Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992.
Sérstæð sakamál
Allt frá því aö þau giftu sig höíöu
Ruth og Edward Leftwich búið í
Las Vegas í Bandaríkjunum og eng-
um kom annað í hug en þau liföu
hamingjusömu lífi. En þar kom að
óhamingjan sótti þau heim. Ruth
hvarf að heiman og fannst lík
. hennar tólf kílómetra utan borgar-
innar. Hafði hún verið stungin
mörgum sinnum með hnífi í brjóst-
ið og þar að auki kyrkt meö ein-
hvers konar nælonstreng.
Morðið fékk mikiö á Edward,
mann hennar, en þaö leið ekki á
löngu þar til honum var aftur kom-
ið á óvart, þó ekki illilega í þetta
sinn... að honum þótti 'í fyrstu.
Bankinn sem kona hans haföi skipt
við sendi yfiriit yfir reikning henn-
ar og kom þar fram að á honum
voru nærri fimmtíu og eitt þúsund
dalir. Varð ljóst, þegar Edward fór
að kanna bankaviðskipti konu
sinnar frekar, að umtalsverðar
fjárhæðir höfðu farið um hendur
hennar og reikning undangengin
þijú ár.
George McCradle rannsóknar-
lögreglufulltrúi, sem hafði meö
höndum rannsókn morðmálsins,
fékk vissar grunsemdir þegar hann
fékk aö sjá reikningsyfirlitið frá
bankanum. Hann gaf enga yfirlýs-
ingu um þær en fór að kanna fortíð
Ruth Leftwich.
Hún haföi áður verið læknaritari
en vegna slæmra mígrenekasta
haföi hún orðið að hætta störfum
þremur árum áöur en hún var
myrt.
Lögreglan komst einnig að því að
Mn haföi leitað ráða hjá ýmsum
íæknum til að losna við höfuð-
verkjaköstin og höföu þeir allir
komið heim til hennar þegar hún
var með þau.
Það kom svo í ljós að einn lækn-
anna haföi framið sjálfsmorð vegna
mikils fjárskorts.
Fjárkúgun
McCradle fulltrúi fékk yfirlit yfir
bankareikning læknisins látna og
kom þar fram að hann hafði tekið
úr stórar upphæðir með jöfnu
millibili og þegar litið var á reikn-
ingsyfirlit Ruth Leftwich kom í ljós
aö degi síðar en hann hafði tekið
mest fé út hafði hún lagt tilsvar-
andi upphæðir inn á sinn rikning.
Þetta gat vart með tilviljun. Þóttist
McCradle nú hafa fengið staðfest-
ingu á því að grunsemdir hans ættu
við rök að styðjast. Þess vegna
beindist nú athygli hans að hinum
læknunum þremur.
Einn nágranna Leftwich-hjón-
anna, frú Jessica Wendel, sneri sér
skömmu síöar til lögreglunnar með
mjög athyglisverðar upplýsingar.
Hún kvaðst hafa tekiö eftir því aö
í hvert sinn sem frú Leftwich hefði
þurft að kalla á lækni heföi það
alltaf gerst þegar maöur hennar
var ekki heima. Edward var bruna-
liðsmaður og vann óreglulega
vaktavinnu.
„Síðdegis í síðustu viku sá ég
Ruth Leftwich. Edythe Straughn.
Staughn lækni koma,“ sagði frú
Wendel, „og eftir um stundarkorn
gekk ég að húsinu og hringdi dyra-
bjöllunni til þess aö vita hvort ég
gæti gert nokkuð fyrir vesalings
Ruth. Það leið nokkur stund áður
en hún opnaði. Föt hennar voru öll
í óreiðu og hún var eldrauð í fram-
an en hún afþakkaði boð mitt um
aðstoð."
Skuldir
Varfæmislegar fyrirspumir í
hverfinu sem Alfred Straughn
læknir bjó í sýndu að flestir sem
hann skipti við áttu fé hjá honum.
Einn haföi rukkað hann um
greiöslu og fengið þaö svar að hann
fengi borgað í mánaðarlokin. Svo
hafði læknirinn bætt við:
„Og þetta endurtekur sig ekki.
Fjárhagsvandamál mín tilheyra
senn liðinni tíð.“
Þetta sagði læknirinn tveimur
dögum fyrir morðið.
Til þess að ekki kæmust af stað
sögusagnir um vandamál eins best
Uðna læknis í borginni hringdi
McCradle til hans og bað hann að
koma til fundar vegna fyrrum
sjúklings hans, Ruth Leftwich.
Þegar þeir hittust, rannsóknar-
lögreglufulltrúinn og læknirinn,
sagði McCradle við hann: „Ég hef
rökstuddan grun um að Ruth
Leftwich hafi kúgaö af þér fé.“
„Ég skal vera hreinskilinn," sagði
þá Straughn læknir. „Hún kúgaði
af mér fé og hún er búin að tæma
bankareikninginn minn. Ég er
næstum þvi orðinn gjaldþrota. En
ég myrti hana ekki.“
Skýringin
„Hvemig kúgaði hún af þér fé?“
spuröi McCradle.
„Ég var búinn aö hafa hana til
meðferðar um nokkurn tíma vegna
mígrenekasta þegar hún hringdi til
mín síðdegis dag einn og sagðist
þurfa aðstoð. Þegar ég kom heim
til hennar var hún ein heima. Hún
lá í rúminu klædd næstum
gagnsæjum náttkjól og ég var nógu
heimskur til að láta freistast. Eins
og þú veist missi ég réttindin til að
starfa ef það kemur fram að ég
hafi staðið í nánu sambandi við
sjúkling. Og ég missi ekki bara rétt-
indin, heldur konu mína, böm og
heimili."
„Og þegar ekkert virtist blasa við
nema gjaldþrot þá misstirðu stjóm
á þér og myrtir hana?“ sagði
McCradle.
„Ég skal viðurkenna að mér kom
það til hugar en ég er ekki morð-
ingi og réð ekki þessa konu af dög-
um,“ svaraði læknirinn.
„Hvar varstu milli klukkan sex
og tólf að kvöldi dagsins þegar Ruth
Leftwich var myrt?“ spurði
McCradle næst.
„Ég var kallaður heim til frú
Leftwich klukkan fimm síðdegis.
Við ræddum stuttlega um peninga-
málin og ég bað hana um frest því
ég væri algerlega félaus. Hún féllst
á að veita hann. Ég fór frá henni
um tuttugu mínútur fyrir sjö og
hélt þá beint heim.“
„Getur nokkur staðfest það?“
„Já, konan mín... nei, annars.
Hún var í heimsókn hjá móður
sinni.“
Nýjar grunsemdir
Þegar Staughn læknir var farinn
af fundinum með McCradle gekk
fulltrúinn inn til félaga sinna en
þeir höfðu þá veriö aö rannsaka
ýmislegt varðandi hina læknana
en þeir höföu ekki verið í borginni
daginn sem morðið var framið.
„Og þeir höfðu tekið konur sínar
með,“ sagði einn rannsóknarlög-
reglumannanna sem haföi rætt við
þá.
„Af hveiju tekurðu það fram?“
spurði McCradle.
„Getur ekki allt eins verið að
kona hafi framið morðið?“
„Ég verð að viðurkenna að ég
hafði ekki gert mér grein fyrir þeim
möguleika," sagði þá McCradle.
Rannsóknarlögreglumennimir
ákváðu nú að ræða við frú Edythe
Straughn.
„Frú Straughn," sagði McCradle,
þegar hún hafði boðið þeim inn í
stofu og sæti. „Við vitum að frú
Leftwich var myrt vegna þess að
hún kúgaði fé af manninum þínum.
Við vorum að yfirheyra hann áðan
og þá kom fram að þú hefðir verið
í heimsókn hjá móður þinni kvöld-
ið sem morðið var framið og því
gætirðu ekki staðfest hvenær mað-
urinn þinn kom heim. Hefurðu
nokkuð á móti því að láta okkur fá
símanúmer móður þinnar svo við
getum fengið staðfestingu hennar
á því að þú hafir verið hjá henni á
umræddum tíma?“
Játningin
„Það er óþarfi.“ svaraði frú
Straughn. „Ég var alls ekki hjá
móður minni. Það var ég sem myrti
frú Leftwich og ég sé ekki eftir því.“
Það varð nokkur þögn en síðan
kvaðst frú Straughn skyldu segja
sögu sína og það gerði hún rólega.
„Mér varð ljóst fyrir nokkru að
maðurinn minn var í ástarsam-
bandi við frú Leftwich og að hún
kúgaði af honum fé. Sömuleiðis
varð mér þá ljóst aö hún var að
eyðileggja hjónaband okkar og líf.
Ég sá því aðeins eina leið til að
leysa vandann. Ég fór heim til
hennar og tók með mér leikfanga-
byssu sem ég notaði til að neyða
hana til að hleypa mér inn af því
hún vildi ekki ræða við mig.
Er inn kom reyndi ég að koma
vitinu fyrir hana en það er ekki
hægt aö rökræða við glæpamenn.
Hún hló bara að mér þegar hún sá
að það var leikfangabyssa sem ég
hafði notað til að fá hana til að
hleypa mér inn. En ég haföi líka
tekið með mér hníf. Ég stakk hana
með honum og til þess aö vera viss
um að hún væri dáin batt ég um
hálsinn á henni. Síðan fór ég með
hkið út í bfi og ók því á þann stað
þar sem það fannst.“
Dómurinn
Máhð vakti verulega athygh því
ljóst var hvað hafði fengið frú
Straughn til að fremja morðið. Hún
haföi óttast um framtíö hjónabands
síns og lífshamingu sína og sinna
eftir að Ruth Leftwich haföi náð
því taki á manni hennar að hún gat
kúgað af honum svo til allt það fé
sem hann haföi með höndum.
Frú Straughn var dæmd fyrir
lagabrot sem þung refsing fylgir
ekki. Rétturinn tók tillit til að-
stæðna hennar og dómurinn kvað
á um að hún skyldi sitja í fangelsi
ekki skemur en eitt ár og ekki leng-
ur en fimm ár.
Þegar dómurin var kveðinn upp
hafði hún setið í varðhaldi í þijá
mánuði og heildartími hennar í
fangelsi varð eitt ár. Níu mánuðum
eftir að réttarhöldunum lauk var
frú Straughn því látin laus.
Þá biðu hennar við dyr fangelsis-
ins maður henar og eldri sonur
þeirra hjóna. Saman óku þau til
annarrar og ónefndrar borgar þar
sem Straughn læknir hafði komið
sér fyrir. Og þar hófu þau nýtt líf.