhjálmsdóttir, Oddabraut 10, Ölfushreppi. Jónas Bjarnason, Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíð- arhreppi. 40ára 50 ára 60ára un aö heimili sínu aö Kirkjuvegi l, (Hornbjargi) í Keflavik, milli Sæmundur Guðmundsson, Þingskálum 10, Hellu. Páll Ásgeirsson, Nesvegi 7, Grundarfirði. Klara Randversdóttlr, Bára B. Lárusdóttir, Búlandi 21, Reykjavík. Helga Ásgeirsdóttir, Birkigrand 11, Kópavogi. Jóhann V.Þ. Aðalbjörnsson, Víðigerði, Reykholtsdalshreppi. Steinunn Guðríður Helgadóttir, Spítalastig 5, Hvammstanga. Guðmunda Rey nisdót tir, Kambseli 34, Reykjavík. Árna Kjartansson, Silfurbraut 11, Höfn í Homafirði. Steinar Ragnarsson, Hrafnakletti 3, Borgarnesi. Jóhanna G. Harðárdóttir, Áslandi 14, Mosfellsbæ. Helga Valdimarsdóttir, Hliöarbyggð 2, Garðabæ. Gunnar Jónsson, Egilsstööum5, Egilsstöðum. BenediktLund, Uröarholti 5, Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.