Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin. Ferðu oft út að borða? Anna Sigurðardóttir nemi: Nei, svona nokkrum sinnum í mánuði. Haukur Harðarson nemi: Nei, svona einu sinni í mánuði. Heiðar Hinriksson nemi: Nei, kannski þrisvar til fjórum sinnum á ári. Jóhanna H. Jónsdóttir efnaverkfr.: Næstum því aidrei. Bryndís Waage húsm.: Eiginlega aldrei, einu sinni á ári eða sjaldnar. Lesendur_______________ Upphlaup á Alþingi Bréf með eiginhandarundirskrift séu þingmenn fjarverandi meðan á kosn- ingu stendur. Konráð Friðfinnsson skrifar: Það varð uppi fótur og fit á Alþingi er háttvirtur þingmaður Vestfirðinga hafði teygt sig í „hnapp“ flokksbróð- ur síns og sessunautar og greitt fyrir hann atkvæði - óbeðinn og að honum fjarstöddum. Já, hér er leiðinda- og einkar klaufalegt mál á ferö. Mál sem þingið þarf að leysa á sannfærandi hátt. Ekki kemur samt til greina að umræddur þingmaður segi af sér embætti vegna þessa máls. Áminn- ing nægir í þetta sinn, að mínu áhti. Stærri glappaskot hafa þingmenn vorir enda framið gegnum tíðina án þess að afsögn þeirra hafi komið til álita, hvað þá meir. Ég vil benda á eitt atvik í þessu sambandi sem vel hefði réttlætt af- sögn. En það er „Allt fyrir ekkert" samkomulagið (EES) sem veifað var framan í þjóðina fyrir fáeinum vik- mn og kynnt sem „stórsigur" fyrir ísland. Er betur var að gáð reyndist samkomulagið reyndar vera snepils- ins virði en ekkert umfram það. Við urðum nefnilega að lúffa og láta karfa í skiptum fyrir langhala - og hvað bárum við svo úr býtum á móti? Eitthvað sem enginn veit hvað er. Auðvitað er það rangt að greiða atkvæöi fyrir fiarverandi aðila. Gild- ir þá einu hvort munnlegt samkomu- lag hefur verið gert áður eða ekki. En hafi menn hins vegar myndað sér ákveðna skoðun og vilja styðja frum- vörp - nú eða andmæla þeim en sjá sér ekki fært einhverra hluta vegna að vera á staönum er „smölunin" fer fram - þá mætti vel hugsa sér að þeir leggi inn bréf með eiginhandar- undirskrift í votta viðurvist og jafn- vel að bréfið verði innsiglað og það síðan afhent þingforseta er greindi þingheimi frá afstööu hins fjar- stadda, t.d. í lok atkvæðatalningar. Ef þessi siður verður innleiddur á Alþingi geta menn í það minnsta sannreynt orð forseta með eigin aug- um ef þeir vilja og eyða þar með allri tortryggni því að allt svona verður að vera yfir gagnrýni hafið. Það er slæmt þegar „strákapör" eða hugsunarleysi starfsmanna verða þess valdandi að blettur feliur á hæstvirta löggjafarsamkomu ís- lendinga. Ekki síst fyrir þær sakir að starfsemin er þar viðgengst snert- ir hvert einasta okkar með margvís- legum hætti. Og er þá til of mikils mælst þótt sú krafa sé gerð til þess- ara manna að þeir hegði sér óað- finnanlega á kjörtímabilinu og séu til fyrirmyndar í stóru sem smáu? Varla. Enginn getur gagnrýnt list Jóhanna B. Wathne, New York, skrifar: Engin túlkun Usta er endanleg og ekkert Ustaverk er fullkomið. Hið sýrúlega veröur máttvana ef það stendur eitt, án andlegrar uppbygg- ingar en séum við megnug þess að túlka þó ekki sé nema titring af hjartslætti tílverunnar þá er það strengur hörpu Guðs sem viö höfum snert. ÖU tílveran ber í sér eUíft áframhald sem aldrei verður numið. Verðleikar verkanna felast í andlegu gUdi þeirra. Enginn söngfugl náttúrunnar ber okkur alla tóna vorsins né höfum við heyrt aUar raddir söngfugla tilver- unnar. Ekki er heldur hstin megnug þess. Listin er eUíf leit sem enginn fær stöðvaö, hún er máttug og vinnur eilíflega. Skaparanum er fyrir að þakka sem veitir okkur sýn yfir endalaus undur fegurðarinnar. Hversu tómt yrði líf okkar ekki ef hstin blómgaðist ekki? Og víst er að fagrar listir göfga og bæta. Fegurðin er sterkasti máttarstólpi hstarinnar. Náttúran öh er fuUkomið máttarverk sköpunarinnar, þangað leitum við í listsköpun okkar. Jafnvel steinninn, sem speglar skin sólar og fegurð him- insins, getur orðið listaverk í sköpun listamannsins. Stimdum ber það við í listum - málverki eða rituðu máh - að við finnum að veikleiki verksins er þó styrkur þess, svo sterkt er áhrifavald hughrifanna. Meðanjörðinblómgast og fughnn byggir hreiður sitt munu mennirnir þrá að skapa, túlka þrá hjartna sinna í leit að fegurri verkum og máttugri túlkun. Listin er og verð- ur ávallt leit að fullkomnun. Listin stendur í rauninni utan við hinn sýnUega heim - þótt myndhstin sé sýnilegasta tákn hsta. Listin slær stöðugt strengi hörpu sinnar í ríki náttúrunnar og höfðar stöðugt tU sköpunar okkar. Tæknin getur aldr- ei staðið ein í myndverki og verður því aldrei nema nakin grind án verk- ana hughrifa. Skreytihst er oft augnayndi en á sér ekki merkingu myndhstar. Drátthstin er elsta og sterkasta tákn myndlistar og enginn getur orðið mikih málari án góörar drátthæfni. - Enginn getur túlkað hinn dulda mátt hstarinnar. Opinberar byggingar og hönnun þeirra E.Á.F. skrifar: Krabbameinsfélagið ásamt fleiri félögum sendir árlega þúsundir bréfa til kvenna og býður þeim rannsókn. Ómögulegt er að komast á bíl að inn- gangi húss þess, þar er einungis gangstétt og gras. - Ég ræddi við arkitekt hússins um máhð en fékk ekki skynsamlegt svar. Á SlysadeUd Borgarspítala komu árið 1990 41556 slasaðir. Áf þeim voru 4314 65 ára og eldri. Að inngangi slysadeUdar er hins vegar aðeins hægt að koma í bíl. Ekki eru allir þeir sem þessa stofnun sækja heim á einkabíl og verða að koma í strætis- vagni. Þá verður að klifra yfir snjó- bungur eða krækja fyrir bíla sem þarna eru. Hægt væri að láta strætis- vagninn aka þarna að til að auðvelda fólki aökomuna. Leigubíh frá mér á Slysavarðstof- una kostar kr. 600 eða kr. 1200 sam- tals tU að komast heim aftur. Tekjur aldraðra frá Tryggingastofnun eru u.þ.b. 47.225 á mánuði. LeigubUl kost- ar því sem næst 2,5% mánaðartekn- anna. Fleiri aldraðir eiga að vísu bU en á hinn bóginn koma margir ungl- ingar þama svo og fólk með böm sín og margt af þessu fólki á ekki bfl. í þágu aldraðra, sem eiga erfitt með að komast tU sérfræðinga eða ann- arra i heUbrigðiskerfinu, vU ég biðja arkitekta og aðra sem hafa með hönnun húsa og gatna að gera að hugsa fyrst og fremst um manneskj- ur, ekki aöeins um gras og bíla. Hringið í síma 63 27 OO milli kl. 14 og 16 - eða skriflö Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Hús Krabbameinsfélagsins. „Ómögulegt að komast í bíl að inngangi húss- ins,“ segir bréfritari m.a. MÁNÍJDÁGUR 9. MARS 1992. Atkvæða- Þór skrífar: AtkvæðagreiðsluuppIUaupið á Alþingi gleymist ekki þótt það verði nú kveðið niður með þvi að „harma“ atvikið. Ennþá er nefni- lega margt óljósthyaðþetta varð- ar. Óútskýrt er t,d. enn hvers vegna afsökun sem borin var fram hinn 28. febrúar var ekki gerð heyrinkunn fyrr en á mið- vikudegi 3. mars - þótt á þriðju- degi 3. mars hafi farið fram utan- dagskrárumræöur einmitt um þetta mál allt! Almenningur kok- gleypir þetta engan veginn. Það hafa því oröiö kaílaskipti í sam- skiptum kjósenda og alþingis- manna. Rándýrarog ódýrarkringlur Ragnar skrifar: Ég keypti kringlur um daginn, þessar gömlu, góðu, hörðu, ís- lensku kringlur sem svo gott er að eiga, langi roann einfaldlega í kafii og kringlu. - Fyrst keypti égpoka með 5 kringlum í fráG.Ó. Sandholt á kr. 159, lét það gott heita og fórheimán þess aö hugsa máliö. Síðan kom ég við í Björnsbak- aríi við Hringbraut daginn eftir. Þar sá ég kringlur og ákvað aö kaupa poka til viðbótar. Þar kost- aði pokinn - með 7 kringlum - 77 krónur! Þama er heldur betur um mismun að ræöa. Það er þvi fuh ástæða að fylgjast meö. Bókhaid Hafdis hringdi: Oft hefur mátt lesa í DV ágæta úttekt og samanburð á verði í verslunum þar sem tekið er fyrir verðlag á hinum ýmsu nauð- synjahlutum sem heimilin nota daglega. Þeir gefa fólki saman- burð á verði milli verslana. Þetta eru nauðsynlegir og áreiöanlega mikið lesnir pistlar. Ég skora á DV að halda upp- teknum hætti og birta svona reglulega Nú, á tímum sparnaðar og niðurskuröar, er einmitt rétti tíminn fyrir svona fyrir svona samanbui'ð. - Það verður aö veita aðhald. Þetta kemur sér vel fyrir bókhald heimilanna. Dýrtaðhætta aðreykja Bergþór hringdi: Ég er einn þeirra; sem er að hætta að reykja. Eitt þeirra ráða sem ég nota er að kaupa hið svo- kallaöa nikótíntyggigúmmí. Sú munaðarvara kostar hins vegar sitt. - Pakkinn kostar um 1700 krónur og endist mér hálfan mánuð. Einnig er hægt að kaupa enn áhrifarikara tyggigúmmí en það er mun dýrara. Þetta kostar mig því u.þ.b. 3400-4000 krónur á mánuði og næ því varla nema 50% spamaði á mánuði við tilraunina. Þessi tób- aksvöm er nokkuð dýr. - Hvemig værí að yfirmenn hinnar heilsu- lausu þjóðar könnuöu nú hvort wkki megi lækka álagninu á ni- kótintyggigúmmíi. Ekkisenda Eðvaldút Regína Thorarensen skrifar: Ég er iirædd mn að Darið Oddsson sendi Eðvald Hinriksson til frænda sirma í ísrael. Ef hann gerir það ; reiðast íslendingar Davíð. Ég þekki ekki þennan mann, þar af leiðandi veit ég ekki hvort hann er saklaus eða sekur. Eð- vald er komirnt á níræöisaldur og þá fer að styttast fyrir þeim aldurshópi aö skipta um veru- staö. Þá dæmir Guö réttlátan dóm yfir okkur. Þaö á einnig við um Eðvald Hinriksson. En það væri hróplegt ranglæti ef hann yrði sendur héðan af landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.