Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992.
3
Fréttir
Svavar Gestsson alþingismaöur:
Sex milljarða skatta-
hækkanir á launafólk
- óábyrg stjómarandstaða - segir Davíö Oddsson forsætisráöherra
Svavar Gestsson, alþingismaður
Alþýðubandalagsins, sagði á Alþingi
1 gær að þegar allt væri tiltekið
þýddu efnahagsaðgerðir ríkisstjóm-
arinnar sex miUjarða skattahækkan-
ir á almenning í landinu. Svavar
sagði að á næsta ári yrðu skattar
hækkaðir um 27,1 prósent og 30,9
prósent 1994. „Þetta er 100 þúsund
króna skattur á hveija fjögurra
manna fjölskyldu," sagði Svavar
Gestsson.
Harðar deilur vom á Alþingi í gær
um aðgerðir ríkisstjómarinnar í
efnahagsmálum. Stjórnarandstaðan
fullyrti að ríkisstjóm Davíðs Odds-
sonar myndi slá öll fyrri met í skatt-
heimtu. Davið Oddsson forsætisráð-
herra deildi hart á stjómarandstöð-
una - sagði hana óábyrga.
Hann mótmælti málflutningi Svav-
ars og sagði þann hluta þjóðarinnar,
sem minnst hefði úr að spila, verða
að þola rúmlega þriggja prósenta
kaupmáttarskerðingu en aðra tæplega
sex prósenta skerðingu á kaupmætti.
Forsætisráðherra vék að fuRyrð-
ingum um að ríkisstjórnin hefði ekki
haft samráð áður en aðgerðimar
vom ákveðnar. Hann sagði sökina
vera stjómarandstöðunnar sem væri
óábyrg. Davíð sagði að þegar þjóðar-
sáttin hefði verið gerð árið 1990 hefði
Sjálfstæðisflokkurinn verið ábyrgur
stjórnarandstöðuflokkur.
Vildu 9 milljarða
Davíð Oddsson upplýsti á Alþingi
í gær að í þeim viðræðum, sem aöUar
vinnumarkaðarins hefðu átt áður en
ríkisstjórnin ákvað aðgerðir, hefði
verið rætt um að flytja 9 múljarða
króna frá launafólki yfir til fyrir-
tækjanna.
Forsætisráðherra sagði einnig í
gær að ASÍ hefði vUjað setja fjár-
magnstekjuskatt á allar fjármagns-
tekjur - þar á meðal á aUan spamaö
almennings.
Hátekjuskattsræfill
Hátekjuskatturinn á að gefa 300
miUjónir króna á næsta ári og 100
miUjónir 1994. Hækkun á tekjuskatti
á hins vegar að gefa 2.850 mUljónir
króna. Breytingar á virðisaukaskatti
eiga að gefa 1.800 mUljónir, hækkun
á bensíngjaldi 350 miUjónir króna,
lækkun bamabóta á að spara 500
miUjónir 1993 og lækkun vaxtabóta
á að spara 500 milljónir á árinu 1994.
Þegar aUt þetta var tekið saman sagði
Svavar Gestsson að skattahækkunin
væri um 44 prósent.
Steingrímur J. Sigfússon, alþingis-
maður Alþýöubandalagsins, sagðist
fagna því að hátekjuskattur yrði sett-
ur á þótt hann hefði vUjað sjá hann
meiri. Steingrímur sagði þennan há-
tekjuskatt vera óttalegan ræfU en þó
vísi að öðru og meira.
Þrátt fyrir aö búið sé að leggja fram
vUja ríkisstjórnarinnar er ekki búið
að ganga frá öUum endum. TU dæm-
is á eftir að útfæra og samþykkja
niðurskurðartiUögumar.
-sme
Hátekjuskattur ríkisstjómarinnar:
Leggst á 4 prósent
alls landverkafólks
Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, afhenti
Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær áskorun allra þeirra sem njóta lista-
mannalauna í heiðurslaunaflokki. Þar styðja heiðurslistamennirnir baráttu
gegn bókasköttum og skora á íslensk stjórnvöld að hverfa frá öllum áform-
um um aukna menningarskatta. DV-mynd GVA
- ráðstöfunartekjur einstaklinga skerðast um samtals 6 milljarða
Boöaðar efnahagsaðgerðir ríkis-
stjómarinnar gera ráð fyrir að ráð-
stöfunartekjur einstaklinga skerðist
um samtals 6 miUjarða á næsta ári.
Munar þar mestu að tekjuskatturinn
á að hækka um 1,5 prósentustig og
skUa ríkissjóði aukalega 2.850 miUj-
ónum króna. Þá á 5 prósenta hátekju-
skattur á tekjur yfir 200 þúsund
krónur að skUa ríkissjóði 300 mUljón-
um króna.
Að stærstum hluta munu auknar
tekjur ríkissjóðs í tengslum við efna-
hagsaðgerðimar renna tíl sveitarfé-
laganna eða tæplega 4,3 miUjarðar.
Um er að ræða bætur vegna afnáms
aðstöðugjaldsins. Eftir í nkissjóði
verða þó 1,8 miUjarðar.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
hefur aflað sér hjá Kjararannsókna-
nefnd, vora meðaUaun landverka-
fóUcs um 110 þúsund krónur á mán-
uði síðasthðið sumar. Einungs 4 pró-
sent landverkfólks hafði tekjur yfir
200 þúsund krónur. Meðallaun af-
greiðslukvenna vora 83 þúsund
krónur en iðnaðarmenn höfðu að
jafnði um 146 þúsund á mánuöi. TU
samanburðar má geta þess að um
þriðjungur launþega greiðir ekki
tekjuskatt.
Tekjuáhrif boðaðra efnahagsað-
gerða á einstakUnga nær tíl fjöl-
margra annarra þátta en tekjuskatts-
ins. Bensíngjald á að skUa ríkissjóði
250 miUjónum aukalega, breyttar
reglur um virðisaukaskatt eiga að
skUa 1,8 milljörðum. Hækkun á
reiknuðum launum einyrkja á að
skUa 300 mUljónum og skertar
barnabætur 500 mUljónum. -kaa
Tekjuskattshækkun
- Staðgreiðsluhlutur einstaklinga 'í kr. á mánuði fyrir og
eftir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar* - H6 625
□ Fyrir breytingu
□ Eftir breytingu
105.500
81.862
75.612
45.725 48.350
15.837 17.337
Mánaðar-
tekjur
■J
100 þús. 175 þús. 250 þús. 325 þús.
Miðaö viö
—— ------ --------3
Hækkun á bflum mismikil
- umboðin halda að sér höndum
Verð á fólksbUum breytist mismik-
ið í kjölfar gengisfelhngarinnar. Bif-
reiðaumboðin reyna að draga úr
hækkunum og jafna þær út. Sala á
nýjum bílum hefur dregist saman
um 30% frá því í fyrra og samkeppni
á markaðnum er mikU. Viðmælend-
ur blaðsins töldu að línur færa ekki
að skýrast fyrr en nýtt toUgengi
kæmi um mánaðamót.
Verð á sænskum bUum, framleidd-
um í Svíþjóð, stendur í stað en
sænskur Volvo, framleiddur í Hol-
landi, hækkar um 5%. Að sögn Egjls
Jóhannssonar, markaðsstjóra hjá
Brimborg, verða japanskir bUar árg.
’92 á sama verði en ’93 árgangurinn
hækkar í fyrstu um 2'/2-3%. Nýtt
tollgengi kemur út um mánaðamót.
og þá hækka nýjar árgeröir líklega
um 4%.
Marinó Bjömsson, sölustjóri hjá
Heklu, sagði að japanskir bílar
myndu hækka um 8% vegna gengis-
lækkunar hér og gengishækkunar
japanska jensins. Þýskir bUar hækka
um 6% en markið lækkaði UtiUega.
TU að byrja með veitir Hekla 2% af-
slátt tU að draga úr hækkunum.
LítUs háttar hækkun verður á
Skoda en verð á Peugeot stendur í
stað, sagði Birgir Ragnarsson, sölu-
stjóri hjá Jöfri. Verðstöðvunin á Pe-
ugeot er óháð gengismálum og
ákvörðun fyrirtækisins í harðnandi
samkeppni.
Verð á notuðum bílum verður fyrst
í stað stöðugt. Eftir að hækkanir era
komnar tU framkvæmda geta sumar
tegundir af notuðum bílum hækkað
eitthvað. Birgir Ragnarsson sagöi
verð á notuðum bUum hafa verið of
hátt miðað við nýja og nú myndi
munurinn jafiiast.
-JJ
Hækkun á útsöluverði bensíns
Bifr. A: algeng fólksbifreið (1000 kg). Bifr. B: léttur jeppi, stærri fólksbíll.
300
24. nóv. 1992
1. jan. 1993
□ Bitr. A (15 000 km) □ Bifr. B (15 000 km)
□ Bifr. A (30 000 km) B Bifr. B (30 000 km)
Rúmlega 11 prósenta bensínhækkun á næstu mánuðum:
Bensínkostnaður
eykst um rúm
10.000 krónur á ári
- miðað við venjulegan fjölskyldubíl
„Þetta þýðir samtals rúmlega 11
prósenta hækkun á bensíni sem
verður komin tíl framkvæmda um
næstu áramót. Sé miðað við meðal-
bU, sem ekið er 15.000 kílómetra yfir
árið, þá þýða þessar verðhækkanir
það að bensínkostnaðurinn eykst um
ríflega 10.000 krónur á ári,“ sagði
Runólfur Ólafsson hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda við DV.
í gær hækkaði bensín um 3-3,7
prósent, eftir því um hvaða olíufélag
var að ræða. Gasolía hækkaði mn 8,9
prósent og svartolía um 7,8 prósent.
Ástæðan fyrir þessum hækkunum
er eingöngu sögð vera hækkim á
gengi Bandarikjadals.
Þá hafa verið boðaðar frekari
hækkanir á bensíni á næstunni.
Samkvæmt efnahagsráðstöfunum
ríkisstjómarinnar hækkar svonefnt
bensíngjald um 1,50 kr. Að viöbætt-
um sköttum og gjöldum þýðir það
hækkun upp á 1,95 krónur í útsölu,
eða 3,3 prósent. Þessi umrædda
hækkun á bensíngjaldinu rennur í
ríkissjóð.
í fjárlagaframvarpi fyrir næsta ár
er einnig gert ráð fyrir hækkun á
bensíngjaldi vegna kostnaðar við yf-
irtöku Vegagerðar ríkisins á rekstri
feija og flóabáta um næstu áramót.
Þessi hækkun nemur 2 krónum. Á
nýju ári þurfa bíleigendur því að
greiða yfir 11 prósentum meira fyrir
bensínlítrann. -JSS