Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. Fréttir_____________________________________________________________pv Vitnaleiðslumar í Stokkhólmi vegna Miksons-málsins: Vrtni bar að EðvaW hefði hirt 28 kíló af gulli - Eövald sagði þaö rangt - af29 vitnum báru fjórir vitni gegn Eövald Hinrikssyni Þjóðskjalasafnið í Stokkhólmi hef- ur nú gert opinberan vitnisburðinn í yfirheyrslum yfir Eðvald Hinriks- syni, Evald Mikson, sem fram fóru í dómhúsi í Stokkhólmi 22. mars til 10. aprO 1946. Eðvald fór sjálfur fram á að haldnar yrðu yfirheyrslur í Stokk- hólmi, þar sem hann var fangi, til að binda enda á orðróminn um að hann væri stríðsglæpamaður. Eðvald hafði flúið frá Eistlandi haustið 1944 til Sviþjóðar þar sem hann var settur í flóttamannabúðir og síðar í fangelsi. Sænsk yfirvöld fyrirskipuðu í nóvember 1945 að Eð- vald yrði vísað úr landi. Samkvæmt útskrift úr embættis- bókinni frá yfirheyrslunum vorið 1946 kvaöst Eðvald hafa starfað inn- an eistnesku pólitísku lögreglunnar í Reval þegar seinni heimsstyrjöldin skall á. Starf hans fólst í að fylgjast með starfsemi sem beindist gegn eist- neska ríkinu. Þessu starfi gegndi hann þar til bolsévíkar tóku landið í júni 1940. Vinnufélagar hans voru handteknir en honum tókst aö flýja til Dorpat-héraðs. Þar var hann þar til í júní 1941 er stríð braust út niiUi Rússlands og Þýskalands og Rússar komu upp eyðileggingarsveitum í Eistlandi. Eðvald setti á laggirnar sveit til höfuös eyðileggingarsveitun- um. Hann gekk í eistneska herinn en í september 1941 var honum skip- að að koma aftur til starfa við pólít- ísku lögregluna. Meðan hann var í hernum var samvinna milli eist- neskra og þýskra sveita gegn Rúss- um. Fjórir vitnuðu gegn Eðvald í fyrmefndum yfirheyrslum í Stokkhólmi komu fram tuttugu og níu vitni. Áður höfðu þrír til fjórir aðilar borið vitni við lögregluyfir- heyrslu. Af þessum tuttugu og níu aðilum báru fiórir vitni gegn Eðvaid, samkvæmt upplýsingum starfs- manns sænska þjóðskjalasafnsins. Alvarlegustu ásakanimar á hend- ur Eðvald bar bílstjórinn Varep fram. Hann var yfirheyrður 29. mars 1946. Samkvæmt útskrift úr embættisbók- inni kveðst Varep hafa gengið í eist- neska heimavamarliðið sumarið 1941. Hann starfaði í flutningadeild þess og keyrði meðal annars deild eistnesku öryggislögreglunnar. Var- ep var bílstjóri hennar frá september tÖ nóvember 1941. Varep hitti Mikson í fyrsta sinn í ágústbyrjun 1941 í Dorpat. Mikson var þá yfirmaður heimavamarliðs- ins í Vönnu. Varep keyrði Mikson til að leita aö vopnum eyðileggingar- sveitar Rússa. Um þetta leyti hafði Varep ekki heyrt neitt slæmt um Mikson. Varep ók Mikson þegar hann handtók eistneska fiölskyldu að nafni Ungermann, líklega meðeig- anda að verslun gyðingsins og gull- smiðsins Rubins, og stúlku af gyð- ingaættum. Þetta var í lok september eða byijun október, að þvi er Varep heldur fram. Sótti 28 kíló af gulli í embættisbókinni segir: „Vitnið minnist þess nú að við handtökuna hafi Mikson fariö fram á að fá afhent- an einhvem hlut. Þegar Ungermann svaraði að hann hefði ekki slíkan hlut útskýrði Mikson: „Þá verðið þér að klæða yður og koma með í bæ- inn“.“ Við yfirheyrslumar kveðst Mikson ekki hafa verið viöstaddur handtöku Ungermann-fiölskyldunnar. Það hafi ekki verið fyrr en í nóvember, þegar honum hafi verið falið að rannsaka starfshætti Lepiks lögreglustjóra, sem hann heyrði fyrst um þessa handtöku. Mikson kveöst telja aö þaö hafi verið Lepik sem fyrirskipaði handtökuna. Varep segir að á meðan Unger- mann sat inni, eða í vikunni þar á eftir, hafi Mikson komið með ungan mann, sem Varep taldi vera fanga, í bílskúr lögreglunnar. Varep ók þeim að ákveðnu húsi. Mikson var með skjalatösku og Varep telur að hún hafi verið tóm, að dæma eftir útlit- inu. Mikson og ungi maðurinn fóm inn í húsið en Varep beiö fyrir utan. Mikson og ungi maðurinn komu út og grófu í moldargólf bílskúrs húss- ins. „Vitnið hafði það á tilfinning- unni að ungi maðurinn væri að grafa eftir einhveiju en vitnið gat ekki sjálft séð hvort eitthvað hafi verið grafið upp. Því næst komu Mikson og ungi maðurinn út. Þá var Mikson með gylltan málmhlut í hendinni. Vitnið taldi að um væri að ræða hlut úr gulli. Svo stigu vitnið og Mikson inn í bífinn. Mikson hafði meðferðis skjalatöskuna sem virtist vera troð- full. í bfinum talaði Mikson um að hann hefði náð í 28 kíló af gulli. Hann tók einnig fram hlutinn, sem var úr gylltum málmi, og sýndi vitninu. Mikson spurði hvort vitnið heföi séð svona hlut. Vitnið neitaði því. Mik- son sagði ekki beint að hluturinn væri úr gulli en vitninu skildist að um væri að ræða gullstöng. Vitnið lyfti ekki sjálft tösku Miksons en tók eftir, á því hvemig Mikson bar tösk- una, að hún var þung.“ Seinna tjáði Ungermann Varep að ungi maðurinn hefði verið starfsmaður Rubins. Við yfirheyrslumar segir Mikson það rangt sem Varep greindi frá um gullið. Hann bendir einnig á að varla sé hægt aö koma fyrir 28 kílóum af gulli í venjulegri skjalatösku. Ofbeldisaðgerðir Varep kveðsUeinnig hafa séð Mik- son, þegar hann átti erindi með bréf inn á skrifstofu hans, slá mann, sem leit út fyrir að vera gyöingur, á háls- inn eða hnakkann. Varep man það ekki glögglega en telur að Mikson hafi beitt gúmmíkylfu. „Samtímis sem Mikson sló sagði hann: „Segið mér hvar þér geymið það“.“ Vörður fyrir utan sagði Varep að gyðingur- inn væri Rubin. Mikson kveðst aldrei hafa yfir- heyrt Rubin. Hann getur þess að þeg- ar Eistland var fijálst land hafi hann vitað að Rubin var þekktur gullsmið- ur í Reval. Fyrir seinni heimsstyij- öldina heimsótti hann Rubin sem fulltrúi knattspymufélags og bað um framlag til félagsins sem hann og fékk. Mikson segist ekki vita hvenær Rubin var handtekinn en hefur heyrt að Lepik hafi yfirheyrt Rubin. Mik- son hafði sjálfur ekkert með hand- tökuna að gera. Varep segir að á meðan hann hafi gegnt störfum hjá lögreglunni hafi mikið verið talað um hve athafna- samur Mikson var og hve oft hann hafi handtekið fólk. Mikson á aö hafa stillt upp fjölda kommúnista í röð og skotið þriðja hvern mann. Mikson greinir frá því að fyrsta verkefni hans hjá lögreglunni hafi verið að athuga skjöl rússnesku pól- itísku lögreglunnar, m.a. í þeim til- gangi aö kanna örlög brottfluttra Eistlendinga. í því sambandi yfir- heyrði hann ritara kommúnista- flokksins, Sáre að nafni. Mikson var með við þijár rassíur gegn Rússum sem eftirlitsmaður. Hann varð ekki var við að föngum væri misþyrmt. Hann getur þess jafnframt að eistneska lögreglan hafi á þessum tíma ekki fengið neinar sérstakar fyrirskipanir gegn gyðing- um. Honum var hins vegar kunnugt um aö þýska lögreglan vann gegn þeim. Handtekinn og yfirheyrður Mikson var í póhtísku lögreglunni þar til hann var handtekinn 25. nóv- ember 1941. Þaö voru embættisinenn í eistnesku lögreglunni sem hand- tóku hann. Mikson vissi ekki hvers vegna en skildist á tali manna síðar að einhver hefði viljað víkja honum til hliðar. Við yfirheyrslurnar í Stokkhólmi greindi vitnið Alexander Rikk, fyrr- verandi lögreglumaður, frá þvi að hann hefði verið látinn yfirheyra Mikson eftir handtökuna og spyijast fyrir um hluti sem Mikson átti að hafa tekiö traustataki, meðal annars útvarp. Lepik lögreglustjóri var ekki ánægður með skýrsluna og strokaði út og leiðrétti. Rikk kveðst ekki hafa fengið að halda yfirheyrslunum áfram. Hann segir að í vissum tilfell- um hafi það veriö öruggt að þaö sem strikað var út sýndi að umræddir hlutir hefðu ekki komið í hendur Miksons. Rikk var sjálfur handtek- inn síðar en heldur því fram að Mik- son hafi komið því til leiðar að hann var látinn laus. Fleiri vitni greindu frá aðgerðum Miksons við að fá fanga látna lausa. Vitniö Evald Voldemar Treude, sem kveðst hafa verið neytt til að vinna fyrir eistnesku pólitísku lög- regluna, segir að eftir að Mikson var handtekinn hafi það verið haft eftir Lepik að skjóta ætti Mikson. Þegar Mikson sat í fangelsi reyndi Lepik að saka Mikson um allt mögulegt. Jafnvel Þjóðveijar tóku þátt í her- ferðinni gegn Mikson. Þekktir Eist- lendingar tóku upp baráttuna fyrir Mikson og í Dorpathéraði, þar sem Mikson hafði verið fyrir stríð, skrif- uðu fimm hundruð bændur á lista til stuðnings Mikson. Áöur höfðu þeir gefiö honum býli í þakklætis- skyni fyrir framgöngu hans. „Þegar Mikson starfaði síðar hjá þýska vamarliðinu hitti vitnið hann og vitnið veit að í því starfi vann Mikson gegn pólitísku lögreglunni sem þá var undir þýskri stjórn.“ Fram kom við yfirheyrslumar að við húsleit á heimili Lepiks lögreglu- stjóra í janúar 1942, sem gerð var vegna kvartana Miksons, fundust milljón rússneskar rúblur, gull og silfur og mikið af fatnaði. Einnig gull- og silfurúr. Vegna þessa var Lepik handtekinn. Vitni kváðust hafa heyrt að Varep bílstjóri, sem sagður var maður Lepiks, hafi veriö látinn hætta störfum vegna of- drykkju. í þjónustu þýska varnarliðs- ins Mikson var einn í klefa í eitt ár og tvær vikur. Því næst tíu mánuði á bókasafni fangelsisins. Hann var lát- inn laus 20. september 1943. Á meðan hann sat inni var eistneska pólitíska lögreglan sett undir þýsku öryggis- lögregluna. Mikson var hótað að honum yrði stungið inn aftur ef hann samþykkti ekki að koma til starfa hjá lögreglunni. Þegar hann kom út bað hann um frest og fékk þriggja daga umhugsunartíma. Hann fór þá og gekk í þjónustu upplýsingadeildar þýska vamarliðsins. Átti hann að skrá þau áhrif sem lög Þjóðverja höfðu á þjóöina. Hann hafði ekkert haft með gyðinga að gera, að því er hann sagöi við yfirheyrslurnar. Mikson var í þjónustu varnarliðs- ins til 16. september 1944 en var á meðan í sambandi við eistneska föð- urlandsvini. Honum var skipað að fara til Þýskalands en hann gekk þá í eistneska herinn. Þjóðveijar vora á förum um þetta leyti og var orðróm- ur á kreiki um aö þeir tækju með sér eistneskar hersveitir. Mikson flúði þá til Svíþjóöar. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.