Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Page 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. -- Áskr-iftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Úr bóndabeygjunni
Fyrir nokkrum dögum var haft sjónvarpsviðtal við
þingeyskan bónda, Kára Þorgrímsson í Garði, sem vakti
mikla athygli. Þar kvað við nýjan tón og áður óþekkt-
an. Kári hefur sagt sig úr lögum við landbúnaðarkerfið.
Hann hefur gefið það frá sér að þiggja niðurgreiðslur
af framleiðslu sinni en óskar í staðinn að fá frjálsan
framleiðslurétt á kindakjöti. Landbúnaðarráðherra hef-
ur veitt honum tilskilið leyfi enda skuldbindur Kári sig
til að slátra í löggiltum og viðurkenndum sláturhúsum.
Nú skal það ekki dregið í efa að bændum, eins og
öðrum stéttum, er nauðsynlegt að bindast samtökum
og sækja sín mál gagnvart hinu opinbera í nafni sinna
samtaka. Útbreitt og víðfrægt styrkjakerfi til landbúnað-
arframleiðslu er árangur sterkrar stöðu bændasamtak-
anna í landinu og innan stjórnmálaflokkanna og það
net niðurgreiðslna, styrkja, útflutningsbóta og hags-
munagæslu til handa bændum hefur verið riðið í ár-
anna rás í ríkisstjómum, búnaðarþingum, stéttarsam-
bandi, sexmannanefndum og sjömannanefndum og
hvað þetta nú heitir. Fæstir skilja útreikningana á fram-
leiðslukostnaði og ennþá færri vita hvað verður um þá
peninga sem renna í gegnum þetta flókna kerfi. Allra
síst bændur sjálfir, sem sjá jafnvel minnst af því fé.
Milliliðir, söluaðilar, sláturhús og stéttarfélög hafa tekið
sinn bita af kökunni hver. Kerfi,ð er flókið og hleður
utan á sig og bændurnir, framleiðendurnir, hafa mátt
taka við því sem afgangs verður þegar aðrir hafa hirt
sitt.
Þetta viðamikla kerfi og þéttriðna net opinberra og
hálfopinberra afskipta hefur gert bændur að þurfaling-
um og bónbjargarmönnum. Þeir hafa verið slitnir úr
öllum tengslum við markaðinn og neytandann og þurft
að setja allt sitt traust á umboðsmenn og stéttarsam-
bandsformenn og kaupfélagsstjóra og samtök bænda
hafa snúist í andhverfu sína. í stað þess að auka frelsi
umbjóðenda sinna til frumkvæðis og framtaks, hefur
allt heila liðið verið njörvað niður í fullvirðisrétt og
átthagafjötra og sig hvergi mátt hreyfa, öðruvísi en kerf-
inu þóknist. Sem kemur sjaldan fyrir.
Engin stétt hér á landi hefur verið bundin jafnræki-
lega á ríkisjötuna. Þorri bænda hefur verið kerfisþrælar
en ekki sjálfstætt fólk. Afkoma búa og bænda er algjör-
lega háð yfirstjóm og ofstjóm.
Það er fyrst á þessu ári, sem einstaka bændur hafa
risið upp á stéttarfundum eða hagsmunasamtakafund-
um og hreyft mótmælum gegn þessari áþján. Og nú loks
hefur einn sjálfstæður bóndi sagt hingað og ekki lengra
og afþakkað handleiðsluna. Kári Þorgrímsson í Mý-
vatnssveitinni vill fá að búa sjálfur og spreyta sig einn.
Hann afsalar sér forsjón kerfisins og vill selja sjálfur
þá framleiðslu sem hann ræður við.
Enda stendur ekki á viðbrögðunum af hálfu þeirra
sem vilja halda honum og kollegum hans í bóndabeygj-
unni. Kári er sagður sérvitur kommi og sláturhúsið á
Húsavík reynir að beita hann fiárhagslegum refsingum.
Hann skal ekki fá að sleppa úr fiötrunum.
Framtak Kára Þorgrímssonar er lofsvert að því leyti
að hann telur sig geta framleitt og selt til neytenda án
afskipta eða aðstoðar annarra. Hann vill losa sig við
milliliöina og styrkina og hyggst láta reyna á eigin hag-
ræðingu og hagkvæmni í rekstri og lifa það samt af.
Hann vill verða sjálfstæður atvinnurekandi á eigin fót-
um og upp á eigin spýtur.
Það á að taka ofan fyrir þessum bónda.
Ellert B. Schram
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992.
Höfundur segir að rikisstjórn Davíðs Oddssonar sé einnota og megi ekki fá framhaldslíf.
Einnota
ríkisstjérn
Óskaplega eru sumum mönnum
mislagöar hendur. Þetta á við um
blessaða ráðherrana okkar flesta.
Það er næstum sama hvar þeir
ganga til verka, það er eins-og allt
snúist öfugt í höndunum á þeim.
Ríkisstjóm sú, sem fæddist í Viðey,
hefur ekki fæðst undir heilla-
stjömu.
Ekki vil ég bera á móti því að í
ríkisstjóminni sitja góðir menn og
gegnir en það er eins og þeir hafi
lent á óskaplega rangri hillu.
Nóg komið af Davíð
Forsætisráðherrann hefur fengið
þá einkunn hjá reyndasta þing-
manni Sjálfstæðisflokksins að
hann sé „einnota forsætisráð-
herra". Sama má raunar segja um
alla ríkisstjómina, hún er ekki á
vetur setjandi. Þótt ríkisstjórnin
færi illa af stað leyndist með þjóð-
inni ofurlítill vonameisti að hún
kynní að læra af reynslunni og þar
sem hana skipuðu góðir menn, sem
reynst höfðu brúklegir í öðmm
störfum, mundu þeir þroskast og
læra og ráða um síðir við þau verk-
efni sem þeir höfðu sóst eftir og
tekið að sér, að stjóma landinu. Sú
von er dáin.
Ráðherramir em svo fjarri at-
vinnulífi þjóðarinnar og íslenskum
veruleika að úrræði þeirra em
flestöll mislukkuð.
Lítill landsfaðir
Forsætisráðherrann hefur um sig
hirö ráögjafa sem em grillufangar-
ar og ráöa honum óviturlega. Hon-
um tekst ekki að verða sá landsfað-
ir sem forsætisráðherra þarf aö
vera. Griilufangaramir hindra far-
sæla stefnumörkun. Forsætisráð-
herra hefur ekki tekið á sig rögg
og barið frá sér fijálshyggjuliðið.
Hann virðist þvert á móti vera
bandingi þess. í þingflokki sínum
kemur hann fram sem ribbaldafor-
ingj en ekki leiðtogi. t
Mislukkað fjárlagafrumvarp
Fjármálaráðherra hefur nú lagt
fram frumvarp til fjárlaga ársins
1993. Sjaldan eða aldrei hefur
óraunhæfara og óheppilegra fjár-
lagafrumvarp htið dagsins ljós á
íslandi. Tekjuhlið frumvarpsins er
gjörsamlega í lausu lofti. Ráðherr-
amir hafa ýtt út af borðinu hug-
myndunum um hátekjuskattsþrep
sem auðvitað varö eðlilegast að
nota til að afla ríkissjóði nauðsyn-
KjaJIarinn
Páll Pétursson
alþingismaður
legra tekna, ásamt með því að jafna
lífskjör í landinu. Hátekjuskatts-
þrepið hefði hins vegar skert hlut
þeirra sem ríkisstjómin vill hlynna
sérstaklega að, hátekjuhðsins í
þjóðfélaginu. Þess vegan er þeirri
skattheimtu hafnað.
Virðisaukaskattsklúðrið
Þess í stað er farið að hringla með
virðisaukaskattinn. Þar er ein hug-
mynd uppi á borði í dag og önnur
á morgun. Seinni vihan er jafnvel
verri en hin fyrri. Hugmyndir eru
uppi um stórfehdar álögur á sveit-
arfélögin, brotnir á þeim nýgerðir
samningar og jafnvel gengið svo
langt að láta sér detta í hug að
skattleggja úrkomuna ef hún er
frosin. Verði þetta niðurstaðan er
ekki um annað að ræða fyrir sveit-
arfélögin en stórhækka álögur á
íbúana. Skattar stórhækka þrátt
fyrir fyrri yfirlýsingar og hefur
engin ríkisstjóm verið grófari í
skattheimtu og hækkun þjónustu-
gjalda. Þá em gerðar gælur við að
selja ríkisfyrirtæki og afla með því
tekna í ríkissjóð. Tekjuöflun verð-
ur ekki af þessu fyrir sjóðinn.
Einkavæðingin gengur út á það að
afhenda það sem fémætt er í eign-
um ríkisins til Kolkrabbans fyrir
skít á priki.
Slysaleg gjaldahlið
Aðhaldiö á gjaldahhð fjárlaganna
lýsir sér í því að ráöast sérstaklega
á þá sem síst skyldi. Áfram er haldið
aðfórinni að velferðarþjóðfélaginu
og atvinnuvegunum. Ráðist er á
aldraða, sjúka, bamafólk og náms-
menn. Ráðist er á heilbrigðiskerfið,
skólakerfið og tryggingamar.
Stórlega er þrengt að landbúnaði
og sjávarútvegi. Atvinnulífinu er
ekki rétt sú örvandi hönd sem það
þyrfti á að halda. Böl atvinnuleys-
isins hefur haldið innreið sína sem
afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinn-
ar. Það á eftir að fara langt fram
úr þeim 3,5% sem reiknað er með
í dag.
Þeir fátæku fátækari
Rauöi þráðurinn í þessu fiárlaga-
frumvarpi er að gera þá ríku ríkari
og þá fátæku fátækari. Þjóðarauð-
urinn er að safnast á örfáar hendur
fyrir tilstilh ríkisstjómarinnar.
Samkvæmt úttekt, sem fiármála-
ráðuneytið hefur sjálft gert, eiga
245 hjón á landinu yfir 50 mihjónir
hreina eign. Þetta em 0,5% hjóna
á landinu sem eiga um 6% eign-
anna. Hrein eign þessa hóps hefur
vaxið um 4 milfiarða á ári. Á sama
tíma vaxa skihdir þeirra hjóna,
sem skulda eina milfión eða meira,
um 4 mhfiarða. Þessi hópur er 4257
hjón eða 8% hjóna á íslandi.
Burt með ónýta ríkisstjórn
Ríkisstjóm, sem stendur fyrir
svona þjóðfélagsþróun, á sér fáar
málsbætur. Það er þjóðarnauðsyn
aö hún biðjist lausnar. Sýnt er að
hún ræður ekki við það verkefni
sem hún hefur tekið að sér. Því ber
henni að fara frá svo unnt verði
að efna th kosninga og koma til
valda stjóm sem hefur betri tök á
verkefni sínu. Ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar er einnota. Hún má ekki
fáframhaldslíf. PállPétursson
„Rauði þráðurinn í þessu Qárlagafrum-
varpi er að gera þá ríku ríkari og þá
fátæku fátækari. Þjóðarauðurinn er að
safnast á örfáar hendur fyrir tilstilli
ríkisstj órnarinnar. “