Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992. Uflönd ekki aftur í utan- George Bush Bandarílcjaforseti sagöi í sjónvarpskappræðunum í gær að hann myndi fela James Baker kosningastjóra sínum aö annast stjórn efnahagsmála næði hann kjöri í kosningunum þann 3. nóveraber. Með þessu útilokaði Bush nán- ast aö Baker taki aftur viö emb- ætti utanríkisráðherra. Bush sagðist ætla að biöja Baker að gera þaö sama fyrir bandarískt efnahagslífiö og hann hefði áður gert í utanríkismálum. Keuter Skoðanakannanir gerðar eftir kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna: Ross Perot sigraði en hlutur Bush slæmur hæla honum en hlutur Bush þótti slæmur. Allar þessar kannanir sýndu aö fleiri geta nú hugsað sér aö kjósa Perot en áður. Fylgi hans er þó enn miklu minna en þeirra Chntons og Bush. Fréttaskýrendur eru almennt sammála um að Clinton hafi unnið varnarsigur með því að komast áfallalaust frá kappræðunum. Hann hefur því ekki misst fylgi við þessa orrahríð og heldur öruggri forystu. Hvað Bush varðar tala menn um aö hann hafi klúðrað einu af þremur síðustu tækifærunum til aö rétta sinn hlut gagnvart Clinton. Fari eins í næstu tvennum kappræðum þá sé vonlaust aö hann nái endurkjöri. Bush verður að koma höggi á Clinton svo um muni. Það tókst ekki nú. Kappræðurnar nú þróuðust á þann veg aö Clinton og Perot lögðust á eitt við aö sannfæra kjósendur um aö breytinga væri þörf í Hvíta húsinu. Bush reyndi á móti aö halda á lofti reynslu sinni og staðfestu á erfiðum tímum. Forsetinn átti því erfiðan leik að vera einn á móti tveimur. Reuter og NTB Og sigurvegarinn er Ross Perot. Þetta er niðurstaöan úr tveimur að- skildum skoöanakönnunum sem Gallup gerði meðal almennings að loknum sjónvarpskappræðum 51 bandarísku forsetaframbjóöend- anna. Mönnum þótti sem Bill Clinton hefði sloppið áfallaiaust úr orr- ustunni en hlutur George Bush þótti lakur, sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er eitt af seinustu tæki- færum hans til að sannfæra kjósend- ur um hæfileika sína til að gegna forsetaembættinu. ABC sjónvarpsstöðin kannaði einnig áht almennings á frambjóð- endunum að kappræðunum loknum. Þar vhdu flestir meina að Chnton hefði staðið sig best, þá Perot fast á gf JÓTTU NALÆGÐAR MEISTARANNA Á HOLTINU SÝNISHORN AF MATSEÐLI FORRETTIR Graflax með hunangs-sinnepssósu 876,- Tindaskata með plómum í sítrónusósu 830,- Ristaður smokkfiskur í engifer með rauðaldinmauki og vermút 795,- Humarsúpa 695,- AÐALRÉTTIR “ Gufusoðinn búri með rauðlauk og rósmarínsósu 1595,- Steikt rauðsprettuflök með sveppum og hvítu smjöri 1395,- Grísamedalíur með chili-sósu og rauðlauk í vínediki 1759,- Gljáð önd í engifer og rauðvíni 2775,- Nautalund með furusveppum og kartöfluköku Julienne 2386,- Villigæsabringur með púrtvínssósu 2775,- EFTIRRÉTTIR Eldsteiktar pönnukökur með ferskum ávöxtum og rjómaís 745,- Kökuvagn 495,- Ath.: Hérfyrir ofan eru aðeins sýnishorn af glæsilegum matseðli okkar. Verið ævinlega velkomin. HAUSTTILBOÐ Glæsileg þríréttuð máltíð frá 2250 kr. tii 2950 kr. BERGSTAÐASTRÆTI37 SÍMI: 91-25700 Bill Clinton var ánægður á svip að loknum sjónvarpskappræðunum I gærkvöldi. Hann hélt sinu en George Bush þótti fara halloka þótt hann léti sem allt væri I stakasta lagi þegar hann yfirgaf salinn ásamt Barböru, konu sinni. Símamynd Reuter Hef enga reynslu af hallarekstri - svaraöi Ross Perot ásökunum um pólitískt reynsluleysi „Já, það er rétt. Eg hef enga reynslu af að reka ríkissjóð með þús- unda mihjarða haha,“ sagði Ross Perot, mihjarðamæringur frá Texas, þegar honum var borið póhtískt reynsluleysi á brýn í sjónvarps- kappræðum forsetaframbjóðend- anna í gærkvöldi. Perot þótti komast vel frá sínu. Þó voru menn sammála um að ekki hefði verið hátt risið á póhtíkinni sem keppinautarnir buðu kjósend- um upp á. Mikið af tímanum fór í skítkast á líkum nótum og veriö hef- ur undanfamar vikur. Bush sakaöi Chnton um skort á þjóðhohustu, m.a. vegna þess að hann tók þátt í mótmælum gegn Víet- namstríðinu. Bush hefur gert mikið úr þessu atriði en Clinton svaraði og sagði að forsetinn væri að vekja upp gamla drauga frá McCarty-tímanum þegar menn voru hundeltir um öh Bandaríkin og sakaðir um að vera á mála hjá kommúnistum. Clinton minnti Bush á að þá hefði þingmaður frá Connecticut, Prescott Bush að nafni, staðiö upp og ráðist gegn McCarty. „Faðir þinn hafði á réttu að standa,“ sagði Clinton við Bush. Bush hefur ekki náð að saxa á fylgi Clintons með tilraunum til að varpa skugga á hann persónulega. Hann hafði því ekki árangur sem erfiði nú og verður væntanlega að breyta um aðferð þegar frambjóðendumir mæt- ast öðra sinni á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að almenningi þætti Perot standa sig vel hafði hann fátt raunhæft fram að færa. Hann talaði um að hreinsa tU í Hvíta húsinu og skUa Bandaríkjunum í hendur næstu kynslóðar í betra ástandi en þau em nú. Nákvæmlega hvað hann hygðist gera kom hins vegar ekki fram. Hann talaði um nauðsyn þess að standa saman og að sundrungin ein gæti orðið Bandaríkjunum að falh. Clinton minnti Bush á að menn í atvinnulífinu hefðu ekki mikla trú á honum og óvissa væri á alþjóðlegum mörkuðum vegna þess að menn ótt- uðust að hann yrði endurkjörinn. Bush svaraði og sagði að um tíma hafi menn óttast aö Clinton næði kjöri og þá hefðu verðbréf hranið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.