Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992. Öflönd Sveltandigælu- dýríSamveld- inufámat Sveltandi hundar og kettir í St. Pétursborg mega eiga von á veisluhöldum í dag þegar þangaö kemur neyðarsending með gælu- dýramat frá þýskum dýravinum. „Okkur tókstað safna nokkruin tonnum af hunda- og kattamat til að lina verstu þjáningar dýr- anna," sagði Wolfgang Apei, varaformaöur þýska dýravernd- unarsambandsins. Viöleitni dýravina er aöeins hluti matargjafa einkaaðila til að lina þjáningai- i fyrrum Sovétríkj- unura. Kreppuogfíkni- efnumkenntum fjölgun morda Kanada er óðum að glata þeirri ímynd sinni aö þar séu allir ör- uggir um líf sitt. Morðiun hefur íjölgað mjög þar að undanfömu og kenna sérfræðingar um efna- hagskreppunni, fíkniefnaneyslu og sjónvarpsglápi. Hagstofa Kanada skýrði frá því í gær að í fyrra heíðu verið íf ara- in 762 morð, manndráp eða barnamorð sem er 14 prósentum tneira en árið þar á undan, eða 2,8 morö á hverja 100 þúsund. íbúa. Það er langtum minna en i Bandaríkjunum. Nýleg könnun bandariska þingsins hefur leitt í ljós að þar í landi voru framin 24 þúsund morð í fyrra eða rúmlega tvisvar sinnum fleiri en i Kanada, Frakk- landi, Þýskalandi, Bretlandi og Japan samanlagt ef iniöað er við tölur frá 1988. Gorbatsjov selurævisöguna í sjónvarp Mikhail Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, hefur fallist á aö segja bresku sjónvarpsfélagi ævi- sogu sína. Myndin veröur íjög- urra tíma löng og verður byrjað að mynda hana í sumar á meðan Gorbatsjov er í fríi, líklega við Svartahafiö. „Gorbatsjov hefur samþykkt að tala um allt, jafnt um pólitíkina sem einkalífið,“ sagði John Ca- irns, framleiðandi við fyrirtækiö Dfrectors Intemational. í myndaflokknum verður m.a. langt víötal viö Gorbatsjov þar sem hann mun segja frá lífs- hlaupi sínu frá því er hann var aö alast upp i sveit á Stalinstím- anum. Gert er ráð fýrir aö þáttaröðin verði sýnd á næsta ári, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikið Gorbi fær fyrir myndina. Sendiheiraliót- araðhætta vegnaGaddafis Sendiherra Líbýu í Frakklandi sagði i gær að hann raundi segja af sér ef Moammar Gaddafi gerði alvöru úr því loforði sínu að af- henda bandarískum stjómvöld- um tvo menn sem grunaöir eru um að hafa sprengt flugvél Pan Am í loft upp yfir Skotlandi. Franska blaöið Le Monde sagði frá þvi að Gaddafi hefði lofað þessu ef Bandaríkin tækju aftur upp stjómraálasamband við Líbýu. „Gaddafi getur ekki hafa sagt þetta af því að hann hefur ekki vald til þess. Hann kemur ekkert nálægt daglegum rekstri lands- ins, hann fer bara fyrir bylting- unni,“ sagði sendiherrann. Hann bætti við að fréttin blyti aö vera á misskilningi byggð. Reuter Tugir fórust í sprengingu í tyrkneskri kolanámu: Loks tókst Bill Clinton að vinna sigur: Burstaði Tsongas í Georgíu Bill Clinton fagnaði sigri í Georgíu og hafði þar töluverða yfirburði yfir Paul Tsongas, helsta keppinautinn. Clinton varð þó að sætta sig við lakari árangur i öðrum ríkjum. Enn virðist langt í land að demókratar finni mann- inn til að fella George Bush í komandi kosningum. Símamynd Reuter Loks tókst Bill Clinton að hafa Paul Tsongas undir í kapphlaupi þeirra um útnefningu sem frambjóðandi demókrata fyrir forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum í haust. Forkosningar vora haldnar í sjö ríkjum í gær og hafði Clinton afger- andi sigur í Georgíu en ýmsum veitti betur í öðmm ríkjum. Tsongas vann með litlum mun í Maryland og sömu- leiðis í Utah. Þá leit út fyrir aö þeir Clinton, Tsongas og Jerry Brown fengju allir álíka mikið fylgi í Col- orado. Bill Clinton hefur ekki farið með sigur af hólmi áður í forkosningun- um og fagnaði því vel. Niðurstaðan í forvali demókrata er þó að flestra mati sú að flokksmenn hafi ekki enn gert upp við sig hver þeir vilji að reyni sig við George Bush í forseta- kosningunum. Tom Harkin hefur verið óþreytandi að benda á að hann hafi mest fylgi meðal demókrata og vísar þar til skoðanakannana en hann reið ekki feitum hesti frá forkosningunum í gær. Kreppan í demókrataflokknum er því enn viö lýði og vandi að sjá hvort þeir þar ná að fella Bush forseta þótt hann eigi í verulegum vandræðum í eiginflokki. Reuter á 560 metra dýpi Sprenging í kolanámu í tyrknesku borginni Kozlu varð að minnsta kosti 52 námamönnum að bana og um 300 manna var enn saknað í morgun, tíu klukkustundum eftir sprenginguna, að sögn verkalýðsleiðtoga. Selahaddin Burkucu, formaður fé- lags námamanna, sagði að tekist heföi að ná 52 líkum úr námunni, sem er 560 metra djúp, og að björgun- arsveitir væm aö beijast við aö ná til um 300 manna sem væri saknað. Skömmu fyrir dögun í morgun fylgdist hópur þungbúinna námu- manna meö því þegar stirðnuö og rykug lík tveggja félaga þeirra vom flutt inn í sjúkrabíla í Kozlu, nærri Zonguldak, sem er um 270 kílómetra fyrir norðvestan Ankara, höfuðborg Tyrklands. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir menn vom í námunni þegar sprengingin varð,“ sagði Edip Gumustas, birgðavöröur við nám- una, í samtali viö Reuters-fréttastof- una. Hann sagði að banvænt ský af kolmónoxíði, sem myndaðist viö sprenginguna, tefði fyrir björgunar- störfum. Á bílastæðinu fyrir utan svört námugöngin syrgði gömul kona son sinn og sönglaði: „Ó sonur minn, veslings sonur minn.“ Leiðtogar verkalýðsfélagsins sögðu að sprengingin hefði oröið klukkan rúmlega sex síðdegis í gær að ís- lenskum tima og aö hún hefði orðið í neðri hluta námunnar sem nær inn undir Svartahafið. Þeir vom ekki bjartsýnir á að margir mundu finnast á lífi í námugöngunum. Þeir sögðust ekki skilja hvemig það hefði getað farið fram hjá nútíma mælitækjum að metangas safnaðist saman í námugöngunum áður en sprengingin varð. Þeir sögðu að flest- ir hinna látnu hefðu kafnað vegna kolmónoxíðeitrunar og af ryki. Nokkrir höfðu brunnið til bana í sprengingunni. Við dagrenningu í morgun í þessari 60 þúsund manna borg söfnuðust Björgunarsveitamenn fjarlægja lik námumanna sem voru meðal rúmlega fimmtíu sem fórust í sprengingu í tyrk- neskri kolanámu í gærkvöldi. Um þrjú hundruö manna er enn saknað og litlar líkur taldar á að þeir finnist á lifi. námumenn og ættingjar þeirra sam- an og reyndu aö fá upplýsingar hjá yfirmönnum námunnar um hveijir heföu farið niður í göngin við upphaf næturvaktarinnar í gærkvöldi. Námumenn af dagvaktinni klöngr- uðust inn í lyfturnar til að taka þátt í leitinni að týndum félögum sínum. Námunni var skipt niður í átta vinnusvæði. Fjögur þeirra hrundu og ekki hefur enn tekist aö ná til mannanna sem unnu þar. Sprenging varö í sömu námu árið 1983 og þá fórast ellefu menn. Sama Simamynd Reuter ár fómst 103 rnenn í námuslysi í Zonguldak og árið 1990 fómst 66 menn í sprengingu í námu nærri borginni Amasya. Reuter Bush hefur hvarvetna sigur á Buchanan George Bush haíöi sigur á Pat Buchanan í forkosningum í Maryland, Georgíu og Colorado í gær. Bush var með tvo þriöju at- kvæða að jafnaði og náði 70% fylgi í Georgíu. Þetta þýðir að Buchanan fær fylgi hinna óánægðu í Repúblik- anaflokknum en virðist ekki ætia að ná að gera Búsh verulegar skráveifur. Fylgi Bush er þó minna en ætla mætti þegar haft er í huga að hann er forsetinn og nýtur fyrir vikið miklu meiri at- hygli en embættislaus maður. Buchanan hamrar á því að Bush hafi mistekist við efnahags- stjórn Bandaríkjanna vegna þess að hann hugsi eingöngu um utan- ríkismál. Þessi áróöur ber nokk- urn árangur þvi margir Banda- ríkjamenn finna ifia fyrir kreppu þessi misserin. Bush er þó ömggur um að verða valinn forsetaframbjóð- andi ööra sinni en Buchanan veldur honum töluverðum erfið- leikum með árangri sínum. Reuter Hundruð innilokuð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.