Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Nunnur til bjargar Nunnumar í Landakoti hafa tekið af skarið og kom- izt að niðurstöðu, sem er þjóðinni hagkvæm. Þær hafa veitt sameiningarmáli Borgarspítala og Landakotsspít- ala í þann tiltölulega farsæla farveg, að alls ekki verður af hinni dým og óhagkvæmu sameiningu að sinni. Sjónarmið nunnanna í Landakoti munu reynast far- sælli en handarbakavinnubrögð í ráðuneyti og nefndum og ráðum, er gerðu sameininguna að farsa, sem tók skyndilegum vendingum vikulega eða oftar, án þess að málsaðilar gætu útskýrt hinn meinta sparnað. Þegar aðstoðarmaður ráðherra túlkaði kurteislegt neitunarbréf þeirra sem jáyrði, var mælir farsans orð- inn fullur. Nunnurnar sögðu þá einfaldlega nei, svo ekki varð um villzt. Og stjórnvöld höfðu áður sam- þykkt, að þær mættu eiga síðasta orðið. Nunnurnar hafa með beitingu neitunarvalds komið í veg fyrir, að ríkið íjárfesti um milljarð í sameiningu Borgarspítala og Landakots, og þar af tæplega hálfan milljarð á þessu þrengingarári ríkissjóðs. Neitunin hnar fjárskortsþjáningar ríkisins og heilbrigðisgeira þess. Að sinni verður niðurstaðan sú, að bráðaþjónusta leggst niður á Landakotsspítala og verður aðeins veitt á Landspítala og Borgarspítala. Hið dýra úthald bráða- þjónustunnar verður því á tveimur stöðum í stað þriggja. Af því mun hljótast nokkur sparnaður. Jafnframt verður nýtt aðstaða og þekking, sem til er á Landakotsspítala á ýmsum sérsviðum, þannig að í stórum dráttum verður óbreyttur rekstur á spítalnum að öðru leyti en því, að bráðaþjónustan leggst niður. Hann verður spítali, sem tekur sjúklinga af biðlistum. Eftirtektarverðast er í sameiningarfarsanum, hversu langt var hægt að komast gegnum kerfið með þá firru, að sameining upp á milljarð í kostnaði leiddi til sparnað- ar, þótt ljóst megi vera, að vextirnir einir af milljarðin- um nema tæpum hundrað milljón krónum á hverju ári. Svo virðist sem farsinn hafi átt upptök sín í heilbrigð- ismálanefnd Sjálfstæðisflokksins, þar sem sameinaðir voru hagsmunir Borgarspítala af ríkisfjármögnun á stækkun hans, og hagsmunir smákónga af Landakots- spítala af að komast í öruggari haga í Fossvogi. Hugmyndin fékk stuðning í ráðuneyti heilbrigðis- mála, sem á fleiri sviðum hefur reynzt styðja undarleg og annarleg sjónarmið, eins og kom fram í deilunni um náttúrulækningahæhð í Hveragerði. Ráðuneytismenn göbbuðu ráðaherra sinn til að keyra máhð áfram. Heilbrigðisráðherra fór af sínum alkunna krafti og sínu alkunna ofíorsi í sameiningarmáhð, þótt hann væri þar aðeins peð í tafh ráðuneytis og hagsmunaaðha úti í bæ. Fyrir bragðið lenti hann í spjótalögum víglín- unnar og mæddist af sárum í almenningsálitinu. Ekki tók betra við, þegar reikniglöggur maður, sem er aðstoðarmaður ráðherra, tók að sér að hvha ráða- herrann í vonlausu stríði fyrir vonlausum málstað. Þá komst farsinn á það stig, að enginn vissi lengur, hver hafði umboð fyrir hvern og hver hafði samþykkt hvað. Hvorki ráðherra né aðstoðarmaður hans hafa sjálfir neina innri sannfæringu eða trú á sameiningunni, sem þeir hafa haft svo mikið fyrir að reyna að knýja fram. Þeir eru nánast hinir nytsömu sakleysingjar í málath- búnaði, sem stofnað var th í innanflokksnefnd úti í bæ. Sem betur fer fékk farsinn farsælan enda eins og hjá Mohere. Það var fyrst og fremst að þakka nunnunum, sem höfðu vit fyrir ráðamönnum og sérfræðingum. Jónas Kristjánsson „Reiða verkfræðingar sig um of á frumkvæði annarra í atvinnulífinu?" Atvinnumál verkfræðinga Nýlega stóö Stéttarfélag verk- fræðinga fyrir ráðstefnu um at- vinnumál verkfræðinga. í athyglisverðri ræðu Guðrúnar Zoöga, framkvæmdastjóra Félags ráðgjafarverkfræöinga, kom fram að ástandið í atvinnumálum verk- fræðinga er verra en nokkru sinni áður. Nú eru verkfræðingar í fyrsta sinni skráðir atvinnulausir. Félagar í Félagi ráðgjafarverk- fræðinga, eða starfsmenn á þeirra vegum, eru um 400. Nú munu vera um 500 íslending- ar við verkfræðinám og líklega enn fleiri í tæknifræði. Ár hvert bætast nú 50-60 verkfræðingar í hópinn og svipaður hópur tæknifræðinga. Flest ráðgjafarfyrirtæki hafa lítil verkefni framundan. Guðrún taldi að þótt framkvæmdir drægjust saman í mannvirkjagerð væru gríðarleg verkefni framundan við viðhald og endumýjun húsa og umhverfis- og mengungarmál. Frumkvæöi Þegar saman dregst í atvinnu- málum þjóðarinnar velta menn gjaman fyrir sér hvar fmmkvæði sé að finna til úrbóta. Jón Sigurðsson iðnaðarráöherra komst svo að orði að verkfræðingar ættu ekki eingöngu að leita eftir störfum, öllu fremur verkefnum. Og hér er komið að ákveðnum kjarna. Um áratugi hafa iðnmeist- arar haft ákveðið frumkvæði í upp- byggingu atvinnufyrirtækja og framleiðslu. Nú velta menn því fyrir sér hvort verkfræðingar hafi í sama mæli sýnt frumkvæði. Fróölegt væri að gera könnun á því á þessum tímum kannana. Verkfræðinám temur mönnum varkámi og kennir þeim aö reikna með öryggisstuðlum. í atvinnulífinu þurfa menn oft að taka nokkra áhættu tfl þess að eiga von um ábata. Stærstu og reyndustu ráðgjafar- fyrirtækin á sviði verkfræði em flest aðilar að Félagi ráðgjafai’verk- fræðinga. Lengi vel hafa reglur þess félags miðað að því að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, þannig að ráð- gjafar og hönnuðir eigi ekki jafn- framt hagsmuna að gæta í atvinnu- rekstri, s.s. innflutningi, verktaka- starfsemi og svo frvamvegis. Þetta sjónarmið er eðlflegt. Hins vegar verður ekki alveg horft fram hjá því að margir hæfustu og reyndustu verkfræðingar landsins hafa helgað sér starfssvið í ráðgjaf- arþjónustu og telja það ekki fara saman við annan atvinnurekstur. KjajQarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Þetta verður tfl þess að þjóðin miss- ir af frumkvæði þessara manna í atvinnulífinu. Hér er ekki um alveg einfalt mál að ræða en nauðsynlegt að verk- fræðingar taki þaö tfl alvarlegrar athugunar. Reiða verkfræðingar sig um of á fmmkvæði annarra í atvinnulíf- inu? Menntun-framtíð Endalaust velta menn fyrir sér tengslum atvinnulífs og mennta- kerfis. Á ráðstefnunni gerðu margir að umræðuefni verkfræöikennslu Há- skólans og sumir nauðsyn þess að verkfræðimenntun tengist sjávar- útvegi meira. Þaðan koma jú um 70% útflutningsteknanna. Einhvern tíma var sagt að ein- kenni menntakerfisins væri að of mikið væri kennt en of lítið lært. Líklegt er að aðgangur að evr- ópsku efnahagssvæði geti opnað íslenskum verkfræðingum nýja möguleika. Þar er um að ræða þró- un, tækifæri, sem verða að engu nema þau séu gripin. Við Evrópska efnahagssvæðið em hjá mörgum bundnar miklar vonir. Og það svo að segja má að í því efni stöndum við í Vonarskarði. Margir hafa orðið tfl þess að halda því fram að leikreglurnar eða öllu heldur aðstæðurnar á Islandi haldi sjálfkrafa niðri iðnaði og iðn- framleiðslu. Þá er átt við „ókeypis“ aögang sjávarútvegsins að hráefnaauðlind hafsins þegar gengið er miðað við núllstfllingu sjávarútvegs. Þannig gæti auðlindaskattur breytt grundvelli atvinnurekstrar á íslandi og þar með auðvitað at- vinnumálum verkfræðinga. Athyglisvert er að lönd eins og Japan og Danmörk, svo dæmi séu tekin, eru sterk iðnaöarlönd, þrátt fyrir aö rýrt sé um hráefni og orku. Þótt margt sé í þessum efhum flókið opnar þetta spurninguna um hvort yfirburðasterk staða sjávar- útvegs með tilliti tfl hráefnaauð- lindar hamh þróun annarra út- flutnings- og samkeppnisgreina. Þegar er nokkur árangur að koma fram við útflutning íslenskrar verkfræðiþekkingar. Sjálfsagt má ná þar lengra og aukin tengsl ís- lands við Evrópu með sameigin- legu efnahagssvæði kunna að opna margbreytilega möguleika. Oft er það þó svo að útflutningur verkfræðiþekkingar tengist fram- kvæmdum og framleiðslu og óhæg- ara er um vik ef aðeins er um ráð- gjafarþjónustu og hönnun aö ræða. Vert er að gefa gaum að þeim möguleikum sem Evrópski orku- sáttmálinn kann að gefa. Þegar saman dregur um fram- kvæmdir hefst það oftast með stöðvun uridirbúnings nýrra fram- kvæmda og þar með stöðvun hönn- unar. Verkfræðingar finna því oft fyrst fyrir samdrætti. En íslenska verkfræðingastéttin er vel menntuð og hæf. Hún hefur sótt menntun sína til fjölmargra landa og í íslenskum verkfræðing- um býr afl, hlaðin aflstöð, sem get- ur tekist á við mörg vandamál þjóð- lífsins. Verkfræðingar eiga aö láta storm liðandi stundar vekja sig tfl frum- kvæðis og leggja sitt af mörkum tfl þess að þjóðin geti unnið sig hægt, örugglega og fumlaust út úr erfið- leikunum. Guðmundur G. Þórarinsson „A ráðstefnunni gerðu margir að um- ræðuefni verkfræðikennslu Háskólans og sumir nauðsyn þess að verkfræði- menntun tengist sjávarútvegi meira. Þaðan koma jú um 70% útflutmngs- teknanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.