Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00
Frjalst,ohað dagblað
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992.
Röntgentæknar:
Ösamiðvið
Borgarspítala
Röntgentæknar á Borgarspítala
hafa ekki náð samkomulagi við sína
__viðsemjendur. Guðlaugur Einars-
son, formaður samninganefndar
röntgentaekna, segir að svör forráða-
manna spítalans hafi verið of óskýr
til að röntgentæknar hafi getað tekið
þau gild. Óvíst er hvemig neyðar-
vöktum á röntgendeild verður hagað.
Búið er að semja við röntgentækna
hjá Ríkisspítulunum en þar var sam-
ið um að fresta vinnutímabreyting-
um þar til samningar hafa náðst.
-sme
Sogn:
Gæslufólk
til vinnu
Gæslufólk á Sogni mætti til vinnu
seint í gærkvöldi, nokkrum klukku-
stundum eftir að vakt þess átti að
hefjast. Starfsfólkið ákvað að mæta
eftir að hafa fengið loforð frá fjár-
málaráðuneyti um að deilan myndi
leysast á þann hátt sem starfsfólk
gæti sætt sig við.
„Það var einhliða búið að setja
starfsfólkið í launaflokka án okkar
samþykkis en samkvæmt kjara-
samningalögum ber að semja við
stéttarfélag þegar um ný starfsheiti
nýja stofnun er að ræða,“ segir
Sigríður Kristinsdóttir, formaður
Starfsmannafélags ríkisstofnana.
Sigríður sagði að starfsmannafé-
lagið hefði einnig ítrekað reynt að
ljúka viöræðum við heilbrigðisráðu-
neytið um starfslýsingu og vaktafyr-
irkomulag gæslufólksins en án ár-
angurs.
„Við beittum okkur svona seint í
þeirri von að málið leystist," sagði
Sigríður. -IBS
Ný fegurðar-
drottning bæt-
ist í hópinn
LOKI
Var landsliðsþjálfarinn
að velja lið
gegn Forn-Grikkjum?
■ ■ ■ ■ w ■
Mbihhhi pIcki láfn
■ ■■■ w M ■*■
MIKSOIl I ■■ 101
*
„Ég er ekki 100% viss hvort það
er mögulegur valkostur. Við erum
hins vegar að skoða hann og ef
þettá er hægtlagalega séð munum
viö örugglega athuga hann. Við
stofhunin mundi leggja málið fyrir
rfkissaksóknara.
„Við erum að skipuleggja mót-
mæli í ýmsum löndum. Við ætlura
ekki að sitja auðum höndum og
erum einnig að athuga málsókn láta Mikson eyða ævikvöldinu í
ættingja þeirra sem Mikson myrti friði og ró," sagði Efrain Zuroff.
á hendur honum. Þetta er það sem Þeir lögfræðingar, sem DV leitaði
við erum að athuga lagalega séð,“ til í morgun, sögöu að það væri
segir Efrain Zuroff, forstöðumaður ótvirætt að ríkissaksóknari færi
Wiesenthal stofnunarinnar í Jerú- með ákæruvaldið og engin annar.
salem, er DV bar undir hann hvort Ef íslenskir ríkisborgarar væru
sakaðir um refsiveröa háttsemi þá
væri það ríkissakóknari sem tæki
á því en ekki íslenska ríkissfjórnin
eða dómsmálaráðherra.
Ýmsir iýstu yfir furðu á því
hvernig málið hefur verið með-
höndlað. Ríkissaksóknari fer með
ákæruvaldiö og undarlegt væri að
islenska rikisstjórnin skuli fjalla
um það hvort fram eigi að fara
opinber rannsókn í málinu. Þaö sé
andstætt lögum og veki furðu. -Ari
Heiðrún Anna Bjömsdóttir, sem
varð í öðra sæti í fegurðarsamkeppni
íslands í vor, fór með sigur af hólmi
í fegurðarsamkeppninni Miss World
University Contest sem fram fór í
Seoul í Kóreu í gær. Heiðrún Anna
var kosin fegurst úr hópi 70 fram-
haldsskólastúlkna frá jafnmörgum
löndum.
Fegurðarsamkeppnin var haldin
undir merki friðarboðskaps um allan
heim og var jafnframt hæfileika-
keppni. Heiðrún Anna bætist, með
sigri sínum í gær, í ört stækkandi
hóp íslenskra stúlkan sem unnið
hefur alþjóðlega fegurðarsamkeppni.
-ÍS
Hellulagning undirbúin við Kirkjustræti. Framkvæmdir, sem staðið hafa siðan í vor, eru nú langt á veg komnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Veörið á morgun:
Hiti 10-20
A hádegi á morgun verður suð-
vestlæg átt og víðast kaldi. Skýjað
verður með köflum og úrkomu-
vottur á stöku stað vestanlands
en annars léttskýjað. Hlýtt verð-
ur í veðri eða hiti á bihnu 10-20
stig, hlýjast á Austurlandi.
Veðrið í dag er á bls. 36
Nauðgunarmálið:
Dómurinn ekki
kominn til
ríkissaksókn-
araennþá
Dómurinn yfir fjórum 17-18 ára,
piltum, sem sakfelldir voru fyrir að
hafa staðið saman að nauðgun á I
ungri stúlku í desember 1990, hefur
enn ekki borist embætti ríkissak-
sóknara. Eins og fram kom í DV í I
gær hefur ákvörðun ekki verið tekin I
ennþá um áfrýjun. Dómurinn var
kveðinn upp þann 10. september.
DV fékk upplýst í morgun að gögn |
málsins hafa ekki borist ríkissak-
sóknara ennþá. Því hefur embættið
ekki fengið svigrúm til að kynna sér I
dóminn og taka afstöðu til þess hvort j
dóminum verður áfrýjað til Hæsta-
réttar til refsiþyngingar eins og oft-
ast er gert skjóti embættið málum |
þangað að eigin frumkvæði. Ríkis-
saksóknari hefur samkvæmt lögum
þriggjamánaðaáfrýjunarfrest. -OTT i
Hitabylgjaá
Austurlandi
Mikill hiti hefur verið víða á Aust-
urlandi og Norðausturlandi síðustu
daga. í dag á að kólna en hlýna aftur
á morgun. Þar sem verið hefur heit-
ast hefur hitinn komist í og yfir 20
stig.
„Það verður oft heitt á Austurlandi
og Norðausturlandi þegar vindur
blæs svona yfir allt landið. Það var
hlýr vindur fyrir sem var farinn að
þorna og því verður svona hlýtt.
Þetta eru suðvestlægar áttir. Þetta
er í áttina að því sem kallað er
hnúkaþeysvindur," sagði Bjöm
Karlsson, eftirhtsmaður á Veðurstof-
unni.
Bjöm sagði að um helgina væri
gert ráð fyrir 15 th 16 stiga hita víða
á Austur- og Norðausturlandi.
-sme
Valt í bleytu
|
BOvelta varð við hinn þekkta slys-
stað við Kúagerði á Reykjanesbraut-
inni á fjórða tímanum í nótt. Öku-
maður missti stjórn á bO sínum
vegna bleytu á veginum.
Hann var einn í bOnum og þurfti
að fara undir læknishendur vegna
eymsla í handlegg og ökkla en
meiðslin voru ekki alvarleg. Lögregl-
an í Keflavík sá um að flytja bíllinn
ábrott. -ÓTT
ÖFenner
Reimar og reimskífur
Powfeew
SuAurtandsbraut 10. S. 88*499.