Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. ATVINNUTÆKIFÆRI FYRIR FÓLK MEÐ METNAÐ Ýmis fyrirtæki hafa beðið okkur um að útvega sér starfsfólk tif ýmissa framtíðarstarfa. SÝNISHORN AF BEIÐNUM Sölufulltrúi. Nr. 320 • Öflugt innflutningsfyrirtæki vill ráða til starfa starfsmann í stöðu sölufull- trúa. Starfssvið viðkomandi er við sölu og samskipti við aðila vegna til- boðsgerða, markaðssetning, innkaup og fl. vegna gólfefna er fyrirtækið flyt- ur inn og selur. Leitað er að sjálfstæð- um einstaklingi ca 30 ára að aldri, sem getur unnið skipulega og sjálfstætt, hefur frumkvæði og metnað til þess að ná árangri I starfi. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á öllum almenn - um skrifstofust., þ.m.t. góð ensku- kunnátta og reynsla af notkun tölvu. Framkvæmdastjóri Vi dag. Nr. 338 Félagasamtök atvinnurekenda vilja ráða til starfa starfsmann I stöðu fram- kvæmdastjóra til að veita forstöðu skrifstofu þeirra sem opin er hálfan daginn, f.h. Leitað er að einstaklingi sem er með viðskiptafræðimenntun, vinnur skipulega og sjálfstætt, á gott með mannleg samskipti, getur komið fram fyrir hönd félagsins opinberlega. Nauðsynleg starfsreynsla af öllum al- mennum skrifstofustörfum. Þjónustufulltrúi. Nr. 333 Mjög öflugt hugbúnaðarfyrirtæki vill ráða starfsmann til starfa I stöðu þjón- ustufulltrúa. Starfssvið þjónustufull- trúa er að bera ábyrgð á allri þjónustu við ákveðna viðskiptavini fyrirtækis- ins, þarf að þekkja til starfsemi þeirra, skipulags og skilja hlutverk þeirra. Þjónustufulltrúi skal hafa heildaryfir- sýn yfir öll þau verk sem unnin eru fyrir viðskiptavini. Þarf að geta leyst úr og svarað þörfum viðskiptavina um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta. Þjónustuvilji, samskiptahæfileikar og sjálfstæði við framkvæmd verka eru nauðsynlegir eiginleikar I fari þjón- ustufulltrúa. Leitað er að einstaklingi sem hefur háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða upplýsingatækni eða annað sem meta má til jafns við það. Framkvæmdastjórl. Nr. 336 Mjög stór sportvöruverslun leitar að starfsmanni I stöðu framkvæmda- stjóra. Starfssvið viðkomandi er að vera leiðtogi stórs hóps sölu- og af- greiðslumanna, skrifstofuumsjón, framsetning og innkaup á vörum seld- um I versluninni, ásamt öðru því er eigendur fela framkvæmdastjóranum að annast. Leitað er að einstaklingi sem hefur forystuhæfileika, sjálfstæð- ur, hefur haldgóða þekkingu á rekstri og góða þekkingu á bókhaldi. I boði er skemmtilegt og fjölbreytt framtíðar- starf. Vlðskiptafræðingur, bókhald /i dag Nr. 341 Bókhaldsfyrirtæki vill ráða starfsmann með viðskiptafræðimenntun, helst af endurskoðendasviði, til starfa Vi dag- inn, f.h. Starfssviö viðkomandi er við allt almennt fjárhagsbókhald, launa- úrvinnslu og m.fl. Verkstjóri (Verkl. Iramkvæmd.). Nr. 319 Rótgróið fyrirtæki sem sérhæft hefur sig í standsetningu lóða, þ.e.a.s. garð- yrkju, hellulagnir og m.fl., vill ráða til sín starfsmann I stöðu verkstjóra. Starfssvið viðkomandi er að stjórna einum vinnuflokki. Leitað er að ein- staklingi sem hefur unnið sem verk- stjóri við svipuð störf eða aðrar verk- legar framkvæmdir. Járniðnaðarmenn. Nr. 337 Framleiðslufyrirtæki í málmiðnaði vill ráða til sin nokkra starfsmenn vana suðu, unnið er bæði úr venjulegu járni og einnig ryðfríu efni. Sölumaður. Nr. 339 Stórt og öflugt innflutningsfyrirtæki á sviöi tölva og ýmissa annarra tækni- vara leitar að öflugum tæknilegum sölumanni til starfa. Leitað er að ein- staklingi sem hefur tæknilega mennt- un og reynslu af tækni- og tölvusvið- inu, viðkomandi þarf m.a. að taka þátt I sölu á tölvum, símkerfum, eld- varnarkerfum o.s.frv. I boði er fjöl- breytt, krefjandi og áhugavert starf hjá traustu fyrirtæki. ! Sölumaður matvara. Nr. 340 Stórtfyrirtæki, sem bæði starfar á sviði framleiðslu og innflutnings, vill ráða til sín (topp)sölumann til sölu- mennsku á innflutningsvörum fyrir- tækisins. Leitað er að ungum og metnaðarfullum einstaklingi sem til- búinn er til að leggja töluvert á sig til þess að ná árangri í starfi. Um er að ræða matvörur sem seldar eru í allar matvöruverslanir, veitingastaði o.s.frv. bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sölumaður. Nr. 342 Innflutnings- og heildsölufyrirtæki vill ráða starfsmann til starfa við sölu- mennsku á ýmsum skrifstofubúnaði, svo sem eins og reiknivélum, Ijósrit- unarvélum, faxtækjum o.s.frv. Starfs- svið viðkomandi er að fara í fyrirtæki og stofnanir og bjóða vörur þessar til sölu. Um er að ræða heimsþekktar vörur sem standast allar gæðakröfur. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur mikla og góða starfsreynslu af sölumennsku af sams konar vörum. Sérhæft skrifstofustarf 'A dag. Nr. 315 Félagasamtök staðsett I Múlahverfinu I Rvk vilja ráða starfsmann til starfa Ví dag, e.h. Starfssvið viðkomandi er mjög fjölbreytt og krefjandi. Leitað er að einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af öllum almennum skrif- stofustörfum, tölvuvinnslu, töflu- reikni, ritvinnslu, góða einskukunn- áttu og Norðurlandamál. Starfsmaður þarf að vera þægilegur I samstarfi og jafnframt hæf(ur) til að takast á hend- ur sjálfstæð verkefni. Æskilegur aldur um 40 ár. i boði er reyklaus, rúmgóð- ur og nýr vinnustaður. Sölumaður. Nr. 322 Innflutningsfyrirtæki á sviði fatnaðar vill ráða til sín starfsmann til sölu- starfa. Fyrirtækið flytur inn og selur m.a. kvenundirfatnað, snyrtivörur, kvensokkabuxur og margt fl. Leitað er að einstaklingi sem hefur fágaða og góða framkomu og umfram allt getur selt. Æskilegur aldur 35-45 ára. Sölumaður. Nr. 316 Fyrirtæki, sem sérhæfir sig í nám- skeiðshaldi á stjórnunarsviðinu, vill ráða til starfa sölumann til að selja námskeið og aðra sérhæfða þjónustu til fyrirtækja og stofnana. Námskeið þessi hafa verið haldin á Islandi um árabil. Starf þetta hentar vel þeim sem geta ráðið tíma sínum, heppilegt er að sinna þessu sem hálfu starfi. Greidd eru mjög há sölulaun af námskeiðsgjöldum og öðrum verk- efnum. Sérhæft skrifstofustarf. Nr. 317 Rótgróið og traust innflutningsfyrir- tæki hefur falið okkur að útvega sér starfsmann til starfa við öll almenn skrifstofustörf. Leitað er að (topp) starfsmanni sem hefur mikla og góða þekkingu og reynslu af fjárhagsbók- haldi, ritvinnslu, töflureikni og um- sýslu fjár. Góð enskukunnátta nauð- synleg. I boði er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf. Sölustjóri. Nr. 343 Stórt, öflugt og rótgróið innflutnings- fyrirtæki á sviði matvöru leitar að starfsmanni í stöðu sölustjóra. Starfs- svið sölustjóra er öflugt sölu- og markaðsstarf á innflutningsvörum fyr- irtækisins. Leitað er að reynslumikl- um, hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur sýnt getu til að ná árangri I hin- um harða heimi á marvörumarkaðn- um. Leitað er að vel menntuðum ein- staklingi á þessu sviði. I boði er starf hjá traustu fyrirtæki, góð starfsað- staða, ágæt laun fyrir réttan aðila. Einnig vil ég komast í samband viö alla þá sem eru aö leita sér aö nýju starfi, hvort heldur um er aö ræöa vel menntaða ein- staklinga, aölla sem sækjast eftir stjórnun- arstarfi, sérhæföu skrifstofustarfi eöa öörum ótilgreindum störfum. Umsóknareyöublöö og allar nánari upplýs- ingar um störf þessi sem og önnur eru veitt- ar á skrifstofu minni aö Hafnarstræti 20,101 R., 4. hæð. Persónuleg ráögjöf og ráöningarþjónusta. TEITUR lÁRUSSON STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf. HAFNARSTRÆTI20, V® LEKJARTORG, I0l REYKJAVÍK, SÍMI624550. Fréttir Norræna upplýsinga- skrifstofan á Isafirði Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði; Norræna upplýsingaskrifstofan á íslandi var opnuð hér á ísafirði fyrir skömmu að viðstöddu fjölmenni. Haraldur Ólafsson, formaður Norræna félagsins á íslandi, bauð gesti velkomna og síðan undirrituðu þeir Sigurður R. Símonarson, fram- kvæmdastjóri félagsins, og Smári Haraldsson bæjarstjóri samning um starfsaðstöðu fyrir hina nýju skrif- stofu á 2. hæðinni í Stjórnsýsluhús- inu þar sem bæjarskrifstofur ísa- fjarðar eru. Hin nýja skrifstofa á að vera á ísafirði a.m.k. næstu 4 árin. Haraldur ávarpaði gesti og þakkaði bæjarstjóm og bæjarstjóra fyrir þeirra framlag en síðan afhenti bæj- arstjóri Kristjönu Sigurðardóttur lykil að húsnæðinu en hún mun veita Norrænu upplýsingaskrifstofunni forstöðu. í ávarpi Kristjönu kom fram að nú væri orðinn að veruleika sá draumur þeirra sem stofnuðu deild Norræna félagsins hér á ísafirði árið 1939 að geta með öllum ráðum kynnt ísafjörð fyrir öðram þjóðum, komið á sam- Smári Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, afhendir Kristjönu Sigurðardóttur lykla að húsnæði Norrænu upplýsingaskrifstofunnar sem verður í sambýli við Bæjarsjóð ísafjarðar í Stjórnsýsluhúsinu. skiptum milli ísafjarðar og annarra sem þurfa á upplýsingum að halda í Norðurlandabúa og greitt götu þeirra norrænu samstarfí. Á hinni nýju skrifstofu: Kristjana Sigurðardóttir, formaður Norræna félagsins á ísafirði, gjaldkeri í Norræna félaginu á íslandi og forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, Haraldur Ólafsson, formaður Norræna félagsins á íslandi, Gylfi Þ. Gíslason, varaformaður, Hjörtur Pálsson, meðstjórnandi, Stefán Olafsson, varamaður, Hreinn Pálsson, meðstjórnandi, og Sigurður R. Símonarson, framkvæmdastjóri. DV-myndir Hlynur Þór Hótelrekstur á Egils- stöðum í örum vexti Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egflsstöðum: Það kom fram á aðalfundi Hótel Valaskjálfar, sem haldinn var í síð- asta mánuði, að veltan á síðasta ári nam 90,5 milljónum króna. Rekstur- inn hagstæður um tæpar 170 þús. kr. Velta Valaskjálfar hefur nær tvö- faldast á síðustu þrem árum og gisti- nóttum fjölgað um 26%, úr 7.158 á árinu 1988 í 9.064 á síðasta ári. Hótel- ið hefur yfir að ráða 21 gistiherbergi auk þess sem það rekur sumargist- ingu í heimavist menntaskólans en þar eru nær 50 herbergi. Miðað við bókanir má búast við svipuðum íjölda ferðamanna í ár og á síðasta ári. Hins vegar er stefnt að því að ná fram betri afkomu með ýmiss konar hagræðingu í rekstri og markvissu starfi í markaðsmálum. Hótel víða um land eru með sam- vinnu þar sem lögð er áhersla á að auka nýtingu þeirra, einkum utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Framkvæmdastjóri Hótel Vala- skjálfar, SigurborgKr. Hannesdóttir, sagöi að sú samvinna væri þegar far- in að skila sér og fyrirsjáanleg væri góð nýting nú í maí. Frá hluthafafundi í Hótel Valaskjálf hf. Bjarni Björgvinsson lögfræðingur í ræðustól, þá Jörundur Ragnarsson kaupfélagsstjóri, fyrrverandi stjórnar- formaður, og Sigurborg Hannesdóttir framkvæmdastjóri. DV-mynd Sigrún Búðahreppur: Ægir Eristinsson, DV, Fástaúðsfirði: Pjárhagsáætlun Búðahrepps var samþykkt á fundi hrepps- nefbdar 6. maí sl. Helstu tekjulið- ir eru útsvar, 47,5 miilj. króna, aðstöðugjöld, 20,1 milijón, ogfast- eignagjöld, 10,1 milljón. Tekjur hreppsins eru áætlaðar 79,7 millj- ónir. Heistu gjaldaliðir eru yfirstjóra sveitarfélagsins, 8,4 miiljónir, al- mannatryggingar og félagshjálp, 8,6 milljónir, og fræðslumál, 12,6 milljónir. Til æskuiýðs- og íþróttamála er áætluð 11,1 milljón og til bruna- og almannavaraa 10,7 milijónir. Þar er stærsti gjaldaliðurinn kaup á nýjum siökkvibíl. " Til nýbygginga gatna er áætlað að verja 11,6 miiljónum og gatna- gerðargjöld eru áætiuð io,4 millj- ónir. Félagsheimilið Skiúöur fær eina milljón en miklar endurbæt- ur hafa verið gerðar þar innan- húss. í sumar á að klæða bygging- una að utan. Til nýbyggingar íþróttahúss er áætlaö að verja 10,1 milljón en ætlunin er að steypa grann hússins í sumar. • : ■ ... ■• :•: ., .. •• , •:■■■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.