Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. Afmæli Haukur Gíslason Haukur Gíslason hárskeri, Garða- vík 3, Borgarnesi, er sextugur í dag. Starfsferill Haukur fæddist á Flateyri og ólst þar upp fyrstu sex árin en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavík- ur og ári síðar til Vestmannaeyja þar sem hann var hjá foðurfólki sínu. Hann hóf hárskeranám hjá Þórði rakara í Vestmannaeyjum en lauk því í Reykjavík 1957. Þá stund- aði hann hljóðfæranám við Tónhst- arskólann í Reykjavík og síðan við tónmenntakennaradeild sama skóla þar sem hann útskrifaðist 1961. Þá lauk hann stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands 1987. Haukur flutti til Borgarness 1961 þar sem hann kenndi nokkur ár við Barna- og miðskólann. Þá stofnsetti hann rakarastofu í Borgamesi sem hann rekur enn. Haukur hefur starfað með ýmsum danshljóm- sveitum í Vestmannaeyjum, Reykja- vík og í Borgarnesi. Hann er félagi í Lionsklúbbi Borgarness og var m.a. formaður klúbbsins 1980-81. Fjölskylda Haukur kvæntist 18.11.1978 Hönnu Þ. Samúelsdóttur, f. 22.3. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Samúels Kristjánssonar, sjómanns í Reykjavík, nú látinn, og Margrétar Hannesdóttur húsmóður. Haukur var áður kvæntur Ursulu Hauth og eignuðust þau þijú börn. Þau era: Bryndís Gertrud, f. 21.11. 1958, gift Ólafi Gunnarssyni bif- reiðastjóra og eiga þau tvö börn; Sigríður Elín, f. 21.4.1962, gift Jóni V. Gunnarssyni, starfsmanni hjá SKÝRR, og eiga þau tvö böm; Gísh Friðrik, f. 8.3.1965, fráskhinn, ogá hanntvö börn. Systir Hauks er Soffia, f. 25.3.1936, búsett í Kanada og á hún sex böm. Hanna Þ. Samúelsdóttir Hanna Þóranna Samúelsdóttir hús- móðir, Garðavík 3, Borgamesi, verðursextugnk. sunnudag. Fjölskylda Hanna er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var nokkur sumur í sveit hjá afa sínum og ömmu að Núpsstað í V-Skaftafehssýslu. Hanna flutti til Borgarness árið 1960 og hefur búið þar nær óslitið síðan. Fyrri maður Hönnu var Hreggvið- ur Guðgeirsson, f. 10.1.1931, tré- smiður, þau skildu. Hanna giftist 18.11.1978 seinni manni sínum, Hauki Gíslasyni, f. 20.3.1932, hár- skera. Foreldrar hans: Gísli Jó- hannsson, látinn, múrarameistari, og Stefanía Erhngsdóttir, húsfreyja, en hún er búsett í Kanada. Böm Hönnu og Hreggviðs Guð- geirssonar: Samúel Smári, f. 20.7. 1952, starfsm. Fasteignamats ríkis- ins á Suðurlandi, maki Sigríður Jó- hannsdóttir hjúkrunarfræöingur, þau eiga þrjú böm; Ólafur Magnús, f. 23.2.1957, trésmiður, hann á þrjú böm; Guðgeir Veigar, f. 6.10.1964, trésmiður, maki Sigrún Gestsdóttir, þau eiga eitt bam; Margrét Dögg, f. 22.6.1964, dagmamma, hún á tvö böm. Systkini Hönnu: Jón Valur, f. 21.8. 1933, bifreiðastjóri, maki Lovísa Gunnarsdóttir, þau eiga þrjú börn; Elsa, f. 23.11.1935, hennar maður var Hreinn Ámason, þau skildu, þau eiga þrjú böm; Auður Helga, f. 20.12.1941, maki Sverrir Lúthers- son, verkamaður, þau eiga fimm böm; Margrét, f. 11.3.1944, maki Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræð- ingur, þau eiga þrjú böm. Foreldrar Hönnu: Samúel Krist- jánsson, f. 8.10.1899, d. 24.7.1965, sjómaður, og Margrét Hannesdóttir, f. 15.7.1904, húsmóðir, en þau bjuggu í Reykjavík og þar býr Hanna Þóranna Samúelsdóttir Margrét enn. Hanna og maður hennar, Haukur Gíslason, sem á afmæh í dag, taka á móti gestum í Félagsbæ í Borgar- nesi laugardaginn 21.3 kl. 15-18. Andlát r Óli Ólafsson Sigurður Óh Olaisson, fyrrv. alþing- ismaður og kaupmaður, Fossheiði 34, Selfossi, lést í Ljósheimum 15.3. sl. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 21.3. klukkan 13.30. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni klukkan 12.00. Starfsferill Sigurður Óli fæddist í Neistakoti áEyrarbakka7.10.1896ogólstupp á Eyrarbakka. Hann stundaði öll almenn störf, reri margar vertíðir á árabátum og mótorbátum og kenndi við bamaskólann á Eyrarbakka tvo vetur. Hann var einn af fyrstu bíl- stjórum Suðurlands, tók bílpróf 1919, keypti bíl ári síðar og stundaði akstur á Eyrarbakka. Sigurður Óh flutti á Selfoss 1927. Hann stofnaði þar verslun með tengdafoður sínum og Júhusi Guð- mundssyni 1928 og veitti henni for- stöðu th 1964 en stundaði síðan verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík. Hann var því einn af landnámsmönnum Selfoss cg átti drjúgan skerf í því að móta hina nýju byggð fyrstu áratugina. Sigurður Óh var alþingismaður Ámessýslu og síðan Suðurlands 1951-67 og forseti efri deildar 1959-67. Hann var hreppsnefndar- maður Sandvíkurhrepps og sýslu- nefndarmaður 1938-47, sat í hrepps- nefnd Selfosshrepps 1947-62, var fyrsti oddviti hreppsins 1947-55 og var sýslunefndarmaður hreppsins 1947-58. Þá var hann formaður sam- bands sjálfstæðisfélaganna í sýsl- unni, var formaður skólanefndar Héraðsskólans á Laugarvatni 1951-67, formaður sjúkrahúsnefnd- ar Suðurlands og Þorlákshafnar- nefndarinnar. Hann var meðal stofnenda Meitílsins hf. og átti sæti í fyrstu stjórn hans. Þá var hann endurskoðandi ríkisreikninga 1963-67. Fjölskylda Sigurður Óh kvæntist 10.10.1925 Kristínu Guðmundsdóttur, f. 8.2. 1904, húsmóður en foreldrar hennar vom Guðmundur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri Heklu á Eyrar- bakka og síðar kaupmaður á Sel- fossi, og kona hans, Ragnheiður Lárasdóttir Blöndal. Sigurður Óh og Kristín eignuðust fjórar dætur: Þorbjörg, f. 24.3.1927, húsmóðir á Selfossi, gift Kolbeini I. Kristinssyni framkvæmdastjóra og eiga þau einn son, Sigurð Kristin; Ragnheiður, f. 3.5.1929, dó í frum- bernsku; Sigríður, f. 18.3.1931, dó í bernsku; Sigríður Ragna, f. 25.9. 1943, dagskrárgerðarstjóri bama- efnis hjá ríkissjónvarpinu, gift Há- koni Ólafssyni forstjóra og eiga þau þrjú böm, Kristínu Mörthu, Sigurð Óla og Hrefnu Þorbjörgu. Systkini Sigurðar Óla: Sigurgeir, f. 21.8.1898, f. 15.6.1910; Hans Jörg- en, f. 17.2.1900, verslunarmaður á Selfossi, nú látinn; Sigríður Guð- munda, f. 28.9.1902, var húsmóðir á Eyrarbakka; Arihus, f. 20.4.1904, d. 6.9.1949, endurskoðandi í Reykja- vík; Guðmundur Geir, f. 22.8.1911, kaupmaður á Selfossi; Gíshna Margrét, f. 22.8.1911, húsmóðir í Garðabæ. Foreldrar Sigurðar vora Ólafur Sigurðsson, f. 7.11.1869, d. 6.4.1950, b. og söðlasmiður í Naustakoti á Eyrarbakka, og kona hans, Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 7.8.1873, d. 18.2. 1940, húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Sigurðar, snikk- Siguróur Óli Ólafsson ara á Syðri-Steinsmýri og á Breiða- bólsstað, Sigurðssonar, b. á Ein- túnahálsi, Jónssonar, b. á Fossi á Síöu, bróöur Nikulásar, langafa Sveins í Völundi, afa Haralds, fram- kvæmdastjóra Morgunblaðsins, Leifs lögfræðings og Sveins verk- fræðings Sveinssona. Móðir Ólafs söðlasmiðs var Gyðríður Ólafsdótt- ir, b. á Syðri-Steinsmýri, Ólafssonar. Móðir Gyðríðar var Margrét Giss- urar, b. á Rofabæ, Jónssonar. Þorbjörg var systir Svanhhdar, móður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups. Þorbjörg var dóttir Sigurðar, b. og formanns í Nausta- koti á Eyrarbakka, Teitssonar. Móð- ir Sigurðar var Guðrún, systir Ólaf- ar, langömmu Jóns, föður Hannesar Jónssonar sendiherra. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölf- usi, Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar. Móðir Guðrún- ar var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þorkels, langafa Salome Þorkels- dóttur alþingisforseta. Hálfsystkini Hauks, samfeðra, era Sigurður, f. 8.8.1953, dehdarstjóri hjá Þýsk-íslenska, kvæntur Frið- leifu Valtýsdóttur og eiga þau þijú börn; Ehy, f. 24.8.1945, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Gísla Einars- syni og eiga þau þrjú börn; Jó- hanna, f. 14.6.1951, húsmóðirí Vest- mannaeyjum, gift Ágústi Birgissyni og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Hauks: Gísh Friörik Jóhannsson, f. 21.1.1909, d. 4.11. 1980, múrari í Reykjavík, og Stefanía Erhngsdóttir, f. 25.4.1910, húsmóðir íKanada. Foreldrar Hauks skhdu 1939 og Haukur Gislason. flutti móðir hans til Kanada þar sem hún er gift Guðmundi Eyjólfssyni, fyrrv. skólastjóra í Vancouver. Haukur og kona hans, Hanna, sem á afmæh eftir tvo daga, taka á móti gestum í Félagsbæ í Borgarnesi, laugardaginn 21.3. klukkan 15.00- 18.00. Til hamingjíi með afmælið 20. mars Sigurlaug Sigurðardóttir, Ási 2, Akureyri. Guðrún Diðriksdóttir (á afmæli 21.3), Dvalarheirnilinu Höföa, Akranesi. Hún tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn á heimih dóttur sinnar og tengdasonur, Esjubraut 15 á Akra- nesi.eftirkl. 15. 80ára Sigurður Þorbjörnsson, Hjailavegi 33, Reykjavík. Hanneraðheiman. Omar Steindórsson, Baugholti 9, Keflavik. Anna Magnúsdóttir, Efstasundi 4, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Engjaseh 85, Reykjavík. Sigurður Ingi Sigmarsson, Vatnsendabletti 227, Kópavogi. Ásta Vaidemarsdóttir, Einarsnesi 10, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sal Iðn- aöarhússins við Hallveigarstíg 1 í Reykjavik sunnudagmn 29.3. kl. 17-19. Ásta er stödd erlendis á af- mæhsdaginn. Anna Sigríður Bjarnadóttir, Þrastamesi 9, Garðabæ. Guðmunda Jóhannsdóttir, Hrannargötu 8, ísafirði. Þórhahur Björgvinsson, Útgarði6, Egilsstöðuin. 60 ára Sigfús Andrésson, St. Breiöavhjáleigu, Eskifiröi. Magnea Kristjánsdóttir, Þverbrekku 2, Kópavogi. JónasGuðbjörnsson, Kleppsvegi 132, Reykjavík. Guðmundur Karlsson, Grófinni 1, Reykjavík. Bozena Mikolajozak, Sólvöhum 2, Grundarfirði. Ágústína HaUdórsdóttir, Austurbraut 2, Höfn í Hornafirði. Jónas Hrólfsson, Kistum, Þverárhreppi. Guðlaug A. Sigurfmnsdóttir, Nökkvavogi 3, Reykíavik. Jenný Dayet Gíslason, Fagurhóh 2, Grundarfirði. Jónina Ásmundsdóttir. Geitlandi 4, Reykjavík, PéturÞ. Kristjánsson, Borgarholtsbraut 66, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn á Hótel íslandi, norðursal, kí.20-22. Hjallabraut 17, Hafnarfirði. Konráð Þórisson, Blesugróf 17, Reykjavík. GústafB. Pálsson, Hörgsdal 1, SkaftárhreppL Þorsteinn Guðlaugsson, Ölvaldsstöðum 4, Borgarhreppi. ívar EgUl Bjarnason, Safamýri 63, Reykjavík. Haukur Harðarson, Álfheimum 20, Reykjavík. ■Finnur Gísh Garðarsson, Tómasarhaga22, Reykjavík. Kjartan Guðmundur Magnússon, Bogahlíð 18, Reykjavík. Svavar Bjömsson Svavar Björnsson kaupmaður, Grenimel 43, Reykjavík, er sextugur ídag. Starfsferill Svavar er fæddur á Höfn í Hom- firði og ólst upp á þeim slóðum. Svavar flutti th Reykjavíkur 1944 og var við nám í rafvirkjun hjá Johan Rönning 1948-52. Hann fékk meistara- réttindi 1956 og starfaði sem rafverk- taki í Reykj avík í nokkur ár. Svavar stofnaði byggingavöru- verslunina Húsið árið 1961 og hefur rekið hana síðan. Fjölskylda Svavar kvæntist 9.10.1954 Ásu Kristinsdóttur, f. 7.1.1932, húsfreyju og skrifstofumanni. Foreldrar hennar: Kristinn J. Guðnason kaup- maður og Ástríður S. Sigurðardóttir húsfreyja. Böm Svavars og Ásu: Ásta, f. 19.1. 1955, cand. mag. í íslenskri mál- fræði, maki Tómas R. Einarsson, tónhstarmaður, þau eiga tvær dæt- ur, Kristínu Svövu og Astríði; Sig- rún, f. 25.2.1958, heimspekingur; Kristín, f. 1.7.1959, líffræðingur; Bjöm Þór, f. 30.8.1962, BA í málvís- Svavar Björnsson indum. Systkini Svavars: Guömundur, f. 30.5.1924; Kristín, f. 9.8.1927; Hrefna, f. 3.12.1930. Hálfbróöir Svavars, sammæðra, er Ásgrímur Sveinsson, f. 19.8.1914. Foreldrar Svavars vora Bjöm Guðmundsson, f. 18.7.1894, d. 24.4. 1972, forstjóri, og Bergný K. Magn- úsdóttir, f. 11.8.1892, d. 20.12.1980, húsfreyja. Svavar tekur á móti gestum á heimih sínu á afmæhsdaginn kl. 17-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.