Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Páskahátíðin Páskahátíðin fer í hönd. Við skulum staldra við og íhuga stöðu trúarinnar. íslendingar eru samkvæmt skoðanakönnunum meðal hinna trúhneigðustu þjóða. En mönnum hættir til að missa sjónaraf inntaki hinnar kristnu trúar. Nú er tímabil ferminga í algleymingi. DV skoðaði fyrir skömmu, hvernig þeim málum er háttað um þess- ar mundir. Hætt er við, að sú skoðun hafi sýnt, hversu mjög landsmenn greinast í „tvær þjóðir“ í þessum efn- um, eins og svo mörgum öðrum. Meðan hinir efnaðri ganga of langt í íburði í fermingarveizlum og ferming- argjöfum, eiga aðrir erfitt með að taka þátt í því efna- hagslega kapphlaupi, sem fermingar hér á landi eru yfirleitt orðnar. Gjafirnar og veizlumar eru einna fyrirferðarmestar. Hætt er við, að fermingarathöfnin og það, sem hún tákn- ar, hverfi í skuggann. Hér hefur löngum tíðkazt að gefa fermingarbörnum talsverðar gjafir. Gullúr voru helztu fermingargjafimar fyrir 15-20 árum. Þar áður voru gefnir áletraðir pennar eða skólaritvélar. Nú er öldin önnur. Tölvur eru einna vinsælastar eða þá hljómtækja- samstæður, myndbandstökuvélar, sjónvarpstæki og þar fram eftir götunum. En samtímis fyrirfmnast fjölskyld- ur, sem sjá sér ekki annað fært en að leita til safnaðar síns um niðurfellingu fermingargjalda, fá inni í safnað- arheimihnu á fermingardaginn og aðstoð kvenfélagsins til að halda veizluna, svo að dæmi séu nefnd. Fjölmarg- ir eyða miklu meiru til ferminga én geta þeirra leyfir, bara til þess að eltast við tíðarandann. Að öllu samanlögðu hlýtur niðurstaðan að vera sú, að eyðsla fjármuna til ferminga gangi langt út í öfgar hjá stórum hluta landsmanna. Kirkjan hefur ekki gert nóg til að malda í móinn og freista þess að hafa áhrif á þennan tíðaranda. Þessu þarf að breyta, og einnig ætti fólk að huga að því, hvort afstaða þess til páskahátíðarinnar yfirleitt samræmist frásögnunum um trúhneigð íslendinga. Þetta er fyrir flesta eitt af lengstu fríum ársins, og marg- ir munu nú nota það til ferðalaga, sem er vel. En flestum mun jafnframt hætta til að sýna ofrausn í tilstandi þessa hátíðisdaga. Hvetja þarf til þess, að fólk hugi að inntaki kristinnar trúar, þar sem kærleikurinn á að sitja í fyrir- rúmi. Fólk á að treysta vináttu- ogíjölskyldubönd. Krist- indómurinn rís hæst allra trúarbragða í þeim boðskap, að Guð er kærleikur. Kristin trú boðar, að Guð fómar sjálfur, fómar sér fyrir mennina til þess að geta tjáð þeim, að hann fyrirgefi þeim af hjarta. Þetta er megin- inntak páskahátíðarinnar. Hugsum til þess, að kristnar hátíðir eiga fyrst og fremst að vera hátíðir kærleika, einnig náungakær- leika. Samkeppni og frelsi einstaklingsins leiða til bætts efnahags, en vömmst of mikla eigingimi. Kristin kirkja hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að treysta ná- ungakærleika. Landsmenn em móttækilegir fyrir slíku, eins og bezt sást fyrir skömmu við söfnun handa vega- lausum bömum. Það þarf bara að hlúa að þessum kær- leika. Hátíðir kirkjunnar em tilvalinn tími til þess, að við leggjum áherzlu á þann boðskap trúar okkar. Eigum öll góða páska með slík atriði í huga. Minn- umst þess, hvers vegna Kristur dó á krossi og hvað það þýðir fyrir líf okkar. DV ÓSKAR ÖLLUM LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA PÁSKA. Haukur Helgason Of ríki og alþjóðalög í síðustu viku var þungu fargi létt af Bush Bandaríkjaforseta. Manúel Noriega, fyrrum herstjóri og alvaldur í Panama, var sekur fundinn um eiturlyfjabrot fyrir bandarískum rétti og á yflr höfði sér Mfstíðardóm í bandarísku fangelsi. Þaö hefði verið óbærilegt fyrir Bush ef hann hefði verið sýknaður; þar með hefði um leið verið kveðinn upp áfelhsdómur yfir honum sjálf- um þvi að það var Bush sem sendi bandaríska herinn, alls um 25 þús- und manns, til þess að handtaka Npriega í Panama í desember 1989. í innrásinni féllu á annað þúsund Panamabúa auk 23 Bandaríkja- manna og stórkostleg eyðilegging varð í höfuðborginni, Panamaborg. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi er handtekinn með þessum hætti og dreginn fyrir bandarískan dómstól og þetta for- dæmi er vægast sagt varhugavert. Um það er ekki deilt að Noriega er og var illmenni. En Bandaríkin hafa í áranna rás fóstrað og stutt með ráðum og dáð engu minni fanta en Noriega, svo sem í Guatemala, Nicaragua eða Paraguay. Munur- inn er sá að þeir þrjótar voru leiðit- amir og nytsamlegir hagsmunum Bandaríkjastjómar en það var Noriega líka lengst af. Það var ekki fyrr en hann fór aö spila á eigin spýtur og fór að lokum að espa til óeirða og mótþróa gegn yflrdrottn- un Bandaríkjanna. í Panama að stjómin snerist gegn honum. Kálfur launar ofeldið Það var einmitt Bandaríkjastjórn sjálf sem gerði Noriega að því sem hann var; án bandarískrar hjálpar hefði hann aldrei orðið það sem hann varð. Noriega gerði Banda- ríkjastjóm ótal greiða á árum áð- ur, hann var settur á launaskrá leyniþjónustunnar CIA og veitti henni mikilsverðar upplýsingar um aðra þjóðarleiðtoga í Mið- Ameríku og í Karíbahafi, fyrst og fremst Ortega í Nicaragua og Castró á Kúbu. Hann var lykilmaður í leynileg- um hernaðarstuðningi Bandaríkja- stjómar við Contra-skæruliðana í Nicaragua eftir að sá stuðningur var bannaður á Bandaríkjaþingi og þannig tengdist hann Íran-Contra- hneykshnu. Það var einmitt um þær mundir, árið 1986, sem hann var tekinn af launaskrá hjá CIA vegna þess að stjórn Reagans reyndi af alefli að halda því máli leyndu og treysti illa Noriega. En þegar þar var komið var Nori- ega einnig á skrá sem samstarfs- maður DEA, eiturlyfjalögreglu Bandaríkjanna, og hann gaf þeim á stundum mikilsverðar upplýs- ingar. Hvemig stóð þá á þvi að þessi fyrirmyndarbandamaður Bandaríkjastjómar varð skyndi- lega persónulegur óvinur Bush for- seta sem var yfirmaður CIA árið 1976 og Noriega var þá þegar starfs- maður CIA. Skýringin hggur að hluta til í skrifræðislegum misskilningi. Framgjam saksóknari í Miami á Flórída ákærði Noriega fyrir eitur- lyfjasmygl og fékk ákæruna stað- festa og batt þannig hendur stjórn- arinnar. Hvorki utanríkis- né dómsmálaráðuneytið vissu um kæruna fyrirfram en eftir að hún var komin fram var stjómin skuld- bundin til að fylgja henni eftir. Þá upphófst mikið taugastríð milh rík- isstjóma Bandaríkjanna og Pan- ama og að lokum fór svo að Bush forseti notaöi svipuð orð um Nori- ega og hann notaði síðar um Sadd- am Hussein. Hann talaði sjálfan sig í ógöngur. Eftir öll stóryrðin gat Bandaríkja- stjóm ekki látið Noriega komast Kjallajiim Gunnar Eyþórsson fréttamaður upp með að storka sér. En Noriega naut þess einmitt að stríða Bush og ögra á allan hátt og brátt kom í ljós að hann átti mikið fylgi meðal almennings. Panamaskurðurinn Bandaríkjamenn eru óvinsæhr í Panama, enda hafa þeir löngum lit- ið á landið sem nýlendu sína. Nokkuð er til í því. Theodore Roosevelt forseti bjó til Panama úr hluta af Kólombíu árið 1903 til þess að Bandaríkjamenn gætu grafið Panamaskurðinn sem þeir ákváðu síðan að eiga sjálfir að eilífu. En Jimmy Carter gerði samninga 1977 um að afhenda landsmönnum skurðinn í árslok 1999 og fyrsta skrefið í þá átt átti að stiga í janúar 1990. - Því var innrásin gerð fyrir árslok. Bandaríkjamenn vildu ekki semja um nýja stjóm yfir skurðin- um við Noriega og með því viöur- kenna hann í verki. Þegar hér var komið hafði forseti landsins reynt að setja Noriega af sem yfirmann hersins en Noriega svaraði með þvi að setja forsetann af fyrir sitt leyti og velja nýjan forseta sem ógilti fyrri embættisverk forvera síns. En áður en að þessu kom hafði Bandaríkjastjórn beitt hörðum efnahagsþvingunum, sett allt fé, sem inn kom fyrir skurðinn, á lok- aðan reikning og fryst allt fé Pan- amastjómar í bandarískum bönk- um, auk þess sem engir dollarar, sem eru gjaldmiðill Panama, voru sendir þangaö. Panama á enn langt í land að jafna sig eftir það efna- hagshrun sem þessar refsiaðgerðir ollu. Fordæmið Á því er tæpast nokkur vafi að Noriega er sekur um það sem hann var sakfelldur fyrir á dögunum í Flórída, milhgöngu um eiturlyfja- smygl til Bandaríkjanna, stórfelld- an peningaþvott og brask með eit- urlyfjakóngunum í Kólombíu. Auk þess hefur hann æði mörg pólitísk morð á samviskunni í Panama. En hitt er annað mál .hvort Banda- ríkjamenn hafa nokkra lögsögu yf- ir honum. Það er í raun með ólíkindum að annað eins geti gerst, að ríki ráðist með óvígan her inn í annað ríki til að handtaka æðsta mann þess og draga fyrir dóm heima hjá sér. Þetta getur ekki talist annað en yfirgangur og ofríki. Noriega naut friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Réttarhöldunum er lokið í Flórída en málinu verður áfrýjaö, og fyrir æðri dómstól verður spurningin um lögsögu áreiðanlega vakin upp á ný. Bush fagnar sigri nú en Bandarikin eru réttarríki. Því skal ekki trúað að óreyndu að æðstu dómstólar þar í landi stað- festi óbreyttan dóm undirréttar. Fari svo hafa Bandaríkjamenn fært út lögsögu sína á óviðunandi hátt fyrir allar aðrar þjóðir. Engin ástæöa er til að harma örlög Nori- ega en þetta fordæmi ætti ekki að fá að standa. Gunnar Eyþórsson „Noriega naut friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum." „Þetta er í fyrsta sinn sem erlendur þjóöhöfðingi er handtekinn með þess- um hætti og dreginn fyrir bandarískan dómstól, og þetta fordæmi er vægast sagt varhugavert.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.