Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. 25 íþróttir íþróttir „Þekki hvað það er að vera niðri í skítnum“ - Þorvaldur Örlygsson og Brian Clough góðir vinir þessa dagana „Auövitaö bauðst ég til þess að sleppa landsleiknum. Eg er búinn aö berjast fyrir sæti í liði Forest í tvö ár og þekki hvað það er að vera niðri í skítnum. Þetta er einu sinni mín vinna. En við Brian Clough erum góðir vinir þessa dagana og hann tók ákvörðunina fyrir mig - sagði að ég ætti að fara og spila landsleikinn og vera stoltur af því,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, landsliðsmaður í knatt- spymu og leikmaður með Notting- ham Forest í Englandi, í samtali við DV í gærkvöldi. Eins og DV sagði frá í gær skýrði Clough, framkvæmdastjóri Forest, breskum fjölmiðlum frá því í fyrra- kvöld að Þorvaldur hefði boðist til að sleppa landsleiknum við Grikk- land og spila með Forest gegn Stockport í deildabikamum. „Ég er alltaf tilbúinn að leika með landsliðinu en þetta gæti verið vendi- punktur fyrir mig - maður er fljótur að missa sæti sitt á ný þannig að ég er viðbúinn öllu. En á meðan ég er í liöi hjá Forest ætla ég að njóta þess. Clough er mjög almennilegur við mig núna og bauð meira að segja íslenska sendiherranum á leik Forest við Chelsea um daginn," sagði Þorvald- ur. Hefur enn ekki samið við Forest Þorvaldur hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Forest. „Clough er búinn að bjóða mér samn- ing tvisvar en ég hef neitað í bæði skiptin. Ég vil ekki semja til langs tíma við Forest. Sem stendur er ég á samningi frá viku til viku en vona að karlinn bjóði mér samning upp úr jólum,“ sagði Þorvaldur Örlygs- son. -VS Rosalega ánægður - sagði Panagoulias, þjálfari Grikkja „Ég er rosalega ánægður með sig- urinn í þessum leik. Mínir leikmenn gerðu nákvæmlega það sem fyrir þá var lagt. Eftir þennan leik er staða okkar nokkuð vænleg í riðlinum en við verðum að koma okkur strax nið- ur á jörðina því langur vegur er framundan og allt getur gerst. Þessi sigur er stór áfangasigur en að sækja til Reykjavíkur tvö stig er meira en að segja það. Mörg landslið hafa feng- ið aö kenna á Islendingum hér í Reykjavík og ég er því feginn að leik- urinn er afstaðinn með þessum stór- kostlega árangri," sagði Alketas Pa- nagouhas, þjálfari gríska landsliðs- ins, í samtMi við DV eftir leikinn gegn íslendingum í gærkvöldi. „Árangur okkar er enn glæsilegri þegar haft er í huga að þrír leikmenn voru að leika sinn fyrsta landsleik. Þrír af fastamönnum hðsins gátu heldur ekki leikið og í þeim hópi er Saravakos, einn besti leikmaður Grikklands, sem var að taka út leik- bann. íslendingar eiga sterku liði á að skipa og þeir eiga örugglega eftir að bíta frá sér í næstu leikj.um," sagði Panagouhas. flavid Seaman, markvörður Arsenal, kom hði sínu í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knatt- spymu í gærkvöldi þegar hann varði þrjár vítaspymur 1 vítakeppni gegn 1. deildar hði Mihwah. Láðin skhdu þá jöfn, 1-1, öðru sinni í 2. umferð- inni. 3. dehdar hðið Scarborough sló í gegn með 3-0 sigri á úrvalsdehdarhöi Coventry sem hafði unnið fyrri leik- inn, 2-0. Mark Hughes tryggði Manchester United 1-0 sigur á Brighton með sínu fyrsta marki í níu leikjum. Derby vann ótrúlega stóran sigur, 7-0, á öðm 1. dehdar hði, Southend. Newcastle, topphð 1. dehdar, vann granna sína í úrvalsdehdarhði Midd- lesbro í fyrsta skipti á útivelh í 28 ár. Úrshtin í síðari leikjum 2. umferðar í gærkvöldi urðu þessi, samanlögð úrsht í svigum: „Stórkostlegt að sjá boltann í netinu“ „Við áttum von á nýög erfiðum leik, eins og raunin varð á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn og ís- lenska liðið komst htið áleiðis. Ég átti satt best aö segja von á íslenska liðinu sterkara og ákveðnara. Við vorum svohtið kvíðnir fyrir leikinn en að ná sigri í höfn á útivelh er meiri háttar árangur og gefur okkur hiklaust byr undir báða vængi í næstum leikjum keppninnar,“ sagði Panagiotis Tsalouhidis, sá er skoraði sigurmark Grikkja í leiknum. Tsalouhidis, sem leikur með Olympiakos í Pireus, skammt fyrir utan Áþenu, skoraði sitt ellefta mark með landsliðinu í gærkvöldi í 47 landsleikjum. „Þaö var stórkostlegt að sjá á eftir boltanum í netið. Við eram ákveðnir að fylgja þessum sigri eftir og stefnan er tekin; að tryggja okkur eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni,“ sagði Tsalouhidis. Aston Villa - Oxford......2-1 (4-2) Brentford - Tottenham.....2-4 (3-7) Bristol R. - Man.City.....1-2 (1-2) Charlton - Bury...........0-1 (0-1) Chelsea - Walsall.........1-0 (4—0) Crewe - West Ham..........2-0 (2—0) Derby - Southend..........7-0 (7—1) Everton - Rotherham.......3-0 (3—1) Manch.Utd - Brighton......1-0 (2—1) Middlesbro - Newcastle....1-3 (1—3) Millwall - Arsenal........1-1 (2—2) (Arsenal vann á vítakeppni) Norwich - Carlisle........2-0 (4-2) Nott.For. - Stockport.....2-1 (5-3) Oldham-Exeter.............0-0 (1-0) Reading-Watford...........0-2 (2—4) Scarborough - Coventry....3-0 (3-2) Scunthorpe - Leeds.........frestaö Sheff.Utd - Bristol C.....4-1 (5-3) Southampton - Gillingham....3-0 (3-0) Stoke - Cambridge.........1-2 (3-4) Wolves-NottsCounty........0-1 (2-4) -VS Panagoulias, þjálfari Grikkja. . Sjaldséður atburður átti sér stað á leiknum á Laugardalsvelli t gærkvöldi þegar dómari leiks- ins, King frá Wales, varð að yfir- gefa leikvanginn á 33. minútu vegna meiðsla og hætta dómara- störfum. Varadómarinn,; Burge. tók við störfum landa síns og leysti þau ágætlega af hendi. Þegar meiðsli Kings voru könn- uð kom í ljós aö hann hafði togn- að á kálfa og vildu kunnugir menn kenna því um að King hefði ekki hitað næghega vel upp fyrir leikinn. Dómarar þuría vissulega að hita sig upp rétt eins og leik- mennimir sjálfir áður en út í baráttuna er komið. Sjálfúr vildi King kenna um köldu loftslagi en þaö er heldur langsótt afsökun því hann á að vera vanur að dæma undir sömu kringumstæðum í heimalandi sínu. -JKS Svíar sigruðu Svíar sigruðu Búlgari, 2-0,1 6. riðli undankeppni HM í knattspymu í gær- kvöldi en leikið var í Stokkhólmi. Martin Dahhn og Stefan Pettersson skoruðu mörkin. Staðan í riðlinum: Búlgaría......3 2 0 1 5-2 4 Svíþjóð........2 2 0 0 3-0 4 Frakkland......1 0 0 10-20 Finnland........2 0 0 2 0-4 0 ísrael og Austurríki hafa ekki leikið enn. Norskur sigur Norðmenn sóttu San Marino heim og sigmðu, 0-2. Jahn Jakobsen og Jostein Flo skoruðu. Staðan í 2. riðli: Noregur........3 3 0 0 14-1 6 Pólland.........1 10 0 1-02 Holland.........1 0 0 11-20 Tyrkland........1 0 0 1 O-l 0 SanMarino......2 0 0 2 0-12 0 England hefur ekki leikið enn. _yg -JKS Enska deildabikarkeppnin: David Seaman kom Arsenal í 3. umferð - Scarborough sló Coventry út Þorvaldur Örlygsson brýtur sér leið fram hjá einum leikmanna griska landsliðsins. Alla ógnun vantaði hjá íslenska liðinu í gærkvöldi enda fór svo að Grikkir hirtu stigin tvö sem í boði voru og standa nú vel að vígi í riðlinum. DV-mynd Brynjar Gauti Undankeppni heimsmeistarakeppninnar 1 knattspymu: Skortur á færum - varð íslendingum að falli gegn Grikkjum sem hrósuðu mikilvægum sigri, 0-1 Lið sem skapar sér ekki marktækifæri skorar ekki mörk - og í shkum tilfellum tapast leikurinn ef mótherjinn nær að skora einu sinni. Þetta eru einfaldar stað- reyndir knattspyrnunnar og þær sönnuðust áþreifanlega í skjannabirtu nýju ílóð- ljósanna í rigningarúðanum á Laugardalsvehinum í gærkvöldi. Fyrsti heimaleik- ur íslands í þessari undankeppni heimsmeistarakeppninnar, gegn Grikkjum, tap- aðist, 0-1, og þar með er íslenska hðið aftur komið í sömu stöðu og fyrir sigurinn óvænta í Ungveijalandi í júníbyriun. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM í Bandaríkjunum beið verulegan hnekki og það sannaðist aö bjartsýnin sem ríkti hér á landi fyrir þennan mikhvæga leik var ekki byggð á nógu traustum grunni. í raun var þetta leikur sem hefði átt að enda 0-0. Grikkimir ógnuðu afar sjald- an og skoruðu sigurmark sitt úr snöggri sókn á 61. mínútu. íslenska liðið tapaði þá boltanum á miöjunni, hinn snöggi Tsiantakis óð upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið þar sem Tsalouhidis kom á fleygiferð utan af velh og skoraði með skaha, 0-1. Birkir Kristinsson markvörður þurfti aðeins einu sinni að taka á til að veija fyrir utan þetta atvik og marktækifæri íslands voru nánast engin þó leikur liðsins fyrstu 20 mínútumar lofaði góðu. Þá pressaði ísland talsvert, náði oft góðu spili á miöjunni en tókst ekki að brjóta sterka gríska vörn á bak aftur. í síöari hálfleik byggöu Grikkir enn frekar á vöminni, íslenska hðið réð ekki við að byggja upp sóknarleik þrátt fyrir möguleika á því og þegar vítateig- urinn nálgaðist var hugmyndaflugið ekkert, nær eingöngu reynt aö senda háar sendingar á Eyjólf Sverrisson sem var umkringdur sterkum skahamönn- um. í þessari stöðu hefði verið gaman að sjá markakónginn ■ af Skaganum, Amar Gunnlaugsson, ghma við lágar sendingar inn í vítateiginn. Kahtzakis, einn hinna öflugu grísku vamarmanna, fékk að hta rauða spjald- ið 12 mínútum fýrir leikslok fyrir end- urtekin brot en íslendingar nýttu sér engan veginn að vera manni fleiri. Tsiantakis var hins vegar rétt búinn að skora fyrir Grikki rétt á eftir en Kristj- án Jónsson bjargaði með skalla í horn. Segja má að miðjan hafi brugðist hjá íslenska hðinu. Þaðan kom ekki nógu mikh ógnun, áræðið vantaði þannig aö grísku varnarmennimir komust sjald- an í vandræði og höfðu nægan tíma til að lesa leikinn og loka fyrir sóknarfæri íslands. Kanttengihðirnir, Andri Mar- teinsson og Baldur Bjamason, náðu sér ekki á strik og Ásgeir þjálfari hefði að ósekju mátt breyta hðinu mun fyrr. Það var helst að Arnar Grétarsson væri með tilburði í rétta átt en hann var besti leikmaður íslenska hðsins ásamt Sigurði bróður sínum, sem barð- ist ahan tímann af miklum krafti, og Arnóri Guöjohnsen sem fór létt með sitt nýja hlutverk í vöminni en var maðurinn sem vantaði framar á vellin- um til að skapa usla í grennd við gríska vítateiginn. Það er óþarfa munaður að láta einn öflugasta sóknarmanninn eyða mestöhum leiknum á eigin vahar- helmingi. -VS Eyjólfur Sverrisson: „Þeir skoruðu bara allt í einu“ „Við fengum ekki nóg af færum við er hann ætlaði að taka viö hárri og hefðum þurft að ná boltanum sendingu frá Siguröi Grétarssyni. fraroar á vellinum til að skapa okk- „Ég var í ágætu færi og hefði feng- ur þau. Grikkinúr tóku enga iö boltann. Varnarmaöurinn beið áhættu en vora heldur ekki að eftir mér, hann ætlaði ekki að ná skapa sér færi frekar en við. Þeir boltanum heldur koma mér ur skomöu bara allt í einu,“ sagöi jafnvægi. Ég veit ekki hvaö skal Eyjólfur Sverrisson við DV. segja, það hefði kannskí verið hægt Mínútu fyrir leikslok virtist að dæma vítaspymu þarna,“ sagði mörgum sem Eyjólfur hefði getað Eyjólfur. fengið vítaspyrnu þegar hann féll -VS Þorvaldur Örlygsson: „Náði ekki að skjóta nógu utarlega“ „Það var enginn í mér og ég hitti boltann vel en náöi ekki að skjóta nógu utarlega. Markmaðurinn hjá þeim var óömggur og það var svekkjandi að ná aldrei að setja hann undir pressu," sagði Þorvaldur Örlygsson sem fékk á 75. mínútu eina færi íslands sem eitt- hvað kvað að. Þá skaut hann frá víta- teig en Mirtsos markvörður varði með því að kasta sér og slá boltann frá. „Ég er ánægður með fyrri hálfleik- inn, 0-0 í hálfleik hefur yfirleitt verið það sem við þurfum en síðan drap markið okkur niður. En við vorum að gera góða hiuti og verðum að læra af mistökunum og byggja upp frá því. Ég hefði viijað sjá meira af stuttum send- ingum í fyrri hálfleik og þá áttum við að geta haldið boltanum betur. Grikk- imir vom með geysisterka skahamenn sem lokuðu Eyjólf af. Við einbeittum okkur of mikið að því að koma boltan- um á sama punktinn til hans,“ sagði Þorvaldur. -VS „Fótboltinn er bara svona“ - sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari „Fótboltinn er bara svona, síðast stálum við tveimur stigum en nú misstum við stig Sem við heíöum getað haldið. Sigurmöguleikar vom ekki fyrir hendi því við sköpuðum okkur nánast engin færi. Grikkimir sphuðu mjög sterka vöm og töpuðu boltanum sjaldan. í þau örfáu skipti sem við náðum að stela boltanum tókst okkur ekki að komast í gegn og ná skotum," sagði Ásgeir Elíasson, landshðsþjálfari íslands, við DV eftir leikinn í gærkvöldi. Fjögurra manna vöm Grikkjanna kom Ásgeiri í opna skjöldu. „Því bjóst ég ekki viö, ég reiknaði með þriggja manna vöm og ætlaði að láta framherjana draga vamarmennina th hhðar þannig að Þorvaldur gæti stungið sér inn, en við fengum engin færi á því, þeir lokuðu fyrir þann möguieika með aukamanni í vörn- inni. Það má segja að það hafi verið klaufaskapur í fyrri hálfleiknum að ná ekki að koma miðjumönnunum í betri skotfæri." - Hvers vegna skiptir þú ekki inn á varamönnum fyrr en raun bar vitni? „Ég hefði hugsanlega mátt skipta fyrr en fyrri hálfleikurinn var búinn að vera alveg í lagi. Við höfðum sótt meira, án þess þó að skapa okkur neitt. Ég haíði á tilfinningunni að þetta myndi lagast og ætlaði frekar að láta Arnór sækja meira fram í seinni háhleik, en það voru fá færi til þess.“ - Hefði Arnar Gunnlaugsson ekki nýst sem framherji gegn svona vörn? „Það er hugsanlegt að það hefði gengið við þessar aðstæður - á blaut- um velli og boltanum sphað niðri.“ - Gerirðu brey tingar á hópnum fyr- ir leikinn í Moskvu næsta miðviku- dag? „Það verður að koma í ljós en ég reikna ekkert frekar með því. Rót- tækar breytingar verða að bíða að- eins lengur en það. Ég er búinn að velja hóp sem ég treysti ágætlega og það verður ekki annað sagt en að menn hafi lagt sig fram. Meir er ekki hægt að krefjast af mönnum, en það dugði bara ekki til,“ sagði Ásgeir Elíasson. -VS 46 aukaspyrnur dæntdar í leiknum gegn Grikkjum í gær- kvöldi vora 25 aukaspyrnur dæmdar á íslendinga en 21 á Grikkina og ein rangstæða var dæmd á hvort Uð. ís- lendingar fengu fimm hornspymur og Grikkir fjórar. íslendingar áttu sex skot á gríska ísland (0) 0 Grikkland (0) 1 0-1Panagiotis Tsalouhidis (61.) Lið íslands (3-5-2): Birkir Krist- insson - Amór Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Kristján Jónsson - Andri Marteinsson (Ragnar Mai'- geirsson 75.), Arnar Grétarsson, Þorvaldur Örlygsson, Rúnar Kristinsson, Baidur Bjamason (Sveinbjöm Hákonarson 72.) - Ey- jólfur Sverrisson, Sigurður Grét- arsson. Lið Grikklands (4-4-2); George Mirtsos - Stelios Manoias, Ioannis Kalitzakis, Pavlos Papaionnou (Anastassios Mitropoulos 55;), At- hanassios Kolitsidakis - Efstratios Apostolakis, Panagiotis Tsaiouhi- dis, Nikolaos Nioplias, Nikolaos Tsiantakis - George Donis, Vassiiis Dimitriadis (Konstantinos Frantz- eskos 70,) Gul spjöld: Kalitzakis (21. - brot), Papaioannou (44. - brot), Sigurður Grétarsson (76. - brot), Donis (89. Rautt spjald: Kalitzakis (78. - annaö brot). Aðstæður: Glampandi flóöljós, lpgn en rigning mestallan leikinn. Ágætur völlur en hál). Dómarar: H. King (út af meiddur á 32.) og K. Burge, tóðir frá Wales. Áliorfendur: 4,973 seldir miðar og 600 boðsmiöar. markið, fimm voru varin og eitt fór fram hjá. Grikkir skutu sjö sinnum á markið, eitt var varið og sex fóru fram hjá. Þegar 20 mínútur vom hðnar af leiknum var dómari leiksins búinn að dæma 14 aukaspyrnur sem veröur „Grikkimir stóöu vel í vörninni og ég held aö þeir hafi komið hingað með því hugarfari að ná einu stigi. Þeir sphuðu stífan vamarleik og tóku enga áhættu. Eftir á hefði ég verið sáttur við jafntefh og við hefð- um kannski átt að spila meira upp á það,“ sagði Siguröur Grétarsson, fyr- irhði íslands, við DV í gærkvöldi. „Það má segja að við höfum sphað svipað og Grikkimir í fyrri háífleik en ætlað okkur of mikið í þeim síð- ari. Þá vom sóknin og hluti af miðj- unni oft komin of framarlega þannig að við misstum boltann of aftarlega og vorum þá of lengi að komast til baka. Við fengum ekki nógu mikið af fæmm, Grikkir voru með fjóra í vöm og fimmta mann aftarlega. Ef maður komst fram hjá vamarmanni var sá næsti kominn strax.“ að teljast nokkuð mikið. Grikkir áttu fyrta skotið að marki íslendinga þeg- ar 24 mínútur vora liðnar af leikn- um. íslendingar fengu dæmda fyrstu hornspymuna eftir 34 mínútna leik en Grikkir ekki fyrr en á 58. mínútu. -JKS Gerðuð þið ekki Grikkjunum of auðvelt fyrir með einhæfum sóknar- leik? „Jú, ég er sammála því, þetta var of létt fyrir þá. Ég vhdi að við reynd- um að spha boltanum með jörðinni th framheijanna og gefa hann síðan til baka á miðjumennina og það gekk í nokkur skipti í fyrri hálfleik. Hitt var of erfitt, Eyjólfur var einn á móti tveimur th þremur sterkum vamarmönnum þegar háar sending- ar komu. Einn blokkeraði hann og annar skahaði frá. En nú forum við til Moskvu og tölum saman eftir það. Rússar verða að ná tveimur stigum, eins og Ung- verjarnir í vor, og það hentar okkur betur að leika við þannig aðstæður," sagði Sigurður Grétarsson. -VS Þetta var of létt fyrir þá - sagöi fyrirliðinri, Sigurður Grétarsson DV-mynd Brynjar Gauti „Svekkjandi" „Þetta var aht í lagi, maður þurfti aðeins að þreifa fyrir sér en það var ekkert að gerast í fyrri hálíleiknum því þeir fengu engin færi,“ sagði Ar- nór Guðjohnsen um hið nýja hlut- verk sitt í landshðinu sem aftasti varnarmaður. „Við lékum í heildina ekki nógu vel, ekki nógu ákveðið og menn þorðu ekki að taka ákvarðanir á miðjunni. í svona leik á ekki að fá á sig mark, þeir skomðu úr sinni einu almennilegu fyrirgjöf en þessi maður skoraði nákvæmlega eins mark í leik gegn Kýpur um daginn. Það er hrika- lega svekkjandi að tapa svona leik, með jafntefh hefði verið hægt að brosa út í annað. Við erum að beij- ast við Grikki og Ungverja og það má ekki missa svona stig á heima- vellinum," sagði Amór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.