Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. Sætaferðir til Keflavíkurflugvallar í sambandi við flug. Hjá okkur er einn taxti fyrir allt landið. Sími 674040. Limousinþjónustan BP. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn mánudaginn 9. mars 1992 kl. 20.30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Tollvörugeymslan hf. Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf. verður haldinn þriðjudaginn 10. mars 1992 kl. 17.00 að Holliday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 3.4.1 - 3.4.6 gr. samþykkta félagsins. 2. önnur mál. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur, svo og árs- reikningur ásamt skýrslu endurskoðanda mun liggja frammi, hluthöfum til sýnis, á skrifstofu félagsins, Héðingsgötu 1, 105 Reykjavík, frá og með 3. mars 1992. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Tollvörugeymslunnar hf. TOLLVÖRU - GEYMSLAN HF FRÍCEYMSLA - VÖRUHÓTEL Héðinsgötu 1-3 105 Reykjavík. LANPSBANKI V Í S L A N D S N-Á-M-A-N NÁMU-NÁMSSTYRKIR Landsbanki Islands auglýsir eftir umsóknum um 5 styrki sem veittir verða NÁMU-félögum 1. Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjón- ustu Landsbanka Islands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. 2. Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyr- ir 16. mars 1992 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. 3. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1992 og veittir NÁMU- félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á Islandi, 1 styrkur til náms við framhaldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhalds- náms erlendis og 1 styrkur til listnáms. 4. Umsóknum, er tilgreini námsferil, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka Islands eigi síðar en 16. mars næstkomandi. 5. Umsóknir sendist til: Landsbanki Islands, markaðssvið b.t. Ingólfs Guðmundssonar, Austurstræti 11, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Hagnýt lögfræði Islendingar byggja meira en flestir aðrir. Það er þó alls ekki sama hvernig staðið er að framkvæmdum. Ertu að byggja? Sennilega eru íslendingar sér á báti meðal Evrópu- þjóða að a.m.k. einu leyti: Þeir „byggja" meira en aðr- ir. Með því er átt við að óbreyttur einstaklingur, t.d. lögfræðingur eða hafnarverkamaður, ákveður einn góðan veðurdag að nú þurfi hann að koma þaki yfir höfuðið á sér og sínum. Leiðin iiggur þó ekki inn á næstu fasteignasölu heldur er sótt um lóð og keyptur hamar. Þegar hér er komið skilja leiðir margra „húsbyggj- enda“. Sumir fara til þess arkitekts sem helst er í tísku þá stundina, segja honum hvað þeir vilja stórt hús og Umsjón: ORATOR - félag lögfræðinema mörg herbergi, fá fína og dýra teikningu, og semja að svo búnu við vönduðustu iðnaðarmennina og innan- hússarkitektana. Aðrir reyna að haida útgjöldunum í lágmarki með því að fá staðlaða teikningu hjá verkfræðingi í ættinni og afganginn af húsbyggingunni ætla þeir sér og sinni fjölskyldu auk óheppinna vina. Fyrst er flutt í kjallar- ann og seinna, eftir því sem fjárráð og tími leyfa, reynt að klára efri hæðina og lóðina. Þetta er „að byggja“. Af ýmsum ástæðum hefur hið opinbera talið sér skylt að hlutast til um að menn byggi ekki hús sín eingöngu eftir eigin innblæstri og þekkingu. Settar hafa verið ýmsar reglur sem miða aö því, að sæmilegt samræmi sé í útliti bygginga, a.m.k. innan sömu hverfa, og einnig að nýbyggingar séu traustar og í samræmi við aðstæður hér á landi. Þessar margbrotnu og viðamiklu reglur er helst að finna í skipulagslögum, byggingarlögum og byggingar- reglugerð sem félagsmálaráðuneyti hefur sett. Hér verður eimmgis drepið á því helsta sem þar kemur fram, en athyglinni einkum beint aö eftirliti byggingar- fulltrúa með framkvæmdum og hugsanlegri bóta- ábyrgð hins opinbera vegna mistaka og aögæsluleysi hans. Fyrst verður húsbyggjandinn aö fá löggiltan arki- tekt, byggingarfræðing, tæknifræðing eða verkfræðing til að gera uppdrátt að húsinu. Því næst þarf að sækja um byggingarleyfi til byggingamefndar í viðkomandi sveitarfélagi. Byggingamefhdin gengur úr skugga um að uppdráttur og staðsetning séu í samræmi við staðla byggingarreglugerðar og skipulagslaga. Ef svo er gefur nefndin út byggingarleyfi, þ.e. samþykkir uppdrátt. Eftir að öll gjöld hafa veriö greidd fyrir byggingarleyf- ið og fyrirhugaða byggingu tekur leyfið gildi. Þótt menn séu komnir með fullgilt byggingarleyfi í hendumar er bjöminn ekki alveg unninn. Ekki má byija að byggja fyrr en byggingarmeistari hefur áritað uppdráttinn og aðrir iðnmeistarar áður en byijað er á viðkomandi verkþáttum. Viðkomandi meistarar bera, hver á sínu sviði, ábyrgð á vinnu við bygginguna verði í samræmi viö lög, reglur og byggingarleyfi. Þá er einnig skylda meistaranna aö sjá um að sem minnst hætta stafi af byggingarstað og að þar séii viðhafðar fyllstu öryggisráöstafanir. Auk þessa hafa meistarar ýmsar aðrar skyldur við bygginguna. Því hefur heyrst fleygt að meistarar áriti uppdrætti en komi í raun lítið nálægt framkvæmdum samkvæmt þeim. Sennilegt er að þetta gerist einkum þegar „óbreyttir einstaklingar“ standa sjálfir í hinum verk- legu framkvæmdum. Rétt er að benda á aö með áritun sinni ábyrgjast iðnmeistarar að þeir verði á staðnum og gangi úr skugga um að alls öryggis sé gætt. Árið 1981 dæmdi hæstiréttur húsasmíöameistara, sem tekið hafði að sér umsjón með smíði húss, til að greiða verkamanni bætur vegna slyss sem varð þegar vinnupallur hrundi. Meistarinn hafði nær ekkert unnið við smíðina en hæstiréttur lét svo um mælt að ef meistarinn hefði verið á staðnum kynni nægileg árvekni hans að hafa komið í veg fyrir slysið. Hætti meistari umsjón með framkvæmdum áður en verki lýkur skal hann láta byggingarfulltrúa vita og fer þá fram úttekt á þeim hluta sem búinn er. Ekki má svo halda verkinu áfram fyrr en áritun annars meistara hefur fengist á uppdráttinn. Iðnmeistaramir eru þó ekki þeir einu sem eiga að fylgjast með því að hús séu byggö í samræmi við lög og reglur. Byggingarfulltrúa ber að fylgjast með því að öll gerð húsa sé í samræmi við lög og reglur og er byggmgarmeistara húss skylt að kveðja hann til út- tektar á ýmsum byggingarstigum, s.s. á jarðvegs- grunni áður en byijað er á mótauppslætti eða fyllt í grunninn, á grunni áður en plata er steypt, á öllum lögnum, klæðningu o.fl. Þá ber að gera lokaúttekt þeg- ar hús er fullbúið um allan frágang. Frá þessum ströngu úttektarreglum má þó gera undantekningu þegar um er að ræða iðnmeistara sem starfað hafa um árabil með sérlega góðum árangri. Byggingarfulltrúi hefur vald til þess að stöðva fram- kvæmdir telji hann einstaka verkþætti ekki í samræmi við reglur. Einnig hefur hann í vissum tilvikum heim- ild til að leggja fyrir húseiganda að gera tilteknar end- urbætur ef viðhaldi eða frágangi er ábótavant. Byggingarfulltrúanum er þannig, a.m.k. að formi tfi, fenginn ríkur íhlutunarréttur í innbyrðis málefni byggingarmeistara og verkkaupa eða húsbyggjanda. Ekki er óeðlilegt þó sú spuming hafi vaknað að hvaða leyti byggingarfulltrúi, eða sveitarfélag þar sem hann starfar hjá, beri ábyrgð verði honum á mistök í starfi. Á síðustu árum hefur álitamálið um ábyrgð bygging- arfulltrúa a.m.k. tvisvar komið til kasta Hæstáréttar íslands. Áður en málsatvik í þeim dómum eru reifuð til fróðleiks er rétt að geta þess að í dómaframkvæmd hér á landi hefur verið mikil tregða til að leggja bóta- ábyrgð á opinbera aðila vegna meintra yfirsjóna starfs- manna þess við lögboðin eftirlitsstörf, s.s. útgáfu haf- fæmisskírteinis og vottorð öryggiseftirlits (nú Vinnu- eftirlits) ríkisins. Sama er að segja um dómafram- kvæmd í Danmörku en þess má þó geta að árið 1976 dæmdi Eystri landsréttur danska dómsmálaráðuneyt- ið til greiðslu bóta vegna mistaka Bifreiðaskoðunar Danmerkur. Fyrri dómurinn er frá 1987 en þar var höfðað mál á hendur bæjarsjóði Akureyrar vegna fjóns sem varð þegar loftplata milli hæða í húsi seig vegna ónógrar jámabindingar. Byggingarfulltrúinn hafði tekið út jámalögnina án þess að fyrir lægju samþykktir burð- arþolsuppdrættir og einnig taldi Hæstiréttur að ef at- hugun fulltrúans á plötunni hefði verið nægilega gaumgæfileg hefði hann átt að taka eftir að jámbend- ingin væri ófullnægjandi. Samkvæmt þessu hefðu full- trúanum orðið á mistök. Meirihluti réttarins sýknaði þó bæjarsjóð með þeim rökum að ákvæði laga og reglu- gerða um eftirlit væm sett til að auka almennt öryggi við húsbyggingar en byggjandi húss gæti ekki krafið um bætur þó að byggingarfulltrúi rækti ekki starfs- skyldur sínar af kostgæfni. Minnihlutinn vildi á hinn bóginn leggja bótaábyrgð á bæjarsjóð þar sem um lög- brot hefði verið að ræða. Síðari dómurinn er frá 1988 en þar var bæjarsjóði Mosfellssveitar stefnt vegna meints gáleysis bygging- arfulltrúa viö eftirlit með gerð húsgrunns en húsbyggj- andinn hafði sjálfur séð um gerð grunnsins án þess að kveðja til múrarameistara. Notuð var röng fylling og mistök urðu við gerð undirstöðu. Meirihluti réttar- ins sýknaði með svipuðum röksemdum og í fyrr- greinda málinu auk þess sem bent var á aö iðnmeistar- ar bæru ábyrgð á grunngreftri og fyllingu i grunn. Minni hlutinn vildi hins vegar leggja bótaábyrgð á sveitarfélagið að hálfu þar sem byggingarfulltrúinn hafi hlotið að gera sér grein fyrir ótryggu ástandi jarð- vegs og lét farast fyrir að kreftast þess að sýnt væri fram á að fylling undir sökkla þyldi nauðsynlegt álag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.