Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 10
II 10 MÁN{jDÁGUr' 9. MARS 1992. Utlönd Greiða ekki úf vinning Stjóm lottósins í Virginíu i Bandarílgunum er að bræða meö sér að greiða ekki út stórvinning sem hópur ástralskra fjármála- manna vann þar fyrir skömrau. Upphæðín nemur hátt. í tveimur milljörðum króna en Ástralimir lögðu mikið undir og keyptu upp mitónn hluta raðanna í lottóinu. Ástralimir notuðu tölvuval við að fylla út lottóseðlana og stjóm- uðu verkinu að heiman. I reglum lottósins í Virginíu segir að greiða verði fyrir miðana þar sem þeir eru seldir til að allir eígi jafna möguleika á að kaupa. Eftir þessu verða menn að fara á sölu- staöina og kaupa raöirnar þar. Krefstþessað John Demjanjuk verði láfinn laus Veijandi Johns Demjanjuk krefst þess að dómur undirréttar í ísrael verði ógiltur og skjólstæð- ingur hans látinn laus þegar í stað. Máiið er fyrir hæstarétti í ísrael en verjandinn segir að nægar sannanir hafi verið lagðar fram til að sýna aö Demjanjuk er ekki maðurinn sem gmnaður er um stríðsglæpi í Ukraínu meðan Þjóðverjar hersátu landiö í síðari heimsstyrjöidinni. x-. ísraelsmenn hafa mitónn hug á að fá marai sem kallaður var Ivan grimmi dæmdan og telja aö um- ræddur Demjanjuk sé sá maður. Vitni hafa hins vegar borið að svo sé ektó og Demjanjuk því alsak- laus. Escobarlifirí veiiystingum praktuglega Stjómvöld í Kolombíu hafa ákveðið aö draga úr þægindum í fangelsinu þar sem eiturlyfjabar- óninn Pablo Escobar er í haldi. Við rannsókn á aðstæðum í fang- elsinu kom í ljós aö þaö haföi veriö búið ýmsum þægindum sem ekki er venja að bjóða í fang- elsum. T.d. gátu Escobar og félagar hans í fangelsinun stundað böö sér til heilsubótar og gólf höfðu verið teppalögö. Þá var búið aö flytja forláta fundarborð úr harð- viði í fangelsiö. Escobar gaf sig fram við lög- regluna ásamt 14 félögum sínum fyrir rúmu ári og hafa þeir setið inni upp frá því. Þeir fengu milda dóma. Fjórir menn handteknireftir mannrán Belgíska Iögreglan hefur hand- tekiö fjóra menn vegna gmns um aðild aö ráni á 11 ára gömlum sonarsyni verksmiöjueiganda í Brussel. Drengnum var rænt 4. febrúar þegar hann var á leið í skólann. Mannræningjarnir kröfðust lausnargjalds og var það innt af hendi á fóstudaginn í Antwerpen. Talsmaður lögreglunnar segir að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sýna fram á að fjórmenning- amir rændu drengnum. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt aö lífstíðarfangelsi ef þeir verða fundnir sekir um mannrán. Drengurinn var í góðu yfirlæti h)á mannræningjunum og þyngdist um fjögur kíló á þessum mánuði sem hann var i haldi. Hann segist hafa fengið mikiö sælgæti. Reuter Harönandi keppni meðal þriggja forsetaefha demókrata 1 Bandaríkj unum: Clinton hagnast mest á að Harkin er hættur - forkosningar beggja flokka í mörgum mikilvægum ríkjum á morgun Möguleikar Bills Clinton á að hljóta útnefningu demókrata sem forseta- efni þeirra í kosningunum í haust hafa autóst að mun við það að Tom Hartón hefur dregið sig út úr fram- boðsslagnum. Á morgun verða forkosningar í átta mikilvægum ríkjum auk þess sem forval verður meðal flokksmanna í þremur öðrum ríkjum. Sex ríkjanna eru í suðri en talið er að Clinton eigi mesta möguleika þar. Staða hans fyrir tömina á morgun er því skárri en veriö hefur frá því hann lenti í hremmingum í upphafi baráttunnar vegna kvennamála og undanþágu frá herþjónustu. Hartón sótti einkum fylgi sitt til verkalýðsstéttarinnar og naut stuðn- ings margra mikilvægra forystu- manna í verkalýðshreyfingunni. Þessir menn líta svo á að Paul Tsong- as, sem hefur forystuna í forkosning- unum þessa stundina, sé of íhalds- samur og að Jerry Brown sé um of hallur undir ýmis stórfyrirtæki á vesturströndinni. Brown var um átta ára skeiö ríkis- stjóri í KaUforníu og hann fékk stuðning ílokksmanna sinna í Nevada í gær. Hann þykir því sterk- astur í vesturríkjunum en hefur minna fylgi í öðrum ríkjum. Tsongas á helst von um fylgi í norðaustri. Fylgismenn flokkanna eru að kjósa fulltrúa á landsfundi síðar á árinu. Forsetaefnin reyna að fá sem flesta fulltrúa til að lýsa yfir stuðningi við SÍg. Reuter Begin, fyrrum forsætisráðherra ísraels, látinn Minnst bæði fyrir hryðju- verk og friðarsamninga Menachem Begin, fyrrum forsæt- isráðherra ísraels, lést í gærkveldi, 78 ára að aldri. Hann var um árabil einn af helstu forystumönnum ísra- elsmanna, forsætisráðherra á árun- um 1977 til 1983 og stóð þá m.a. fyrir friðarsamningum við Egypta árið 1979 í Camp David í Bandaríkjunum. Friðargerðin markaði tímamót í samskiptum ísraelsmanna við arabarítón og treysti stöðu ísraels á alþjóðavettvangi. Begin verður þó minnst fyrir fleira en friðarsamninga. Hann ákvað að senda ísraelsher inn í Líbanon árið 1982 í þeim tilgangi að brjóta starf- semi Frelsissamtaka Palestínu- manna á bak aftur. Innrás þessi hef- ur alltaf verið mjög umdeild og ávinningur ísraelsmanna af henni varð mjög takmarkaður, raunar er ektó enn séð fyrir endann á afleiðing- um hennar. Begin var alltaf í röð fremstu harð- línumanna í ísrael og var í forystu öfgasinnaðra hryðjuverkamanna á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina þegar ísraelsmenn voru að beijast fyrir sjálfstæði landins. Begin stjóm- aði m.a. alræmdu sprengjutilræði á King David hótelinu í Jerúsalem þar sem um 100 breskir liðsforingjar létu lífið. Begin komst fyrst til áhrifa í ísra- elskum stjórnmálum árið 1967 þegar hann varð ráðherra án ráðuneytis. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að ísraelsmenn létu ekki af hendi herteknu svæðin úr sex daga stríðinu og Ytzhak Shamir, arftaki hans í forystu harðlínumanna, hefur fylgt þeirri stefnu af hörku. Begin hætti afskiptum af stjóm- málum árið 1983. Hann veiktist al- varlega í fyrri viku og komst ekki til heilsu á ný. Hann var fæddur í Pól- landi 16. ágúst árið 1913. Rændi augum vistmannaog seldi í liffæra- banka Stjórnandi geðveikrahælis í Argentínu hefur verið handtek- inn, grunaður um að stela augum úr líkum þeirra vistmanna sem létust og selja þau í líffærabanka. Það var næturvörður á hælinu sem kom upp um stjórnandann en hann sagðist hafa hjálpað til við að fjarlægja augum. Sjáöldrin voru tekin úr augunum en hægt er að græða þau í augu á ný. Næturvörðurinn segir að þeir hafi tekið augun úr vistmönnum sem ekki áttu ættingja í nágrenn- inu þannig að litlar líkur voru á að nokkur vitjaði um lítóð. Lýðræðinu stendur ógn af LePenn Fjármálaráðherra Frakklands segir að lýðræðinu í landinu standi ógn af hægri öfgamannin- um Jean-Marie Le Penn. Auka- kosningar til þings standa fyrir dyrum í Suöur-Frakklandi og hefur komið til uppþota þar vegna framboðs Þjóðfyltóngar Le Penns. Le Penn hefur m.a. á stefnuskrá sinni að reka innflytjendur úr landi. Hann hefur leynt og ljóst lýst samúð sinni með nasistum. Kosið verður þann 22. mars og er Le Penn spáö 15% fylgi en að sósíalistar, sem nú eru í stjóm, tapi nokkm. Reuter Reuter Menachem Begin samdi við Anwar Sadat Egyptalandsforseta árið 1989 í Camp David þar sem Jimmy Carter Bandarfkjaforseti hafði milligöngu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.