Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 15. APRlL 1992.
9
Utlönd
Refsiaðgeröir SÞ gegn Líbíu gengu í gildi 1 nótt:
Flugfélag Líbíu
blæs á f lugbann
Framkvæmdastjóri líbíska flugfé-
lagsins sagði í morgun að félagið
áformaði að halda áfram millilanda-
flugi sínu þrátt fyrir að bann Samein-
uðu þjóðanna á öllu flugi til og frá
landinu hafi gengið í gildi í nótt.
„Innanlands- og millilandaflug
okkar verður með eðlilegum hætti í
dag,“ sagði Saleh Sirjani fram-
kvæmdastjóri 4 samtali við Reuters-
fréttastofuna.
Líbísk stjórnvöld brenndu allar
brýr að baki sér í deilunni við Vestur-
lönd þegar refsiaðgerðir Sameinuðu
þjóðanna gengu í gildi í dögun. Þá
rann út frestur sá sem Gaddafi Líbíu-
leiðtoga haíði verið veittur til að
framselja tvo hbíska borgara sem
hafa verið ákærðir í Bretlandi og
Bandaríkjunum fyrir sprengjutil-
ræðið gegn flugvél frá bandaríska
flugfélaginu Pan Am yfir Lockerbie
í Skotlandi í desember 1988. Tvö
hundruð og sjötíu manns fórust í til-
ræðinu, farþegar og áhöfn vélarinn-
ar, svo og fólk á jörðu niðri.
Refsiaðgerðirnar kveða á um að öll
ríki hætti öllu flugi til og frá Líbíu,
stöðvi vopnasölu þangað og fækki í
sendinefndum Líbíu. Refsiaðgerðirn-
ar hafa ekki áhrif á olíusölu Líbíu,
helstu tekjulind landsins.
Með aðgeröunum á að þvinga Líb-
íustjórn til að framselja mennina tvo
og einnig til að taka þátt í rannsókn
á því þegar flugvél frá franska flugfé-
laginu UTA var sprengd í loft upp
yfir Afríkuríkinu Níger í september
1989. Með henni fórust 189 menn.
Samþykkt Öryggisráðsins fyrirskip-
ar Líbíumönnum að veita frönskum
stjórnvöldum aðgang að íjórum
mönnum, þar á meðal mági Gaddaf-
is, sem grunaðir eru um að vera við-
riðnir sprenginguna í frönsku flug-
vélinni.
Þegar refsiaðgerðirnar tóku gildi
voru götur Tripolí, höfuðborgar Líb-
íu, nánast mannlausar. í gærkvöldi
tóku hundruð Líbíumanna þátt í
mótmælaaðgerðum gegn Öryggis-
ráði SÞ sem hafnaði boði Gaddafis á
síðustu stundu um að mennirnir
yrðu framseldir til Möltu.
Bílstjóri, sem var einn á ferð um
götur Trípolí, var spurður hvað hon-
um fyndist um refsiaðgerðirnar.
„Það skiptir ekki máh hvað mér
finnst. Það eina sem skiptir máU er
hvað Bush finnst."
Embættismaður, sem var vakinn í
morgun, sagði að vopnasölu- og flug-
bannið mundi ekki hafa nein áhrif.
Reuter
Umhverfisráöstefnan í Ríó:
Bandaríkin
gefa sig ekki
ÓUklegt er talið að bandarísk
stjórnvöld muni faUast á samkomu-
lag um að draga úr gróðarhúsaáhrif-
unum svokölluðu á umhverfisráð-
stefnu Sameinuðu þjóöanna í Rio de
Janeiro í júní vegna þess að enn er
mörgum spurningum um loftslags-
breytingar ósvarað.
„Síðastliðin tvö ár hafa kennt okk-
ur að vera ekki of viss þegar lofts-
lagsbreytingar eru annars vegar,“
sagði Teresa Gorman, háttsettur
embættismaður í Hvíta húsinu í
Washington.
Bandarísk stjórnvöld hafa verið
helsta ljónið í veginum í samninga-
viðræðunum um samkomulag tU að
draga úr gróðurhúsaáhrifunum sem
þjóðaleiðtogar heimsins vonast til að
undirrita í Ríó. Þau segjast ekki
munu undirrita samkomulag sem
kveður á um að árið 2000 verði losun
koltvísýrings út í andrúmsloftið
komin niður á sama stig og hún var
1990 þar sem slíkt muni draga úr
vexti og viðgangi efnahagslífsins.
Bandarísk iðnfyrirtæki eru mjög
háð jarðefnaeldsneyti sem gefa af sér
koltvísýring en hann er talinn stuðla
að gróðurhúsaáhrifunum.
Gorman sagði að ríki sem hefðu
fallist á að draga úr losun koltvísýr-
ings hefðu ekki sýnt fram á hvernig
þau ætluðu að ná settum markmið-
um. Hún sagði að stjórn sín vonaði
að ráðstefnan yrði árangursrík, þrátt
fyrir ágreininginn um gróðurhúsa-
áhrifin. Reuter
Bandaríska Ijósmyndafyrirsætan Cindy Crawford er stödd i ísrael og var
þessi mynd tekin í Júdeueyðimörkinni þar sem hún sat fyrir í töskuauglýs-
ingu með þessum hermannaklæddu piltum. Eiginmaður Cindyar, leikarinn
Richard Gere, er ekki með i för. Simamynd Reuter
Gorbatsjov f agnar sigri
Borís Jeltsíns í þinginu
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi
forseti Sovétríkjanna, fagnaði sigri
ríkisstjómar Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta og róttækrar umbóta-
stefnu hennar í efnahagsmálum yfir
íhaldssömum þingmönnum.
Rússneska fulltrúaþingið sam-
þykkti í gær yfirlýsingu þar sem það
afneitar í raun ráðstöfunum sem
gengu í berhögg við umbótastefnuna
og íhaldsmönnum tókst að koma í
gegn.
„Ákvörðun þingsins gerir Jeltsín
forseta kleift að taka á efnahags-
vanda landsins af raunsæi, þó sva
að ríkisstjórnin hafi viðurkennt að
nokkurra lagfæringa er þörf,“ sagði
Gorbatsjov á blaðamannafundi í
Tokyo þar sem hann er í einkaheim-
sókn.
í yfirlýsingu þingsins segir að það
sé reiðubúið að styöja efnahagsum-
bætur forsetans og það muni ekki
krefjast gagngerra breytinga á ríkis-
stjórninni. Orðalagið virtist falla ráð-
herrum í geð en þeir buðust til að
segja af sér á mánudag.
„Þegar á hefldina er litið leyfir
þessi yfirlýsing stjóminni að halda
áfram með umbætur sínar,“ sagði
Jegor Gaidar, aðstoðarforsætisráð-
herra og aðalhöfundur umbótaáætl-
unar Jeltsíns.
Samþykkt þingsins framlengir
einnig vald Jeltsíns til að stjóma eig-
in ríkisstjórn en harðlínumenn
gerðu tilraunir til að draga verulega
úr valdi forsetans á næstu þremur
mánuðum.
Jeltsín var ekki viðstaddur þing-
fundinn og hann hefur ekki sést frá
því á laugardag þegar allt fór í bál
og brand með sigri íhaldsaflanna.
Reuter
Nýtum sumarið til að gera eitthvað skapandi
fyrir okkur sjálf.
Ekki fresta því þar til betur stendur á eða þar
til þú hefur náð tökum á aðsteðjandi vanda.
Láttu kvöldið í kvöld vera fyrstu perluna af
mörgum sem þú skapar þér í sumar.
Innritun i síma 677323
Fundarboð
Framhaldsaðalfundur Húseigendafélagsins verður
haldinn þriðjudaginn 28. apríl nk. kl. 17.00 í sam-
komusal iðnaðarmanna, Skipholti 70, 2. hæð,
Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins.
2. Önnur mál.
Stjórnin
BRETTA-
KANTAR
Mitsubishi pickup 1200, M. Pajero,
Toyota Hilux, double cab, extra cab,
LandCruiser, Fox, Lada.
Skyggni á Pajero og Lödu.
Útvegum og framleiðum vörubíla-
bretti og skyggni á flestar tegundir.
Uppl. alla daga í síma
91-677006 - 670043
ÆVINTÝRAFERÐ
Á VÉLSLEÐUM í LANDMANNALAUGAR
UM PÁSKANA
Tvær þriggja daga ferðir, frá fimmtudegi til laugar-
dags og laugardegi til mánudags.
Gist í skála Ferðafélagsins.
Allur búnaður fylgir, s.s. hjálmur, bomsur, galli, vél-
sleði og bensín.
Pantanir og upplýsingar í síma 682310.
SNOWMOBILE EXPEDITIONS
Dugguvogi 10 - 704 Reykjavík - Island - Sími (TeD: 354-1-6823W
Fax: 354-1-813 W2 - KT: 640192 - 2089 - VSK NR: 32536
Húsbréf I Innlausnarverð
húsbréfa í 1. flokki 1991
Innlausnardagur 15. apríl 1992
Nafnverð Innlausnarverð
1.000.000 1.159.236
100.000 115.923
10.000 11.592
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
[££] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900