Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. Fréttir Sighvatur með 300 milljóna þumalskrúfu á Davíð: Jóhanna verst niðurskurði og er reiðubúin að víkja Halldór Blöndal „seldi“ krötum skólagjöldin á 100 milljónir Jóhönnu Sigurðardóttur hefur verið gert að skera niður aUt aö 300 milljónir í ráðuneyti sínu til viðbótar því sem gert var ráö fyrir við gerð fjárlaga. Samkvæmt heimildum DV eiga 200 milljónir, af þessum 300, aö nást með niöurskurði í húsnæðiskerfinu og til- færslum sem meðal annars leiða til vaxtahækkana í almenna kerfinu. Þessum tfilögum hefur Jóhanna tek*-' ið mjög illa og á þingflokksfundi að- faranótt mánudags treysti hún sér ekki til að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þegar á hana var gengið sagðist hún reiðubú- in að segja af sér ráðherradómi ósk- aði þingflokkurinn þess. . í efnahagstillögum ríkisstjómar- innar er gert ráð fyrir að skera ríkis- útgjöld niður um 1240 milljónir um- fram það sem gert var ráð fyrir við gerö fjárlagafrumvarpsins. Vegna afstöðu Jóhönnu hafa stjómarliðar enn ekki treyst sér til að ganga frá endanlegri útfærslu niðurskurðar- ins. Reynt hefur veriö aö telja henni hughvarf- en það hefur ekki tekist. Eins og DV sagði frá í gær á Sig- hvatur að skera niður um 650 millj- ónir til viöbótar þeim rúmum tveim- ur milljörðum sem þegar var búiö aö ákveða. í ráðherratíð Sighvats hafa fjórir milljarðar verið teknir af hans málaflokkum. Það sem hann hyggst skera nú samkvæmt heimild- um DV era 150 til 200 milljónir í lyfja- kostnaði, 100 milljónir í tannlækn- ' ingum, 100 til 150 milljónir í sérfræði- kostnaði. Þá á tekjueignatenging líf- eyrisgreiðslna að skila 300 mfiljóna spamaöi. Sighvatur notar þessar 300 milljón- ir sem þumalskrúfu á Davíð Odds- son. í því sambandi bendir Sighvatur á að verði ekki fyrir áramót sam- þykkt lög sem gera kleift að setja á fjármagnstekjuskatt, náist þetta markmið ekki. 300 milljónirnar náist ekki nema bönkunum verði gert skylt að veita upplýsingar um eigna- tekjur viðskiptamanna sinna. Samkvæmt upplýsingum DV á Hálldór Blöndal að skera niðúr um 250 milljónir í landbúnaðaráðuneyt- inu. Um er að ræða útgjöld vegna vaxta og geymslukostnaðar og niður- greiðslna á búvörum. Til stóð að hann skæri niður 100 milljónir en þann kaleik keypti hann frá sér þeg- ar samþykkt var, að kröfu krata, að falla frá skólagjöldum upp á 100 milljónir. -kaa/-sme Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða er í framboði til forseta ASÍ. Sitt til hvorrar handar Pétri eru Gfsli Indriðason og Benóný Benediktsson þingfulltrúar. DV-simamynd gk Ásmundur Stefánsson: Verkalýðshreyfingin hyggur á nýja samn- inga og kaupkröf ur Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyxi; Asmundur Stefánsson, þáverandi forseti ASÍ, sagði á þingi samtakanna á Akureyri í gær að niðurstaöa efna- hagsaðgerða ríkisstjómarinnar þýddi í stómm dráttum 6% kjara- skerðingu á almennar tekjur. „Eg er þeirrar skoöunar að það sé ljóst að það verði engin sátt í okkar hreyf- ingu um að taka slíkri niðurstööu án þess að fara af stað í gerð kjarasamn- inga og gera kaupkröfur," sagði Ás- mundur. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá að verkalýðshreyfingin ætl- ar ekki aö taka „pakka“ ríkisstjóm- arinnar þegjandi og hyggur á aðgerö- ir. Margir á ASÍ-þingi töluðu um aö sprengju hefði verið varpað inn á þingið og vora reiðir. Ásmundur sagði alveg óvíst að niðurstaða ríkis- sfjómarinnar væri endanleg enda hefðu atvinnurekendur mótmælt og heimtað meira. Hann sagði að í síð- asta kjarasamningi væri ákvæði þess efnis að ef breyting yrði á gengi ís- lensku krónunnar væri sá samning- ur uppsegjanlegur með mánaðar fyr- irvara. „Ég spyr sjálfan mig hvort ekki sé skynsamlegra að undirbúa hreyfing- una inn á við á næstunni í stað þess að fara í viðræður við okkar samn- ingsaðila í desember," sagði Ás- mundur. Hann gaf í skyn að e.t.v. væri hyggilegast að fara á næstunni í fundarferð til aðildarfélaga ASÍ og kynna það sem hafi verið að gerast og leggja í framhaldinu mat á stöö- una. Ásmundur sagði að þingið hlyti aö mótmæla niðurstöðu ríkisstjómar- innar og vekja athygli á að ASÍ hafi 'sýnt fram á að önnur leið væri fær,; en hann sagði þá leið hafa varið kaupmátt tekna með allt öðram hætti og hefði einnig tryggt stöðu atvinnulífsins betur en sú leið sem ríkisstjómin valdi. Mörg svipuð mál sem bíða dóms Dómur var kveðinn upp í fíkni- efnamáli í fyrradag sem sneriát um innflutning á um 40 grömmum af amfetamíni og 4,4 grömmum af kókaíni árið 1986. Sökum dráttar er varð á málinu í meðferð þess var ákærða ekki dæmd refsing en hon- um gert að greiða málsóknarlaun í ríkissjóð auk málsvamarlauna. Ákærði hélt því fram að sök sín væri fymd en dómarinn, Pétur Guðgeirsson, hjá héraðsdómi Reykjavíkur hafnaöi því og sak- felldi hann fyrir þau brot sem hon- um vora gefin að sök. Fyming mála er mislöng eftir alvarleika brotsins en fymingarreglur eiga við þegar langur tími líður frá því að refsiverðu athæfi lýkur og til þess tíma sem rannsókn á málinu hefst. í þessu máh leið ekki það langur tími á milli athæfisins og upphafs rannsóknar aö fyming kæmi til. Hins vegar féll dómurinn á þaxm veg að óhæfilegur dráttur hafi orð- ið á meðferð málsins fyrir dómstól- um og því vora ekki talin efni til þess að gera manninum refsingu. í Mannréttindasáttmála Evrópu um vemd mannréttinda og mannfrels- is, sem ísland hefur fullgilt, er kveðið á um að dómur skuh faha innan hæfilegs tíma frá ákæru. Dómarinn taldi að svo hefði ekki verið í þessu máh þar sem ákæra var gefin út í september 1987 en ákærði ekki kahaður fyrir dóm fyrr en i október 1992. Samkvæmt heimildum DV bíða fiöldamörg mál, sem svipað er ástatt um, dóms. Þessi mál koma flest frá Sakadómi í ávana- og fikni- efnamálum sem var lagður niður þann 1. júh. Á áranum 1988-1990 hafði fikniéfnadómstóllinn ekki undan við að afgreiða þau mál sem tíl hans bárast, m.a. vegna mann- fæðar. Eitt af þeim málum sem svipað er ástatt um er hið svokallaöa málningarfotumál. Verjendur ákærðu hafa krafist sýknu og með- al annars vísað th Mannréttinda- sáttmálans um drátt mála enda hefur málsmeðferð þess tafist í 5 ár. Málflutningi og vitnaleiðslum í málningarfotumálinu lauk í fyrra- dag og er dóms að vænta um miðj- andesember. -ból Ungbörn fá að dvelja hjá mæðrum í endurhæf ingu í einni stofunni á C-gangi á Reykja- lundi hefur verið komið fyrir htlu barnarúmi. Það var gert th þess að Linda Björg, fiögurra og hálfs mán- aðar gömul, gæti verið hjá móður sinni á meðan hún er í endurhæf- ingu. Mæðgumar hafa nú veriö á tí- undu viku á Reykjalundi og verða þar líklega th jóla. „Þetta er yndislegur staður og hér vhja alhr aht fyrir mann gera. Þjóð- félagið er heppið að eiga svona stað,“ segir móðirin, Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, sem er ákaflega ánægð með að geta haft dóttur sína hjá sér. „Þetta er mjög skemmthegt því að það lífgar upp á staöinn að hafa hér htið barn um stutt skeiö," segir Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Það kemur fyrir að konur, sem þurfa á endurhæfingu áð halda, eiga svo hth börn að aðskhnaöur þykir ekki ráðlegur. Mæðumar hafa átt þess kost að hafa bömin með sér og þá hefur starfsfólkið passað þessi htlu böm meðan mæðurnar stunda sína endurhæfingu. Starfsfólkið bæt- ir bara pínuhtlu meira á sig eins og þykir eðhlegt á sjúkrahúsum." Að sögn Grétu er það þó ekki oft Linda Guðbjörg Samúelsdóttir með dóttur sína, Lindu Björgu. DV-mynd Brynjar Gauti sem böm dvelja á Reykjalundi með mæðrum sínum. Síðustu tíu árin hefur verið um fimm tilfelh að ræða, telurhún. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.