Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. Fréttir Harðorð mótmæli gegn EES - á fundi Samstöðu um óháð f sland Sigmundur Guðbjarnason, fyrrum háskólarektor, var einn mælenda á jandslundi Samstöðu um óháð ísland sem haldinn var á Hótel íslandi á laugardag. DV-mynd JAK Fjölmenni var á fyrsta landsfundi Samstöðu, samtaka um óháð ísland, sem var haldinn á Hótel íslandi á laugardag. Á fundinum kom fram mjög eindregin andstaða gegn samn- ingnum um evrópskt efnahagssvæði. Fjölmargir fluttu erindi á landsfund- inum. Meðal þeirra var Jakob Jak- obsson fiskifræöingur. „Nú standa yfir samningar milh Evrópubandalagsins um svokallaðar gagnkvæmar fiskveiðiheimildir sem eins konar viðbót við EES-samning- inn sem undirritaður var í Portúgal nú fyrir skömmu. Ég get ekki látið hjá líða aö fara hér nokkrum orðum um þær hugmyndir. íslendingar buðu síðastliðið sumar skipti á langhala og loðnu. Hvorki höfum við nýtt langhalann né Evr- ópubandaiagið loðnuna, svo látið var hta út sem hér væri um „pappírsvið- skipti" að ræða. Þetta gerbreyttist hins vegar þegar Evrópubandalagið krafðist þess að fá að veiða hér 3 þúsund tonn af karfa. Karfinn er einn af okkar fullnýttu stofnum þannig að veiðar útlendinga hafa þaö í for með sér að draga verður úr afla íslensku togaranna sem veiðum út- lendinganna nemur. í stað þess skyldum við fá 30 þús- und tonn af loðnu, þ.e.a.s. veiðiheim- hdir sem Evrópubandalagiö hefði keypt af Grænlendingum. Evrópu- bandalagið hefur ekkert nýtt sér þær veiðiheimildir, sem það hefur keypt af Grænlendingum, vegna þess að fullorðin veiðanleg loðna finnst sjaldan nema blönduð smáloðnu í grænlenskri lögsögu. Th þess að geta nýtt sér veiðiheimhdir Grænlend- inga nokkrar undanfarnar vertíðir hefði Evrópubandalagið þurft að fá leyfi th aö veiöa þann kvóta í ís- lenskri lögsögu. Af þessum sökum er boð Evrópu- bandalagsins engin viðbót við okkar veiðiheimhdir. Evrópubandalagið hefur sóst eftir að fá aðgang að ís- lenskum auðlindum gegn lækkuðum innflutningstollum. Ef íslendingar ætla í raun og veru að semja um gagnkvæm veiðiréttindi og afsala sér 3 þúsund tonnum af karfa, nær auð- vitað engri átt að þiggja í staðinn loðnu sem við fengjum hvort sem væri. Ef semja á um gagnkvæm veiðiréttindi verðum við að sjálf- sögðu að hætta að tala um þessa loðnuvitleysu og hafa manndóm í okkur th að krefiast sams konar veiðiréttar í lögsögu bandalagsins og það fær hér. Ég fæ ekki betur séð en allt annað sé hrein undanlátssemi og uppgjöf af okkar hálfu,“ sagði Jak- ob. Sjálfstæði íslendingsins Meðal .mælenda á fundinum var Sigmundur Guðbjarnason, fyrrum háskólarektor. Hann gat þess að Evr- ópuþjóðir væru nú að upplifa örlaga- ríkar þjóðfélagsbreytingar, bæði í austri og vestri, og af þeim ástæðum gætti víða ótta og kvíða meðal íbúa álfunnar. „Þótt stjómmálamenn telji sam- runa traustustu leiðina th að fyrir- byggja styijaldir meðal þjóða Evrópu í framtíöinni, þá er greinilegt að póh- tískur samruni er almennum horg- urum mjög á móti skapi. Þeir telji að gagnrýni frá einstökum aðhdar- ríkjum verði að engu höfð og hinn almenni kjósandi verði máttvana og áhrifslaus. Miðstjómarvald, sem ekki sætir raunverulegu aðhaldi og gagnrýni, býður upp á misbeitingu valds og spihingu. Baráttumenn fyrir aðhd íslands að Evrópubandalaginu ala á ótta við einangrun ef við göngúm ekki evr- ópsku miðstjómarvaldi á hönd. Taka þeir efasemdum um aðhd okkar að þessu nýja stórveldi sem persónu- legri áreitni við sig. Með háðið að vopni og kaldhæðni hthsvirða þeir gjama þjóðlegt viðhorf og heilbrigöa þjóðrækni. Núgildandi viðskiptasamningar eru á vissan hátt mjög hagstæðir og eðhlega leitum við bestu viöskipta- kjara, hvort sem það er undir merki Evrópska efnahagssvæðisins eða með beinum tvíhhða samningum. Látum vini okkar og frændur fóta sig á hálum Evrópu-ísnum áður en við setjum upp okkar skauta, þvi óvíst er hvort ísinn sé traustur," sagði Sig- mundur. EES-samningurinn brot á ís- lenskri stjórnskipun Jóhann Þórðarson, hæstaréttarlög- maöur og einn mælenda á fundinum, taldi að EES-samningurinn væri brot á íslenskri stjórnskipun. „í sfiómar- skrá lýðveldisins íslands er aðeins að finna eitt ákvæði sem tekur beint á því hver hafi vald th að gera samn- inga við önnur ríki, en það er að finna í 21. gr. sem hljóðar svo: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önn- ur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólg- ið afsal eða kvaðir á landi eða land- helgi eða ef þeir horfa th breytinga á sfiómarhögum ríkisins, nema sam- þykki Alþingis komi th.“ Þessa heimhd hefur forseti að sjálf- sögðu með atbeina og ábyrgð ráð- herra. Við lestur á þessu ákvæði vaknar sú spuming hvort þessi heimhd nái til allra samninga sem gerðir eru við erlend ríki eða ríkja- sambönd. Þessu vh ég svara neitandi og byggi það á því að þessi heimild má ekki ganga það langt að hún breyti sfiómarskránni, sem væri brot á 79. gr. stjórnarskrárinnar. Með því að gerast aðhar að EES- samningnum eru íslendingar í raun að taka við nýrri stjómarskrá, þar sem völd núverandi stjórnarvalds- hafa eru færð í verulegum mæli til erlendra aðha,“ sagöi Jóhann. Ávarp Samstöðu í ávarpi Samstöðu frá landsfundin- um sagði: „Landsfundur Samstöðu 1992 vekur athygh á að samningur- inn um evrópskt efnahagssvæði er afdrifaríkasta mál sem Islendingar hafa staðið frammi fyrir í sögu lýð- veldisins. Því ætti að vera auðsótt mál að leita áhts þjóðarinnar á samn- ingnum í almennri atkvæðagreiðslu, áður en atkvæði verða greidd um hann á Alþingi. íslendingar eiga aht aðra og betri kosti, efnahagslega og menningarlega, en að láta innlima sig í Evrópustórveldi. Landsfundur Samstöðu um óháð ísland heitir á þjóðina að sameinast um að vísa á bug aðhd að evrópsku efnahagssvæði með þeim afarkostum sem í henni felast og hafna aðhd að Evrópu- bandalaginu.“ -ÍS Kaffið í álverinu Nú er það svart, maður. Enn einu sinni er risin deha í álverinu mhh þýska forsfiórans og starfsmanna verksmiðjunnar. Nú er það ekki svo að starfsmennimir vhji fella sáttathlögu sáttasemjara. Öðru nær. Þeir vhja ólmir samþykkja hana. Þjóðverjinn vhl sjálfur ekki samþykkja það sem aðrir hafa sam- þykkt og hefur beðið Vinnuveit- endasambandið um að feha thlög- una fyrir sína hönd. Þjóðveijinn, sem sfiómar álverinu, segist vilja sjálfur fá að ráða því hverju starfs- menriimir ganga að. Það er að segja, hann vhl fá að ráða því hverju þeir fá aö ráða þegar búið er að gera samriingana. Eftir því sem fuhtrúi starfsmanna heldur fram hefur Þjóðveijinn hótað því að loka álverinu frekar en að beygja sig og starfsmennimir segja að þeir neiti að búa við þessar hót- anir og vhji frekar að hann loki heldur en að láta hann hóta því að láta loka. Þeir gleyma því þó háðir að það kemur af sjálfu sér að álverinu verður lokað ef starfsmennimir neita að vinna nema þeir ráði og því verður líka lokað ef forsfiórinn fær engu að ráöa um þaö hvemig álverið er rekið. Má þó segja að þaö sé sú lausn sem báöir stefni að, enda er ekkert vit í því að halda álveri opnu, þar sem enginn ræður og enginn vih vinna nema upp á þau býti að hótanir um lokun verði lagðar niður. Þá verður allt heha gumsið lagt niður og lok, lok og læs og ahir geta unað sáttir viö sitt. Annars hefur þaö komiö fram aö það em kaffitímamir sem eru mesta hitamáhð. Menn muna eftir því að allt fór í hál og brand í álver- inu í síðustu kjaradehu vegna þess að forstjórinn tók það upp á sitt eindæmi að skammta staifsmönn- um brauð í staðinn fyrir sætaköku, sem þeir hafa fengið hingað th. Eftir því sem Dagfari hefur fregnað hafði forsfiórinn sitt fram og sæta- kökur fástekki lengur í kaffitímum í álverinu, en samt er þar unnið áfram og má það heita mikið þrek- virki hjá starfsmönnunum að tóra áfram í álverinu án sætabrauðs. En nú er of langt gengið finnst þeim starfsmönnunum, ef kaffi- tímainn verður lagður niður, eins og th stendur, vegna þess að for- sfiórinn vih fá að kaupa kaffitím- ann af starfsmönnunum. Starfs- mennimir vilja hins vegar fá aö ráða því hvort þeir hafi kaffitíma eða ekki og hvort þeir selji kaffitím- ann eða ekki og þar stendur hnífur- inn í kúnni. Það er greinhegt að þýski for- sfiórinn er ekki vanur kaffitímum og í raun og veru sýnist manni að ekkert sé athugavert við vinnu mannanna í álverinu, heldur sé ætlunin hjá forsfióranum að þeir vinni sem mest og einnig í kafiitím- unum. Hann gerir sem sagt athuga- semdir við þann tíma, þegar menn eru ekki í vinnu, sem verður svo th þess að menn mæta alls ekki í vinnu, vegna þess aö starfsmenn- imir vilja ekki vinna í kaffitíman- um. Ef álverinu verður lokað verð- ur það í fyrsta skipti sem fyrirtæki er lokað fyrir þá sök að aðhar ríf- ast um þann tíma sem þeir era ekki í vinnu. Hver á að fá að ráða þessu? Deh- an snýst ekki um það hvort starfs- mennimir fái kaffitíma eða ekki. Hún snýst um það hver eigi að fá aö ráða því hvort þeir vilji afsala sér kaffitímanum eða ekki. Starfs- mannafélagið segir að starfsmenn- imir verði sjálfir að fá að ráða því, forsfiórinn vhl aö starfsmannafé- lagið ráði því. Starfsmennimir segja að starfsmannafélagið veröi að segja forsfióranum að hann geti ekki ráðið hveiju starfsmannafé- lagið ráði. í raun og vera er enginn ágreiningur um það að starfsmenn- imir geta vel hugsað sér að selja kaffitímann, ef forsfiórinn vhl borga nógu vel fyrir kaffitímann, en enginn vhl né getur lagt niður kaffitímann, meðan enginn veit hver ræður yfir kaffitímanum. Það er kjami málsins. Ef þessi deha um kaffitímann leysist ekki veröur álverinu lokað. Það er ljóst. Og ef álverinu er lokað verður enginn kafíitími í álverinu. Það er líka ljóst. Um þetta snýst deilan enda hefur það aldrei verið á dagskrá í álverinu, hvorki hjá starfsmönnunum né heldur for- stjóranum, að hafa áhyggjur af vjnnunni í álverinu. Hún er auka- atriði. Enda stendur álverið og feh- ur nmeð sætabrauðum í kaffitím- um ef kaffitímar era leyfðir. Það er aht og sumt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.