Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Page 18
18 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992. ÚTBOÐ Hótel Saga óskar eftir tilboðum í ræstingar á almenn- ingsrými hótelsins. Útboðsgögn afhendir Kristín Pálsdóttir starfsmanna- stjóri gegn 10 þúsund kr. skilagjaldi. Hótel Saga v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími 29900 Aukablað Hús og húsbúnaður Miðvikudaginn 21. október mun aukablað um hús og húsbúnað fylgja DV. Meðal annars verður fjallað um heimilistæki, tæki og innréttingar í eldhús og bað, gólfefni, húsgögn og ýmislegt annað innanstokks. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að aug- lýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi sam- band við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið (yrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 15. október. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. STYRKTARTONLEIKAR til styrktar orgeli í Langholtskirkju: VINSÆL ÍSLENSK DÆGURTÓNLIST KÓR LANGHOLTSKIRKJU ANDREA GYLFADÓTTIR • BERGÞÓR PÁLSSON EGILL ÓLAFSSON GARÐAR CORTES ÓLÖF KOLBRÚN HARÐARDÓTTIR PÁLMI GUNNARSSON SIGNÝ SÆMUNDSDÓTTIR SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR OG KAMMERSVEIT LANGHOLTSKIRKJU STJÓRNANDI: JÓN STEFÁNSSON 13. október kl. 20.30. 14. október kl. 20.30. 17. október kl. 16.00. MIÐASALA í LANGHOLTSKIRKJU 0G PANTANIR 1SÍMA 689430 OG 35750 ,.MÁ EKKI BJÓÐA YKKUR SÆTI? SÆl LANDSINS MESTA ÚRVAL REYRHÚSGAGNA XS HÚSGÖGN 0PIÐ LAUGARDAGA10-16 SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI ® 91-44544 EYRARVEGI 25, SELFOSSI S 98-22221 KAUPVANGI, AKUREYRI ® 96-12025 Lífsstfll Brunar á heimilum frá rafmagni eru mun algengari hér á landi en i nágrannalöndunum. Brunar af völdum raf- magns eru tíðari á íslandi en í nágrannalöndunum -Neytendasamtökinvinna að forvömum í samvinnu við aðra aðila Slys og tjón vegna brnna af völdum rafmagns eru mxm tíðari hér á ís- landi en í nágrannalöndum okkar. Þetta er niðurstaða samantektar sem Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, verkfræð- ingiu- hjá Neytendasamtökunum, gerði í sumar. Athugunin beindist einkum að sjónvarpsstækjum vegna óvenju margra bruna frá sjónvarpi í byrjun ársins. Sigríður gerir þann fyrirvara í skýrslu sinni að samanburöur miili landa sé erfiðleikum bundinn vegna mismunandi aðferða og reglna við skráningu brunatilvika. Þó bendi mismunurinn eindregið til þess að brunavamir á íslandi séu ekki eins góðar og í Danmörku svo dæmi sé tekið. Samanburður á fjölda bruna af völdum rafmagns á Islandi og í Dan- mörku sýnir aö tíðni bruna á íslandi er hærri en í Danmörku. Meðaltal síðustu fimm ára reiknast 165 á ís- landi og 64 í Danmörku umreiknað miðað við milijón íbúa. Þetta þykir athyglisverður munur miðað við hlut hitaveitna í orkunotk- un á íslandi. í Danmörku er notkun gass til hitunar aftur á móti útbreidd. Hlutfall bruna vegna raftækja er mjög sambærilegt eða 37% á íslandi en 36% í Danmörku. Brunar frá sjón- varpsstækjum miðað við milljón tæld í notkun eru mun fleiri á ís- landi en í Danmörku eða 17 á móti 4 að meðaltaii á ári. Slælegar brunavarnir Umreiknaðar heildartölur um fjölda bruna árlega af völdum raf- magns, 165 á íslandi á móti 64 í Dan- mörku, gefa ákveðnar vísbendingar um að bnmavamir á íslandi séu ekki eins góðar og í Danmörku. Tölumar gefa enga vísbendingu um í hveiju þetta felst. Telja má þó líklegt aö bæði almenningur og yfirvöld bruna- mála eigi sök á því. RafmagnseftirUt ríkisins er alltaf kallað til þegar grunur leikur á að rafmagn hafi valdið eldsupptökum. Sjónvargstæki em ekki prófunar- skyld á íslandi þar eð um rafeinda- tæki er að ræða. Tæki eins og þvotta- vélar, ísskápar, eldunartæki o.þ.h em hins vegar prófunarskyld. Nýjar reglur í kjölfar EES Reglur um rafmagnseftirlit og próf- anir raffanga hafa verið nokkuð svipaðar á Norðurlöndunum er þó breytilegar eftir löndum. í Dan- mörku hafa raftæki almennt ekki verið prófunarskyld frá því um 1980 en það hafa þau verið í Svíþjóð og Noregi. í kjölfar EES-samninganna em væntanlegar breytingar á fram- kvæmd prófunarreglna á rafbúnaði. Prófun og vottun af hálfu viður- kenndrar stofnunar í einu landanna skal gilda á öllu EES-svæðinu. Regl- ur um prófanir og eftiriit með raf- tækjum era því í endurskoðun hér á landi. Brunaslys tíð Alvarleg meiðsl eöa dauði af völd- um bruna em sem betur fer ekki tíð en rík ástæða er til að minna á þau þrátt fyrir það. í skýrslu Sigríðar er vitnað í upp- lýsingar frá landlækni sem segir aö á íslandi urðu 12 dauðsfoll á íslandi Neytendur á tímabiiinu 1985-1990 af völdum húsbruna. Þar em meðtaidir allir brunar en ekki eingöngu brunar frá rafmagni. Einnig er vitnað í yfirbtsgrein Áma Bjömssonar læknis í tímarit- inu Læknaneminn 1 tbl. 1991 en þar segir að á ári séu að jafnaði lagðir inn 30 sjúklingar á Landspítalann vegna branasára. Um þijú dauðsföll em á ári vegna brunasára. Árni segir í grein sinni aö fyrirbyggja megi flest brunaslys með forvamarstarfi. Hann segir að á íslandi hafi slysum ekki fækkaö undanfarin ár en í Dan- mörku og fleiri vestrænum löndum hafi forvamir borið verulegan ár- angur. Orðrétt segir Ámi. „Þjóðfé- lagslegar aöstæður hafa mildl áhrif á tíðni brunaslysa og brunaslys em því mjög algeng í þróunarlöndun- um.“ í úttekt þessari er ekki hægt að gefa upp efnahagslegt tjón sjúkUnga og þjóðfélagsins vegna bmnaslysa. Ljóst er að það er mikiö og miklu meira en í löndum sem íslendingar bera sig saman við. Hlutur brunatilfeUa af völdum sjónvarpstækja í umræddum sjúkra- tilfellum er ekki þekktur og þvi ekki hægt að áætla tjón vegna þess út frá heUdartölum. __ í samtaU við DV sagði Sigríður Á. Ásgrímsdóttir að eitt verkefni Neyt- endasamtakanna væri forvamar- starf gegn slysum í samstarfi við aöra aðha svo sem Brunamálastofn- im, Umferðarráö og Slysavamafélag íslands. Starf Neytendasamtakanna hafi því t'ekið miklum breytingum hins síðustu misséri í samræmi við svipaða þróun öðmm löndum. Nú sé ekki lengur einblínt á vöraverð og þjónustu heldur einnig aöra þætti sem snerta neytendur og af nógu sé aö taka. Aðgerðir til úrbóta í skýrslu Sigríöar er að lokum bent á nokkrar leiðir til þess að koma í veg fyrir bruna af völdum rafmagns. Efla þarf bmnavamir og bæta um- gegni fólks um raftæki almennt. Notkun rafbúnaðar hefur vissa áhættu í for með sér og er aðeins öragg ef öryggisreglum er fylgt. Lykilatriöi varðandi öryggi fyrir notendur rafbúnaðar era aðgæsla og reglusemi. í því felst meðal annars að nota viðurkenndan rafbúnað og fylgja leiðbeiningum um rétta notk- un. Slökkvið á sjónvarpinu Rafbúnaður með innbyggða klukku, til dæmis fjarstýringu eins og sjónvarpstæki og mörg hljóð- og myndbandstæki, er tengdur raf- spennu á meðan tækið er í sambandi og leiðir þar með rafstraum. Þar sem tímastilUng fer úr skorðum við það að tæki er tekið úr sambandi er tals- vert óhagræði að því að það sé gert og einnig getur það hugsanlega dreg- ið úr endingu búnaðarins. Ekki er nóg að slökkva á sjónvarpstækinu meö fjarstýringunni heldur verður einnig að slökkva á tækinu sjálfu eftir notkun. Slökkvið líka á af- ruglaranum. Engin önnur varúðarráöstöfun kemur þó fyUilega aö sama gagni og straumrof. En eftirfarandi ráðstafan- ir munu auka endingu rafbúnaðar og minnka bUanatíðni og þar með minnka hættu af bmna. Staðsetning tækis Áríðandi er að gengið sé frá inn- stungum með rofa sem rýfur sam- band við rafkerfið annaðhvort hand- virkt eða sjálfvirkt frá klukkurofa utan við tækin. Hafið rúmt um tækin þannig að loft leiki greiðlega um þau til kæUngar. Umgengni við tækin Varist að ryk og reykur séu í loftinu umhverfis tækin. Varist að matarmylsna, mold og þess háttar komist inn í tækin. Viðhald tækja Farið með sjónvarpstæki reglulega til hreinsunar á viðgerðarverkstæði á tveggja til þriggja ára fresti. Þaö er þó háð því hve hreint loftið ér hversu oft þarf að hreinsa sjónvarps- tækið. Látið fagmenn gera við bilanir strax ogþeirraverðurvart. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.