Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Side 30
50
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992.
Myndbönd
>
★ */*
Simon Templar birtist a ný
THE BRAZILIAN CONNECTION
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjori: Jan Toynton.
Aöalhlutverk: Simon Dutton og Gayle
Hunnicutt.
Bresk, 1990 - sýningartími 100 min.
Leyfö öllum aldurshópum.
í hugum flestra, sem fylgdust
meö þáttaröðinni Dýrlingurinn í
upphafi sjónvarpsins hér á landi,
er aöeins einn leikari sem getur
gert Simoni Templar góð skil og
þaö er Roger Moore sem síðar geröi
garðinn frægan sem James Bond.
Aðrir hafa spreytt sig á hlutverk-
inu en engum tekist að festa rætur
og síðasti leikarinn, sem reynir, er
Simon Dutton sem leikur Dýrling-
inn i The Brazilian Connection.
Mynd þessi er ágæt skemmtun
og Dutton kemur vel fyrir og leikur
ágætlega en hann er enginn Roger
Moore. Þrátt fyrir það gerir Dutton
heiðarlega tilraun og mynd þessi,
sem fjallar um smygl á vörum frá
Brasilíou, auk söiu á börnum, er
hin líflegasta. Húmor í myndinni
er nokkur sem aðallega skrifast á
seinheppinn lögregluforingja sem
stendur í þeirri trú að Simon
Templar sé hinn versti þrjótur og
sé örugglega morðingi sem hann
leitar að.
THi BRAZILfAN
CONNECTION
O
Skrítnir ferðalangar
HOMER & EDDIE
Útgefandi Steinar hf.
Leikstjóri: Andrei Konchalovsky.
Aðalhlutverk Whoopi Goldberg og
James Belushi.
Bandarisk, 1990 - sýningartími 96 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Andrei Konchalovsky, sem á baki
margar gæðakvikmyndir, er hér
greinilega á villigötum sem leik-
stjóri myndarinnar Homer & Eddie
sem er svört kómedía. Myndin seg-
ir frá tveimur skrítnum ferðalöng-
um, Homer, sem er skemmtilega
skrítinn eftir að hafa fengi hafna-
bolta í hausinn, og Eddie, sem er
alvarlega veik, og ferð þeirra á
bílskrjóði yfir hálf Bandaríkin í leit
að draumum sem ekki fyrirfinnast.
Þegar á heildina er htið er sagan
sjálf aUra góðra gjalda virði og ætti
myndin að vera átakanleg í lokin
en þau Whoopi Goldberg og James
Belushi eru svo gjörsamlega búin
að klúðra persónunum sem þau
leika að maður er þeirri stundu
fegnastur þegar myndin er búin.
★ Z2
Hefndin er sæt
FINAL JUDGEMENT
Útgefandi: Myndform.
Leikstjóri: David Robinson.
Aðalhlutverk: Michael Beck, Catherine
Colvey og Michael Rhoades.
Bandarisk, 1989-sýningartimi 90 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Fyrir þrjátíu árum gerðist það í
smábænum Baypoint að hjón voru
myrt og morðinginn framdi sjálfs-
morð eftir verknaðinn. Sumir bæj-
arbúar hafa aldrei viljað trúa opin-
berri skýringu enda margt sem
benti til þess að morðinginn hafi
ekki getaö drepið sjálfan sig.
í þrjátíu ár hefur hópur manna
komið saman á bæjarkránni og
fengið sér drykk eins og gengur og
gerist. AJlt í einu eru þeir myrtir
hver á fætur öðrum og er greinlegt
að morðinginn lætur ekki staðar
numið fyrr en þeir eru allir dauðir.
Það er margt sem má flnna að
Final Judgement enda er myndin
greinilega gerð af vanefnum. Hún
hefur þó eitt sem margar dýrari
myndir skortir og þaö er góður
söguþráður og er auðvelt að líta
fram hjá nokkrum annmörkum og
hafa gaman af þessari morðgátu.
★★★
Vinur þeirra sem lítils mega sin
DICK TRACY
Útgefandi: Bíómyndir.
Leikstjóri: Warren Beatty.
Aðalhlutverk: Warren Beatty, Al Pacino,
Madonna og Glenne Headly.
Bandarisk, 1990-sýningartími 101 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Warren Beatty bæði leikstýrir og
leikur aðalhlutverkið í Dick Tracy.
Ekki er þetta í fyrsta sinn sem hann
gerir slíkt og er skemmst að minn-
ast hinnar epísku myndar hans,
Red, sem fjallaði um blaðamanninn
John Reed sem dvaldist lengst af í
Rússlandi. í Dick Tracy er Beatty
í gjörólíku hlutverki teiknimynda-
hetjunnar Dick Tracy sem ílestir
kannast sjálfsagt við en teikni-
myndasagan var lengi birt í ís-
lenskum blöðum. Og það verður
að segjast eins og er að það er mik-
ill stíll yflr myndinni. Dick Tracy
er sérlega áferðarfalleg mynd og
öll tæknivinna stórfengleg en hún
líður nokkuð fyrir veikan sögu-
þráð.
í myndinni er Dick Tracy á slóð
glæpaforingjans ógurlega, Big Boy
Caprice, og óaldarflokks hans. Með
aöstoð tveggja félaga sinna segir
Tracy glæpaforingjanum stríð á
hendur. Ekkert getur komið í veg
fyrir þá ætlun hans að hreinsa
borgina af glæpum, nema kannski
ást hans á kærustunni, Tess True-
heart. Að vísu reynist honum erfitt
að halda tryggð við kærustuna þeg-
ar hann verður fyrir miklum áhrif-
um frá þokkagyðjunni og söngkon-
unni Breathless Mahoney en hún
Dick Tracy (Warren Beatty) kennir drengnum (Charles Korsmo) lífsregl-
urnar.
er ákveðin í að spilla hinum heiðar-
lega Tracy. í hinni heilögu baráttu
sinni fyrir réttlælinu rekst Tracy á
ungan dreng sem hann tekur upp
á arma sína og kemur stráksi nokk-
uð við sögu.
Öll er myndin í anda teikni-
myndasagna og er glæpaflokkur
Big Boy Caprice sérlega vel heppn-
aður en hann er eins og khpptur
út úr hasarblaði. A1 Pacino, algjör-
lega óþekkjanlegur, leikur Big Boy
af mikilli snilld og eru atriðin, sem
hann kemur fram í, þau bestu í
myndinni. Einnig er gaman aö
fylgjast með Madonnu sem er mik-
ill senuþjófur eins og fyrri daginn
og fer hún einkar vel með góð lög
sem prýða myndina. Aðrir leikarar
standa sig einnig vel og Beatty tekst
ágætlega að túlka Tracy þótt hann
hafi oft verið betri. í heild er Dick
Tracy góð skemmtun en ég er ekki
frá því að það hefði verið hægt að
gera hana skemmtilegri.
-HK
★★
★★
Skólastrákar í byssuleik
TOY SOLDIERS
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri: Daniel Petrie jr.
Aðalhlutverk: Louis Gossett jr., Sean
Astin og Denholm Elliott.
Bandarisk, 1991 - sýningartími 115min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Eftir að hin mikla þíða í sam-
skiptum austurs og vestur varð að
veruleika hafa skæruhðahópar af
ýmsum gerðum og stærðum orðið
að óvini númer eitt í bandarískum
kvikmyndum og er þeir yfirleitt
taldir mjög miskunnarlausir.
í Toy Soldier er að finna slíka
skæruliða sem hika ekki við að
drepa saklausa borgara þegar þeim
hentar. Þessi hópur hefur aðeins
einn tilgang, að frelsa foður skær-
uliðaforingjans Luis Cali hvað sem
það kostar. Til að fá hann lausan
ræðst flokkurinn á heimavistar-
skóla. Þar á að vera í námi sonur
dómarans sem á dæma 1 máli föð-
urins en þeir koma of seint. Búið
er að flytja drenginn burt. Þetta eru
mikil vonbrigði fyrir Cali en hann
sér fljótt að hann hefur undir hönd-
um ágæta skiptimynt. í skólanum
eru vandræðadrengir sem allir eiga
það sameiginlegt að vera synir
ríkra og áhrifamikiUa foreldra.
CaU heldur því drengjunum í gísl-
ingu og til að sýna fram á alvöru
málsins drepur hann einn kennar-
ann.
Það sem CaU hefur ekki reiknað
með er að drengirnir eru ekki að-
eins vandræðaunglingar heldur
mjög uppreisnagjamir og eru aUs
ekki tilbúnir að gefast upp. Hefst
T0Y
■ M
nú skæruhemaður skólapilta gegn
skæruUðum.
Söguþráðurinn í Toy Soldier er
vægast sagt nokkuð ótrúlegur og
er ekki laust við að sumt sem taka
á með fullri alvöru sé broslegt en
myndin er hröð og spennandi og
ágætlega gerð. Yfirleitt er persónu-
sköpun góð þegar þeir fuUorðnu
eiga í hlut, bæði skæruUðar og
kennarar, en drengimir em hreint
út sagt einum of klárir. Þegar á
hólminn kemur kunna þeir öU
brögð skæruUðanna, auk þess sem
það er ekkert mál fyrir þá að hand-
leika vélbyssur og búa til sprengj-
ur. Fyrir spennuþyrsta áhorfendur
er Toy Soldier ágæt skemmtun en
verðurseinttaUnmerkUeg. -HK
ar
LIONHEART
Útgefandi: Bergvik.
Leikstjóri: Shelton Lettich.
Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme
og Deborrah Rennard.
Bandarisk, 1990, sýningartimi 102 min.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Jean-Claude van Damme ieikur í
Lionheart Uðsmann í útlendinga-
hersveitinni frönsku sem strýkur
þegar hann fréttir af bróður sínum
helsærðum á spítala eftir að hafa
lent í greipum eiturlyfjasala. Gerist
myndin síðan í New York og Los
Angeles þar sem Van Damme sýnir
sniUi sína í sjálfsvarnaríþróttum
með því að keppa við aUa þá bestu
um leið og hann reynir eftir
fremsta megni að hjálpa ekkkju og
barni bróður sína.
Það er ekkert sem kemur á óvart
í Lionheart. Stór skammtur af
slagsmálum er það besta og heldur
spennunni í hámarki. Van Damme
er takmarkaður leikari sem lætur
það best að tala sem minnst en
veitir slagsmálaþyrstum áhorfend-
um góða skemmtun.
bkærunoarnir syna enga miskunn þótt skólastrákar eigi