Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. KUMHOrallið er á / Heimsendingar- pjónusta á bamabLisiuiií Nú þarftu ekki að víkja frá barninu þínu, hringdu í okkur og við sendum bleiurnar heim, þér að kostnaðarlausu! 1 Sérlega rakadrægar þaö sem mestu skiptir . fyrir börnin. Þessi sérstaka vörn heldur raka frá húö barnsins. 3 Rykking víö læri varnar leka á meöan barniö þitt hreyfir sig frjálslega. ■ 5 Meö límrenning svo þú getir kannaö hvort barniö er búiö aö væta sig, og þú getur auöveldlega límt aftur. 2 Lekavörn meö Lycra® umvefur barniö þitt nærfærnislega og varnar því aö væta fari úr bleiunni. 4 Heldur raka frá viökvæmri húöinni og bleian virkar þurr jafnvel þó barniö sé búiö aö væta undir. 6 Sérlega þunnar og aölaga sig aö húö barnsins þíns svo aö því líöur vel! Classic Premiums eru úrvals þriggja punkta barnableiur sem liggja vel og halda vel í sér raka. Blátt fyrir stráka bleikt fyrir stelpur. u. Útlönd Bush vefengir ættjarðarást Clintons: Clinton segi satt George Bush Bandaríkjaforseti ve- fengdi ættjarðarást Bills Clintons, forsetaframbjóðanda demókrata, á meðan á stríðinu í Víetnam stóð og sagði að hann ætti að „segja sann- leikann" um þátttöku sína í mót- mælaaðgerðum gegn stríðsrekstrin- um og skýra út hvað hann hefði gert í ferð til Moskvu árið 1970. „Ég er kannski gamaldags en, því miður, kann ég ekki við að menn fari til útlanda og mótmæh þegar synir okkar og dætur eru að deyja hinum megin á hnettinum. Mér finnst það rangt,“ sagði Bush í sjón- varpsþætti í beinni útsendingu í gær- kvöldi. George Stephanopoulos, fjölmiðla- fuUtrúi Clintons, vísaði orðum for- setans á bug og sagði þau „örvænt- ingarfulla brellu aumkunarverðs stj órnmálamanns". Bush nýtur fjórtán prósent minna fylgis en Chnton samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum. Repú- blikanar binda vonir við að efasemd- ir kvikni enn um skapgerðarein- kenni Clintons vegna spuminga um hversu virkur hann hafi verið í að skipuleggja andstöðu við Víetnam- stríðið og hverja hann hafi hitt í vikulangri heimsókn tii Moskvu í ársbyrjun 1970. Skýringar Clintons á Moskvuferð- inni þykja loðnar. Hann segist hafa komið þangað sem ferðamaður á gamlársdag 1969, einn á ferð, og hann hefði skoðað helstu ferðamanna- staði. Reuter Japanski sölumaðurinn Hitoshi Morimoto reynir nýjasta undur fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Þetta er sérstak- ur hjálmur sem með aðstoð nokkurra tuga greiningarstauta getur bent á miðstöð óeðlilegra heilabylgna og greint bylgjurnar. Símamynd Reuter Thatcher kastar olíu á Maastrichteldana Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kastaði olíu á eldinn í deilunni um Evrópu- málin í breska íhaldsflokknum í gær. Á sama tíma og forustumenn stjómarinnar börðu niður uppreisn andstæðinga Evrópubandalagsins á flokksþinginu í Brighton lýsti Thatcher yfir því að Maastricht- samningurinn um pólitíska og efna- hagslega einingu bandalagsins væri úreltur. í grein sem Thatcher skrifaði fyrir blaðið European sagði hún að Bretar færu á beinu brautina að sameigin- legri evrópskri mynt ef Maastricht- -samningurinn yröi staðfestur. Greinin er bein ögrun við John Major forsætisráðherra sem leggur mikla áherslu á að þingið staðfesti samninginn. Major var greinilega bmgðið við árásina. Hann sagði að hann mundi skýra stefnu sína fyrir flokksþinginu á föstudag og að hann hefði „fullan og einhuga stuðning" stjómarinnar. Yfirlýsingar Thatcher fylgdu í kjölfar þrumuræðu Normans Teb- bits, stuðningsmanns Thatcher og fyrrum flokksformanns, á ráðstefn- unni á þriðjudag þar sem hann krafð- ist skýrrar stefnu þar sem hags- mundir Bretlands væra settir á odd- inn. Reuter Uppboð Byrjun uppboðs Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 3. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Grettisgata 90,1. hæð, þingl. eig. Auð- ur Agústsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing hf., 12. október 1992 kl. 13.30. Unufell 11, þingl. eig. Helga Guðbjörg Guðmundsdóttir og Hjálmtýr Sigurðs- son, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 12. október 1992 kl. 10.00. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Nesbali 92, Seltj., þingl. eig. Finnbogi B. Ólafsson, gerðarbeiðendur Lífeyr- issj. verslunarmanna, Saprisjóður vél- stjóra, toUstjórinn í Reykjavík og Is- landsbanki hf., 12. október 1992 kl. '17.00. Gufimesvegur, Eiðsvík, þingl. eig. þb. íslenska fiskeldisfélagsins, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 12. október 1992 kl. 14.00. Vegghamrar 43, þingl. eig. Björg Thorberg, gerðarbeiðandi Veðdeild Landsbanka íslands, 12. október 1992 kl. 11.45. Eiðistorg 13, 03-03 F-I, Seltj., þingl. eig. Rúnar hf., íjárfestingafélag, gerð- arbeiðendur Gjaldheimta Seltjamar- ness og Verðbréfamarkaður FFÍ, 12. október 1992 kl. 15.00. Eiðistorg 15, Seltjamamesi, þingl. eig. Ami Gíslason, gerðarbeiðandi Gjald- heimta Seltjamamess, 12. október 1992 kl. 16.30. Sefgarðar 12,, Seltjamamesi, þingl. eig. Ásgeir Ásgeirsson, gerðarbeið- andi Marksjóðurinn hf., 12. október 1992 kl. 16.00. Þverholt 11, 01-02, Mosf., þingl. eig. Davíð Axelsson, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, Verðbréfam. FFI og íslandsbanki hf., 12. október 1992 kl. 16.30. Austurberg 28, 01-04, þingl. eig. Re- bekka Bergsveinsdóttir og Ólafía Sæ- unn Hafliðadóttir, gerðarbeiðendur Veðdeild Landsbanka íslands og ís- landsbanki hf., 12. október 1992 kl. 10.45. Gyðufell 2, hluti, þingl. eig. Rósa Hugrún Aðalbjömsdóttir, gerðarbeið- andi íslandsbanki h£, 12. október 1992 kl. 13.45. Skeifan 6, hluti, þingl. eig. Sigurbjöm Eiríksson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Gísli hf., Raf- magnsveita Reykjavíkur og Rangár- vallahreppur, 12. október 1992 kl. 11.30. Þingás 29, þingl. eig. Markús Sigurðs- son og Kristín Kiistinsdóttir, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands, 12. október 1992 kl. 11.30. Öldugrandi 9,03-01, þingl. eig. Gerður Sigurbjömsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, 12. október 1992 kl. 10.15. Grandavegur 47, hluti, þingl. eig. Sig- rún Þormóðsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisj. vélstjóra, 12. október 1992 kl. 13.45. Lóð úr landi Lynghóls, Mosf., þingl. eig. Margrét Þórisdóttir, gerðarbeið- andi Verðbréfamarkaður Fjárfest- ingafél., 12. október 1992 kl 15.30. Þverholt 7, 01-01, Mosf., þingl. eig. Davíð Axelsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands, Lífeyrissj. málm- og skipasmiða og Verðbréfa- markaður FFI, 12. október 1992 kl. 17.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Grensásvegur 3, hluti, þingl. eig. Gylfi Einarsson og Ingvar Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Iðnlánasjóður og ís- landsbanki hf„ 12. október 1992 kl. 13.30. Stigahfíð 22, 3. hæð t.h., þingl. eig. Byggingarfél. verkamanna, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður verslunar- manna, 12. október 1992 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Meðalfellsvegur 8A, Kjósarhreppi, þingl. eig. Kristinn Ragnarsson, gerð- arbeiðandi BYKO - Byggingavöru- versl. Kóp. hf„ 12. október 1992 kl. 16.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.