Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. 15 Neyslugloð þjóð í vanda Gangverk hins efnahagslega heims hikstar. Víða eru erfiðleikar sem rekja má m.a. til fæðingarhríð- ar nýs hagkerfis í austurvegi þar sem markaðskerfið er að leysa til- skipanahagkerfið af hólmi. Slík umrót hafa eins mikla þýðingu fyr- ir hagfræðina eins og mannað far til Mars hefir fyrir geimrannsókn- ir. Lok kalda stríðsins, samdráttur í vígbúnaði, sviptingar á gjaldeyris- markaði, fjárlagahalli margra ríkja og háir vextir á alþjóðamarkaði hljóta óhjákvæmilega að snerta ís- lenskan þjóðarbúskap. Fer ekki fram hjá neinum að harðnað hefir á dalnum. Efnahagsvandi stórlega ýktur Leitað er blóraböggla, fortíðar- vanda, samtíðarvanda eðá framtið- arvanda. Tiltækar lausnir eru vegnar og metnar. Helst eru nefnd- ar almennar aðgerðir, sértækar aðgerðir, niðurfærslur, hliðar- færslur, markaðstenging gengis, raungengislækkun, gengissig, mn- talsvert gengissig í einu stökki og loks gengisfelling þar sem hver yf- irbýður annan. Þrjátíu af hundr- aði, íjörutíu af hundraði, fimmtíu af hundraði. Enn er ekki neinn kominn í hundrað af hundraði. Flestar eru tillögurnar í véfréttar stíl og nægja til að æra óstöðugan. Ætla mætti af fjölmiðlum að ástandið í innanlandsmálum væri hrikalegt, landsmenn byggju við sult og seyru, leptu dauðann úr skel. I raun er efnahagsvandinn eins stórlega ýktur og fréttir af dauða Marks Twain voru á sínum tíma. Betri lífskjör Samkvæmt þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla íslendinga verði um 384 milljarðar króna á þessu ári, sem er um ein KjaUaiinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur og háif milljón króna á hvem íbúa. Af þessari upphæð em um 240 milljarðar einkaneysla eða um níu- hundruð þúsund krónur á íbúa. Til viðbótar kemur samneyslan, sem er rekstur opinbera geirans, 78 milljarðar. Alls er því gert ráð fyrir að neysla íslendinga á yfirstandandi ári verði 318 milljarðar, sem eru 100 þúsund krónur á íbúa á mánuði. Þægileg tala, sem gott er að muna. Þessar upphæðir eru furðu mikið á skjön við þá umræðu sem er um kaup og kjör í landinu og ekki í neinu samræmi við þá kauptaxta sem sagðir em greiddir. Þegar einstaklingar hafa greitt fyrir einkaneysluna er effir að greiða opinber gjöld, afborganir og vexti af lánum og leggja fyrir sem spamað, því heimilin hafa verið helsta uppspretta nýs sparnaðar í þjóðfélaginu í gegnum lífeyrissjóð- ina. Dæmið virðist ekki ganga upp, enda kemur í ljós að einkaneyslan er meiri en nemur launum í lands- framleiðslu. Neyslan hefur farið vaxandi sem hluti þjóðartekna, sérstaklega varð aukningin mikil á ámnum frá 1977 til 1982. Hluti þess vanda, sem nú er við aö glíma og lýsir sér í vaxandi skuldasöfnun þjóðarbúsins, á því rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu og minnkandi sparnaðar. Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslendingar geta vel við unað. Þrátt fyrir samdrátt þjóðarfram- leiðslu eru lífskjör hér betri en hjá flestum þeirra þjóða sem við mið- um okkur við. Meðal iðnvæddra þjóða ver engin þjóð hlutfallslega jafn stóram hluta landsframleiðslu til neyslu og íslendingar nema Bandaríkjamenn enda eru þeir nú orönir hreinir skuldunautar við lánakerfi heimsins í stað þess að vera lánardrottnar. Ekki einhlítur mælikvarði Mismunandi aðferðir hafa verið notaðar til að bera saman lífskjör hinna ýmsu þjóða. Tekjur em ekki einhlítur mælikvarði. Taka þarf til- lit til annarra þátta. Fyrir tveimur árum birti breska vikuritið The Economist þróunar- vísitölu ríkja með meira en eina milljón íbúa, þar sem tekið var til- lit tU þriggja þátta, lífslíka við fæð- ingu, læsis og kaupmáttar lands- framleiðslu á íbúa. I efsta sæti list- ans trónuðu Japanar. í kjölfarið fylgdu Svíar og Svisslendingar. Japanar nutu góðs af mestum lífs- líkum við fæðingu þrátt fyrir lægri þjóðartekjur en þjóðimar í næstu sætum listans. íslendingar hefðu tvímælalaust lent í einu af efstu sætumun ef list- inn hefði einnig náð til smáþjóða, þar sem lífslíkur á íslandi em svip- aðar og í Japan, 78 ár, reiknað í heilum áram, læsi fiúlorðinna 99% og viðmiðunarárið var kaupmáttur vergrar landsframleiðslu á mann meiri á íslandi en í Japan. Regin- munur er þó að einu leyti á íslandi og Japan. Hér á landi er neyslan meira en fiórir fimmtu hlutar vergrar landsframleiðslu en aðeins um tveir þriðju hlutar í Japan. Neðst á listanum í The Economist var Niger þar sem læsi fullorðinna er aðeins 14%, lífslíkur 45 ár og verg landsframleiðsla á íbúa einn þrítugasti þess sem gerist meðal iðnvæddra ríkja. Vissulega um- hugsunar virði. Kristjón Kolbeins „Hluti þess vanda, sem nú er við að glíma og lýsir sér 1 vaxandi skuldasöfn- un þjóðarbúsins, á því rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu og minnkandi sparnaðar.“ ....einkaneyslan er meiri en nemur launum í landsframleiðslu." „Upp með fánann - Ótíðindi“ Þannig hljóðaði skeyti sem Bjarni frá Vogi sendi Landvamar- mönnum á íslandi þegar samband- slaganefndin klofnaði um „uppk- astið“ umdeilda árið 1908. Bjami var þá staddur erlendis og 'mun ekki hafa litist á blikuna. Texti þessa fræga skeytis kom upp í hug- ann daginn sem Alþingi íslendinga virti að vettugi þjóðarviljann um almenna atkvæðagreiðslu um mjög umdeildan EES-samning. Ekki venjuiegur viðskiptasamningur Samkvæmt skoðanakönnun DV og fleiri aðila þar sem mikill meiri- hluti aðspurðra tjáði sig fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu og meira en 34 þúsund íslendinga sem rituðu nöfn sín undir áskorun til stjórn- valda um sama efni, þá fer ekki milli mála að sá minnihluti þeirra, sem sitja á Alþingi íslendinga, þ.e., 31 af 63, og höfnuðu þjóðarat- kvæði, brást þeirri skyldu að virða lýðræðið í landinu og skýlausan rétt borgaranna til þess að fiá hug sinn um afdrifaríkasta mál sem þjóðin hefur staðið andspænis frá því er lýðveldi var stofnað á Þing- völlum sumarið 1944. Virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi hefir enn einu sinni beðið afhroð og mátti þó síst á bæta. Enginn hefði átt að efast um þjóðarviljann í þessu afdrifaríka máli, enda munu flestir vera búnir að átta sig á því að um er að ræða samning sem á sér engan líkan og á eför að skipta sköpum í þjóðlífinu á kom- andi tímmn verði hann lögfestur á íslandi. Öllum ætti að vera ljóst að þessi KjaUarinn Jóhannes R. Snorrason fyrrv. yfirflugstjóri hjá Flugleiðum samningur er ekki venjulegur við- skiptasamningur, eins og talsmenn Evrópubandalagsins á íslandi hafa haldið fram. Samningur, sem felur í sér-m.a. það að annar samnings- aðilinn verður að samþykkja að lúta lögum hins aðilans og meðtaka sem sín lög, allar nýjar lagasetn- ingar varðandi samningssviðiö, án þess þó að geta haft hin minnstu áhrif á gerð þefrra laga, er víðs fiarri því að vera venjulegur við- skiptasamningur. Þar fyrir utan er ísland ekki í bandalagi þeima ríkja (EB) sem hefur sett þessi lög og kemur til með að setja þau lög, sem okkur beri að lúta í framtíðinni, verði gengið til þessa leiks um örlög þjóð- arinnar. En þetta er aðeins einn þáttur þessa samnings, margir aðr- ir þættir hans em síst aðgengilegri fyrir sjálfstæða íslenska þjóð, þ.e., vilji hún vera fullvalda og sjálfri sér ráðandi í framtíðinni. Óyggjandi mat Tveir af menntuðustu og virtustu lögmönnum þjóðarinnar, þeir Bjöm Þ. Guðmundsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, og dr. Guðmundur Alfreðsson, dr. í þjóðarétti frá Harward háskóla, sátu fund með utanríkismálanefnd Alþingis þann 6. nóv. sl., þar sem m.a. kom fram, skv. fréttum i ríkis- útvarpinu að kvöldi sama dags, að ákvæði í samningnum um EES brytu í bága við ákvæði í sfiómar- skrá íslenska lýðveldisins. Haft var eftir Bimi Þ. Guðmunds- syni prófessor að hann heíði á und- anförnum mánuðum grannskoðað þetta mál og komist að þessari óyggjandi niöurstöðu, hann væri ekki lengur í minnsta vafa mn þetta atriði. Dr. Guðmundur Alfreösson er sömu skoðunar og hefir áður látið það í ljós. - Margir aðrir virt- ir og lærðir lögmenn hafa opinber- lega látið í ljós sömu skoðun. Það virðist því vera augljóst að fræðimenn greinir á um valdaafsal í samningnum mn EES, en taka verður með varfæmi álitsgerð þá sem talsmenn EES byggja á. Hitt ætti öllum að vera deginum ljósara að hinn minnsti vafi 1 svo afdrifa- ríku máli hlýtur að réttlæta og krefiast breytingar á sfiómar- skránni áður en hægt er að lögfesta samninginn. Þijátíu og einn eiðsvarinn gæslu- maður sfiómarskrár íslenska lýð- veldisins hafnaöi þjóðarviljanum mn að mega fiá hug sinn til samn- ingsins um EES. Gera má því ráö fyrir að þeir hinir sömu muni greiða atkvæði með lögfestingu samningsins, án breyttrar sfióm- arskrár. En hvemig sem þeirri atkvæða- greiðslu lyktar á Alþingi, þá á ís- lenska þjóðin sér enn von. Jóhannes R. Snorrason .. hinnminnstivafiísvoafdrifaríku máli hlýtur að réttlæta og kreQast breytingar á stjórnarskránni aður en hægt er að lögfesta samninginn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.