Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. Útlönd Námuslys á Nova Scotia 1 Kanada: Elleff u lík f undin og f immtán er saknað Björgunarsveitir fundu lík ellefu námumanna á Nova Scotia í Kanada í gær og leit hélt áfram aö fimmtán öörum sem hafa verið innilokaðir á um eins og hálfs kílómetra dýpi frá því á laugardagsmorgun þegar gas- sprenging varö í námunni. Björgunarmenn voru vonhtlir um að mennimir fyndust á lífi þar sem sprengingin eyöilagði loftræstikerfi námunnar sem er við bæinn Stellar- ton á norðurhluta eyjunnar. Stjómendur námafélagsins sögðu síðdegis í gær að það mundi taka nokkrar klukkustustundir að kom- ast í gegnum brakið sem fyllti göngin sem liggja dýpra inn í námuna og koma loftræstikerfinu aftur í gang. Mælingar á andrúmsloftinu djúpt í námunni sýndu að þar var hættu- Um fjögur þúsund Rúmenar komu saman í miðborg Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, um helg- ina og kröfðust þess aö Micheal fyrrum Rúmeniukonungur fengi að snúa aftur heim. Safnaðist fólkið saman fyrir framan kon- ungshöllina og veifaði rúmenska fánanum með skjaldarmerki konungsíjölskyldunnar í miðj- unni. Hinn sjötugi Michael var rek- inn frá völdum af sovéskum kommúnistum árið 1947 og fékk ekki að koma til Rúmeníu fyrr en nú á dögunum er honum leyfð- ist að koma í þriggja daga heim- sókn. Þá tóku á móti honum hundruð þúsunda Rúmena. réttarsölum Svo kann að fara að Biblían hverfi úr réttarsölum á Nýja Sjá- landi. Hafa þarlendir dómarar og lögfróðir menn lagt til að hún verði ekki lengur notuð við rétt- arhöld og vitni verði þess i stað beðin um að segja sannleikann. Að söp þarlends dómara er kenningin sú að vitni ættu að vera beðin um að segja sannleik- ann en menn ættu ekki að blanda Guðiimálið. Reuter lega mildð magn af metangasi og eitt- hvað af kolmónoxíði. „Miðað við fyrri reynslu erum við nokkuð áhyggjufullir," sagði Cohn Benner, framleiðslustjóri námufé- lagsins Curragh Resoyurces, á fundi með fréttamönnum. „Við vitum ekki hvað við munum fmna.“ Hann sagði að sprengingin, sem varð klukkan tæplega hálfníu á laug- ardagsmorgun að íslenskum tíma, hefði orsakast af meþangasi sem safnaðist saman og sprakk áður en viðvörunartæki námunnar námu það. Fánar voru dregnir í hálfa stöng um gjörvallt Nova Scotia þar sem námuslys hafa verið tíð. Meira en sex hundruð námumenn hafa látist af slysförum þar á þessari öld, þar af nær helmingurinn í gassprenging- um. Lík mannanna voru flutt úr nám- unni í bráðabirgðalíkhús í skauta- höll í nágrannabænum New Glasgow. Syrgjandi ættingjar biðu eftir því í nærliggjandi kirkju að bera kennsl á líkin en aðrir biðu eftir frétt- um af mönnunum sem var saknað og hugguðu hver annan á slökkvi- stöðinni í Stellarton. „Við erum ekki mjög vongóð,“ sagði maður nokkur sem átti mág meðal þeirra sem saknað var. Svo virðist sem mennimir ellefu, sem fundust í gær, hafi látist sam- stundis. Reuter Þetta eru þrjár fallegustu konur heimsins, ef marka má úrslit fegurðarsamkeppninnar unfrú alheimur sem fram fór í Bangkok á Tælandi á laugardag. Sú í miðið er fegurst þeirra allra, Michelle McLean frá Namibiu. Til hægri á myndinni er Paola Turbay frá Kólumbiu sem varð í öðru sæti og til vinstri er hin indverska Madhu Sapre sem hafnaði í því þriðja. Þær eru greinilega hæstánægðar með úrslitin. Símamynd Reuter Ný samsteypustjórn í Tadzhíkístan Stjórn og stjómarandstaða í fyrr- um Sovétlýðveldinu Tadzhíkístan komust að samkomulagi í morgun um skipan nýrrar samsteypustjóm- ar til að binda enda á blóðuga stjóm- arkreppu í landinu. í frétt frá höfuðborginni Dusjanbe sagði Itar-Tass-fréttastofan að and- stæðingar Rakhmons Nabijevs mundu fá átta af tuttugu og fjóram ráðuneytum í nýju stjóminni, þar á meðal vamarmálaráðuneytiö. Tass hafði það eftir Vjasjeslav Za- blotníj ofursta, yfirmanni hersveita Samveldis sjálfstæðra ríkja í Du- sjanbe, að samkomulagið hefði náöst eftir fundi í alla nótt. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar féllust á að halda lög og reglur í lýð- veldinu, opna aftur vegi og flugvelli og sjá til þess að hðsmenn sínir af- hentu stjómvöldum öh vopn sín. Sérstök nefnd verður sett á laggim- ar til að rannsaka skotárás sem var gerð á stjómarandstæðinga í gær með þeim afleiðingum að átta þeirra féllu og margir særðust. Mótmælendumir, samfylking lýð- ræðissinna og íslamstrúarmanna, voru fyrir utan víggirtar höfuðstöðv- ar öryggislögreglunnar KGB þegar skothríðin hófst. Nabijev, sem er fyrrum kommún- isti og hefur stjórnað lýðveldinu í um tvo áratugi, hafði leitað hæhs í bygg- ingunni eftir að margra vikna mót- mæU höföu hrakið hann úr þinghús- inu. Reuter EININGABRÉF 1 Saga um blóðsugu varpar skugga á kosningarnar Raunávöxtun sl. 3 mánuái 8,0% KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringlutim 5, sími 689080 í eigu li únaðarbanka Islands ogsparisjóðanna Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra á Filippseyjum að þar sé nú blóðsuga. Hefur saga þessi jafnvel varpað skugga á kosningabaráttuna þar í landi og komist á forsíður dag- blaðanna. Ekki hefur enn tekist aö ná neinni blóðsugu, en það sem menn leita að er kona sem ræðst á ungaböm í fátækrahverfum Manila. Trúa FiUppseyingar því að konan sé svipuö því sem þjóðsögur segja að blóðsögur TransUvaníu hafi verið, þ.e. að efri partur hennar fljúgi um á nætumar en við dögun verði hún aftur heil og gangi um meðal fólks. Ganga nú fullorðnir karlmenn um í fátækrahverfunum vopnaðir hnífum og járnstöngum. Að sögn fiUppsevskra félags- og þjóðfélagsfræðinga er það möguleiki að spennan og óttinn í kringum kosn- ingamar og erfiðleikamir í fátækra- hverfimum hafi komið þjóðsögunni um blóðsuguna af stað. Þetta er ein leið fyrir fólkið í landinu til að tak- ast á við þá streitu sem fylgir kosn- ingunum. Og að auki era blóðsugu- sögur skemmtilegra lestrarefni en kosningaáróður. Reuter DV ■■ * Fergieer komin heim Sarah, eiginkona Andrews Bretaprins, er nú komin aftur heim til Bretlands eftir að hafa veriö í burtu í mánuð i Austur- löndum íjær. Tímann notaöí hún til að ákveða sig hvort hún segði endanlega skiliö við Andrew. Að sögn heimilda mun hún hafa komist að þeirri niðurstöðu að best væri að skijja. Danirámóti Maastricht Nú er aðeins tæplega mánuður þangað til Danir kjósa um svo- kallað Maastricht samkomulag, en í því felst nánari efhahagsleg og stjórnmálaleg sameining hinna 12 ríkja í Efnhagsbandalagi Evrópu. í Gallup-könnun kom í Ijós að 40 prósent Ðana myndu greiða atkvæði sitt gegn samn- ingnum ef kosið væri núna, en aðeins 37 prósent era hliðholl honum. Þetta veldur dönskum stjórnmálamönnum þungum áhyggum þar sem flestir þeirra styðja samninginn. Mun það hafa haft áhrif á skoðanir Dana að Jacques Delores, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, lagði til breytingar innan bandalagsins sem myndu draga mjög úr áhrif- um minni ríkja innan bandalags- ins. Bandaríkjamenn vilja einkaþjóna sem Ivfverði Svo vírðist sem uppþotið í Los Angeles á dögunum hafi oröið þess valdandi að Bandaríkja- menn leita nú til Bretlands eftir einkaþjónum. Að sögn skólayfir- valda í einkaþjónaskóla í Bret- landi hafa sex neraendur þaðan verið ráðnir til Bandaríkjanna eftir uppþotið. Einkaþjónar þess- ir eru einnig lifverðir og eru þjálf- aðir bæði í meðferð skotvopna og bardagaíþróttum. Er kaup þeirra um 3,6 milljónír á ári. Lokkurfyrir 54.000 Lokkur úr hári Byron lávarðar mun vera seldur á uppboði á næstunni í Bretlandi og er gert ráð fyrír að um 54.000 krónur fá- ist fyrir hann. Byron lávarður var fæddur 1788 og dó árið 1824. Hann hlaut frægð fyrir róman- tísk ljóð sín, en sjálfur var hann tvíkynhneigður og hafði gefiö bekkjarfélaga sinum einum lokk- inn. Sprengjurí Brettandi Sjö sprengjur sprangu á sunnu- daginn i einni af stærstu verslun- armiðstöövum Evrópu. Voru sprengingarnar svipaðar þeim sera írski lýðveldisherinn hefur staðið fyrir. Að sögn lögreglu í Gateshead, 400 kflómeti’a norður af London, þar sem sprenging- arnar urðu, ollu þær aðeins litl- um skemmdum og enginn slasað- ist. Þrjár aðrar sprengjur fundust áður en þær sprangu. Sprungu sprengjurnar án þess að nokkur varaði við þeim og enginn hefui’ lýst ábyrgð á hendur sér hvað þær varðar, en þær munu hafa verið á stærð við hljóðsnældur, svipaðar þeim sem IRA notaöi í desember sl. í London, Manchest- er og Blackpool. Um það bil 100.000 manns urðu að yfirgefa verslunarmiðstöðina í Gates- head, Metro Centre, þegar sprengjanna varö vart á laugar- daginn. Um 360 verslanir era í Metro Centre og áætlaö tjón vegna sprengjanna mun vera um 150 mflljónir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.