Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. 11 Sviðsljós íslandsmeistarakeppni í dansi: 6 5 pör kepptu til úrslita EINN BILL A MANUÐI I ÁSKRIFTARGETRAUN J A FULLRI FERÐ! . OG SIMINN ER 63 27 Dansráð íslands gekkst íyrir skömmu fyrir íslands- meistarakeppni í svoköll- uðu fijálsu formi, í bæði standard og latin-dönsum, og tóku alls 65 pör þátt. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði og var keppt í þremur aldursflokk- um, 12-15 ára, 16-18 ára og 19 ára og eldri auk þess sem keppt var í flokki atvinnu- manna. Þau Davíð Arnar Einars- son og Jóhanna Ella Jóns- dóttir urðu íslandsmeistar- ar í flokki 12-15 ára, þau Ólafur Magnús Guðnason og íris Anna Steinarsdóttir í flokki 16-18 ára og í flokki 19 ára og eldri urðu þau Víð- ir Stefánsson og Fjóla Rún Þorleifsdóttir íslandsmeist- arar. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgrímsdóttir urðu loks íslandsmeistarar í flokki atvinnumanna. Keppnin tókst í alla staði mjög vel en þar komu fram margir bestu dansarar landsins. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir urðu íslandsmeistarar í flokki atvinnumanna. DV-mynd Hanna 65 ára Afmælishátíð HEÍMDALLAR verður haldin íValhðll laugardagskvöldið 21. mars. Hátíðin hefst klukkan 19.00 en borðhald klukkan 20.00. * Heiðursgestir verða Davíð Oddsson forsætisráðherra & frú Ástríður Thorarensen. Veislustjóri verðttr Davíð Scheving Thorsteinsson. V /llwgi Gunnarsson leikur á púmó, Einar Öm Einarsson flytur einsöng, flingflokkur og borgarstjómarflokkur sjálfstæðismanna í Reykjavík leiða saman hesta sína í spumingakeþþni, Raddbandið syngur nokkur lauflétt lög og gullmerki félagsins verður veitt fyrir frábær störf í júgu Heimdallar. ¥ Ofangreint og Ijúffengur hátíðarmálsverður kosta 2.000 kr. og 1.500 kr, fyrir skólafólk! ____________________Meiming Háskólabíó - Til enda veraldar: ★★ !4 Fjölþjóðaflandur Nýjasta kvikmynd þýska leikstjórans Wim Wenders er byggð á nokkrum hugmyndum sem hann hefur ætlað sér aö nota í kvikmynd árum saman. Með því að tengja þessar hugmyndir saman hefur hann gert úr þriggja tíma kvikmynd með sögu sem spannar hálf- an hnöttinn. Fyrri helmingur myndarinnar er ferðalag um nokkr- ar af stórborgum heimsins árið 1999 þar sem lífsleið ung og frönsk stórborgarkona (Dommartin) eltir dul- cufullan amerískan mann (Hurt) á röndum með hjálp peninga sem hún stal af bankaræningjum og aðstoð Kvikmyndir Gísli Einarsson nútíma mannaveiðara (Vögler). Hún nær honum loks- ins í Ástralíu þar sem seinni helmingur myndarinnar gerist og ástæðan fyrir heimshomaflakkinu kemur endanlega í ljós. Þar sýnir myndin líka loks sinn rétta ht og tilgangur Wenders með einkennilegri sögunni kemur í ljós. Myndin sem var fram að þessu búin að vera bráð- skemmtilegt flakk með skemmtilegum persónum og miklum húmor, snýst upp í grafalvarlega krossferð gegn áhrifamætti ímynda (images), sem söguþráður- inn hefur síðan verið hengdur utan á með misgóðum árangri. Wenders er að vara okkur við því sem hann telur vera sýki ímyndanna þar sem útht og sjónræn túlkun tröhríða öðrum eldri hefðum eins og hinu ritaða máh og innihaldi. Þetta er aht gott og blessað hjá honum en honum mistekst að vefa boðskapinn á sannfærandi hátt inn í söguna. Á endanum þegar ímyndasýkin hefur heltekið leikhópinn er það gert á mjög þvingað- an hátt og í engu samræmi við það sem kom á undan. Það sem átti að vera hápunktur myndarinnar er kraft- laus því áhorfandinn er ekki með á nótunum. Þetta skemmir alveg fyrir seinni helmingi myndarinnar, sem er langdreginn og stendur engan veginn undir sér. Fyrri helmingurinn er hins vegar afbragð. Heims- homaflakk aðalpersónanna er skrítið og skemmtiiegt og frábær tónhst undir því. Framtíðarsýn Wenders er Wiliam Hurt og Solveig Dommartin, heimshornaflakk- arar i nýjustu mynd Wim Wenders. jákvæð þrátt fyrir allt og gegnsýrð af tækni; sérstak- lega af sjónrænu gerðinni. Persónurnar eru að vísu ekki mjög djúpar og fá ekki að njóta sín þrátt fyrir alþjóðlegan stórleikhóp en þær eru nægilega skemmti- legar th að halda manni við efnið. Hinn þýski Vögler slær í gegn sem mannaveiðarinn með geggjuðu tölvu- forritin og endalausu fimmaurabrandarana. Vandi myndarinnar felst í því að Wenders ætlar að segja of margar sögur í einu og margar þeirra kafna í látunum. Það er engin undra því fyrsta óstytta út- gáfa myndarinnar var um átta klukkutímar og þaö er möguleiki að fimm tíma útgáfa komi út á videoi. Því fer þó fjarri að Tii enda veraldar sé ekki þess virði aö kíkja á, sérstaklega fyrir þá sem kunna að meta öðruvisi myndir. En þeir verða fyrir vonbrigðum sem búast við einhveiju í líkingu við Paris, Texas eða Him- in yflr Berhn, frægustu myndir Wenders. Until the End of the World (þýsk/lrönsk/áströlsk - 1991) 178 min. Handrit: Peter Cary, Wim Wenders. Saga: Wenders, Solveg Dommartin. Leikstjórn: Wenders. Leikarar: William Hurt (I Love You to Death), Solveg Dommartin (Wings of Desire), Sam Neill (Dead Calm), Max Von Sydow (Pelle, Kiss Before Dying), Rudiger Vögler, Ernie Dingo, Jeanne Moreau (Nikita). 777 hamingju ! ÚRSLIT í SPRELLLIFANDI MINNINGUM1992 Nú liggja fyrir úrslit í Sprelllifandi minningum. Mörg hundruð þátttakendur sendu minningarbrot í formi Ijósmynda, teikninga, Ijóða, myndbanda, frásagna og laga. Sérstök dómnefnd valdi 7 bestu sendingarnar og fá höfundar þeirra ferð fyrir sig og sína með Samvinnuferðum - Landsýn. Einnig voru dregin út 6 verðlaun úr öllu innsendu efni; 3 ferðavinningar og að auki 3 Hitachi vinningar frá Johan Rönning hf. VERÐLAUNAHOPURINN 1992 Verðlaun frá Hitachi umboðinu, Johan Rönning hf: Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, Reykjavík - Ijósmynd og saga. Sædís Guðmundsdóttir, Vogum - Ijósmynd. Þorvaldur og Þórður Ólafssynir, Reykjavík - teikningar. Verðlaunfrá Samvinnuferðum - Landsýn: Ásdís B. Rögnvaldsdóttir, Garðabæ-ferðaþula. Dagný Tryggvadóttir, Reykjavík - ferðasaga. Gunnar Kr. Arnason, Kópavogi - myndband. Jarþrúður Þórhallsdóttir, Reykjavík - Ijósmyndir. Jón Vigfússon, Hafnarfirði - Ijósmyndir. Jón G. Sigurjónsson, Reykjavík- myndband. Jóna Hallgrímsdóttir, Stöðvarfirði - Ijósmyndir og bréf. Þórunn Sigurðardóttir, Keflavík — vísur. Tveir vinningshafar óskuðu eftir því af persónulegum ástæðum að nöfn þeirra yrðu ekki birt. Verðlaunin frá Samvinnuferðum - Landsýn er ferð í leiguflugi á einn af dvalarstöðum SL í sumar. Vinningurinn gildir fyrir viðkomandi, maka og börn. Ef um barn er að ræða gildir vinningurinn einnig fyrir, foreldra þess og systkini. ‘"'Ulil'fliíili Sdmi/iiiiiiiferúir-Laiiilsýn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Simbréf 96 - 2 40 87

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.