Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. 15 Eykur veiðigjald hagkvæmni? Þó skoðanir manna um máleM fiskveiðistjórnunar séu nokkuð skiptar virðist sem flestir vilji byggja á einhvers konar aflahlut- deildarkerfi, svipuðu því sem nú er til staðar. Stuðningsmenn slíks kerfis skiptast þó í tvo hópa: ann- ars vegar þá sem vilja leggja auð- lindaskatt, eða veiðigjald, á fisk- veiðar og hins vegar þá sem ekki telja rök fyrir slíkum skatti. Hagkvæmnisskattur? Sumir formælenda auðlinda- skatts hafa nefnt „borgarastyijöld" fái sjónarmið þeirra ekki fram- göngu. Hinn hópurinn telur ekki hagkvæmnisrök fyrir nauðsyn skattsins og því tahð að um siðferð- islegan ágreining hljóti að vera að ræða. Þrátt fyrir það hafa formæl- endur auðlindagjaldsins haldið áfram sínum skrifum. Eitt af því sem bent hefur verið á til stuðnings skattinum er að þó hann auki kannski ekki hag- kvæmni við veiðar geti álagning skattsins skilað okkur hagkvæmni við veiðar fyrr! Flýtir álagning auð- lindaskatts því að full hagkvæmni komist á við fiskveiðar eða verður afleiðingin frekar sú að minni hag- kvæmni náist? Einstakir formælendur veiði- gjalds hafa haldið því fram að álagning auðhndaskatts á veiðar strax myndi leiða til þess að flotinn minnkaði snögglega, og út af fyrir sig gæti það orðið raunin. Hætt er þó við að álagning slíks skatts muni valda því að aðeins þeir fjár- KjaJIaiiim Birgir Þór Runólfsson lektor í hagfræði sterkustu héldust áfram við veiðar en ekki endilega þeir sem best væru fallnir til veiöa. Þannig gæti raunin oröið sú að veiðigjald fækk- aði veiðiskipum, eins og að er stefnt, en minni hagkvæmni yröi fyrir vikið. Álagning skatts myndi þá í reynd tefja fyrir eðlilegri og sjálfsprottinni hagkvæmni við veiðar. Eins og fyrr hefur þó verið bent á greiða útgerðirnar í raun gjald nú þegar því aflakvóti þeirra hefur virði og því fóma þær mögulegum sölutekjum með því aö halda enn til veiða. Skattur, sem flýtti fækkun fiskiskipa, byggist að því er virðist á einu af tvennu: að skatturinn sé hærri en mögulegur arður af veið- um nemur eða þeirri forsendu að skynsemi veiðimanna sé meiri við veiðileyfagjald en án. Álagning of hás auðlindaskatts er óskynsamleg og það að ætla skynsemi veiöi- manna meiri við skattheimtu er villandi. Hagkvæmari skattheimta? Stuðningsmenn auðlindaskatts hafa einnig haldið því fram að með álagningu skatts á veiðar og þeim tekjuauka, sem ríkisvaldið fengi þannig í hendur, ætti ríkisvaldið á móti að afnema almennan tekju- skatt eða lækka virðisaukaskatt. Ef slíkt gengi eftir, segja þeir, myndi hagkvæmni í hagkerfinu aukast því að skattur á arð veldur fræðilega séö minni óhagkvæmni en aðrir skattar. Þjóðarframleiðsla ætti að aukast því að lækkun hinna skattanna hefur áhrif til hvaMng- ar á vinnuvilja fólks. ÝMslegt er þó athugavert við röksemdafærslu þessa. Eitt er það að setja fram líkan um hagkerfið og lesa út úr því hvemig heppilegast sé að leggja á skatta, annað er síöan að framkvæma slíka skattheimtu því raunveru- leikinn er oftast flóknari en líkön. Þannig er hætt við að álagning auðlindaskatts i framkvæmd yrði langt í frá að vera gallalaus, þó auðvelt sé að finna skattinn hámá- kvæMega í líkani. Það er því htið annaö en fullyrðing að hagkvæmni í hagkerfinu aukist eitthvað við það að skipta á auðlindaskatti og öðr- um sköttum. Ef, aftur á móti, menn vilja enn halda því fram að auðvelt sé í fram- kvæmd að leggja á slíkan rentu- skatt, því ekki þá að afnema alla aðra skatta og leggja alls staðar á rentuskatta? Því skyldum vdð hafa hagkerfið óhagkvæmara en þörf er á? Væri ekki hagkvæmast að af- nema alla tekju- og veltuskatta á einstaklinga og fyrirtæki en leggja þess í stað skatt á arðmyndun hvar- vetna í hagkerfinu? Þaö getur varla verið eitthvert meira tiltökumál að setja shkan skatt á í einni atvdnnu- grein en annarri! Sátt um aflakvótakerfi Formælendur auðlindaskatts og aðrir formælendur kvótakerfis eru sammála að öðm leyti um að afla- kvótakerfi sé heppilegast vdð fisk- veiðistjómun. Það að hópamir eyði kröftum sínum í deilur um skatt á arðinn gæti því Möur orðið til þess að andstæðingar kvótans fengju sitt fram og væri slíkt mikið ólán. Þess vegna væri heppilegra að hóparnir gætu tekið höndum sam- an um að tryggja að aflahlutdeild- arkerfi verði áfram það skipulag sem notast verður vdð hérlendis. Þegar það er tryggt geta aðilar tek- ið upp hanskann að nýju og deilt um skiptingu arðsins á siðferðileg- um forsendum! Birgir Þór Runólfsson „Þess vegna væri heppilegra að hóp- arnir gætu tekið höndum saman um að tryggja að aflahlutdeildarkerfi verði áfram það skipulag sem notast verður við hérlendis.“ Evrópuumræða, af þreying og smá- byggðastefna Sagt er að íslendingar hafi verið nokkuð utangátta á síðasta þingi Norðurlandaráðs þar sem hugur hinna þátttakendanna hafi mikiö snúist um Evrópubandalagið. Það hlýtur þvd að hafa farið í taugamar á ýmsum vdð þessar að- stæður, þegar róttækhngar héðan vom að hnýta í EB á þinginu, jafn- vel þótt suMr hafi gert sér ljóst að þetta tal væri ætlað til heimabrúks. Þessu má líkja vdð að fjarskyldum ættingja sé boðið í trúlofunar- veislu. Ef hann kveður sér hljóðs og segir það skoðun sína að vænt- anlegur brúðguM sé hálfgerður skíthæh og líklegur til að kúga eig- inkonuna þá er varla hægt að bú- ast vdð að svo orðhvötum ræðu- manni verði boðið í brúðkaupið. Tillitið til litla bróður íslendingar geta hvorki reiknað með né ætlast til að „Skandinav- ar“ taki mikið tilUt til þeirra í Evr: ópuumræðunni. Við erum aðeins 1% af íbúafjölda Norðurlanda og langt úti í hafi, því er ekki nema eðlilegt að vdð vdljum stundum gleymast. Þetta verður skiljanlegra þegar hugsað er til þess að okkur finnst Færeyingar gjaman vera óttaleg smáþjóð en þó em þeir fimmtungur að fjölda til á vdð okkur. Ekki vilj- um vdð leggja mikið á okkur til að Uðsinna þeM í öllum þeirra erfið- KjaUarínn Valdimar Kristinsson cand oecon., B.A. leikum. En auðvdtað getum vdö sagt að þeir geti sjálfum sér um kennt, þeir hafi jú verið allt of eyðslu- samir. Stórborg í fámennu landi Reykjavdkurborg hélt nýlega há- tíðlegt að íbúafjöldi höfuðborgar- innar náði 100 þúsundum. Vissu- lega era þetta nokkur timamót en óvist hvort ástæða sé til að gleðjast yfir þeim. Ef um væri að ræða eig- inlega 100 þúsund manna borg mætti segja að hún væri nauðsyn- leg undirstaða undir fjölbreyttu atvdnnulífi og litríkri menningu sem hvert þjóðfélag þarf á að halda. Hins vegar er hin raunverulega borg, þ.e. höfuðborgarsvæðið, með 150 þúsund íbúa. Reyndar er það ekki mikið á alþjóðlegan mæli- kvarða en hér gerir það 57,6% ahra landsmanna sem nú em um 260 þúsund. Árið 1965 vom íslendingar 194 þúsund og eiiunitt á þvd ári náði íbúatala höfuðborgarsvæðisins eitt hundrað þúsundum. Á rúmum ald- arfiórðungi, eða 27 árum, hefur „Islendingar geta hvorki reiknað með né ætlast til að „Skandinavar“ taki mikið tillit til þeirra í Evrópuumræð- unni. Við erum aðeins 1% af íbúafjölda Norðurlanda... “ „Hins vegar er hin raunverulega borg, þ.e. höfuðborgarsvæðið, með 150 þúsund ibúa.“ landsmönnum því fiölgað um 66 þúsund, en þar af koma 50 þúsund í hlut höfuðborgarsvæðisins. Meira en þriðjungur af Msmuninum býr nú á Suðumesjum. Það er í þessu ljósi, sem ánægjan með fiölgunina vdð sunnanverðan Faxaflóa hlýtur að vera blendin. En þar búa nú samtals 63,5% íbú- anna og stefnir hraðbyri í % hluta allra landsmanna. Ef tekist hefði að koma upp borg- um á Norður- og Austurlandi með 20-30 þúsund íbúum í hvomm landshluta og samsvarandi færra fólki vdð Faxaflóa, þá mætti segja að eitthvert jafnvægi væri í byggð- inni, en héöan af er líklega tómt mál um það að tala enda drukkna öll byggðamál í smábyggðastefn- unni sem hér hefur ríkt um áratuga skeið. Aftökur sem afþreying Oft hefur verið kvartað undan ofbeldinu sem sýnt er í nærmynd í sjónvarpsfréttum og hellt er yfir unga sem aldna án nokkurrar vdð- vörunar. Á sama tíma er varað vdð að böm sjái ýmsar kvikmyndir sem í sumum tilfellum sýna einhveija smámuni í samanburði vdð verstu fréttaskotín. Fólk er sallaö niður eins og hrá- vdður eins og nýleg dæM sanna og fiöldamorðingi, og mannæta að auki, er leiddur inn í stofur fólks, ásamt hörmulegum, en skiljanleg- um vdðbrögðum systur eins fómar- lambsins. Hveijum er verið að þjóna með þessari fréttamennsku? Þetta getur valdið bæði taugaveiklun og ónæM fyrir hroðanum og er hvor- ugt gott. SuMr munu reyndar segja að úr þvd að veröldin sé svona vond eigi engum að hlífa vdð raun- veruleikanum. En erum vdð þá ekki aftur að komast á Mðaldastigið? Við hneykslumst á frásögnum af því þegar fólk fór sér til afþreying- ar eða jafnvel skemmtunar á öldum áður til að vera vdðstatt aftökur. Alhr gátu mætt sem áttu heMan- gengt. En nú þarf ekki að leggja neinar göngur á sig. Alþjóð getur nú séð allan þann hrottaskap, sem veröldin hefur upp á að bjóða, sitj- andi í sófanum heMa. - Allt þetta eigum vdð sjónvarpinu og árvökul- um fréttamönnum að þakka. Valdimar Kristinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.