Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. MAl 1992. Utlönd Hermaðurendur- greSðirskuldina hundraðfalt Fyrrum bandarískur hermaö- ur, sem fékk reiðhjól „að láni“ á meðan hann gegndi herþjónustu í Englandi í heimsstyrjöldinni síðari og varð svo fyrír því að þjólinu var stoliö áður en hann gat skiiað því, hefur endurgreitt skuldina hundraðfalt. Roger Johnson hefur gefið börnum í fjórum þorpum i Nort- hamptonshire, þar sem herfylki hans var, eitt hundrað reiðhjól. „í tæp fimmtíu ár hef ég iðrast þess að hafa tekið reiðhjólið. Það er ekki fyrr en núna að ég get friöað samviskuna aðeins,“ var haft eftir Johnson í breska blað- inu Observer. FleiriSvíarámöti EB-aðild en með henni Samkvæmt nýrri skoðana- könnun í Svíþjóð eru 40 prósent landsmanna andvígir inngöngu í Evrópubandalagið en 35 prósent eru fylgjandi aðild. Tuttugu og fimm prósent kjósenda eru óá- kveðnir. „Tölumar komu ekki á óvart. Það hefði verið óeðlilegt ef fylgis- menn aðildar hefðu verið jafn- margir og að undanfömu," sagði Ulf Dinkelspiel, ráöherra Evr- ópumálefna í sænsku ríkisstjóm- inni. Konur em fiölmennastar í hópi andstæðinga EB og segir ráðherr- ann að erfitt sé að skýra það. Hann telur þó að þaö sé vegna hræösluáróðurs andstæðing- anna. í desember síðastiiðnum vom 48 prósent aðspurðra fylgjandi aðild að EB, 25 prósent á móti og 27 prósent óákveðnir. Jarðneskarleifar keisarafjölskyld- tmnarfundnar Russneskir fomleifafræðingar hafa fundiö jaröneskar leifar Nik- ulásar annars, síðasta Rússakeis- ara, og fiölskyldu hans, tæpum 75 áram eftir að byltingarsinnar komraúnista tóku þau af lífi. Sunnudagsútgáfa breska blaös- ins Times skýröi frá því í gær að bein Nikulásar, Alexöndm konu hans, bama þeirra fimm og fiög- urra starfsmanna hiröarinnar hefðu fundist graiin í skógi í Úral- fiöllum, um 850 kílómetra fyrir austan Moskvu. Það var Borís Jeltsín Rúss- landsforseti sem fyrirskipaöi að grafið yrði í skóginum til að leita að líkunum. NSu þeirra vom í einni og sömu gröfinni en tvær beinagrindur fundust skammt þar frá. í frétt blaösins sagði að önnur beinagríndanna utan graf- arinnar hefði verið af Anastasiu, yngstu dóttur keisarans. Forsetakosning- umekkiflýttí FrakkSandi Pierre Bérégovoy, forsætisráð- herra Frakklands, útilokaöi í gær að forsetakosningum í landinu yrði flýtt. Hann sagðist einnig vera hlynntur því að forseti mætti ekki sitja lengur en eitt sjö ára Kjörtímabil. Annað kjörtima- bil Mitterrands forseta rennur út i maí 1995. Kvikmyndahátíðin í Cannes: Áhyggjur vegna umhverfisráðstefnunnar í Rio: Mynd Altmans er sigurstranglegust Spekúlantar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, sem stendur yfir þessa dagana, eru þegar farnir að spá því að enn einu sinni muni þandarísk kvikmynd standa uppi meö gullpálmann í höndunum, enda þótt aðeins sé búið að sýpa þriðjung myndanna í samkeppninni. Myndin, sem þeir eru svona hug- fangnir af, er „The Player" í leik- stjórn Roberts Altmans, þess hins sama og gerði „M.A.S.H." og „Nas- hville“ á sínum tíma. Hann fékk gullpálmann fyrir „M.A.S.H." árið 1970. í myndinni fiallar Altman um kvik- myndaborgina Hollywood og kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé ger- spillt. Hún fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var sýnd á laugardag og í fréttabréfum, sem gefin em út á hátíðinni, er hún töluvert á undan helstu keppinautunum, „Howard’s End“ eftir James Ivory og „Sjálf- stæðu lífi“ eftir rússneska leikstjór- ann Vítalí Kanevskíj. Bandaríska kynlífs- og spennu- myndin „Basic Instinct" fékk heldur óblíðar móttökur hjá gagnrýnendum en henni er þó mjög hampaö í slúður- blöðunum. Nokkurra mynda er beðið með þónokkurri eftirvæntingu og má þar nefna „The Long Day Closes“ eftir breska leikstjórann Terence Davies og mynd Danans Billies Augusts, „í góðum tilgangi“. August var síðasti evrópski leikstjórinn til að hljóta gullpálmann. Það var árið 1988 fyrir „Pelle sigurvegara". Síðan hafa bandarískir leikstjórar hreppt æðsta hnoss hátíðarinnar, síðast þeir Co- Bandaríski leikstjórinn Robert Altman og leikkonan Whoopi Goldberg koma til sýningar á mynd Altmans, „The Player", á kvikmyndahátíðinni í Can- nes. Myndin þykir vera einna sigurstranglegust í keppninni um gullpálm- ann, æðstu verðlaun hátíðarinnar. Símamynd Reuter en-bræður fyrir „Barton Fink“. kynnir um verðlaunahafann þann Dómnefndin, undir forsæti franska 18. maí. leikarans Gérards Depardieu, til-Reuter Fátæklingar í Rio ræna og rupla í stórmörkuðum - samkomulag um aðgeröir til að draga úr gróðurhúsaáhrifum Presldentlal hopeful Presldent CEORCE H. W. BUSH Búist er við að George Gush Banda- ríkjaforseti mæti á umhverfisráö- stefnu SÞ í Rio. Teikning Lurie ránsferöanna hafa íbúar fátækra- hverfanna efnt til mótmælaaðgerða þar sem þeir krefiast matar. Samningamenn frá tæplega 150 löndum komust loks að samkomu- lagi í New York um helgina um samning til að berjast gegn hækk- andi hitastigiá jörðinni, eða svoköll- uðum gróðurhúsaáhrifum, sem margir vísindamenn telja aö geti haft alvarlegar veðurfræðilegar af- leiðingar í fór meö sér. Meö samningnum skuldbinda rík- in sig til að draga úr losun loftteg- unda á borð við koltvísýring og að vemda skóga jarðarinnar og önnur svæði sem draga þessar lofttegundir ísig. Samningurinn gerir ráð fyrir að auðugar þjóðir veiti þróunarlöndun- um fiárhags- og tækniaðstoð vegna umhverfismála. Búist er við að sam- komulagið verði til þess að George Bush Bandaríkjaforseti sæki ráð- stefnuna í Rio. Reuter íhúar fátækrahverfanna í Rio de Janeiro, þar sem umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í næsta mánuði, hafa farið rænandi og ruplandi um 27 stórmarkaði í borginni á undanfórnum mánuði. Ránsaldan hefur orðið til þess að fyrrum leiðtogi herforingjastjórnar landsins, Joao Figueiredo, hefur hvatt til þess að lögreglueftirlit veröi hert í borginni, ella megi búast við öngþveiti þegar leiðtogar ríkja heimsins koma þar saman. Innbrotin hafa verið gerð í verslan- ir nærri kofahverfunum í vestur- og norðurhluta borgarinnar. Mörg hundmð lögregluþjónar hafa verið sendir þangað til eftirlitsstarfa. Um eitt hundraö leiötogar ríkja heimsins em væntanlegir á um- hverfisráðstefnuna í Rio og embætt- ismenn óttast að ofbeldið muni halda áfram á meðan á henni stendur. Margir kenna efnahagskreppunni í Brasilíu um ofbeldið sem hefur brotist þar út að undanfórnu. Auk Geimferjan Endeavour: Mistekst að bjarga gervihnetti Leiðtogar sfiómarandstöðunn- ar hafa komiö sér saman um aö halda forkosningar til aö velja frambjóðanda íhaldsmanna og hefur slikt aldrei veríð gert áð- ur. Reuter og TT Áhöfn bandarísku geimfeijunnar Endeavour mistókst nú um helgina að koma gervihnetti á rétta braut. Geimfari um borð í Endeavour rak sig of harkalega í hnöftinn þannig aö hann kastaðist lengra inn í geim- inn. Var geimfarinn, Pierre Thout, að reyna aö koma stýri á botn hans er atburðurinn geröist. Gervihnött- urinn vegur um fiögur tonn. Er mikið í húfi fyrir Geimferðar- stofnun Bandaríkjanna (NASA) að ferð Endeavour takist þar sem von- ast er til að hægt sé að nota gervi- hnöttinn fyrir ólympíuleikana á Spáni í sumar. Er þegar búið að eyða um níu miiljöröum við aö reyna að koma honum á rétta braut en það em um 122 þjóðir sem vonast til að getá grætt heila 60 milljarða á hnettinum ef tekst að bjarga honum. Gæti hann þá verið úti í geimnum í 11 ár. Reuter Græða fimm milljarðaáLego Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: Framleiðendur legókubbanna, en þeir eru danskir eins og allir vita, þénuðu rúmlega fimm milfi- arða króna á síðasta ári eftir að skattheimtan haföi fengið sitt. Enda þótt hagnaðurínn verði að teljast verulega góður em framleiöendumir ekki ánægðir með árangurinn. Þeir segja að japönsk fyrirtæki, sem sérhæfa sig í eftirlikingum, geri evrópsk- um leikfangaframleiðendum lífið leitt og hafi af þeim milfiaröa sölu. Legó verksmiöjurnar eru nu í öllum heimsálfum og hjá þeim vinna um átta þúsund manns, þar af um helmingurfnn í Danmörku. Hægt er aö kaup legókubba í 104 löndura. Þúsundirhryll- ingsmyndbanda gerðarupptækar Lögregla á Bretlandi hefur leyst upp stóran neðanjarðarhríng sem stundaði viðskipti með órit- skoðuð myndbönd þar sem sýnd- ar eru pyntingar, limlestingar og mannót. Embættismenn sögðu fyrir helgina að sumar myndirnar gæfu sig út íyrir að sýna raun- veruleg morð. í einni þeirra mátti sjá mann opna kviðinn á van- færri konu og borða fóstrið. í öðrum myndum mátti sjá raun- verulegar krufningar og skurð- aðgerðir. Lögreglan hefur gert þúsundir myndbanda upptækar víðs vegar um landiö eftir sex mánaða rann- sókn. „Sumar myndanna voru svo ögeðslegar að fæstir gætu horft á þær,“ sagði formaður neytendavemdarsamtaka í Liv- erpool. Meðal myndatitlanna má nefna „Fjöldamorð mannætanna", „Tii- raunir með manninn", og „Blóð- bað“. JeHsín gefur verðlagningu á vodkafrjálsa Rikisstjórnin í Rússlandi hefur formlega gefið verðlagningu á vodka fijálsa og er það liöur í markaðsvæðingu efnahagslifs- ins. Sfiórnvöld ætla þó að halda áíram einkaleyfi á framleiðslu dryklqarins eins og verið hefur frá dögum keisaranna. Hér eftir mun ríkið hirða alla skatta af vodkanu en hvaða ríkis- fyrirtæki sem er fær leyfi til aö framleiða það til að auka framhoð í verslunum. Þá hefm ríkið gefið efiir einka- leyfi sitt til framleiðslu á víni og bjór og mega einkafyrirtæki nú hella sér út í þá atvinnugrein. Tíberáin stenst ekkikröfurtii holræsa Áin Tíber, sem rennur í gegn- um Rómaborg, er svo skítug að raengun i henni er meiri en leyíi- legt er í holræsakerfum, aö því er fram kemur í skýrslu um- hverfisverndarhóps sem birt var á miðvikudag. „Við vissum að ástandið var slæmt en þetta er verra en við bjuggumst nokkum tima við,“ sagði Mario Di Carlo, talsmaður hópsins. Hann sagði að Tiber væri meng- uö frá upptökum sínum og alla leið til sjávar. „Á nokkmm stöð- um er mengunin meiri en leyfi- legt er fyrir holræsakerfi sem skilaafsérútíár." Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.