Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. Útlönd Ástkona ráð- herrans prédik- aröruggtkynlíf Antonia de Sancha, leikkonan sem var Ilækt í kynlífshneyksli meö breskum ráðherra í síðasta mánuði, hefur tekiö þátt í bar- áttuherferö gegn eyðni og prédik- aö notkun smokksins. Lelkkonan kom fram í sérstök- um skyrtubol á fundi sem góð- gerðastofnun, sera sér um eyðni- sjuklinga, skipulagði. Dagblöð höfðu það eftir henni í gær að eyðni væri mál sem snerti alla. Hún var þá spurð hvort hún kreföist þess að bólfélagar henn- ar notuðu smokkinn. „Já, alltaf,“ svaraði þá leikkonan. Baráttamafíu- hópaum Moskvu kostar ellefulrf Ellefú manns voru drepnir á einum sólarhring, frá þriðjudegi til miðvikudags, þegar „mafíu- hópar“ börðust um yfirráðin í Moskvu, að því er fréttastofan Itar-Tass sagði ffá í gær. Að minnsta kosti fimm hinna fóllnu voru frá Kákasusfjöllum þaðan sem voldugustu glæpahóp- amir koma og þar sem byssur eru í nær hvers manns vasa. Rússar kalla alla skipulagða glæpahópa „mafíur". Tass hafði það eftir lögreglunni að glæpagengi með aðsetur í Moskvu hefðu ráðist til atlögu gegn Kákasusmönnum til að ná undir sig stjórn í undirheimum borgarinnar. Flestfórnarlömb hatursglæpaeru blökkumenn Flest fórnarlömb hatursglæpa í Bandaríkjunum eru blökku- menn, að þvi er háttsettur lög- gæslumaður sagði á fundi nefnd- ar öidungadeildar bandaríska þingsins. „Tveir af hveijum þremur hat- ursglæpum eiga rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. Og fordómar þessir beinast oftast gegn blökkumönnum," sagði G. Norman Christensen, aðstoðar- forsfjóri bandarísku alrikislög- reglunnar, FBI, við yfirheyrslur hjá laganefíid öldungadeildarinn- ar. Hann lýsti hatursglæpum þannig aö þeir væru framdir vegna kynþáttar, trúarbragða, kyniífshegðunar eða uppruna fómarlambsins. Fyrsta skýrsla FBI um haturs- glæpi verður gefin út í nóvember. Atvinnuleysií Svíþjódmed mestamóti Fjöldi atvinnulausra í Svíþjóð 1 lok júlí var um 307 þúsund og hefúr ekki verið meiri frá lokum heimsstyrjaldarinnar síöari. Rúmlega sex af hundraði vinnu- færra manna em því atvinnu- iausir. Atvinnulausum fjölgaði um 40 þúsund frá því í lok júní og á einu ári hefúr þeim íjölgað um 152 þúsund. Þessar tölur koma frá atvinnu- málaráði félagsmálaráðuneytis- ins en opinberar atvinnuleysis- töiur frá sænsku hagstofunni eru ekki væntanlegar fyrr en undir miöjan mánuð. Aö sögn má rekja aukningu at- vinnuleysis í júlí til árstíðabund- inna þátta en lika til kreppunnar í sænsku efnahagslífi. Formaður ráðsins hvatti stjóm- völd til aö auka ríkisútgiöldin til aöskapaatvinnu. Reuter Mannfall í liði Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo: Aukist ofbeldið enn verðum við að f ara - sagði Mik Magnusson, talsmaður gæsluliðsins í borginni Króatar hafa sótt gegn Serbum i bæjum við landamæri Króatíu og Bosníu. Serbar ráða bænum Odzak þar sem þessi kirkja var sprengd í loft upp í átökum um bæinn. Simamynd Reuter Vinsældir Bush aldrei miimi: Nær útilokað talið að hann nái endurkjöri Vinsældir George Bush Banda- ríkjaforseta meðal þjóðar sinnar hafa hrapað svo að undaníomu að nær útilokað er fyrir hann að ná endur- kjöri ef eitthvað er að marka söguna.. Samkvæmt skoðanakönnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar og blaösins Washington Post í gær nýtur Bush nú ekki trausts nema 33 prósenta bandarískra kjósenda. Bush hefur Líkur á endurkjöri Bush Bandaríkja- forseta fara sífellt minnkandi. Simamynd Reuter hrapað meira í áliti en nokkur maður annar í sögu skoðanakannana vestra. Þegar vinsældir hans vom sem mestar, eftir sigur bandamanna í Persaflóastríðinu, naut hann stuðn- ings 90 prósenta kjósenda. Vinsældir hans hafa því hrapaö um 57 prósent á sautján mánuðum. v Rúmlega 64 prósent fullorðinna em ekki sátt við hvernig Bush stendur sig í forsetaembættinu, að þvi er kemur fram í könnuninni. Aðeins þrír forsetar hafa notiö minni vinsælda í sögu skoðanakann- ana, Harry Truman árið 1951, Ric- hard Nixon árið 1974 og Jimmy Cart- er 1979. Að sögn ABC hefur enginn náö endurkjöri meö svona lítinn stuðning í vegarnesti. Skoöanakönnunin var birt á sama tíma og Bush var að biðla til gamalla hermanna. Hann bað þá um að kjósa sig en ekki nýliðann Bill Clinton, frambjóðanda demókrata. „Stöndum saman,“ sagöi Bush á þingi fatlaðra fyrrum hermanna í Reno í Nevada. Hann lofaði þeim sterkum landvömum og sagöi aö þingið fengi ekki að breyta heilsu- gæslukerfi hermanna. Clinton er lagður upp í aðra rútu- ferð sína um landið og heimsækir miðvesturríkin að þessu sinni. Reuter „Sá tími er kominn að við verðum að meta stöðu okkar hér að nýju. Aukist ofbeldið enn er starf okkar í hættu og við verðum að fara,“ sagði Mik Magnusson, talsmaður gæslu- liðs Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo í gærkveldi, eftir að átök höfðu stað- ið í borginni allan daginn. Mik Magnusson, sem árum saman starfaði á íslandi áður en hann gekk í þjónustu Rauða krossins og síðar Sameinuðu þjóðanna, sagði að einn maður úr gæsluliðinu hefði fallið í átökunum í gær og sex væru alvar- lega særðir. Mik sagði þó að liðsmenn Samein- uðu þjóðanna gæfust ógjaman upp en ástandið væri nú orðið slíkt að gæslustarfinu yrði vart haldið áfram. „Við viljum halda áfram starfi okkar ef það er hægt,“ sagöi Mik. Serbar neita harðlega ásökunum um að þeir hafi á annað hundrað þúsund andstæðinga sinna í haldi í fangabúðum. Fregnir hafa borist um að í það minnsta 17 þúsund íslamar og Króatar hafi verið myrtir í búðun- um. Andstæðingar Serba í Bosníu segja að þeir þurfi nú umfram allt að fá meiri og betri vopn til að stöðva framgöngu Serba. Þeir segja að við- skiptabannið á landið bitni lítt á Serbum því þeir hafi engu að síður greiðan aðgang að vopnum og fá nóg eldsneyti á vígvélar sínar. Yfirmaður sveita Bosníumanna í Sarajevo segir að þeir hafi mikinn mannskap til að berjast en aðeins vopn fyrir tíunda hvern mann. Ræt- ist ekki úr komist Serbar upp með þjóðarmorð í landinu. Talið er að Serbar hafi tvo þriðju Bosníu á valdi sínu. Viðurkennt er að átta þúsund menn hafi látið lífið í átökum síðustu mánaða en Bosníu- menn segja að tala látinna sé miklu hærri. Talsmenn Bosníumanna segja að þjóðir heims hafi brugðist þeim og láti viðgangast aö Serbar leggi undir sig fjálst og fullvalda ríki. Alþjóðleg- ar stofnanir geri ekkert raunhæft landsmönnum til hjálpar. Reuter Blökkumenn í Suöur-Afríku mótmæla: Auknar líkur á viðræðum Mandela og de Klerks ríkisstjómin segði af sér og léti völd- in í hendur bráðabirgðastjórn allra kynþátta. . Lögreglan sagði að 630 mótmæl- endur hefðu verið handteknir víðs vegar um landið fyrir að setjast að í stjómarbyggingum. Leiðtogar Afríska þjóðarráösins sögðust vera himinlifandi og hissa á þessum mikla stuðningi við mót- mælaaðgerðirnar eftir tveggja daga allsherjarverkfall fiögurra milljóna blökkumanna til aö leggja áherslu á kröfur um endalok stjórn hvítra manna. Fréttaskýrendur sögðu að mót- mælagöngurnar afsönnuöu fullyrð- ingar stjórnvalda um að fjöldaað gerðir þjóðarráðsins byggðust á þvingunum. Nelson Mandela, leiðtogi þjóðar- ráðsins, sagði að hann mundi taka að nýju upp samningaviöræður við stjórnvöld um leið og de Klerk for- seti féllist á kröfur um lýðræði í land- inu. De Klerk skýrði síðar frá því að stjórnvöld hefði rætt við þjóðarráðið um „ákveðin mál“ á undanförnum fimm dögum. Hann sagði frétta- mönnum að hann væri reiðubúinn í samningaviðræður hvenær sem væri. Stjórnmálaskýrendur segja að það sé aðeins vikuspursmál hvenær samningaviðræður þjóðarráðsins og stjórnvalda um lýðræöi í landinu hefjÍSt aðnýju. Reuter Eitt hundrað þúsund stuðnings- menn Nelsons Mandela og Afríska þjóðarráðsins fóru í kröfugöngur að stjómarsetri Suður-Afríku í Pretoríu og að þinghúsinu í Höföaborg til að lýsa andstöðu sinni við minnihluta- stjóm hvítra manna í landinu. Þúsundir manna til viöbótar komu saman í Jóhannesarborg, Durban og fleiri borgum til að krefjast þess að F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, segist reiðubúinn að hefja á ný við- ræður við blökkumenn um stjórnar- farsbreytingar i iandinu. Teikning Lurie Krónprins Japana í konuleit Japanskeisari hefur krafist þess af fjölmiðlum þar í landi aö þeir segi ekki orð um leit krónprins landsins að konu. Bannið var sett á í febrúar og nú er búið að framlengja það til haustsins. Þetta er að sögn gert til að vemda væntanleg konuefni fyrir óþörfu umtaii. Naruhito krónprins er 32 ára gam- all og virðist honum og fjölskyldu hans ganga illa að finna konu sem uppfyliir allar kröfur sem gerðar era til keisaraynju. Á meðan skemmta Japanir sér við sögur af bresku kon- ungsfjölskyldunni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.