Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 44
T T A S K O T I R Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Frjalst, ohaö dagbíaö MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. Landsbankinn: Höfum lækk> að vextina eins og við iofuðum segir bankastjóri Guðni semur við danskt fiugféiag Guðni Þórðarson, forstjóri Flug- ferða/Sólarflugs, hefur samið við danska flugfélagið Mærsk Air um að annast leiguflug ferðaskrifstofunnar til Kaupmannahafnar og London á næstunni. „Ég veit ekki hve lengi það verður því við erum að leita að þotu skráðri hér á íslandi. Það er að mörgu leyti heppilegra aö vélin sé skráð hér á landi. Ég hef von um að við séum að fá slíka vél, en get ekkert frekar um það sagt á þessari stundu," sagöi Guðni Þórðarson í morgun. Reglur í leiguflugi segja til um það að flugvélin verði aö hefja ferðina í því landi þar sem hún er skráð. Þess vegna breytast brottfarartímar hjá Flugferðum/Sólarflugi við tilkomu Mærsk Air þotunnar. Hún fer um morguninn frá Kaupmannahöfn en frá Islandi klukkan 15. -S.dór LOKI Hefði ekki verið ódýrast fyrir Guðna að semja við svifdrekamennina? „Það liggur ekki fyrir að gera neitt í vöxtum núna. Við lækkuðum vext- ina um síðustu mánaðamót og höfum því gert eins og við lofuðum. Við höfum því staðiö við þá yfirlýsingu sem við gáfum aðilum vinnumarkaö- arins. Þeir sem halda öðru fram ættu að lesa hana betur. Við höfum hins vegar ekki lofað að vera með sömu vexti og aörir. Hver banki verður að taka sína ákvörðun í þeim efnum,“ segir Halldór Guðbjámason, banka- stjóri Landsbankans. Halldór segir að vaxtamál bankans verði til umræðu á næsta bankaráðs- fundi sem fram fer á fimmtudaginn. Ekki sé þó sjálfgefið að vextimir lækki meir en orðið er. Um síðustu mánaðamót hafi þeir lækkað um 0,7 til 1,5 prósént. „Hver banki tekur sína sjálfstæðu ákvörðun þannig að menn þurfa ekk- ert að senda öðrum tóninn í frétta- mönnum. Ef einstaka bankar telja sig þurfa að hækka vexti hjá sér þá gera þeir það væntanlega vegna þess að þeir hafa tekið ákvarðanir sem ekki standast." -kaa Stjóm Softis á leið til Bandaríkjanna: Kynnir Louis fonitið fyrir tölvurisunum „Víð fórum til San José i Kali- fortiíu þar sem við munum þann 14. maí taka þátt í hugbúnaðarsýn- ingu. Daginn eftir hittum við full- trúa frá fyrirtækinu ABOBE. Því næst munum við kenna fulltrúum frá Apple, sem munu BETA prófa kerfíð, að nota það. Þann 18. mun- um viö svo hitta fulltrúa frá Digit- al. Þetta er í stómm dráttum dag- skrá ferðarinnar,“ segir Jóhann P. Malmquist, stjórnarformaður í Softis hf. en stjóm fyrirtækisins er á fórum til Bandaríkjanna í dag til að kynna Louis-forritið. Softis er nú í eigu um 60 einstakl- inga og fyrirtækja. Það var stofnað fyrir tæpum tveimur áram af Rad- íóbúðinni sem átti þá 34,8 prósent hlutafjár, Aríes hf., sem átti 35,2 prósent, Tækniþróun hf. meö 10 prósent hlutaQár, Reyni Hugasyni sem átti 10 prósent hlutafjár, Jó- hanni P. Malmquist, sem átti þá 5 prósent hlutafjár, og Snorra Agn- arssyni, sem átti 5 prósent Hlutafé í upphafi var 10,050 milljónir króna. Síðan þá hefur hlutafjáreign í Softis tekið miklum breytingum og eignaraðilum fjölgaö. Nú er það Radíóbúðin sem á stærsta hlutinn eöa um 45 prósent. Til samanburð- ar má geta þess að að næststærsti hluthafmn á um 8 prósent. Stjórn fyrirtækisins skipa þeir Jóhann P. Malmquist, Grímur Laxdal og Snorri Agnarsson. -J.Mar Veöriö á morgun: Hæg austiæg Á morgun verður fremur hæg austan- og norðaustanátt. Lítils háttar slydda verður við suð- austur- og austurströndina en úrkomulaust í öðrum lands- hlutum. Veðriö í dag er á bls. 52 Umfangsmik' ið f íknief na- mái upplýsf Lögreglan hefur upplýst um- fangsmikið fíkniefnamál, sem tengist um 10 nemendum Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Tíu aðrir aðilar á Vestfjörðum, Suðurnesjum, Húna- vatnssýslu og í Reykjavík eiga aðild að málinu. Lagt hefur verið hald á tíu grömm af amfetamíni og um tíu grömm af hassi. Nemendur Fjölbrautaskólans hafa viðurkennt neyslu á 50-70 grömmum af fíkniefnum, aðallega hassi, frá ára- mótum - í heimavist skólans og í bænum. Lögreglan á Sauðárkróki lét til skarar skríða vegna málsins á fóstudag. Nokkrum nemendum hef- ur verið vikið úr skóla. Fjórir nem- endur era taldir höfuðpaurar í mál- inu. -ÓTT i i i i i i i i Ungirjafiiaöarmenn: Gagnrýna þingflokkinn harðlega i Samband ungra jafnaðarmanna hefur sent þingflokki Alþýðuflokks- ins bréf þar sem fram kemur hörð gagnrýni á hann fyrir að samþykkja það atriði í frumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna að lán skuli greidd út eftir að námsáföngum er lokið. Þetta hafi allir þingmenn flokksins, nema einn, samþykkt þvert ofan í samþykkt flokksstjórnar frá 28. mars. Skorar.stjórn SUJ á þingmenn að endurskoða afstöðu sína við 3. um- ræðu frumvarpsins. Að öðram kosti muni SUJ krefjast þess að flokks- sfjórnarfundur verði kallaður saman og að málið verði tekið upp á flokks- þinginuínæstamánuði. -S.dór Þyrlasóttislasaða Svifdrekafélag Reykjavíkur stóð fyrir sýningu og firmakeppni á svifdrekum i gær á Úlfarsfelli. Keppendur voru alls 17 og sigurvegari varð Sveinn Ásgeirsson. Svifdrekafiug hefur náð töluverðum vinsældum hér á landi en íþróttin barsthingaðtillandsárið1976. DV-myndJAK Ellefu ára gömul telpa varð fyrir jeppa við Veiðivötn á laugardag og var óskað eftir aðstoð þyrlu við að koma henni á sjúkrahús. Að sögn starfsmanns Landhelgisgæslunnar hafði eitt hjól jeppans farið yfir maga stúlkunnar. Landhelgisgæslunni barst hjálpar- beiðnin klukkan 12.45 á laugardag- inn og tveimur klukkustundum síðar var lent með telpuna við Borgarspít- alann. Telpan virtist hafa þrýst niöur í snjóinn og það orðið til að meiðslin urðu minni en búast hefði mátt við. -IBS ÞROSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.