Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. 11 umviðsldptiiiii Elsti sonur Georges Bush Bandarilyaforseta, George W. Bush, hefur verið flæktur í vafa- söm viðskipti i litlu olíufélagi, að því er tímaritið U.S. News and Worid Report hélt fram um helg- ina. Tímaritið sagði að það heföi rannsakað íjárfestingar Bush yngri í Harken orkufyrirtækinu i Dalias og komist að því að hann hefði selt Mutabréf að andvirði um fimmtiu miiljónir króna viku áður en út kom skýrsla um slæma afkomu fyrirtækisins. Hlutabréf í því féilu mjög í verði í kjölfar skýrsiunnar. Forsetasonurinn neitaði tima- ritinu um viðtal vegna málsins og forráðamenn fyrirtækisins sögðu aö ekkert væri athugavert við hlutabréfasöluna. JohnMajor hlynnturárásá írak John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði i gær að hann væri hlynntur hernaðaraögerð- um gegn írak ef stjórnvöld í Bagdad neituöu aö fara að álykt- unum Sameinuöu þjóðanna um eyðileggingu vopnabirgöa sinna Major sagði i viðtali við breska útvarpið, BBC, aö hann styddi hernaðaraðgerðir ef SÞ styddu þær. Breskir embættismen sögðu á fóstudag að Major heföi falllst á það í símtaii viö Bush Banda- ríkjaforseta að öflum brögöum yröi beitt til að þvinga Saddam Hussein Iraksforseta til að fara að áiyktunum SÞ. Steve Butler, tuttugu og sjö ára gamall maður í Houston, Texas, sem sakaður er um að hafa kyn- feröislega misnotað þrettán ára gamla stúlku, fór frarn á það við dómara á fóstudag að haim yröi vanaður með skurðaðgerð í stað þess aö vera sendur í fangelsi. Maðurinn haföi áður verið dæmdur fyrir kynferðislegt of- beldi gagnvart sjö ára stúlku. Lögfræðingur Butlers sagöi að hann mundi láta fjarlægja eistu sín innan tveggja vikna og mæta síöan aftur fyrir dómara til að hlýða á dóminn yfir sér. Ekki er vitað til að þessari aðferð hafi áður verið beitt við vönun í Bandaríkjunum. Vönun með að- stoð lyfja hefur aftur á móti verið beitt í nokkrum kynferðisaf- brotamálum í landinu. Dauðasveitir afturkomnará kreikíEI Salvador Arturo Rivera Damas, erkibisk- up í E1 Salvador, sagði í gær að aJlt benti til þess morðið á verka- lýðsleiðtoga í síðustu viku væri verk dauöasveita öfgasinnaðra hægrimanna sem andsnúnar eru nýgerðum friðarsamningum í landinu. Verkalýösleiðtoginn var drep- inn þegar hann stóð fyrir utan skrifstofur felags síns, eins hins stærsta í E1 Salvador, „Það er ekki hægt að flokka þetta morð undir venjulega glæpi," sagði erkibiskupinn eftir messu í gær. Dauöasveitir drápn þúsundir manna í 12 ára borgara- stytjöld E1 Salvador. Reuter Útlönd Nýjung á Nýja-Sjálandi: Hanastél með lifandi gullf iski Hanastél með lifandi gullflski hef- ur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi og segja dýravemdunarsamtök að það sé hreinasta grimmd að neyta drykkjarins. Það er barinn Route 66 í Wellington sem býður gestum sínum að dreypa á miðinum sem gerður er úr tekfla, sítrónusafa og litlum kínverskum gullfiski og kostar rúmar 300 krónur. „Þetta er nú fremur ógeðslegt," sagði formaður dýravemdunarsam- takanna. En eigandi krárinnar sagði í morg- un að meira en eitt hundrað gullfisk- um hefði verið sporðrennt frá því á fostudag. „Þeir em góðir, ég er búinn að fá mér tvo,“ sagði hann. Reuter Lance Maxwell-Burt, kráreigandi á Nýja-Sjálandi, fær sér sopa af gullfisks- hanastélinu sem viðskiptavinir hans eru vitlausir í. Simamynd Reuter Þú getur valiö úr þúsundum titla af geisladiskum Yfir 30 gerðir geislaspilara Nú getur þú komið til okkar í Japis með gömlu slitnu hljómplötuna, úrsérgengna myndbandstækið og plötuspilarann, og við tökum þessar vörur sem greiðslu upp í nýjar vörur þ.e. plötu upp í geisladisk, myndbandstæki upp í nýtt myndbandstæki og plötuspilara upp í geislaspilara. Ástand hlutanna og tegund skiptir engu máli. 'f wkt víá ntfjon th JAPIS3 BRAUTARHOLTI / KRINGLUNNI **^625200 ATH. REGLAN ER: EINN A MÚTI EINUM T.D. EIN HLJÖMPLATA Á MÓTI EINUM GEISLADISK, 2 HLJÖMPLÖTUR A MÓTI 2 DISKUM O.SFR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.