Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. 25 num þrátt fyrir að vera tekinn föstum tökum af varnarmönnum Hoilendinga. Simamynd/Reuter Alfreð ekki með í B-keppninni: Júlíus leikur næstu 5 leiki - Tekur landsliðið fram yfir Bidasoa Steön Kristjánsson, DV, Linz: „Það er gaman að vera kominn til liðs við strákana. Forráðamenn Bid- asoa vilja að ég verði kominn aftur til Spánar þann 26. mars til að spila leik með Bidasoa sem er 28. mars. En ég ætla mér að spila síðasta leik- inn með íslenska liðinu í milliriðlun- um þann 27. mars, sama hvaö for- ráðamenn Bidasoa segja," sagði Júl- íus Jónasson í samtali við DV í gær- kvöldi. Eins og greint var frá í DV í gær setti Bidasoa Júlíusi það skilyrði að hann yröi að vera kominn aftur til Spánar þann 26. mars og hefur þessi ffamkoma félagsins vakið mikla reiöi og furðu á meðal forystumanna landshösins hér í Linz. - Nú hafa forráðamenn Bidasoa leikið þennan leik áður. Hvað kemur til nú að þú ætlar að gefa forráða- mönnum liðsins langt nef. „Ég er mættur hingað til Austur- ríkis og mér finnst það bara fárán- legt að þeir skuli vera að banna mér að vera hér einum degi lengur til að ég geti mætt á æfingu hjá Bidasoa þann 27. mars þegar síðasti leikurinn í milliriðlunum fer fram hér. Ég get ekki skihð af hverju þeir eru að banna mér að spila þennan mikil- væga leik.“ - En hvað um síðasta leik íslands í B-keppninni, leikinn um sæti sunnudaginn 29. mars. SpUar þú með þá. „Það verður bara að koma í ljós hvernig staðan verður þá. Ég verð að spUa þennan leik á Spáni 28. mars. Staða okkar í úrsUtakeppninni á Spáni er þannig að ég skil ekki þessa framkomu hjá Bidasoa," sagði Júl- íus. Þorbergur Aðalsteinsson sagði í samtali við DV í gærkvöldi að það væri öruggt að Júlíus myndi spUa næstu fimm leiki íslenska Uösins en síðan yrði það metið fyrir leikinn um sæti hvort JúUus kæmi í lokaleikinn. Þorbergur sagði ennfremur að nú væri endanlega ljóst að Alfreð Gísla- son léki ekki í þessari B-keppni. „Forráðamenn Bidsoa brjóta allar reglur“ Jón Hjaltalín Magnússon kom hing- að tíl Linz skömmu fyrir leik íslands gegn HoUandi. Hann er ekki mjög ánægður með framkomu Bidasoa í garð Júlíusar. „Spánska félagið brýt- ur allar samskiptareglur sem í gUdi eru í handknattleiknum og fram- koma þeirra er alveg furðuleg. Þetta mál verður skoðað og vonandi mun Júlíus styrkja íslenska Uðið hér í B-keppninni. Stefán Kristjánsson íþróttafréttamaður DV skrifar frá Austurríki »/ i og frábær byrjun í B-keppninni: byrjun jllandi, 30-20. Bergsveinn varði 18 skot Austurrískir og tékkneskir dómarar Austurrískir dómarar dæmdu leik ís- lands og HoUands í gærkvöldi og var leikurinn auðdæmdur. Hitt dómara- parið í riðlinum kemur frá Tékkósló- vakíu. Um 500 áhorfendur fylgdust með leiknum hér í Linz og þar af var um 20 manna hópur frá íslandi sem lét vel í sér heyra úr áhorfendapöUunum. Norðmenn slakir gegn Belgum Norðmenn sigruðu Belga í hinum leiknum í a-riðli í gærkvöldi með 24 mörkum gegn 19. Staðan í leikhléi var 15-7, Noregi í vil, þannig að Belgía vann síðari hálfleikinn, 12-9. Norðmenn voru slakir í leiknum og Belgar sömu- leiðis en þeir sóttu sig þó er Uða tók á leikinn. Ole Gustav Gjækstad var markahæstur Norðmanna í leiknum og skoraöi 13 mörk. Lið Belga er mjög slakt og ætti alls ekki að verða nein hindrun fyrir íslenska Uðið. HoUend- ingar eru til að mynda með mun sterk- ara Uð en Belgar. li málunum um helsti styrktaraðiU landsUðsins í þessari keppni. Þeir Þórður Sigurðsson fararstjóri og Brynjólfur Jónsson, læknir íslenska Uðsins, hófu nú leit að saumakonu hér í Linz og fundu að lok- um gamla konu sem starfar við að breyta gömlum fótum. Hún geröi sér Utið fyrir og spretti Landsbankaauglýs- ingunni af ermum allra búninganna og saumaði hana á buxurnar. Sú gamla bjargaði málunum á síðustu stundu og menn gátu andað léttar. Þórður Sigurðsson fararstjóri - hafði uppi á gamalli saumakonu. Leikið um helgina gegn Belgíu og Noregi: Getum unnið íslendinga með toppleik - segir Alex Jacobs, þjálfari Belgíu Ste&n Kristjánsson, DV, Linz: „Ef við náum toppleik- gegn ís- landi þá tel ég okkur eiga mögu- leika á góðum úrslitum, jafnvel sigri. ísland er hins vegar með sterkasta höið í A-riðhnum og leik- menn Uðsins eru með mikla reynslu. Þetta verður án efa mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Alex Jacobs, landsliðsþjálfari Belga, í samtali við DV í gær. ís- lendingar mæta Belgum hér í Linz á morgun og Norðmönnum á sunnudag. „Ég tel að íslendingar eigi mikla möguleika á að sigra í þessari B- keppni. Mér er þó ekki kunnugt um undirbúning Uðsins fyrir keppnina," sagði Jacobs ennfrem- ur. Hann sagðist nokkuð ánægður með úrsUt í leikjum belgíska landsUðsins fyrir B-keppnina: „Við unnum Sparta Prag frá Tékkósló- vakíu með 3-4 mörkum, gerðum jafntefli og töpuðum með þremur mörkum fyrir Bandaríkjamönn- um,“ sagði Alex Jacobs. Þess má geta að 8000 manns iðka handknatt- leik reglulega í Belgíu. ísland og Belgía hafa leikið 5 landsleiki og jafnoft hefur Island sigrað. Samanlögð markatala í leikjunum er 136-77, íslandi í vil. Síðast léku þjóðimar árið 1987 og þá sigraði ísland, -20-24, í Brussel. „60% líkur á að Island sigri Noreg“ „Það er alltaf erfitt að leika gegn íslandi og ég met stöðuna þannig að möguleikarnir séu frekar ís- lands megin. Ég myndi segja að 60% Ukur væra á að ísland sigri Norg,“ sagði Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs, í samtali við DV í gærkvöldi. „íslenska Uðið lék vel gegn HoUandi í gærkvöldi og sérstaklega var vörn Uðsins góð,“ sagði Petterson og bætti við: „Skrifaðu ekki að ég hafi sagt að það sé öruggt að Noregur vinni ís- land. Mér skUst að það hafi verið haft eftir mér eittlivað svoleiðis í stærsta blaðinu á íslandi en ég hef aldrei sagt þetta og aldrei talað viö blaðamarm þessa blaðs í Noregi." Leikur íslands og Noregs verður 50. landsleikur þjóðanna í hand- knattleik. 25 sinnum hefur ísland sigrað, Norðmenn í 16 leikjum og 8 leikjum hefur lyktað með jafntefU. íþróttir leikinn „Þetta var mjög góður leikur“ „Þetta var mjög góður leUcur hjá strákunum. Það var að visu svo- lítil taugaveiklun í þessu í byrjun en síðan sýndu þeir hvers þeir eru megnugir. Það var kannski smákæruleysi í þessu og skortur á eínbeitingu en þegar á heUdina er Utið var þetta mjög góður leik- ur,“ sagði JúUus Jónasson. Sá holfenski var alveg nióurbrotinn „Við lékum sérstaklega Ula í dag og þetta er versti leikur hoUenska liðsins í heilt ár. Við höfum lagt mjög mikla vinnu í undirbúning fyrir þessa keppni og það var virkUega mUdlvægt fyrir okkur að leika vel í dag. Við gerðurn okkur vonir um að við væram komnir skrefi nær þenn bestu en á síðasta stórmóti en sýndum það ekki í dag,“ sagði Guus Gantel- berg, landsUðsþjálfari Hollend- inga, eftir leikinn og hann var alveg gersamlega niðurbrotinn maður og með tárin í augunum. Gantelberg sagði ennfremur í samtali við DV eftir leíkinn gegn íslandi: „íslenska liðið er mjög sterkt en við gerðum þeim auð- velt fyrir með lélegum leik.“ „Góð byrjun“ „Hollendingar geta ekki annað en leikið betur gegn Norðmönnum og þaö er kostur fyrir okkur. Þetta hlýtm- að vera núkið áfall fyrir HoBendinga. Ég er alveg sáttur viö leik íslenska liðsins. En þetta eru ekki leikirnir sm skipta máli. Það eru leikirnir gegn Noregi, Danmörku og Pól- landi. Það eru leikimir hér sem skipta öllu máli fyrir okkur og það verða viðureigiúr upp á líf og dauða,“ sagði Einar Þorvarð- arson. „íslenskaliðiðfer alla leið í úrslitin“ „Fyrir leikinn gegn íslendingum. gerðum við okkur miklar vonir og vorum búnir að leggja á okur gifurlegan undirbúning, stöðuga vinnu í tvö ár og höfum æft aUa daga aBan þann tíma. Úrslitin voru okkur þvi gífurleg von- brigði," sagði Lambert Schuurs, leikreyndasti leikmaður Hollend- inga (númer 3). „íslenska liðiö er mjög sterkt um þessar mundir og það er ekki spurning í mínum huga að liðiö fer alla leið í úrslitaleikinn. Þetta lið íslands er gífurlega sterkt og líklega jafnsterkt ef ekki sterkara en liðið sem lék 1 Frakklandi í B-keppmnni 1989,“ sagði sá hol- lenski. „VII óska Þorbergi og Einari til hamingju“ „Ég vil byrja á því að óska þjálf- urum islenska liðsins, þeim Þor- bergi Aðalsteinssyni og Einari Þorvaröarsyni, innBega til ham- íngju með þennan glæsilega sig- ur. Þaö sem ég var mest ánægður með var leikgleðin, varnarleikur- inn og markvarslan," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ. eftir leikinn gegn Hollandi. „Sem gömul vítskytta lands- liðsins er ég auövitað óhress með að misnota fjögur víti en það er hægt að bæta. Þetta var; aðeins fyrsti áfanginn af mörgum og þessi fyi’sti leikur gekk vel. Ég hef trú á því að þetta lið eigi eftir að fara alla leið á toppinn," sagði Jón Hjaltalín. „Fann mig strax vel“ „Ég fann mig strax vel í markinu og er sáttur við mína frammi- stööu. Það var gott að byrja raeð þetta góðum sigri og vonandi verður framhaldið í svipuðum dúr,“ sagði Bergsveinn Berg- sveinsson, besti leikmaöur ís- lenska liðsins gegn HoBandi í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.