Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 4
A EIMMTODAGUR 8. pKTÓBEjK -$92. Fréttir Verjandinn í kókaínmáli Steins Armanns Stefánssonar í héraösdómi í gær: Vill að ákæruvald dragi nær öll gögnin til baka - dómari tekur afstööu til kröfunnar á morgun en ný geðrannsókn samþykkt Steinn Ármann Stefánsson átti 26 ára afmæli í gær þegar hann mætti i dómsalinn i Héraösdómi Reykjavik- ur þegar réttarhöldin f kókaínmálinu hófust. Steinn Ármann er fremstur á myndinni. DV-mynd GVA Mál ákæruvaldsins á hendur Steini Ármanni Stefánssyni i svo- kölluðu kókaínmáli tók heldur óvænta stefnu í gær þegar veijandi hans krafðist þess í byrjun réttar- haldanna í Héraðsdómi Reykjavík- ur að ákæruvaldið drægi mestallar lögregluskýrslur í málinu til baka. Dómarinn mun taka afstöðu til kröfunnar í næsta þinghaldi sem fram fer á morgun, föstudag. Jafn- framt var ákveðið í gær að Steinn Ármann undirgengist nýja geö- rannsókn. Guðjón St. Marteinsson ídómsalnum Óttar Sveinsson héraðsdómari ákvað að fresta efn- islegri meðferð málsins sem átti að hefjast í gær. Málinu hraðað en svo frestað Eins og fram hefur komið er Steinn Ármann ákærður fyrir inn- flutning á kókaíni fyrr á árinu og ákeyrslu á lögreglubíl og árás á lögreglumenn með skærum í Mos- fellsbæ að kvöldi 17. ágúst. Réttarhöldin áttu að hefjast í gær meö efnislegum dómsyfirheyrslum yfir sakborningnum sjálfum. Mál- inu hafði verið hraðað vegna fram- kominna óska og gagna vegna and- legs ástands sakbomingsins. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun frá í ágúst er málið kom upp og er vistin talin hafa slæm áhiif á andlegt ástand mannsins. Vegna þess hafði hluta af skiiyrö- um gæsluvarðhaidsvistarinnar þegar verið aflétt. Eftir fyrstu skýrslutöku fyrir dómi, sem átti að vera í gær, var hins vegar hægt að aflétta einangrun mannsins enn frekar, til dæmis með hliösjón af heimsóknum og öðru. Þess vegna var óskað eftir að réttarhöldunum yrði hraðað. Þegar þinghaldið hófst svo í gær- morgun óskaði veijandinn, Ragnar Aðalsteinsson hrl., hins vegar eftir að dómsyfirheyrslum yfir skjól- stæðingi sínum yrði frestað. Dóm- arinn varð við óskinni og var það bókað aö heimsóknarheimildir til sakbomingsins í gæsluvarðhalds- vistinni yrðu því ekki víkkaðar út íbili. Vill láta reyna á nýju réttarfarslögin Verjandinn lagði fram kröfu um að ákæruvaldið drægi til baka nán- ast öll gögn í máiinu önnur en vett- vangslýsingar. Það sem átt er viö með þessu er að verjandinn vill að ákæruvaldið dragi til baka allar lög- regluskýrslur í kókaínmálinu - nema vettvangslýsingar. Þannig leggur verjandinn áherslu á skyldu dómara að kanna sjálfur vitnis- burði sakbomings og vitna án þess að styðjast beint við lögregluskýrsl- ur - dómarinn kynni ekki lögreglu- skýrslur fyrr en að loknum sjálf- stæðum framburði allra fyrir dómi. Máh sínu til stuðnings vísaði Ragnar í nýsett lagaákvæði um meðferð opinberra mála sem tóku gildi þann 1. júlí. Með þessu er því í raun verið að láta reyna á túlkun nýju réttarfarsákvæðanna - alveg án tillits til sjálfs kókaínmálsins. Þetta er í fyrsta skipti sem lögmað- ur leggur fram þessa kröfu til dóm- ara eftir að nýju lögin tóku gildi 1. júlí. Ný geðrannsókn fer fram I þinghaldinu í gær, þar sem Steinn Ármann var viöstaddur, á 26 ára afmælisdegi sínum, voru lögð fram ýmis gögn, meðal annars læknisfræðileg gögn. Fjögurra ára gömul geðrannsókn á mcmninum, vegna eldra saika- máls, lá fyrir í málinu en vegna nýju gagnanna beindi dómarinn þeim .tilmælum til Egils Stephen- sen, fulltrúa ákæruvaldsins, að hann hlutaðist til um að ný geð- rannsókn færi fram á þeim ákærða. Það gerði Egill og samþykktu verj- andinn og skjólstæðingur hans það án þess að úrskurða þyrfti um það atriði. Högni Óskarsson geðlæknir mun framkvæma rannsóknina og lagði dómarinn áherslu á að henni yrði flýtt. -ÓTT í dag mælir Dagfari Lært til atvinnuleysis Morgunverðarfundir Verslunar- ráðsins eru um margt afar merki- legar samkomur. Þar eru helstu gúrúar viðskiptalífsins fengnir til að mæta eldsnemma aö morgni og upplýsa hina spámennina í við- skiptalífinu um hvað sé framundan í þjóðlífinu. Þetta er lofsvert fram- tak hjá Verslunarráöinu því morg- unstund gefur gull í mund og margt hefur bæði gáfulegt og markvert veriö sagt á þessum fundum. Menn eru rétt nývaknaðir, hressir og endumærðir eftir nætursvefninn og eru fullir af hugmyndum og til- lögum um nýbreytni í atvinnulíf- inu. Einn slíkur fundur var haldinn núna á þriðjudaginn. Þar var að sjálfsögðu tæpt á erfiðleikum at- vinnulífsins og þar flutti Einar Oddur skammarræðu um gengis- fellingar og varaði við þeim enda þótt ríkisstjómin sé margbúin aö taka fram aö gengisfelling sé alls ekki á dagskrá. Einar Oddur taldi samt ástæðu til að vara við gengjs- fellingu sem er eina efnahagsráð- stöfunin sem ríkisstjómin hefur ákveðið að ekki komi til greina. DV sagði lítið sem ekkert frá þessari ræðu Einars Odds en vék hins vegar að ummælum hins ræðumannsins á morgunfundin- um sem var Páll Kr. Pálsson, glögg- ur maður og úrræðagóður, og sijómar nú Coca Cola. Þeim hjá Kók hefur löngum dottiö eitthvaö nýstárlegt í hug 'og ekki brást full- trúi Coca Cola nú frekar en áður. Páll Kr. Pálsson átti sem sagt þaö erindi á fundinn að koma þeirri hugmynd á framfæri að kenna þyrfd fólki atvinnuleysi! Orðrétt er haft eftir Páh: „Síðast en ekki síst verða stjóm- völd að kenna fólki að vera at- vinnulaust, það er að segja að byggja upp félagslegu hliðina." Og hann hélt áfram og sagði: „Eg held að þetta tal um aö eng- inn megi vera atvinnulaus muni bara skilja okkur eftir standandi frammi fyrir vandanum með kannski 6% atvinnuleysi en enginn verði búinn að gera neitt til að kenna fólkinu að vera atvinnulaust og sætta sig viö það.“ Þetta er sem sagt nýjasti boð- skapurinn frá viðskiptagúrúum landsins aö kenna fólki að vera at- vinnulaust. Hvers vegna hefur eng- um dottið þetta í hug fyrr? Það hgg- ur auðvitaö í augum uppi að þegar atvinnuleysi eykst þá þarf fólk að læra að vera atvinnulaust og sætta sig við það. Menn em aö bölsótast út í atvinnuleysi og hafa áhyggjur af því að þúsundir roanna gangj um atvinnulausir en gera svo ekk- ert með þetta fólk og skilja það eft- ir án atvinnu, án tekna og án hinn- ar „félagslegu hhöar“. Ef menn fara að ráðum Páls Kr. Pálssonar verður það ekki þjóðfé- lagslegt vandamál þótt folk verði atvinnulaust. Síður en svo. Aðal- atriðið er að kenna því að vera at- vinnulaust, leyfa því að skynja frelsið sem felst í atvinnuleysinu, friðinn sem fæst viö að þurfa ekki að ganga til vinnu og afslöppunina sem fylgir í kjölfarið á langvarandi atvinnuleysi. Með því að kenna fólki að taka því aö vera atvinnu- laust og njóta þess í sem mestum mæh, mun sá tími renna upp hér á landi að miklu fleiri munu sækj- ast eftir því að verða atvinnulausir og þessi hópur þjóðfélagsþegna mun sætta sig við hlutskipti sitt og hafa af því gagn og gaman. Það mun jafnvel koma að því að atvinnuleysið krefjist sérstakrar menntunar og náms og þá þarf að setja upp sérstakar námsbrautir fyrir atvinnulaust fólk og það krefst skólahúsnæðis, kennara, námsefnis og sérfræðinga sem kunna að sætta fólk við atvinnu- leysið. Félagsleg hhð atvinnuleysisins hefur verið vanrækt og þeir hjá Coca Cola og Verslunarráðinu hafa komið auga á gildi þess að fá að vera atvinnulaus með því að kenna fólki atvinnuleysi og þetta endar sjálfsagt með því að fólk sækist eft- ir ráðum til að verða atvinnulaust vegna kosta þess að vera atvinnu- laus. Þannig mun atvinnuleysið í framtíðinni hafa sínar björtu hhðar og vera enn eitt framlag viðskipta, athafna og atvinnurekstrar til betra og auðugra lífs. Atvinnuleys- ið mun verða eförsótt starf þegar fram hða stundir og hljóta varan- lega viðurkenningu Verslunarráðs íslands. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.