Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. 11 Meruiing Skóli í kreppu Helga Siguijónsdóttir flallar um marga mark- verða hluti í bók sinni Skóli í kreppu. Hún hef- ur einna helst áhyggjur af þeim nemendum sem faUa á grunnskólaprófi (ca 25%) en vilja samt halda áfram í skóla og gengur þá ekki sem best. Bókmenntir Árni Blandon Samkvæmt skoðunum Helgu er sá skóli bestur sem sinnir þessum nemendum mest. Menntaskólarnir eftirbátar fjölbrautaskólanna Það hefur gengiö illa að skoða skólamál á ís- landi í hlutlægu ljósi. Þetta byggist m.a. á því að fátt er um rannsóknir og kannanir á skóla- málum og ef um slíkt er að ræða er eins víst að blaðamenn séu búnir að komast í rannsókn- arniðurstöður áður en þær eru tilbúnar og al- hæfa síðan eftir eigin höfði um það sem þeir lesa út úr rannsóknunum. Eitt slíkt dæmi gerð- ist nýlega og var þar fullyrt aö fjölbrautaskól- arnir væru efdrbátar menntaskólanna vegna þess að nemendur úr fjölbrautaskólunum fá lægri einkunnir í Háskóla íslands en mennta- skólanemendur. Þarna var ekki tekið tillit til þess með hvaða einkunnir nemendur koma inn í framhaldsskólana. Það gefur auga leið að verk- menntaskóli sem fær nemendur í skólann með meðaleinkunn 4,5 í stærðfræði stendur ekki jafnt að vígi og menntaskóli sem fær nemendur með meðaleinkunn 8,5 í stærðfræði. Og sam- kvæmt mælikvarða Helgu Sigurjónsdóttur eru fiölbrautaskólamir betri en menntaskólamir vegna þess að þeir sinna slakari nemendum betur en menntaskólamir. Skóli í kreppu Helga Siguijónsdóttir hefur verið námsráð- gjafi í Menntaskólanum í Kópavogi og hefur hún látið sér sérstaklega annt um nemendur sem gengur illa í framhaldsskóla. Niðurstöður henn- ar í bókinni Skóli í kreppu eru afar markverð- Helga Sigurjónsdóttir fjallar um marga mark- verða hluti í Skóli í kreppu. ar. Að mörgu leyti markar þessi bók tímamót í íslenskri skólaumræðu vegna þess að Helga hefur til að bera nægilegt þor til að segja sínar skoðanir skýrt og skorinort jafnvel þó þær gangi þvert á þær fræðilegu stefnur sem ráðið hafa ríkjum í skólamálum undanfarin ár. Einn gall- inn á bókinni er þó sá að of mikið er um endur- tekningar vegna þess að bókin er samansett af ýmsum stuttum greinum, sem skrifaðar hafa verið undanfarin sjö ár, og fialla margar um svipað efni. Eitt af því sem Helga bendir á er sú vanræksla í grunnskólunum sem felst 1 því að greina ekki nógu vel námsvandamál nemenda sem eiga í mestum erfiðleikum með nám og hjálpa þeim síðan á þann hátt sem nauðsynlegt er. Vanda- málið þar felst líka í því, eins og Helga bendir á, að kennarar eru menntaðir til að kenna nem- endum sem eiga auðvelt með að læra, en ekki þeim sem eiga við námsvandamál að efia. Þegar komið er í framhaldsskóla er það því oft á tíðum ekki greindarskortur sem háir nem- endunum, eins og kennarar vilja oft skýla sér á bak við þegar þeim gengur erfiðlega að kenna „tregum“ nemendum, heldur það að grunnskól- inn hefur ekki kennt viðkomandi nemendum að læra. Opni skólinn Eitt af því sem Helga Siguijónsdóttir hefur lagt áherslu á í vinnu sinni sem námsráðgjafi er aukin samvinna við foreldra nemendanna. Hún telur slíkt mjög mikilvægt og talar um nýja tegund af opnum skóla, sem er þá opinn foreldrum. Slíkt er góðra gjalda vert en þó tel ég mikilvægara að skólinn afli sér virðingar með því að aga nemendur betur, en það er eitt af því sem Helga virðist vera hrædd við og fer þá gjaman að ræða um hermennsku. Hún vill frekar leggja áherslu á sjálfsaga án þess að greina frá því hvemig hann er kallaður fram. Skortur á aga og virðingu er einmitt það sem Helga virðist flaska á, ekki síst þegar hún lýsir dæmi um dreng sem fellur þrisvar í fyrsta bekk menntaskóla. Móðir drengsins og námsráðgjaf- inn (Helga) standa tvístígandi hjá þegar nem- andinn ákveöur að fara allt of erfiða námsleið og fellur síðan alltaf. En námsráðgjafinn (Helga) hefur ekki bein í nefinu og tækni til aö sann- færa strákinn um að hann verði að fara hægari leið en hann vill. Námsráðgjafinn (Helga) er vafalaust hrædd við að fá á sig stimpilinn „Þeg- iðu og hlýddu“-kennari, sem hún minnist á í bók sinni. Með þessari linku sinni og misskildu góð- semi, ásamt eftirgjöf til þess að nemandinn finni frelsi sitt (til að falla), er nemandanum alls ekki gert eins gott og „frelsissinnar" ætlast til. Helga Siguijónsdóttir lætur sér annt um les- blinda nemendur og vill að nemendur tenfii sér sjálfsaga. Bók hennar ber þess þó ekki merki að hún sé í þjónustu við lesblint fólk eða að Helga hafi tamið sér mikinn sjálfsaga. Ég hef ekki áður lesið bók með jafn mörgum prentvill- um. Skóli i kreppu, 149 bls. Helga Sigurjónsdóttir Náms- og foreldraráögjöf Helgu Sigurjónsdóttur, 1992 Sviðsljós Herrakvöld UMFS eni orðin landaþekkt síðan hattur utanrikisráðherra var boðinn þar upp i tyrra. Hetðursgeaturinn i ár var Sunna Borg letk- kona sem hér er að aðstoða iélaga í UMFS við að krúnuraka Jón Krist- krónur en því tll viðbótar keyptl Jón Kristlnn ársmlða á iótboitaleiki UMFS á 25 þúsund ogterði því fátagi sinu dágóðartekjur samanlagt. DV-mynd Heimir Kristinsson, Dalvík Á Sólon íslandus, sem opnaður var nýlega, geta gestir neytt veitinga og skoðað sýningar og uppákomur sem þar verða. Staðurinn, sem er á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis, er í eigu nokkurra aðila og ekki var annað að sjá en þeir væru bjartsýnir með reksturinn. DV-mynd Brynjar Gauti Ein af jólabókunum i árfjallar um Guðna Guðmundsson, rektor i Menntaskó- lanum í Reykjavík. Ómar Valdimarsson ritaði bókina og nemendúr MR buöu honum að sjálfsögöu í heimsókn til að lesa upp úr bókinni. Guðni hefur frá ýmsu að segja og hér er Ómar sennilega að vitna í einhver spaugileg samskipti hans við nemendur. DV-mynd GVA Börnin eru sennilega sá hópur sem fagnar vetrarkomunni mest. Þá gefst tækifæri til ýmissa leikja í snjónum og þarf ekki alltaf mikið til. Krakkarnir í Ásgarði voru allavega fljótir að nýta sér brekkurnar og settu ekki fyrir sig þótt snjórinn væri lítill og snjóþoturnar ennþá niðri igeymslu. DV-mynd Sveinn LOKSINS - LOKSINS Mario-bræður og Pétur Pan á myndböndum með islensku tali Vinsæli Nintendoleikurinn nú gefinn út I teiknimynd. Mario og Luigi dulbúast sem sjóarar til að bjarga prinsessunni sem kaftelnn Koopas heldur nauðugri um borð i báti sinum. Fylslö uppóliíild. luikmDrniuin ykkur Or ttllvulrriltjunum 4 vitwsllesrq fuvlntýrct Vinsæli Nintendolelkurlnn nú gefinn úf i teiknimynd. Mario-bræður. Hver er hræddur við kllkkaða karla? Langar þig að sjá alvöru ævintýri? Fylgdu þá Pétri Pan og Tingaling til landslns hvergi þar sem allt getur gerst. í landlnu hvergl lelðlst engum. Þar mor- ar allt af sjóræningjum, indlánum, krókó- dilum og spennandl ævlntýrum. Fijlfist mei Pétii Pm i tnjjum Mintijm Fæst í verslunum um land allt. Pantanasími 91-651288.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.