Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Lækna engin mein Efnahagsaðgerðir stjómarinnar krefjast mikilla fórna af almenningi í landinu. En aðgerðirnar duga skammt til að bæta stöðu atvinnulífsins. Áfram verður tími gjaldþrota, bæði fyrirtækja og heimila. Atvinnu- leysi verður áfram og fer líklega vaxandi. Við munum enn fylgjast með háværum og vaxandi kröfum um frek- ari gengisfellingu. Ríkisstjórnin gutlar í málum á ýms- um sviðum en tekst ekki að snúa vörn í sókn. Lítum á nokkra þætti efnahagslífsins eftir aðgerðirn- ar. Sjálf gengisfelhngin var lítil. Fyrir hana höfðu kom- ið fram skynsamlegar kenningar um, að sjávarútvegur- inn hagnaðist sem næmi sjö prósenta gengislækkun á því einu, að gengið væri fast. Minni gengislækkun en sjö prósenta er því ekki líkleg til að koma sjávarútvegin- um að gagni. Gengi mikilvægra gjaldmiðla í útflutningi okkar hafði lækkað. Gengi brezka pundsins hafði þann- ig lækkað um 13 prósent gagnvart krónunni á skömmum tíma. Gengi ítölsku lírunnar hafði á sama mælikvarða lækkað um 12 prósent og gengi spánska pesetans um 10 prósent frá því að umbrotin á gjaldeyrismörkuðunum hófust og fram að 20. nóvember. Síðan féll gengi peseta og portúgalska eskúdóans um 6 prósent nú um helgina. Sænska krónan var fallin um nálægt 10 prósent. Norska og danska krónan gætu fallið á hverri stundu. Flestir íslendingar munu hafa fylgt fastgengisstefn- unni að málum. Sú stefna hefur reynzt launþegum bet- ur en gengisfellingarstefnan. Yfirlýst stefna ríkisstjórn- arinnar naut að því leyti stuðnings flestra landsmanna. En viðurkenna ber, að atburðir síðustu daga sér í lagi gerðu óhjákvæmilegt, að gengi krónunnar lækkaði eitt- hvað. Gengislækkunin gat ekki minni verið, og hún verður ekki til þess að bæta svo heitið geti stöðu sjávar- útvegs, sem er í miklum vanda. Því verður naumast sagt, að ríkisstjórnin hafi valið gengisfellingarleiðina. Felling krónunnar var tiltölulega lítill hluti þess, sem gert var. En hversu líkleg til árangurs er sú mikla tilfærsla, sem ríkisstjórnin stendur fyrir, frá einstaklingunum til fyrirtækjanna? Létting skatta af atvinnulífmu styrkir að sjálfsögðu stöðu þess, en áhrifin munu koma seint fram. Þjóðarút- gjöld minnka, sem minnkar viðskiptahallann gagnvart útlöndum. Loks væntir ríkisstjórnin þess, að afkoma ríkissjóðs batni við aðgerðimar. Fólk hafði vænzt þess, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar bættu atvinnuástandið. Vissulega ættu atvinnuhorfur að batna frá því, sem ella hefði orðið. En Þjóðhagsstofn- un telur ekki, að aðgerðimar stöðvi aukningu atvinnu- leysis á næstu mánuðum. Frekar spáir stofnunin því, að atvinnuástand skáni ekki fyrr en seint á næsta ári og á árinu 1994. Þessar aðgerðir duga því skammt. Um helmingur gengislækkunarinnar mun koma fram í hækkun verðlags. Verðbólga verður eftir aðgerðirnar um 2,5 prósentum meiri en tahð var fyrir aðgerðir. Það byggist þó á því, að laun hækki ekki á næsta ári og gengi krónunnar breytist ekki frekar en orðið er. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar á efnahagsað- gerðunum er tahð, að framleiðsla í landinu dragist sam- an um 1,4 prósent á árinu 1993 í stað 0,6 prósenta, sem áður haföi verið spáð. Þjóðartekjur dragast meira saman vegna rýmandi viðskiptakjara, eða um 2,4 prósent. Flest er því engu betra en var. Efnahagsaðgerðimar lækna engin mein. Haukur Helgason Mikilvægi við- halds húseigna Þjóðarauður okkar er aðallega mannvirki. Verðmæti þeirra er ekki undir 850 milljörðum. Þessi auður liggur víða undir skemmd- um vegna skorts á viðhaldi. Millj- arðar tapast árlega. Menn eru að vakna til vitundar um mikilvægi þess að halda við mannvirkjum. Formaður fjárlaganefndar Al- þingis fjallaði um ömurlegt ásamt opinberra bygginga í fjárlagaræðu, forseti ASÍ minntist á sama mál í „Vinnunni" og í fréttabréfi máln- ingarverksmiðju eru menn hvattir til aö bta á viðhaldið sömu augum og forvamarstarf í heilbrigðismál- um. - Fleiri taka í sama streng. Þjóðarauðurinn felst í mannvirkjum Mannvirki eru uppistaðan í þjóðarauði okkar. Opinberlega er hann metinn á 1.115 milljarða. Þar af eru 342 milljarðar eða 31% íbúð- arhús. Allt húsnæði í landinu ætti þá að vera liðlega helmingur þjóð- arauðsins. Þetta mat er þó greini- lega of lágt. Líklegt söluverðmæti allra fasteigna á landinu er enn hærra, 850 milljarðar, eða 10 millj- ómir á fjölskyldu. Þessi auður er verk kynslóða og mikilvægt aö hann eyðileggist ekki í höndum okkar. Húsnæði gengur úr sér, hrömar og skemmist ef það fær ekki sóma- samlegt viöhald. Viðhald húsnæðis skiptir miklu máh um hvemig þjóðarauðurinn endist. Með aldri gengur húsnæði úr sér og rýmar í verði. Með vönduðu viðhaldi má hægja á verðrýmuninni. Tahð er að árlega þurfi til jafnaðar að kosta 1,5% til 2% af stofnkostnaði hús- næðis til viðhalds ef vel á að vera. Fyrir allt húsnæði á landinu gera það 18-23 mihjarðar á ári. Þjóðararfurinn rýrnar Landið, sem er þjóðararfur okkar frá gengnum kynslóðum, hefur verið ofnýtt um aldir. Mannvirkin endast skemur en eru þó einnig arfur kynslóða til þeirra næstu. Margt bendir til að okkur farist svipað við þau og landið sjálft. Víöa hggja byggingar undir skemmdum vegna þess að viðhaldi er ekki sinnt. Vanrækslan kostar mihjaröa króna á hveiju ári. Færa má að því rök að fasteigna- eigendur tapi að þarflausu meira en þremur milljörðum króna á ári í verðfahi fasteigna og uppsöfnuðu vanræktu viðhaldi. Þess em dæmi að nauðsynlegu viðhaldi merkra Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur stórbygginga sé slegið á frest í ára- tugi. Þegar viðhald er vanrækt verður viðgerðarkostnaðurinn á endanum afar mikih og endur- bygging niðumíddra húsa kostar oft meira en að byggja ný. Þegar þrengir að efnahag eins og nú draga menn saman, skera niður og spara. Viðhald húsnæðis, sem þó var vanrækt fyrir, lendir þó oft fyrst undir hnífnum. Afleiðingam- ar era víða tíl sýnis. Stjórnmálamenn vakna Menn gera sér sífellt betur grein fyrir alvarlegum afleiðingmn þess að vanrækja viðhald húsnæðis. Karl Steinar Guðnason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði um ástand opinberra mannvirkja: „Flestar byggingar ríkisins em að hrynja... Margar þessara stóm bygginga em iha famar vegna skorts á flármunum til viöhalds. Ekki er vafi á því að á næstu ámm er rétt að draga verulega úr ný- byggingum og veita í þess stað fjár- magn til viðhalds." Að mati þingmannsins á að breyta áherslum: „Það er engin skynsemi í því að halda áfram ný- byggingum þegar ekki virðist efni th að halda þeim verðmætum við sem búiö er að koma upp.“ Taka verður undir þessa skoðun þó lítið fylgi sé við hana á Alþingi. Verka- fólk og iðnaðarmenn þekkja ástand mannvirkja. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, ritaði um ástand opinberra mannvirkja: „Vanhöld á viðgerð- um opinberra bygginga em bein- hnis til sýnis víöa um landið og ljóst að mikil verðmæti hggja undir skemmdum. Fjöldamörg viðhalds- verkefni skila því ótvírætt þeirri arðsemi að réttlætir lántökur, jafn- vel erlendis." Gott innlegg frá einkaaðila Fyrirtæki, sem framleiða og selja efni th viðhalds og viðgerða, þekkja vel th málanna. Málningarverk- smiðjan Harpa hf. gaf nýlega út blað helgað viðhaldi mannvirkja. í því er th dæmis bent á að góð um- hirða viðhaldi verðmæti húseigna. Að mati Hörpu geta eigendur með- ahbúðar á höfuðborgarsvæðinu aukið rauntekjur sínar um 50 þús- und krónur á ári með því að huga vel aö viðhaldi. í grein í blaðinu svarar talsmaður fyrirtækisins því hvort skynsam- legt sé að skera niður viðhald og endurbætur þegar samdráttar gæt- ir í efnahagslífinu: „Sterk rök em fyrir því aö spamaður á þessu sviði borgi sig ekki. Yfirleitt ber sparn- aður vott um ráðdehdarsemi. En spamaður í viðhaldi og endurbót- um mannvirkja hefur jafnan þver- öfug áhrif því hann veldur einung- is uþpsöfnuðum vanda sem verður erfiðara að fást við þegar loks er tekið á honum... Einnig er hægt að hta á (viöhaldið) meö svipuðum hætti og forvamarstarf í hehbrigð- Rmálum. Hugsunin er sú sama - að bregðast rétt við í tíma.“ Hér er um tímabæra áminningu aö ræða th þeirra sem bera ábyrgð á við- haldi mannvirkja og flárveitingum th þeirra. Stefán Ingólfsson „Landið, sem er þjóðararfur okkar frá gengnum kynslóðum, hefur verið of- nýtt um aldir. Mannvirkin endast skemur en eru þó einnig arfur kyn- slóða til þeirra næstu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.