Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 38
50
MÁNUDAGUR 11. MAl 1992.
Afmæli
Halldór H. Guðmundsson
Halldór Hermann Guðmundsson
bifvélavirkjameistari, Urðarvegi 26,
ísafirði, varð fimmtugur í gær.
4
Starfsferill
Halldór fæddist á Bimustöðum í
Ögurhreppi við Djúp en ólst upp á
ísafirði. Hann lauk námi í barna-
og gagnfræðaskóla á ísafirði en
lærði síðar bifvélavirkjun hjá Vega-
gerð ríkisins í Reykjavík. Að námi
loknu 1966 fór hann til Gautaborgar
í Svíþjóð og starfaði þar hjá Volvo-
verksmiðjunum í eitt ár. Hann hefur
starfað við bifvélavirkjun síðan,
lengst af verkstjóri á bílaverkstæði
Vélsmiðjunnar Þór á ísafirði eða í
tuttugu ár.
Halldór rekur nú eigið bifreiða-
verkstæði, Bílatanga hf. á ísafirði,
ásamt tveim félögum sínum.
Halldór hefur starfað við Slökkvi-
liðið á ísafirði síðan 1967. Þá leikur
hann á trommur og hefur spilað
með hinum ýmsu hljómsveitum á
ísafirði, lengst af þó með Ásgeiri
Sigurðssyni.
Fjölskylda
Halldór kvæntist 26.7.1986 Þórdísi
Guðmundsdóttur, f. 5.7.1947, skrif-
stofumanni. Hún er dóttir Guð-
mundar Sveinssonar, netagerðar-
meistara á ísafirði, sem lést 1987, og
Bjameyjar Ólafsdóttur húsmóður.
Dóttir Halldórs er Helena Hall-
dórsdóttir, f. 20.2.1977, en móðir
hennar er Hildur Jóhannesdóttir.
Stjúpsonur Halldórs frá fyrri sam-
búð og sonur Hildar er Róbert Rún-
ar, f. 7.7.1971.
Stjúpsynir Halldórs og synir Þór-
dísar eru Ólafur Jónasson, f. 15.6.
1967; Ágúst Guðmundur Atlason, f.
17.3.1972; Atli Geir Atlason, f. 20.9.
1975.
Systkini Halldórs: Guðbjörg Ásdís
Guðmundsdóttir, f. 30.10.1940, sím-
stöðvarstjóri á Súðavík, var gift
Valdimar Össurarsyni, f. 23.2.1940,
d. 25.2.1980, en synir þeirra eru
Össur, Guðmundur, Jón Smári og
Auðunn; Guðriður G. Guðmunds-
dóttir, f. 21.9.1953, skrifstofustjóri í
Reykjavík, gift Guömundi Jömnds-
syni, f. 10.6.1951, kennara, oger
kjördóttir þeirra Berghnd Ósk; Frið-
gerður Guðmundsdóttir, f. 5.12.1959,
kennari í Reykjavík, gift Rafni
Ragnari Jónssyni, f. 8.12.1954,
trommuleikara og eru synir þeirra
Egill Öm og Ragnar Sólberg.
Foreldrar Hahdórs; Guðmundur
Guðmundsson, f. 21.10.1913, fyrrv.
póstafgreiðslumaður á ísafirði, og
Rebekka Jónsdóttir, f. 22.9.1920,
húsmóðir og starfsmaður á Dvalar-
heimili aldraðra á ísafirði.
Haildór Hermann Guðmundsson.
Sviðsljós
Ingibjörg Ragnarsdóttir (til vinstri) og Guðrún Möller eru í súpermódela-
flokknum. Guðrún er tyrrverandi ungfrú ísland.
Módel 79 kynna veggspjald:
ÍOO fyrirsæt-
nr á bílasölu
- en enginn bíll seldist
Módel 79 kynntu á dögunum
veggspjald með myndum af fyrir-
sætum samtakanna' Þetta er árviss
viðburður hjá módelunum til að
kynna þær fógm fyrirsætur sem á
þeirra snærum em.
Hér er ekki um neitt smávegg-
spjald að ræða þvi það er 1,20 x 1,20
á stærð og af þeim sökum varð að
prenta það erlendis. Á veggspjald-
inu em 64 fyrirsætur, allar fyrir-
sætur samtakanna og aukaJFólk.
Sissa tók myndimar, Bjami Breið-
fjörð var stÚisti, Alh frá Kompaní-
inu sá um hárið og Rúna Guð-
mundsdóttir um förðunina. Dreif-
ing er hafin en hægt er að fá ókeyp-
is eintak hjá skrifstofu Módela 79.
Mikið húhumhæ var í kringum
kynninguna en hún fór fram í hús-
næði bílasölu einnar í Skeifunni.
Þar vom auðvitað öll fegurstu fljóð
bæjarins mætt og var það mál
manna að aldrei fyrr í veraldarsög-
unni hefðu fleiri fallegar konur
verið samankomnar á bílasölu! Þar
vom meðal annarra þær stúlkur
sem urðu í 1., 2. og 3. sæti í keppn-
inni ungfrú ísland 1992. Borð vom
drekkhlaðin og veitingar veglegar.
Um það bil 400 manns létu sjá sig
um kvöldið og hljómsveitin Loðin
rotta sá um að skemmta viöstödd-
um.
Kristín Ingvadóttir fyrirsœta, Alli hárgreiðslumeistari og Sissa Ijósmynd-
ari. Attlaáum hárgreiðslu og Sissa um Ijósmyndun á tyrirsætunum.
DV-myndlr Ari
75 ára
Sigfús Jón Oddsson,
Staffelli, Fehahreppi.
Bergþóra Guðlaugsdóttir,
Skólavegi 4, Keflavik.
70 ára
Sigurveig Halldórsdóttir,
Dvergabakka36, Reykjavík.
50 ára
Þráinn Kristinsson,
Bergholti 14, Mosfehsbæ.
Aðalheiður M. Guðmundsdóttir,
Holtsgötu 21, Reykiavík.
__ SigurðurTómasson,
Háteigsvegi 10, Reykjavík.
__ Hafsteinn Einarsson,
Flúðaseli 70, Reykjatík.
Helga Guðríður Bjömsdóttir,
Klifagötu 12, Öxarfjarö arhreppi.
40 ára
SigurðurR. Jakobsson,
Bakkavör 34, Seltjarnarnesi.
Agnes Guðnadóttir,
Eiðsvallagötu 6, Akureyri.
Salbjörg Jósepsdóttir,
Góuholti9,ísafiröi.
Elísabet Pálmadóttir,
Miðtúni25,ísafirði.
Menning
Frábær píanóleikur
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla-
bíói fimmtudagskvöld. Á efnisskránnl vom verk eftir
Pjotr Tsjækofskí, Aleksander Borodin og Antonin
Dvorák. Stjómandi á þessum tónleikum var Öm Ósk-
arsson og einleikari á píanó var Peter Máté.
Öm Óskarsson er einn þeirra ungu íslensku stjóm-
enda sem komið hafa fram á sjónarsviðið á undanfóm-
um ámm. Peter Máté er tékkneskur en hefur undanf-
arin ár búið ásamt konu sinni á Stöðvarfirði þar sem
þau starfa sem tónhstarkennarar. Peter verður því að
kahast heimamaður og var ánægjulegt að sjá tvo slíka
í öndvegi á þessum tónleikum. Vonandi verða efni til
þess í framtíðinni að slík sjón verði algengari hjá Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
Tónleikamir hófust á tónaljóði Borodins „Á steppum
Mið-Asíu“, sem er einfalt verk í hugljúfari kantinum
sem kom prýöilega út hjá hljómsveitinni. Píanókon-
sert Tsjækofskís nr. 1 er meðal vinsælustu verka þess-
arar gerðar og verður fátt um það sagtsem ekki hefur
verið sagt mörgum sinnum áður. Annað mál er það
að gagnrýnanda DV hlýnar jafnan um hjartarætur við
að vera minntur á lögfræðinginn Tsjækofskí og störf
hans í dómsmálaráðuneytinu. Það sem athyghsverðast
var þó við píanókonsert Tsjækofskís að þessu sinni
var frammistaða Stöðfirðingsins við píanóið. Peter
Máté er greinilega píanóleikari á alþjóðlegan mæh-
kvarða. Hann hefur til að bera flest það sem einkenn-
ir þá bestu í faginu. Má þar nefna mikinn skýrleika,
bæði í hugsun og tæknilegri útfærslu, og syngjandi
fagran tón sem glúpnar ekkert hvort sem leikið er
hratt eða hægt, veikt eða sterkt. Leikmönnum virðist
það oft einkennilegt hve hljómgæðin geta verið ólík
þjá hinum ýmsu píanóleikurum, jafnvel þótt þeir spih
á sama hljóðfæriö, ekki síst þegar þaö er skoðaö hve
píanóið er vélrænt flókið hljóðfæri, þar sem samband
tónhstarmannsins við hljóðgjafann er í gegnum marg-
víslegar stangir, hðamót og hamra. Þannig hafa mjög
fjölbreytileg hljóð heyrst koma frá flyglinum í Há-
skólabíói í gegn um tíðina og ekki öh fógur. Tónninn
hjá Peter Máté var hins vegar eins og hann hljómar
fegurstur og minnti einna helst á Sovétmanninn Gavri-
loff þegar hann kom hér um áriö. Túlkunin var mjög
blæbrigðarík og tímaskyn og nákvæmni í hryn var
eins og best verður á kosið. Vonandi mega Austfirðing-
ar sjá af þessum frábæra píanóleikara oftar í framtíð-
inni til aö auðga anda annarra landsmanna meö leik
sínum. Þess má geta að þetta er ekki eini evrópski
tónhstarmaöurinn sem lætur til sín taka í íslensku
tónhstarlífi um þessar mundir, eftir að hafa numið
land á Stöðvarfirði. Ferenc Utassy, sem hefur getið sér
gott orð fyrir aö sfjóma Háskólakómum, bjó áöur á
örn Óskarsson hljómsveitarstjóri.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Stöðvarfirði og var fyrirrennari Mátés sem tónhstar-
kennari og orgeheikari hjá séra Gunnlaugi Stefáns-
syni, alþingismanni og presti í Heydölum.
Síðasta verk tónleikanna var Sinfónía Dvoráks „Frá
nýja heiminum" sem er ekki síður vinsælt verk en
píanókonsert Tsjækofskís. í þessu verki náöi stjóm-
andinn Öm Óskarsson sér best á strik. Var greinilegt
að hann kunni verkið mjög vel og sýndi á köflum ágæt
tilþrif, sem hljómsveitin brást vel og drengilega við.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Öm stjórnar á
áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há-
skólabíói og vonandi ekki það síðasta. Það er eins með
hljómsveitarstjóra og aðra tónhstarmenn að þeir þurfa
æfingu og þjálfun, sem fæst ekki með öðm en að
stjórna. Sinfóníuhljómsveitin hefur um langa hrið lagt
sig mjög fram um að þjálfa finnska hljómsveitarstjóra
og koma finnskri tónlist á framfæri. Það er fallega
gert og eiga frændur okkar Finnar þaö margtfalt skil-
iö. Nú em hins vegar efni og tími til komin að gefa
íslenskum hljómsveitarstjórum og íslenskri tónlist
fleiri tækifæri.