Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. 5 Guðmundur Guðlaugsson var sigursæll i fagkeppni kjötiðnaðarmeistara. Hann var ekki sínkur á bragðprufur við verðlaunaafhendinguna í gær og þess naut meðal annars Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. DV-mynd GVA Sigursælir kjötiðnaöarmeistarar: Unnu til 26 verð- launa í alþjóð- legri f agkeppni - Guðmundur Guðlaugsson stígahæstur íslensku keppendanna íslenskir kjötiðnaðarmeistarar Haraldur Pétursson, Kristján Krist- urðu sigursælir í alþjóðlegu fag- jánsson og Björn I. Björnsson. keppninni Interfair sem fram fór í Þátttaka íslendinganna í keppninni Herning í Danmörku í lok septemb- var á vegum Meistarafélags kjötiðn- er. Alis unnu þeir til 26 verðlauna, aðarmanna í samvinnu við fæðu- þar af 10 gullverðlauna, 9 silfur- deild Rannsóknarstofnunar land- verðlauna og 7 bronsverðlauna. búnaðarins. Formleg verðlaunaaf- Til keppninnar mættu íslénsku hending fór fram í Rúgbrauðsgerð- keppendurnir með 29 vörutegund- inni í gær þar sem viðurkenningar- ir. skjöl voru ekki afhent af keppnis- Aiþjóðlegur meistari varð danski stjórn Interfair fyrr en um viku eftir kjötiðnaðarmeistarinn Christian að keppni lauk. Vopllstedteníslenskurmeistarivarð Við verðlaunaafhendinguna Guðmundur Guðlaugsson. Hann ávörpuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- hafnaði í 8. sæti af 183. Auk Guð- ráðherra og Halldór Blöndal land- mundar tóku þátt í keppninni þeir búnaðarráðherra íslensku keppend- Sigmundur Hreiðarsson, Bergsveinn uma og óskuðu þeim til hamingju Símonarson, Ólafur Ólafsson, Sævar með árangurinn. Hallgrímsson, Óskar Erlendsson, -kaa Akureyri: Möguleikar á miðbæjar- kjarna í Glerárhverf i Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa nú til skoðunar tUlögur að deiliskipulagi miðhverfis í Glerárhverfi en þetta svæði markast af Hliðarbraut, Am- arsíðu, Bugðusíðu og Austursíðu. Svæðið er 7 hektarar og er aðallega ætlað fyrir miðbæjarsækna verslun- ar- og skrifstofuþjónustustarfsemi og stjómsýslu. í greinargerð skipulagsnefndar segir að á svæðinu verði heimilaðar hvers kyns skrifstofubyggingar, verslunarhús og stofnanir, gististað- ir, veitingastaðir, skemmtistaðir, að- setur félagasamtaka svo og önnur starfsemi sem ekki hafi truflandi áhrif á umhverfi sitt. íbúðir em al- mennt heimilar á efri hæðum húsa en jafnframt megi í einstökum tilfell- um leyfa hús sem eingöngu em til íbúðar. í greinargerð skipulagsnefndar með tillögunum að deiliskipulagi segir m.a. að enginn eiginlegur mið- hluti hafi þróast í Glerárhverfi. Gler- árkirkja sé þó kennileiti í byggðinni sem að öðru leyti sé einkennalítil og fábreytt. Við endurskoðun á aðal- skipulagi Akureyrar hafi því verið sett fram tillaga um að opna mögu- leika á miðhverfi á svæðinu við Bjarg sem tengist opnu svæði eða garði við Glerárkirkju. Rætt hafi verið um að beina ekki inn á svæðið verslunar- starfsemi sem gerði stöðu verslun- armiðstöðvarinnar í Sunnuhiíð verri, heldur yrði miðað við aö þar gæti byggst upp þjónustufyrirtæki, skrifstofuhúsnæði og íbúðir. Fréttir Skóverksmiðjan Strikið: Lýstar kröf ur í þrotabúið nema 124 milljónum - eitt tilboð komið í verksmiðjuna og annað á leiðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lýstar kröfur í þrotabú Skóverk- smiðjunnar Striksins á Akureyri nema 124 milljónum króna en kröfulýsingarfrestur er útrunninn. Fyrsti skiptafundur í búinu verður 14. október. Að sögn Þorsteins Hjaltason skiptastjóra nema veðkröfur um 62 miUjónum króna. Þar er íslands- banki langstærstur með 49,5 millj- óna króna kröfu. Krafa Akureyrar- bæjar nemur 10,3 milljónum króna en Þorsteinn segir hæpið að hún verði tekin til greina. Forgangs- kröfur nema 11 milljónum króna og er þar um að ræða ógreidd vinnulaun og laun í uppsagnar- fresti sem var ekki útrunninn er fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- meðferðar og einnig kröfur vegna ógreiddra lífeyrissjóðs- og félags- gjalda. Almennar kröfur nema 51 milijón króna og þar er krafa Kafíi- brennslu Akureyrar hæst og nem- ur 6,5 milljónum. Eitt tilboð hefur borist í eignir fyrirtækisins. Það er frá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar og Össuri hf. í Hafnarfirði. Samkvæmt heimild- um DV er annað tilboð á leiðinni en það kemur frá Útgerðarfyrir- tækinu Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd. Þorsteinn Hjaltason segir að hann taki afstöðu til tilboða í eignir búsins fljótlega eftir að fyrir hggi hverjir hyggist gera tilboð í þær og tilboðin hafi borist sér. Átak gegn búðahnupli I lok þessa mánaðar munu Kaup- mannasamtökin og lögreglan standa að sameiginlegu átaki gegn búða- hnupli. Átakið felst í því að vekja athygli á umfangi hnupls, þeim refsi- lögum sem gilda og úrbótum sem kaupmenngeta gripið til. Kynningin mun standa yfir dagana 21.-23. okt- óber og ljúka með ráðstefnu þann 24. Að sögn Magnúsar Finnssonar, framkvæmdastjóra Kaupmanna- samtakanna, er umfang búðahnupls meira en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Félagsvísindastofnun Háskól- ans vinnur nú að viðamikilli könnun á búðahnupli fyrir Kaupmannasam- tökin. Niðurstöður úr könnuninni ligga enn ekki fyrir en verða kynnt- arfljótlega. -ból Mudcr mostfaul *nanw»k moafannjí Harryerlögga og góð sem slík. Hann á það þó til að verða heldur harðhentur við skúrkana þegar hann gómar þá. Vegna þessara verið hengt á hann af vinnufélögum hans. Harry lifir eftir einkunnarorðunum; 'hinir deyja, en þeir sem geystíara, lifaf. Þó gerist það að félagihans lætur lífið í árás glæpamanna og heitir Harry honum því að hefna hans, sama hvað það kostar. GLFASI!!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.