Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992.
GERUM GÖT Á EYRU
ERUM NÝBÚIN AÐ FÁ NEFLOKKA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
STOFNUÐ 1918
SÍMI 13010
GARÐASTÁL
Lausn á steypuskemmdum
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
TIL SOLU:
Jarðýtur Hjólaskóflur
CAT D4E '83 FIATALLISFR20 '82
CAT D5B '82
CAT D6C '71 Beltagröfur
CAT D4H '88 CAT 225B '88
CAT 235 '84
Traktorsgröfur CAT 215 '82
CAT 428 '87-89 FIATALLISHD20 '88
CAT 438 '89-'90
JCB 3XC '91 Hjólagröfur
CASE 580F '81 KOMATSU P150W '85
Upplýsingar hjá sölumönnum
HEKLU hf. Sími 91-695-500
m
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
Menning
DV
Danni og djúp-
sævið bláa
Danni og djúpsævið bláa er ekki viðamikið leikrit í
venjulegri merkingu þess orðs. Persónur eru aðeins
tvær og framvindan er fólgin í samskiptum þeirra eina
kvöldstund og nóttina á eftir.
Þó að engin stórtíðindi gerist heldur verkið athygli
áhorfandans frá fyrstu mínútum vegna þess að textinn
er í senn mannlegur og kröftugur, blandaður gráleit-
um húmor. Höfundur hefur fulla samúð með persón-
unum en hann leyfir sér engu að síður að sjá spaugileg-
ar hhðar á tilvistarkreppu þeirra.
Danni og Rúna eru dæmigerðir fulltrúar þeirra ungu
Leiklist
Auður Eydal
Bandaríkjamanna sem hafa lent í hinum verstu
hremmingum og algjörlega misst fótfestuna. Fjölskyld-
ur þeirra hafa brugðist, umhverfið er óvinsamlegt og
bæði einangrast í milljónaborginni.
Þau bregðast við einsemdinni á ólíkan hátt, Rúna
brynjar sig með kaldranalegu viðmóti og ofsaköstum,
en Danni beitir ofbeldi nánast eins og til að komast í
snertingu við fólk.
Eitt kvöld hittast þau á hallærislegum bar og fyrstu
kynni þeirra eru heldur óvinsamleg. En þau eru bæði
leitandi og í þörf fyrir að tjá sig þannig að smám sam-
an bráönar ísinn.
Þó að á ýmsu gangi í samskiptum þeirra gefur höf-
undur samt óvænta vonarglætu í lokin. Óvænta, vegna
þess að formúluverk af þessari tegund enda miklu
oftar í sama svartnættinu og þau hófust, eða ein-
hveiju þaðan af verra.
John Patrick Shanley er af yngri kynslóö banda-
rískra höfunda, fæddur 1950. Hann byijaði að skrifa
leikrit sem vöktu töluverða athygh upp úr 1980 en
hefur hin síðari ár snúið sér að samningu kvikmynda-
handrita.
Umhverfið í Tunglinu hentar ágætlega fyrir verkið,
hráslagalegt og dökkt, en sjálf leikaðastaðan er auðvit-
að frumstæð þar sem þetta er jú skemmtistaður en
ekki leikhús. Bar hússins nýtist óbreyttur í fyrri þætt-
inum en seinni þátturinn fer fram í herbergi Rúnu,
þar sem stórt rúm með blóðrauðum rekkjuvoðum er
ahsráðandi á sviðinu.
Sú hugmynd, að snúa stólum áhorfenda í hléi og
leika seinni þáttinn öndvert barnum, kemur ágætlega
út og þessar sviðslausnir eru alveg ásættanlegar miðað
við aðstæður. Návígið skapar alltaf sérstakt andrúms-
loft, sem í þessu tilfehi hentar verkefninu fullkomlega.
Helga Braga Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson
leika hlutverk þeirra Rúnu og Danna. Ég átti þess
ekki kost að sjá frumsýningu verksins en á annarri
sýningu voru þau bæði dáhtið leitandi í fyrstu. Túlkun:
þeirra og samleikur varð þó þéttari og márkvissari
eftir því sem á leið.
Helga Braga nær vel aö sýna sveiflurnar í framkomu
Rúnu. Aðra stundina hleypur hún upp í ofsa, sem er
þó alltaf blandaður svohtlum leikaraskap, en á milh
er hún graharaleg og stríðin. Hún á líka til draum-
lyndi, og þar hefur hún fundið vissa flóttaleið frá þung-
bærum veruleikanum.
Þorsteinn Guðmundsson og Helga Braga Jónsdóttir
í hlutverkum sínum í Danna og djúpsævinu bláa.
Helga hefur ríkulega hæfileika til gamansamrar
túlkunar en hins vegar fannst mér áherslan um of á
þá hlið og sársaukinn ekki koma nógu skýrt í gegn.
Raunir Rúnu urðu þess vegna óþarflega léttvægar.
Undir skrápnum eiga að vera sár, sem raunverulega
svíða, þó að vissulega sé engin ástæða til að velta sér
um of upp úr því.
Þetta varð einkum áberandi gagnvart hrópandi ein-
semd Danna, sem Þorsteinn fór langt með að koma til
skila. Af orðum hans má ráða, að hann er lagður í
einelti með einangrun á vinnustað og yfirleitt hvar sem
hann fer.
Aðferð hans til að ná sambandi við aðra er að slást
og beita ofbeldi. Þegar hann hittir Rúnu er hann
hræddur um að nú hafi hann gengið of langt og hrein-
lega drepið mann. Hvort svo er kemur ekki fram í
verkinu, og kannski er þetta í og með trikk til að ná
athygli Rúnu.
í meðforum Þorsteins varð Danni bæði trúverðug
og aumkunarverð persóna. Hreyfingarnar undirstrika
uppgjöf hans og vonleysi og framsögnin ber vott um
óöryggi Danna, sem er því ekki vanur að eiga eðlheg
tjáskipti við fólk.
Danni og Rúna eru um margt ólík á ytra borði, en
undimiðri eru þau einmana og leitandi sáhr sem þrá
betri tilvist. Einmitt þess vegna ná þau saman og
kaimske eiga þau einhveija skárri daga framundan.
Ásgeir Sigurvaldason þýddi textann á hispurslaust
talmál og leikstýrir verkinu af tilfinningu fyrir verk-
éfninu og skhningi á persónunum.
Þessi frumraun And-leikhússins er athyghsverð og
unnin í fuhri alvöru. Þeir sem hafa áhuga á jaðarleik-
húsunum okkar og því lífsmagni sem fólgiö er í metn-
aðarfuhu starfi ungs leikhússfólks ættu að leggja leið
sína í Tunghð á næstunni og sjá Danna og djúpsævið
bláa.
And-leikhúsið sýnir í Tunglinu við Lækjargötu:
Danni og djúpsævið bláa.
Höfundur: John Patrick Shanley.
Leikstjórn og þýðing: Ásgeir Sigurvaldason.
Lýsing: Egill Úrn Arnason.
Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
Sviðsljós
Gagnfræðingar sigra í hjólreiðakeppni
sér þar með rétt til þátttöku í úr-
slitakeppninni sem fram fer við
Perluna í Reykjavík í ágúst nk. Þar
munu 7. bekkingar úr fimm skólum
landsins reyna með sér, einn úr
hvorum landsfjórðungi auk
Reykjavíkur.
Undanfari hjólreiðakeppninnar
var umferðargetraun sem mennta-
málaráðuneytið stóð fyrir ásamt
Umferðarráði í vetur og samhhða
getrauninni var efnt til umferðar-
fræðslu í öhum 7. bekkjum lands-
ins.
Fyrir sigur í hvorum riölanna
fimm gaf Námsgagnastofnun í
verðlaun myndvarpa th viðkom-
andi skóla. Afhenti hð GS skóla-
stjóra sínum myndvarpann sl.
mánudag. Krakkamir sjálfir fengu
í verðlaun vasatölvur.
Þórhalhir Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Fimm krakkar úr 7. bekk Gagn-
fræðaskóla Sauðárkróks sigruðu í
Norðurlandsriðli hjólreiðakeppni
Umferðarráðs og Bindindisfélags
ökumanna, sem fram fór á Akur-
eyri nýlega. Krakkarnir tryggðu
Sigurlið Gagnfræöaskóla Sauðárkróks skipa Gunnar Páll Kristinsson,
Dagur Þór Baldvinsson, Anna María Ómarsdóttir, Kristín Rós Magnadótt-
ir og Brynhildur Stefánsdóttir. Fyrir aftan þau eru Sveinbjörn Ragnars-
son lögregluþjónn og Björn Sigurbjörnsson skólastjóri.