Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. Björgunarsveitir stóðu í ströngu í óveðrinu á Eskifirði: Skúr fauk í heilu lagi inn í fjörð Fréttir Ólafsvík: Þakplötur einsog skæðadrífa Þakplötur fuku af elnbýlishúsi í Ólafsvík í hvassviðrinu í gær. Að sögn lögreglu á staðnum var gífurlega hvasst í mestu hryðjun- um. Tuttugu mínútum fyrir tólf fékk lögreglan tilkynningu um að þakplötur vaeru að losna af húsi í bænum og fór tæpur helm- ingur af þakinu og fauk eins og skæðadrífa um nágrennið. Engar skemradir eða slys hlutust af þak- plötunum því þær féllu niður í nólæga húsagarða. Veðrið hafði verið slæmt allan morguninn en skömmu eför aö þakplötumar voru á ferð gekk veðrið að mestu niður og þaö mikiö að hægt var að festa þær plötur sem eftir voru. Ekki varð annað tilfinnanlegt tjón í Ólafs- vík af völdum veðurhamsins í gær. Fróöárheiði og Kerlingarskarð voru ófær í gær vegna sryóa, hálku og hvassviöris en ekki var vitað um að fólk heföi lent í vand- ræöum þar enda búið aö vara fólk við aö leggja á fjailvegina. -JJ Þrjú snjc* flóðfyrir vestan Siýófióð féllu í Óshlíð, Kirkju- bólshlíð og Súðavíkurhlíð á Vest- fjörðum 1 gær. í Óshlið féliu fleiri en eitt flóð og lokuöu þau leiðinni milli ísa- fjarðar og Bolungarvíkur. Eitt fljóð féli í Kirkjubólshlíð sem er rétt utan við flugvöllinn á ísafirði og annað féll í Súðarvikurhlið utan við Amarnes. Ailir þessir vegir vom iokaðir í gær og að sögn lögreglu verður ekkert mok- að fyrr en snjóflóöahættan er liö- in iijá. Engin uraferö var á vegunura þegar Ðóðin féllu og urðu þvi engin slys á mönnum né skemmdir á mannvirkjum. „Lætin byrjuðu hér um hálfellefu- leytið og þá var þak húss Pöntunarfé- lags Eskfirðinga að fjúka. Þegar við komum að var þakiö orðið hálflaust og við fengum kranabíl til hjálpar. Viö settum saltpoka yfir þakið og tókst að bjarga því og plötunum með því móti,“ sagði Oskar Jónsson, formaður björgunarsveitarinnar Brimrúnar á Eskifirði. Fimmtán björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu til klukkan rúmlega þrjú í gær en þá hafði veðurhamurinn gengið niður aö mestu. Á sama tíma var annar hópur að negla niöur þakið á gamla skólanum og tókst aö bjarga þvi að mestu fyrir utan smáspýtnarusl sem losnaði frá. Fiskikör frá fiskvinnslustöðum bæj- arins voru á fleygiferð um götumar en ekkert tjón varð af þeirra völdum. Ein skemma úr segldúk rifnaði upp en þar inni voru geymdar síldar- tunnur sem héldust á sínum stað. „Einnig losnuöu plötur á saltfisk- verkunarhúsi Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Þær plötur fuku eitthvað inn í fjörð án þess að skemma nokkuð á leiðinni. Boltaskúrinn á fótboltavell- inum fauk upp í heilu lagi og hefur ekki sést til hans síðan. Boltamir fóm í markið og festust þar undir markinu sem féll niður," sagði Ósk- ar. „Tíu rúður brotnuðu í fjórum húsum þegar mölin af götunum fauk í þær með miklum krafid. Þar negld- um við fyrir brotnu gluggana og gekk nokkuð vel. Þaki á öðm íbúðarhúsi tókst okkur líka að bjarga en útikam- arinn við fjaldstæðið fauk í heilu lagi inn í fjörð.“ Að sögn Óskars tókst björgunar- sveitarmönnum að vinna verkin á milli hviðanna en þær vom svo hvassar að þeir uröu að leggjast nið- ur og bíða hlés. Þótt veðrið hafi geng- ið niður síðdegis í gær vom þeir enn á vakt í slysavarnahúsinu til öryggis. Óskar taldi að björgunarsveitin hefði fengið um tuttugu tilkynningar á þessum tíma en mestur gangur var í veðrinu um og eftir hádegi. Hann sagði einnig að engin slys hefðu orð- ið á fólki og tjón hefði orðið minna en áhorfðist vegna þess hve björgun- arstörf gengu vel. Reykjavík: Vatn inn í kjallara Vatn flæddi inni í kjallara víða í höfúöborgiimi í hlákunni og hvassviðrinu í gær. Slökkvilið í Reykjavík fékk tugi beiðna um aðstoð en ekki var hægt að sinna nema þeim alvarlegustu. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu vom beiðnirnar rúralega þrjátíu yfir daginn en í mörgum tilfellum gat fólk sjálft hreinsaö vatnið þegar það hafði fengið leiðbeiningar. Ekki er vit- að um tjón af völdum vatnsflóðs- ins en sums staðar urðu gólfefni oghúsgögnillaúti. -JJ Blönduós: Bíllfaukútaf Fólksbifreið fauk út af Reykja- braut rétt við Húnavelli síödegis á laugardag. Snörp vindhviða gekk imdir bílinn að aftan með þeim afleiðingum að hann fór þversum á veginum, endastakkst og endaði á hvolfi. Ökumaður var einn í bílnum en hann slapp með smáskurð og skrámur en bifreiðin, sem er Nissan fóiksbifreið, er gjörónýt. Klukkutima síðar fóru menn á vettvang á ný en þá hafði bíllinn færst til og var kominn á hjólin á ný. -JJ Skammvinn sælaiHliðar- fjalli Gýffi Knstjánæon, DV, Akureyn: Þeir „skíðaþyrstustu" á Akur- eyri tóku því fegins hendi þegar skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað um helgina en reyndar var um aö ræöa lítinn hluta flalisins. Hægt var að renna sér niður eitt gil meöfram stólalyftunni og við stromplyftuna voru þrjár leiðir opnar. Þegar skiðasvæðinu var lokað á laugardag var komið hávaðarok og rigning og: „engin skiðamennska" eins og það var orðað á símsvara í Hlíðaríjalii var þar í gær. Björgunarsveitarmenn á Eyjafjaröarsvæöinu fjölmenntu á Akureyrarflugvöll á dögunum en þá fór þar fram kynning á einni af hinum nýju þyrlum vamarliösins á Keflavíkurflugvelli. Björgunarsveitarmenn kynntu sér þyrluna og þá ekki sfst útbúnaö hennar til björgunarstarfa, en markmiðiö meö kynningunni var aö samhæfa þessa aðila til björg- unarstarfa. DV-mynd gk ídagmælirDagfari Allt að óskum hjá óskabarni Eimskipafélagið hélt aöalfund sinn nú fyrir helgina. Þar var fiöl- menni, fullur Súlnasalur, enda ekki dónalegt að yera hluthafi í eina fyrirtækinu á íslandi sem ber sig. Hagnaðurinn var hvorki meiri né minni en fiögur hundruð miflj- ónir króna og satt aö segja er Eim- skip í svo miklum vandræðum með alla þessa peninga að það stendur til að fiárfesta erlendis til að koma gróðanum í lóg. Annars er þetta að mestu blöff meö allan eigendaskarann. Blessað fólkið sem fyllir Súlnasalinn og heldur að það eigi í Eimskip, er meira til uppfyllingar og leifamar af þeirri kynslóð sem keypti hluta- bréf í óskabami þjóðarinnar á sín- um tíma. Flestir em reyndar látnir af þeim frumheijum en erfingjam- ir komu í Súlnasalinn til að fylgjast með því þegar hinir raunverulegu eigendur lögðu fram reikninga og skiptu með sér verkunum og gróð- anum. Morgunblaöiö hefúr verið svo elskulegt að birta lista yflr stærstu eigendur Eimskips og þar má sjá aö ef eigendumir era ekki eigendur sjálflr, þá hafa þeir stofnað ný fyr- irtæki sem þeir eiga til aö þau fyrir- tæki geti átt í Eimskip og svo era eiginkonumar líka eigendur og synimir og svo á Eimskip sjálft stóran eignarhluta í Eimskip og eigendur Eimskips era þeir sömu og eiga stærstu hlutina í Eimskip sem á Eimskip. Öllu er þessu hag- anlega fyrirkomiö og svo tekur næsta kynslóð við þegar fyrri kyn- slóð fellur frá. Enda á þetta fólk Eimskip og hafi þjóðin einhvem- tímann átt Eimskip og haldi enn aö hún eigi það, er það löngu fyrir bí, nema þá til aö mæta á aðaifundi til aö samþykkja gróða þeirra sem stjóma Eimskip og eiga þaö. Þetta liggur allt í augum uppi. Hitt er verra og meira vandamál hvað gera eigi við allan þennan gróða. í öllu efnahagsfárinu og gjaldþrotunum gnæfir Eimskip hátt yfir aðra og græðir á tá og fingri. Þetta er því merkilegra í fiósi þess að ekki em liöin nema nokkur ár síðan Hafskip fór á hausinn og Sambandsútgerðinni var breytt í Samskip vegna rekstrarerfiöleika. Stafaöi þaö einkum af því að fragt- gjöldin vom of lág og businessinn og lítill. Eimskip gekk líka illa á þessum tíma enda nauöugur einn kostur að lækka fragtgjöldin til að standa af sér samkeppnina viö Haf- skip. Áöur en hægt var að hækka fragtgjöldin aftur og ráöa ferðinni í fragtflutningunum yfirleitt, varð auðvitaö fyrst að koma Hafskipi fyrir kattamef og þegar það tókst fór hagnaðurinn aftur að skila sér. Þetta skifia þeir sem era í business og líka þeir sem skipta við Eim- skip. Þeir hljóta að skilja að það er betra að borga hærri fragtgjöld og hafa skipafélag sem græðir heldur en önnur skipafélög sem hafa lægri farmgjöld og græöa ekki neitt. Vandi Eimskips er fólginn í því að gróöinn er núna svo mikill að landið og miöin hér heima em orð- in of lítill vettvangur fyrir umsvif svo öflugs fyrirtækis. Það fara of margir á hausinn til aö unnt sé að treysta á viðskipti þeirra og það er þess vegna sem aðalfundurinn ályktaði sem svo aö nú þurfi að byggja upp aukinn rekstur erlend- is. Eimskip þarf að hasla sér völl á erlendum skipaleiðum og víkka þannig starfsvettvanginn. Þetta hafði Hafskip einnig hugsað sér og margur kynni að halda aö nú væri Eimskip á reisa sér hurða- rás um öxl. Munurinn er hins veg- ar sá að meðan Hafskip og Eimskip bitust um flutningana og lækkuðu gjöldin til að standast samkeppn- ina, þarf Eimskip ekki að hafa neinar áhyggjur af farmgjöldunum hér heima. Þau má hækka að vild eftir þvi sem tapið erlendis verður meira. í raun og vem munu fragt- gjöldin til og frá íslandi standa undir herkostnaöinum af tapinu sem hugsanlega kann að verða á flutningunum í útlöndum. Eftir því sem tapið verður meira, því meira má hækka fragtgjöldin og þannig mun íslenska þjóðin standa áfram undir rekstri Eimskipafélagsins, án þess að eiga Eimskip sjálf. Þann- ig mun Eimskip áfram vera óska- bam þjóðarinnar. Það er vonandi að þjóðin geti áfram staöið vörð um þetta óska- bam sitt og greitt viðunandi fragt- gjöld svo eigendumir geti áfram grætt á tá og fingri og skipt með sér verkunum og gróöanum í stjóminni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.