Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. .Afmæli_____________ Sigfús Ólafsson Sigfús Ólafssón trésmiður, Hlíðard- al, Skipholti 66, Reykjavík, verður fertugurámorgun. Starfsferill Sigfús fæddist í Reykjavík og ólst upp í Hlíðardal. Hann lauk gagn- fræðaprófi 1966 og landsprófi 1968. Þá hóf hann störf við húsasmíðar, hóf síðan nám í húsasmíði og lauk sveinsprófi í húsasmíði og prófi frá Iðnskólanum 1977. Sigfús er mikill áhugamaður um fjallgöngur og útiveru. Þá er hann trúnaðarmaður hjá SÁÁ. Fjölskylda Kona Sigfúsar er Kristín Konráðs- dóttir, f. 14.8.1945, gjaldkeri í ís- landsbanka. Hún er dóttir Konráðs Kristinssonar bifreiðarstjóra og Gunnhildar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Sigfúsar og Kristínar er Marta Páhna, f. 3.10.1983. Systkini Sigfúsar eru Sigurður ÓMsson, f. 1.4.1950, verkstjóri og fiskvinnslumaður; Einar Ólafsson, f. 18.6.1954, hafnarverkamaður, kvæntur Fjólu Laxdal og eiga þau tvo syni; Sólveig Ólafsdóttir, f. 9.11. Sigfús Ólafsson. 1955, tannsmiður; Gunnar Ólafsson, f. 7.4.1959, nemi í Hótel- og veitinga- skólanum. Foreldrar Sigfúsar: Ólafur Sigfús- son, f. 7.10.1923, vélsmiður, og Inga Gunnlaugsdóttir, f. 22.12.1925, taugalæknir. Sigfús og Kristín eru í útlöndum umþessarmundir. Menning Söngkonan Dúfa Einarsdóttir söng meö í einu verkanna og gerði það meö ágætum. Flaututónleikar Tónleikar voru haldnir í sal Nýja tónlistarskólans á laugardag. Þar lék Ilka Petrova Benkova á flautu en Violeta Smid á píanó. Á efniskránni voru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Fr. Benda, Jóhann Sebastian Bach, B. Briccialdi og A. Karastjanov. Nýi tónlistarskólinn flutti í nýtt húsnæði við Grensásveg á síðasta ári. Er það að sumu leyti óvenjulega og mjög skemmtilega innréttað. Meðal annars býður húsnæðið upp á ágæta aðstöðu til tónleikahalds, sem kom í góðar þarfir þama, en hljóðfæraleikaramir munu báðir vera kennarar við skólann. Verkin á tónleikunum voru sum vel þekkt eins og sónata Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Mozarts í f dúr KV 13, Menuet og Badinere úr svítu í h moh eftir Bach qg Andante con moto úr kantötu sama höfundar „Gelobet sei der Herr“. í síðastnefnda verkinu söng Dúfa Einarsdóttir með og gerði það með ágæt- um. Fr. Benda er ekki kunnuglegur en sónata hans, sem þarna var flutt, hljómaði klassískt með ofurhtlu rómantísku ívafi. Tema og tilbrigði Bricc- ialdis er alþekkt þótt höfundur sé það ekki og jaörar við að kaha megi það dægurlag. Þá vom tvö áheyrileg lög í þjóðlagastíl eftir Karastjanov. Flautuleikur Benkovu var skýr og vel mótaður. Komst allt vel til skila hjá henni og mátti heyra að þar fer vel þjálfuð tónhstarkona. Píanóleikur Smid var einnig góður þótt nokkuð skorti á skýrleika á stöku stað. Ólöf Einar sdóttir, Vesturgötu 66 B, Reykjavík. Haraldur Ágústsson, Blómvallagötu2, Reykjavík. Herbert Tryggvason, Norðurbyggð 18, Akureyri. Hilda Guttormsdóttir, Norðurbraut 13, Hvammstanga. Björgvin Árni Ólafsson, Vesturgötu 7, Reykjavík. 70ára Guðrún J. Valdimarsdóttir, Haðalandi 15, Reykjavík. Haraldur A. Bjarnason, Grenigrund 8, Kópavogi. Vígþór Jörundsson, Dalatanga 12, Mosfellsbæ. Vígþór er að heiman á afmæhsdag- inn. Ingibjörg Magnúsdóttir, Kúrlandi 17, Reykjavík. Helga Bogadóttir, Lyngbrekku 8, Kópavogi. Birgir Þorsteinsson. Krosshömmm 7, Reykjavík. Kristín Sigurðardóttir, Suðurgötu 32, Hafiiarfiröi. Kristín Jóhannesdóttir, Gröf, Kirkjuhvamrashreppi. Skúli Jóhannesson, Kúrlandi 18, Reykjavík. Andlát________________ Einar H. Pálsson Einar H. Pálsson skrifstofumaður, Dalbraut 27, Reykjavík, lést aðfara- nótt 28.2. sl. Útför hans fór fram á fóstudaginnvar. Starfsferill Einar fæddist á Eskifirði og ólst þar upp í foreldrahúsum við öh þau almennu störf sem þá tíðkuðust í sjávarplássum. Hann fór imgur til sjós og starfaði, ásamt bræðmm sín- um, við fiskverkun undir stjóm foð- ur síns. Einar flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1934 og stund- aði þar ýmis störf en þó lengst af skrifstofuvinnu. Hann vann t.d. lengi hjá ToUstjóranum í Reykjavík og var um skeið fuUtrúi bæjarfógeta á Neskaupstað. Fjölskylda Einar kvæntist 1937 Þuríði Sveins- dóttur húsmóður. Foreldrar hennar voru Sveinn Pálsson, kaupmaður í Vogum, og Anna Guðmundsdóttir Kjerúlf. Einar og Þuríður skUdu 1955. Böm Einars og Þuríðar em Hörð- ur Einarsson, f. 1938, framkvæmda- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og út- gáfustjóri DV, kvæntur Steinunni H. Yngvadóttur og eiga þau fimm böm; Edda Einarsdóttir, f. 1940, bankaritari og húsmóðir, gift Einar M. Magnússyni og á hún tvo syni; VUborgEinarsdóttir, f. 1942, d. sama ár; Kristín Einarsdóttir, f. 1945, tækniteiknari hjá Rafmagnsveitu rUdsins, gift Sveini G. Scheving og eigaþaufjórasyni. Böm Harðar og Steinunnar em Yngvi, f. 1960, kvæntur Vilborgu Hjartardóttur og eiga þau einn son; Magnús, f. 1966, Páll, tvíburabróðir hans; Guðrún Dóra, f. 1970; Vilborg Helga, f. 1977. Böm Eddu eru Einar, f. 1957; Höröur, f. 1958, búsettur í Ástralíu og á hann þijú börn; Valgerður, f. 1961, gift Jóni Frey Jóhannssyni og áhún einn son. Synir Kristínar og Sveins Sche- ving eru Ómar, f. 1966, kvæntur Huldu B. Einarsdóttur; Birgir, f. 1970, kvæntur Cynthiu N. Crawford; Daníel, f. 1977; Reynir, f. 1979. Bræður Einars voru Gunnar Ax- el, f. 1909, d. 1991, lögfræðingur og framkvæmdastjóri; Bóas Albert, f. 1913, d. 1962, jámsmiður; Óh Sæ- berg, f. 1915, d. 1946; Friðrik, f. 1917, d. 1974, lögregluþjónn. Fóstursysdr Einars er Oddný Guðmundsdóttir, f. 1923, húsmóðir í Reykjavík, var gift Pétri Steinssyni sem er látinn. Foreldrar Einars voru Páll Bóas- son, f. 14.5.1881, d. 9.12.1967, verk- stjóri á Eskifirði og síðar starfsmað- ur í fjármálaráðuneytinu, og kona hans, VilborgEinarsdóttir, f. 8.4. 1886, d. 16.7.1967, húsmóðir. Ætt PáU var sonur Bóasar, b. á Sléttu í Reyðarfirði Pálssonar, b. á Sléttu, bróður Guðrúnar, móður Bóelar, langömmu Geirs Hahgrímssonar forsætisráðherra og Karls Kvaran hstmálara. Guðrún var einnig móð- ir Kristrúnar, ömmu Páls Stefáns- sonar, auglýsingastjóra DV. Páh var sonur Jóns, silfursmiðs Pálssonar, hálfbróður, samfeðra Sveins Páls- EinarH. Pálsson. sonar, náttúrufræðings í Vík í Mýrdal. Móðir Páls á Sléttu var Guðný Stefánsdóttir, b. á Sandfelh og ættföður Sandfellsættarinnar, Magnússonar og Guðrúnar Er- lendsdóttur, b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal, Bjarnasonar. Móðir Bóas- ar var Sæbjörg Jónsdóttir, b. í Litla- Sandfelh, bróður Guðnýjar. Móðir Páls verkstjóra var Rósa Bjarna- dóttir, b. í Fannardal, Þorsteinsson- ar IUugasonar. Móðir Bjarna var Þuríður Einarsdóttir. Móðir Rósu var Ingibjörg Oddsdóttir, b. í Grænanesi, Sveinssonar. Móðir Ingibjargar var Valgerður, systir Guðríðar, langömmu Karls, föður Sigfinns, framkvæmdastjóra Al- þýðusambands Austfjarða. Valgerð- ur var dóttir Stefáns, b. í Fannardal Sigurðssonar og Halldóru Sveins- dóttur. Móðir Einars, VUborg, var dóttir Einars, b. á Helgustöðum í Reyðar- firði, Þorlákssonar. Ciurlionis - strengj akvartett Tónlistarfélagið í Reykjavík hélt tónleika í íslensku óperunni í gærkvöldi. Þar lék strengjakvartett frá Litháen, sem kennir sig við M.K.Ciurhonis, þekkt Utháenskt tón- skáld og málara. Kvartett þessi er hingað kominn í tilefni af baltískum menningardög- um sem nú standa yfir á vegum Reykjavíkur- borgar. Á efnisskránni voru verk eftir Georg Fri- edrich Hándel, Antonin Dvorak og Maurice Ravel. Hin þekkta Passacagha eftir Hándel var fyrst, útsett fyrir strengjakvartett af S. Aslamasian. Þetta er að sjálfsögðu mjög fall- egt verk en ber ekki fylhlega lengd sína. Hin- ar sífeUdu endurtekningar hljómagangsins og hin formlega einhæfni sem því fylgir er farin að bera verkið ofurhði undir lokin. Strengjakvartett í d moU eftir Dvorak er lag- leg og þekkheg tónsmíð, jafnvel um of, eins og gjldir um fleiri verk þessa þekkta tón- skálds. Hægi kaflinn er hins vegar óað- finnanlega faUegur. Síðasta verkið á tónleikunum var strengja- kvartett eftir Ravel í F dúr. Þetta er sérlega Tónlist Finnur Torfi Stefánsson vel heppnað verk og trúlega eitt besta verk höfundarins, hugmyndaríkt, heUdstætt og viröist þar aUt ná tilgangi sínum. Það hjálp- aði ekki lítið til að leikur CiurUonis í þessu verki var frábærlega góður. Tvö fyrri verkin voru einnig ágætlega flutt þótt gætti óná- kvæmni hér og þar. í Ravel sýndu Litháam- ir sínar bestu hhðar. Fjölbreytt htbrigöi og styrkbrigði sem þeir útfærðu sem einn mað- ur og gUti það einnig um hendingameðferð og túlkunina yfirleitt. Voru þetta hinir ánægjulegustu tónleikar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.