Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 Fri heimsending á pitsum á höfuðborgarsvæðinu. 12", kr. 485, hvert álegg aðeins 95 kr. 14", kr. 565, hvert álegg aðeins 120 kr. Opið kl. 17-23.30 öll kvöld. Næturþjónusta um helgar til kl. 05. Opið alla laugar- og sunnud. frá kl. 11. Express (Bónus) pizza, Álflieimum 6, s. 678867. Sjáum um saumaskapinn. Ódýr efni og ýmis annar varningur. Hverfisgata 72, sími 91-25522. ■ Verslun Dráttarbeisli, kerrur. Ódýru ensku dráttarbeislin á flestar gerðir bíla. Samþykkt af Bifreiðaskoðun íslands. Ásetning á staðnum, ijósatenging á dráttarbeisli og kerrur, allar gerðir af kerrum og vögnum, allir hlutir í kerrur, kerruhásingar með eða án bremsa. Áratuga reynsla. Póstsend- um. Opið alla laugardaga. Víkurvagn- ar, Dalbrekku 24, s. 43911 og 45270. t« u»'. IVÍMii hnun ;>)>. Otto pöntunarlistinn er kominn. Sumartískan. Stærðir fyrir alla. Yfir 1200 blaðsíður. Þýskar gæðavörur. Verðkr. 400 + bgj. Pöntunars. 666375. SACHEN Tölvuleikir. Sami leikurinn passar f/Nintendo læstar/ólæstar, Redstone, Crazy boy, Nasa o.fl., vorum að fá yfir 20 nýja leiki. Hringið í s. 91-679775 allan sól- arhr. og fáið sendan litaþækling. Sendum í póstkr. SACHEN á íslandi. Ódýrar Bianca baðinnréttingar. Mikið úrval baðinnréttinga. Afgreiðum samdægurs. •Poulsen, Suðurlandsbraut 10, sími 91-686499. Það er staðreynd að vörurnar frá okk- ur gera þér kleift að auðga kynlíf þitt og gera það meira spennandi og yndis- legra. Troðfull búð af alls konar spennandi hjálpartækj um ástarlífsins, f/dömur og herra, o.m.fl. Ath. ailar póstkr. dulnefndar. Erum á Grundar- stíg 2 (Spítalastígsmegin). S. 91-14448, opið 10-18 virka daga, 10-14 laugard. ■ Bílar til sölu Einstakt tækifæri. Vegna flutnings er til sölu Renault Campus, árg. ’88, svartur, ekinn 52 þús. km, ný vetrar- dekk, einstaklega fallegur og vel með farinn bíll. Selst gegn staðgreiðslu á aðeins 369.999. Uppl. í síma 91-72762 og 91-676408. Glæsilegar tveggja hesta kerrur á lag- er. Framleiðum allar gerðir vagna eft- ir pöntunum, föst verðtilboð. Guð- mundur Jónsson, Vesturvör 7, sími 642195 og heimasími 46194. Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, s. 91-671130,91-667418 og 985-36270. Bronco ’77, 8 cyl. 351 cc Windsor, sjálf- skiptur, læst drif framan og aftan, 4 tonna spil, 3 bensíntankar, topplúga o.fl. o.fl. Jeppaskoðaður ’93. Oppl. í símum 91-30262 og 985-36292. Loksins. Willys CJ 7, arg. 84, ek. 64 þús. mílur, nospin aftan, 4:56 drif, 36" dekk, álfelgur, Rancho íjaðr- ir, vél 258 (6 cyl.), nýjar flækjur, 3,6 t. spil. Glæsilegt eintak!! Skipti á ódýr- ari. Uppl. í síma 91-653436 eða 91-53455. Rúnar. Willys Wrangler Laredo, árg. '89, til sölu, 6 cyl., ekinn 29 þús. mílur, einn með öllu. Verð kr. 1.530.000 stað- greitt, ath. skipti á ódýrari. Upplýs- ingar veitir Bílabankinn, Stórhöfða, sími 91-673232. Opið frá kl. 10-22. MMC L-300 4WD, árg. ’88, til sölu, ekinn 82 þús. km. Upplýsingar í síma 91-685554 frá kl. 9 17 virka daga. Upplýsingar gefa Kristján eða Björn. Til sölu Toyota Hilux ’89, ek. 18 þús., mílur, vínrauður. Mjög gott eintak. Sérskoðaður og skoðaður ’93. Verð 1550 þús. eða 1300 þús., staðgreitt. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. gefur Magnús í síma 91-33070 á daginn eða 91-657869 á kvöldin. Volvo FL 10 ’86 til sölu, 6 hjóla, með 7,3 m flutningakassa, einnig beislis- vagn, 7,5 m, með gámafestingum, enn- fremur vél, gírkassi o.fl. úr Scania 80 super. Símar 97-81577 og 97-81088. Montero, árg. ’84, ekinn 85 þúsund mílur, skipti á ódýrari koma til greina, verð 650 þúsund, góður staðgreiðslu- afsláttur. Upplýsingar í síma 91-671087 eftir kl. 18. Dodge Caravan SE, árg. 1986, 7 manna. Einn með öllu. Upplýsingar á Bílasölu Brynleifs, sími 92-14888. Honda Civic 1300' '90, ekinn 26 þús., útv./segulb. Toppbíll. Upplýsingar á Bílasölunni Bliki, Skeifunni 8, símar 91-686477 og 91-687177. Honda Civic 1600 GTi, 16 v„ árg. ’88, til sölu, ekinn 52.000 km. Uppl. í síma 91-14779 eða 91-33517. Andlát Óli Sverrir Þorvaldsson Óli Sverrir Þorvaldsson blaðasali, til heimilis að Bogahhð 17, Reykja- vik, lést 13.3. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, fóstudaginn 20.3., klukkan 10.30. Starfsferill Óhfæddistí Reykjavík3.3.1923 og ólst þar upp. Hann bjó fyrst á Laufásvegi 20 en missti ungur móð- ur sína og fór þá í fóstur til hjón- anna Jónínu Þórðardóttur og Ög- mundar Þorkelssonar að Bergstaða- stræti 30. Hjá þeim bjó Óli í tuttugu ár en bjó síðan í Hhðunum hjá syst- ur sinni sl. sautján ár. Óh hóf dagblaðasölu á unghngsár- unum og stundaði hana síðan. Er hann hætti störfum vegna veikinda fyrir þremur árum hafði hann selt dagblöð í miðbæ Reykjavíkur í rúma hálfa öld. Starfsmenn og eig- endur DV sjá nú á bak góðum sam- starfsmanni sem rækti störf sína af alúð og skyldurækni. Fjölskylda Systkini Óla eru Kristján Bjöm, f. 30.5.1921, stórkaupmaður í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Eyj- ólfsdóttur húsmóður og eiga þau sex böm; Guðrún, f. 30.5.1921, sem lengi hefur starfrækt fótsnyrtistofu í Reykjavík, ekkja eftir Hjálmar Jónsson kaupsýslumann. Hálfsyst- ur Óla eru Amdís, f. 23.3.1924, hús- móðir í Reykjavík, gift Hauki Bene- diktssyni, fyrrv. framkvæmdastjóra Borgarspítalans, og eiga þau fimm böm; Björg Hafsteins, f. 6.8.1928, húsmóðir í Reykjavík og ekkja eftir Eðvald Eyjólfsson skipstjóra og eru böm þeirra fjögur. Foreldrar Öla voru Þorvaldur Ás- geir Kristjánsson, f. 10.10.1900, d. 6.3.1976, málarameistari í Reykja- vik, og Björg Sigvaldadóttir, f. 2.9.1893, d. 1937, húsmóðir. Ætt Þorvaldur var sonur Kristjáns Bemdsen, verslunarmanns í Reykjavík. Móðir Þorvalds var Guðríður, systir Sigriðar, langömmu Jóns L. Árnasonar stór- meistara. Guðríður var dóttir Þor- valds, prests á Hjaltabakka, bróður Meiming Háskólakórinn 20 ára Um þessar mundir heldur Háskólakórinn upp á tuttugu ára starfsaf- mæh og af því tilefni stendur kórinn fyrir þrennum tónleikum. S.l. mið- vikudagskvöld voru á vegum kórsins tónleikar þar sem flutt voru verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson en hann var um skeið stjórnandi kórsins. Núverandi stjómandi er Ferenc Utassy en þess utan voru flytjendur á tónleikunum Rúnar Óskarsson, klarínett, Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanó, Gunnar Guðnason, baríton, Kolbeinn Bjamason, flauta, Páll Ey- jólfsson, gítar, Örn Magnússon, píanó, Tenórklíkan og Valdi, Hanna Dóra Sturludóttir, sópran, og Amar Jónsson leikari. Hjálmar kynnti sjálfur dagskrána. Auk þess ritar hann í efnisskrá Tónlist Finnur Torfi Stefánsson ýmsar hugleiðingar um listina og þarf það ekki að fara fram hjá neinum að Hjálmar er þenkjandi listamaður sem ekki vih ganga hugsunarlaust um sah listarinnar. Hann spyr meðal annars um thgang hstarinnar og hefur vantrú á að lögmál og sannanir veid bitastæða fræðslu um þá hluti. Svör Hjálmars við þessum spurningum mátti ef til vill finna í verkefnav- alinu á tónleikunum því að það var lagahöfundurinn Hjálmar sem áheyr- endur kynntust þar. Ög það er aðlaðandi maður, vandvirkur, smekklegur og umfram aht einlægur. Tónleikarnir hófust á sérlega vel gerðum þjóðla- gaútsetningum í flutningi kórsins. Þeim lauk á kórverki við ljóö Hannes- ar Hafsteins um Skarphéðin í brennunni. Þar inn á milli komu verk af ýmsu tagi. Fyrirferðarmest voru sönglög, þar á meðal lög sem samin voru við leikritið Pétur Gautur. Hins vegar var efnisríkasta verkið prelúd- íur fyrir píanó og voru fluttar tvær af fimm. Flutningur verkanna var mjög vel af hendi leystur. Það er til þess takandi hve Háskólakórinn er nákvæmur og hefur mikla snerpu í hljóðfalli og mættu aörir læra af. Á stjórnandinn, Ferenc Utassy, áreiðanlega sinn þátt í því. Meðal þess sem einnig var áberandi gott má nefna píanóleik Arnar Magnússonar, klarí- nettuleik Rúnars Óskarssonar og söng Hönnu Dóru Sturludóttur. Þá var mjög gaman að heyra upplestur Arnar Jónssonar. Þetta voru skemmtheg- ir tónleikar. Óli Sverrir Þorvaldsson Kristínar, langömmu Matthíasar Johannessen, skálds og Morgun- blaðsritstjóra. Þorvaldur á Hjalta- bakka var sonur Ásgeirs, b. og dbrm. á Lambastöðum, Finnboga- sonar, bróður Jakobs, prests í Stein- nesi, langafa Vigdísar forseta. Móðir Þorvalds var Guðríður, systir Þur- íðar í Steinnesi, langömmu Vigdísar forseta. Guðríður var dóttir Þor- valds, prests og skálds í Holti undir Eyjaijöllum, Böðvarssonar, prests í Holtaþingum, Högnasonar, „presta- föður“ og prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móðir -Guðríðar var Hansína Þorgríms- dóttir, prests í Þingmúla, Arnórs- sonar. Móðir Þorgríms var Margrét Björnsdóttir, systir Kristínar, móð- ur Sigríður Þorvaldsdóttur. Móðir Hansínu var Guðrún Pétursdóttir, b. í Engey, Guðmundssonar, langafa Guðrúnar, móður Bjama Bene- diktssonar forsætisráðherra, föður Björns alþingismanns Björg var dóthr Sigvalda, hús- manns í Dæh í Fljótum, Gunniaugs- sonar, b. í Hólakoti í Ólafsfirði, Jónssonar, b. á Syðri-Á í Ólafsfirði, Björnssonar. Móðir Sigvaldavar Sigríður Sigurðardóttir, b. á Ósi í Möðruvallaklausturssókn, Sigfús- sonar. Móðir Sigríðar var Hahdóra Jónsdóttir, b. í Hvammi, Jónssonar. Móðir Bjargar var Guðrún Kristín GuðnýMárusdóttir, b. í Dæh, Már- ussonar, og konu hans, Bjargar Lilju Guðmundsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.