Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. Eldurinn stendur upp úr þaki spennlistöövarinnar við Rjúpna- hæö. DV-mynd S Brann til ösku Spennustöð í Rjúpnahæð brann til kaldra kola eftir hádegi í gær. Bygg- ingin var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og fékk það ekkert við ráö- ið. Inni í húsinu voru olíuspennar sem gátu sprungið á.meðan eldurinn logaöi og hafðist slökkvilið ekkert að fyrr en búið var að ijúfa strauminn, enda 33 þúsund volta spenna inni í húsinu. Hvassviðrið í gær jók enn á erfið- leikana við slökkvistarfið en húsið stóð eitt og sér og engin hætta á að eldurinnbreiddistút. -JJ Guömundur J.: Fæ ekki séð að samningar séu í sjónmáli „Eins og málin standa nú fæ ég ekki séð að samningar séu í sjón- máli. Við Dagsbrúnarmenn munum ekki fara aftur inn í samninganefnd- ina að óbreyttu. Okkar hugmyndum er hafnað og því tel ég okkur ekki eiga neitt erindi í samninganefndina. Ég geri ráð fyrir að við munum á næstu dögum fara á vinnustaði og hitta okkar menn að máh. Ég útiloka alls ekki átök ef svo heldur fram sem horfir,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við DV. Hann sagði að fundur hans og Dav- íös Oddssonar í gær hefði verið góð- ur. Þeir hefðu rætt um stöðu mála í kjarasamningunum og hefðu ákveð- ið að eiga með sér annan fund við tækifæri. Samkvæmt heimildum DV eru menn að þreifa fyrir sér í samning- unum um svonefnda eingreiðslu til þeirra sem lægst hafa launin og er þar rætt um viðmiðunarmörk við 50 þúsund krónur á mánuði. Ríkis- stjómin lofar að stuðla að vaxalækk- un og tahð er víst að samið verði til einsárs. -S.dór - sjá einnig bls. 6 LOKI Þá er bara aðsjá hvað sjónin hjá Jakanum ergóð! Ein stúlkan á kaf i í nokkrar mínútur Emil Thararensen, DV, Eskifixði: „Bihinn fyhtist þegar í stað af sjó en mér tókst strax að losa mig úr beltinu en saup þó nokkurn sjó, en gat svo náð að anda þar sem smá loflrúm var efst vlð gólfið. Síðan togaði ég I handfangið tii að opna hurðina en tókst ekki. Þá sparkaði ég eins fast og ég gat því mér fannst ég vera að deyja og barðist um upp á líf og dauða og þá opnaöist hurö- in og komst ég út. Strax á efdr komst Sigurlaug út. Ég fór því næst inn aftur og losaði beltið á Helgu en hún var á bólakaíi og hreyfmgarlaus. Ég gat þó ekki náð henni út þar sem hún var föst með fótinn. Eg fór því aftur út og öskraði á hjálp og í því kom ungur Reyðfirðingur, Jón Omar Halldórs- son, og náði hann að losa Helgu og koma henni í land. Ég gæti trúað því að Hélga hafi þá verið húin að vera 3-5 mínútur í kafi í sjó.“ Þetta sagði Erla Rut Óladóttir, sem er 17 ái'a, viö DV í gærkvöldi. Hún var ásamt tveimur vinkon- um sínum - Helgu Harðardóttur, 18 ára, og Sigurlaugu Sveinsdóttur, 19 ára, í bíl sem lenti í sjónum utar- lega í kauptúninu á Reyðarfirði um nónbihð í gær. Helga ók bílnum en Sigurlaug sat aftur í. Erla sagði að bíhnn hefði skyndi- lega farið að rása og skiptí engum togum að vinstra framhjól fór ofan í ræsi og bíllinn stakkst fram fyrir sig og á hliöina og endaði á toppn- um út í sjó vinstra megin við veg- inn á dýpi sem var á annan metra. Stóðu hjóhn upp úr yfirborði sjáv- ar. Erla sagðist, aldrei þessu vant, hafa veriö í bílbelti, svo og ökumað- ur, en ekkert bílbelti var aftur í. Erla sagðist hafa fundið hvemig bilbeltið hefði þrengst að sér og síð- an skah hún með höfuðið í framr- úðuna sem brotnaði. Þegar hún svo kastaðist til baka fékk hún Sigur- laugu, sem sat aftur í, í höfuðið á sér þar sem hún kastaðist fram á milh sætanna. Helga var flutt á fjórðungssjúkra- húsið á Neskaupsstað og er úr lífs- hættu. Sigurlaug var mikið skorin á höndura og þurfti að sögn Erlu að sauma hana um 50 spor. Sjálf slapp Erla Rut með marblett eftir bflbeltiö og bólgu og marblett í framan auk þess sem hún var auð- sjáanlega sjokkuð eftir reynsluna. Erla er ekki í vafa um aö bílbeltið hafi bjargað lifi sinu og Helgu. - sjá viðtal við björgunar- manninn á bls. 2 1400bíðaflugs Um 1300 manns biðu flugs í morgun með Flugleiðum og um 100 manns með íslandsflugi. Fella þurfti niður fjölda ferða vegna veöurs, bæði á laugardag og sunnudag, en útht er fyrir að hægt verði að fljúga á alla áætlunarstaði í dag. Vegna fjölda þeirra sem bíða er þó óhklegt að íjórar vélar Flugleiða anni því að fara allar þær ferðir sem bók- að er í og útht fyrir að geyma verði nokkrar til morguns. í morgun var ljóst að 22 ferðir þurfti á tíu staði til að hreinsa upp af listum eftir helg- ina. -VD Tveir bilar rákust saman i Hveradölum um fjögurleytið í gærdag. Önnur bifreiðin lenti í krapi og fór yfir á öfugan vegarhelming með fyrrgreindum afieiðingum. Kona ur öðrum bílnum var flutt á slysadeild og var hún talin hafa fótbrotnað. Bílarnir eru mikið skemmdir ef ekki ónýtir. DV-mynd S Barn kastaðist út um hliðarrúðu Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatna- mótúm Kringlumýrarbrautar og Mi- klubrautar í hádeginu í gær. Fimm manna fjölskylda var í öðrum bíln- um og voru alhr fluttir á slysadeild, þ.á m. tveggja ára gamalt barn sem kastaðist út um hhðarrúðu. Öku- maður úr hinum bílnum var enn- fremur. fluttur á slysadeild. Fólkið slasaðist töluvert og hggja tvær syst- ur á gjörgæsludeild en eru þó ekki í lífshættu. Þriðja systirin slasaðist nokkuð en foreldrar þeirra og öku- maður hins bilsins sluppu með minni háttar áverka. Báðir bílamir eru ónýtir og voru þeir fjarlægðir með kranabíl. Þriðji bíllinn skemmdist talsvert þegar partar úr hinum tveimur köstuðust áhann. -GRS Veðriðámorgun: Snjókoma um norðan- vert landið Á morgim verður norðlæg átt, káldi eða stinningskaldi en sums staðar allhvasst norðan- og norðaustanlands. Snjókoma eða él verða um aht noröanvert landið en úrkomulítið sunnan- lands. Frost verður á bihnu 4-10 stig, mildast við suðaustur- ströndina. Snjóflóð féllu í nótt Mörg lítil snjóflóð féhu á Óshhðar- veg á mihi Bolungarvíkur og Hnífs- dals í nótt og einnig á Súðavíkurhlíð. Vegimir voru opnaðir aftur snemma í morgun og talið víst að ekki fahi fleiri flóð í dag. Fært er um allt, bæði austur og norður á Akureyri en Steingrímsfjarðarheiði er lokuð. Víða hefur snjóað og hálka er á vegum. Aurskriður féhu í Hvalfirði og vatn flæddi yfir vegi í Öxnadal um helgina en búið er að hreinsa vegi og laga þá th bráöabirgða. Verið var að moka heiðar á Vestfjörðum í morgun, Breiðadalsheiði og Gemlu- fahsheiði. -VD OFenner Reimar og reimskífur Vtoulsen SuduHandsbraut 10. S. 6SM99.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.