Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 2
2 i i . ■ .i .. ... FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. Fréttir Tólf bruggverksmiðjur teknar frá því í janúar - þúsundum lítra hellt niður og mikið magn landa og tækja tekið Lögreglan í Breiðholti hefur lagt niður 12 bruggverksmiðjur það sem af er þessu ári. Flestar voru verk- smiðjumar í Reykjavík eða sex, í Kópavogi þrjár, ein á Seltjamarnesi, ein á Vatnsleysuströnd og ein í Vest- ur-Landeyjum. Lögregluembættið í Kópavogi hefur einnig komiö tals- vert við sögu þessara mála. Tugir manna hafa veriö teknir vegna þessarar bruggstarfsemi. í þeim hefur lögreglan hellt niður samtals um 3 þúsund lítrum af óeim- uðum landa. Lagt hefur verið hald á og sala viðurkennd á um eitt þúsund lítmm af tilbúnum landa. Sam- kvæmt útreikningum lögreglu þýðir þetta að vegna þessara atvika hafi bruggarar lagt í samtals 12-13 þús- und lítra af óeimuðu bruggi. Einnig hefur verið lagt hald á bmggtæki fyrir hundrað þúsunda króna, mörg tonn af sykri og öðrum bmgghráefn- um. í janúar var um 100 lítrum af óeim- uöu bmggi, svokölluðum gambra, hellt niður þegar bmggverksmiðja var lögð niður í Hhðarhjalla í Kópa- vogi. Hald var lagt á 40 lítra af tilbún- um landa og sala viðurkennd á tals- verðu magni. Um 100 lítrum af óeim- uðu var hellt niður í Holtagerði í apríl og sala viðurkennd á um 180 lítrum. í sama mánuði tók lögreglan 48 lítra af spíra á Seltjamarnesi. Þar var reyndar um smygl að ræða. í mai lét lögreglan til skarar skríöa í Lækjarbrekku í Kópavogi og var sala á um 100 lítrum af landa viöur- kennd. í lok júlí var svo 500 htram heht niður í Álftahólum. Sala var viðurkennd og hald lagt á samtals um 100 lítra af landa. Tveimur vikum síðar var hellt niður yfir 100 htrum af óeimuðu á Laugavegi og hald lagt á 17 lítra af landa. Sala var viður- kennd á verulegu magni. í lok ágúst var 150 htmm heht nið- ur í húsi á Bragagötu og 15 htrar af tilbúnum landa teknir. Sala var við- urkennd á töluverðu magni. Fjöldi manna kom svo við sögu þegar tvær verksmiðjur voru lagðar niður í V- Landeyjum og í Neðstaleiti í Reykja- vík. Hundmðum htra var hellt niður og sala viöurkennd á 40 lítrum. Síðustu 4 vikur hefur Breiðholts- lögreglan heht niður samtals hátt á annað þúsund htrum af óeimuðu bruggi í Krummahólum, á Vatns- leysuströnd og í Stelkshólum. í þess- um málum var hald lagt á og sala viðurkennd á á fjórða hundrap htr- umaftilbúnumlanda. ’-ÓTT Fulltrúar i stjórn Félags einstæöra foreldra afhentu Sighvati Björgvinssyni, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, undirskriftalista rúmlega 5 þúsund ein- staklinga með áskorunum þar sem lýst er stuöningi við frumvarp Kvenna- lista um breytingar á lögum um almannatryggingar. Félagið telur að með- lagsgreiöslur þurfi að hækka um allt að helming. Á myndinni afhendir Fjóla Sigtryggsdóttir Sighvati listana. DV-mynd BG Missti framan af fæt' eftir haglabyssuskot Karlmaður á sextugsaldri misstl ir læknishendur og síðan fluttur á tær og framan af rist er skot hijóp heilsugæsiustöðina. Við svo búið úr haglabyssu hans í verbúð á var ákveðið aö flytja hinn slasaöa Raufarhöfn í fyrrinótt. Maðurinn með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á var öivaður er atburöurinn átti sér Akureyri. stað og er óljóst meö hvaða hætti Eins og aö framan greinir er atvikiöbaraðhöndum.Enginvitm óljóst með hvaða hætti slysið bar voru að slysinu. aö höndum en lögregian á Raufar- Sambýlingar mannsins í verbúð- höfh mun taka skýrslur af hlutað- inni vöknuðu upp um nóttina viö elgandi aðiium vegna málsins, skothvell. Þegar iarið var að huga Hinn slasaði átti vopnið gjálfur, að honum reyndist hann mikiö eins skota haglabyssu, og haföi til- slasaður og leið hann miklar kval- skilin leyfi fyrir henni. ir. Honum var fljótlega komiö und- -ÓTT 10/9 — Neðstaleiti 28/1 — Hlíðarhjalli 10/4 — Holtagerði 30/7 — Álftahólar 8/5 — Lækjarhjalli 6/10 — Vatnsleysuströnd [ 30/9 — Stelkshólar Bruggverksmiðjur sem Breiðholtslögreglan hefur átt þátt í að leggja niður á árinu Bollagarðar] 7 F 14/8 — Laugavegur "6 27/8 — Bragagata 10/9 — Landeyjar ki 3/9 — Krummahólar Hver jQögurra manna fjölskylda í Færeyjum skuldar um 68 minjónir: Tek ekki þátt í að setja lög um launalækkanir - segir Atli Dam, lögmaður Færeyja, sem telur ástandið ekki svo svart „Við höfum samið við danska ríkið um að fá lán upp á tæpar 3-400 irúlij- ónir (3-4 milljaröar ísl. kr.) til aö bjarga Færeyska bankanum frá gjaldþroti. Þessu láni fylgja mjög ströng skilyrði en það er hins vegar alveg ljóst aö við munum halda sjálf- stæði okkar. Aðrir koma ekki til með að stjóma Færeyjum. Þetta er ekki svo stór upphæð þegar rætt er um heildarútgjöld Færeyja. Það er því rangt að halda því fram að sjálfstæð- inu sé ógnað þó að einu, htlu láni fýlgi ströng skilyrði. Þetta mun að vissu leyti þrengja að okkur en við látum það ekki á okkur fá,“ segir Atli Dam, lögmaður Færeyja. Efnahagslíf Færeyja er nú rjúkandi rústir. Heildarskuldir Færeyja við útlönd nema tæpum 80 milljörðum íslenskra króna. Þar af era skuldir ríkissjóðs tæpir 20 milljarðar. Þetta þýðir að hver Færeyingur skuldar að meðaltali um 17 milljónir sem jafngUdir því að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu skuldar um 68 milljónir. Þing Færeyinga mun koma saman fljótlega til að ræða gerð nýrra og hallalausra fjárlaga en danska ríkið setti þaö sem skilyröi fyrir áfram- haldandi lánafyrirgreiðslu. Einnig er von á sérfræðingum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að hafa yfirum- sjón um endurreisn færeysks efna- hagslífs. „Við þurfum aö draga úr útgjöldum og auka tekjur með hærri sköttum og álögum. Þaö er ljóst að það hefur verið offjárfesting í fiskiskipum og frystihúsum en það er langt síðan við höfum gengið í ábyrgö fyrir svo- leiöis fjárfestingar. Þetta eru því gamlar syndir sem hafa áhrif núna,“ segir Ath. Aö sögn Atla má reikna með auknu atvinnuleysi í Færeyjum, að minnsta kosti næsta hálfa árið. Hann er hins vegar bjartsýnn á að takast megi að mæta spamaðinum að einhverju leyti með atvinnuskapandi aðgerð- um, svo sem veiðum og verkun á nýjum tegundum. Hann segist ekki geta svarað því hvort laun í Færeyj- um verði lækkuð en ef svo yrði myndi verða samið um þaö á milli atvinnurekenda og launþega. „Lög um launalækkanir veröa hins vegar ekki sett á meðan ég er lögmað- ur,“segirAtIi. -ból Svartsýni ríkir í Færeyjum: Það veit enginn hvað mun gerast - segir Óli Jakopssen, formaður fískimannafélags Færeyja „Astandið héma er mjög tvísýnt og það veit enginn nákvæmlega hvað mun gerast. Fólk er mjög svartsýnt á framtíðina og reiknar með því að ástandið verði ennþá verra en það er núna og aö atvinnuleysi aukist," -segir Óh Jakopssen, formaöur Fiski- mannafélags Færeyja, en Danir gripu inn í fjármálastjórn Færeyja í fyrradag og settu færeysku land- stjóminni þá úrslitakosti að hún skæri verulega niður fjárlög sín gegn áframhaldandi lánafyrirgreiðslu. Óh segir að fólk í Færeyjum hafi almennt reiknað með að hin mikla efnahagskreppa landsins gæti leitt til afskipta Dana og taki því ekki illa. „Ef Danir heíðu ekki gripið inn í hefði Sjóvinnuhankinn orðið gjald- þrota og það hefði haft skelfilegar afleiðingar. Danir hafa nú sett pen- inga í bankann og bjargaö honum frá gjaldþroti og fólki finnst að þetta hafi verið skárri kesturinn af tveim- ur slæmum. Fólk horfir ekki svo mikið á það að landið hafi misst ein- hverja sjálfsstjóm. Það er bara eitt- hvað sem verður að kyngja því ann- ars yrði ástandið í landinu ennþá verra," segir Óli. Atvinnuleysi í Færeyjum er á bil- inu 6 til 10 prósent um þessar mund- ir og langvarandi aflabrestur eykur enn á vandann. „ísland er stórt land með stór fiskimið en Færeyjar eru mjög litlar og fiskimiö okkar eru þar af leiðandi mjög lítil. Það þýðir að það eru færri fiskar í sjónum í kringum Færeyjar en ísland. Færeysk skip hafa í gegn- um tíðina veitt mikið annars staðar en í færeyskri lögsögu en nú hafa þeir möguleikar-minnkað," segir Óli. Hann segir að afkastageta frysti- húsa í Færeyjum sé langt umfram nauðsyn. „Á síðustu árum hefur verðmætaskapandi atvinna í útgerö minnkað og þá fá frystihúsin ekki fisk og störfum fækkar í sjávarút- vegnum. Eini möguleikinn er aö reyna aö skapa ný atvinnutækifæri en það verður að segjast að mögu- leikar Færeyja á því sviöi eru mjög takmarkaðir," segir Óli. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.