Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. Fréttir Svört staða á vmnumarkaði á Akureyri: Atvinnuleysi nær tvöf ald- aðist á rúmum mánuði - skuggalegt ástand, segir formaður atvinnumálanefndar Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Hrikaleg aukning hefur oröiö á flölda atvinnulausra á Akureyri síðustu vikumar. Um mánaðamót- in október/nóvember voru 224 á atvinnuleysiskrá, um síöustu mán- aðamót voru þeir 369 en nú um helgina voru þeir orönir 410. Aukn- ingin á fimm vikum er þvi um 80% og virðist lítið lát á. Staðan í þess- um málum á Akureyri nú svarar til rúmlega 6% atvinnuleysis. Sigrún Bjömsdóttir á Vinnumiðl- unarskrifstofu Akureyrarbæjar segir að þar geri starfsmenn lítiö annað en taka við skráningum at- vinnulausra og ástandið sé hrika- legt. Þó hafi fólk ekki veriö að koma til skráninga vegna fjöldauppsagna en talsvert hefur borið á því und- anfama daga að iönaöarmenn skrái sig atvinnulausa. Atvinnu- leysi meðal karla er mun meira en hjá konum, eöa 262 karlar á móti 148 konum um síðustu helgi. Hluta þessarar miklu aukningar atvinnulausra síðustu vikur má rekja til þess að í nóvember lauk átaksverkefni Akureyrarbæjar og Atvinnuleysistryggingasjóðs sem sá 90 manns fyrir tímabundinni vinnu. Heimir Ingimarsson, form- aður atvinnumálanefndar Akur- eyrar, sagði í samtali við DV í gær að hann vissi ekki annað en fram- hald yrði á þessari samvinnu bæj- arins og Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Reyndar væri erfitt að finna verkefni fyrir ófaglært fólk á þess- um árstíma en það yrði reynt. í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, sem nú er unnið að, er gert ráð fyrir 8 milljónum til átaks gegn atvinnuleysi, og tæpum 29 milljón- um til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, en það fé kemur aftur til bæjarins til aðstoðar vegna at- vinnuleysis. „Ástandið er skuggalegt. Mér fannst staðan í lok október ekkert óeðlileg með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu, en því miöur er enn meira atvinnuleysi fyrirsjáanlegt. Ég harma þetta ástand en við erum því miður hálfmáttvana gegn þessu,“ sagði Heimir. Stjórnarmenn úr stjórn sambands sveitarfélaga og lánasjóðs sveitarfélaga gengu á fund Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra I gær. Tilefni viðræðnanna var áætlun yfirvalda um að skerða framlag til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 110 milljónir þannig að það framlag, sem átti að fara tii lánasjóðs sveitarfélaga, fer þangað ekki. DV-mynd GVA' Bak við bláu augun söluhæst: Fer að Irúa því aðég skrif i góðar bækur - segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur „Ég er alveg orðlaus. Ég fer að trúa því að ég skrifi góðar bækur og þetta sýnir líka aö unglingamir eru ánægðir með bækumar úr því að þær era keyptar ár eftir ár,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Bók hans Bak við bláu augun er í fyrsta sæti yfir söluhæstu bækur síð- ustu viku. Vikuna á undan var bók Þráins í sjötta sæti. Hjá Bára eftir Ingólf Margeirsson er nú í öðra sæti en hún var efst á listanum í fyrstu könnun DV og bóksala. Ó fyrir framan eftir Þórarin Eld- jám hefur einnig fallið um eitt sæti, úr öðru í þriöja. Næstar tíu söluhæstu bókunum era Thelma eftir Rósu Guðbjartsdótt- ur, Guðni rektor eftir Ómar Valdi- marsson og Lalli ljósastaur eftir Þor- grím Þráinsson. Bókaverslanir sem taka þátt í könnuninni eru Bókabúðin Borg í Reykjavík, Bókabúð Böövars í Hafn- arfirði, Hagkaup í Skeifunni i Reykjavík, Mikligarður/Kaupstaður í Reykjavík, Bókabúð Jónasar Jó- hannssonar á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókaversl- un JónascU- Tómassonar á ísafirði, Bókabúð Sigbjöms Brynjólfssonar á Egilsstöðum og Bókabúö Sigurðar Jónssonar í Stykkishólmi. Teknar eru sölutölur síðustu viku og búinn til hsti yfir tíu söluhæstu bækumar í hverri verslun. Bækum- ar fá stig frá einum og upp í tíu eftir röðinni á listanum. -IBS Listi DV yfir söluhæstu bækuraar í síðustu viku: Bókartitill Höfundur 1. Bakviðbláuaugun Þorgrfmur Þráinsson 2. Hjá Báru IngólfurMargeirsson 3. Ófyrirframan Þórarinn Eldjárn 4.-5. Heimskra manna ráð Einar Kárason 4.-5. Stúlkan í skóginum VigdisGnmsdóttir 6.-7. Lífsganga Lydiu Helga Guðrún Johnson 6.-7, Dansað í háioftunum Þorsteinn Jónsson 8. Rósumál Jónína Leósdóttir 9. Alltaf til i slaginn Friðrik Erlingsson | 10. ÁsgeirÁsgeirsson Gylfi Gröndal Snjóflóð í Ólafsfirði: Bráðabirgða- viðgerð á heita- vatnslögn lokið Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyii Bráðabirgðaviðgerð á heitavatns- æðinni í Garðsdal í Ólafsfirði, sem fór í sundur í snjóflóöi á laugardags- kvöld, lauk á sunnudag en Þorsteinn Björnsson bæjartæknifræðingur segir að fullnaðarviðgerð verði að bíða vorsins. Að sögn Þorsteins var um gífurlega stórt snjóflóð aö ræða og mun það hafa verið um 1 km á breidd. Dýptin var 5-7 metrar þar sem mest var en á þeim stað sem flóðið tók í sundur heitavatnsæðina til bæjarins var dýpt snjóflóðsins 4-5 metrar. Bæjar- starfsmenn grófu þar niður og tókst að koma vatninu á að hluta aö nýju. „Þar sem snjóflóðið tók lögnina í sundur var hún á sökklum yfir á sem þarna er og við finnum ekki sökklana eða pípuna. Við getum því ekki fram- kvæmt endanlega viðgerð fyrr en vorar,“ segir Þorsteinn. Eftir bráðabirgöaviðgerðina fá Ól- afsfirðingar um helming þess heita vatns sem þeir hafa fengið af Garðs- dal. Auk þess fá þeir vatn frá Laugar- engi sem er mun nær bænum, svo ekki er um vatnsskort að ræða á Ólafsfirði. Umhverfisráðuneytiö: efirú við íslendinga fellur ekki á kvæmt viðbótarákvæðinu." í gær okkur. Það var tekin ákvörðun um sagði Sigurbjörg hins vegar: „Á það á fundinum um Montreal- Kaupmannahafnarfundinum samninginn sem haldinn var i fengu þróunarlöndin í gegn nýja Kaupmannahöfn seinni hlutann i túlkun á viðbótarbókuninni frá nóvember," segir Þórir Ibsen, 1990. Túlkunin felur í sér aö hluti deildarséríræöingur í umhverfis- kæliefnanna sætir ekki viöskipta- ráðuneytinu. Þórir segir það ekki banni ef ríkin eru aðilar aö Monú-e- hafa verið alveg ljóst fyrr en í gær alsamningnum. Veröi hins vegar viö athugun gagna frá Kaup- ekki búið að staðfesta viðbótarbók- mannahafnaifundinum að höftin unina frá 1990 fyrir 10. mai næst- féllu ekki á islendinga. komandi kemur viðskiptabann á DV greíndi frá því í gær að stefht ýmis önnur efni 10. ágústsegir gæti í neyöarástand í matvælaiðn- Sigurbjörg. aðinum vegiia banns á viðskipti „Á þeim undirbúningsfundum með kæliefni viö íslendinga frá sem við sátum úti voru miklar áramótum. Samkvaímt heimildum umræður og mismunandi túlkanir DV höfðu islenskir innflytjendur á þessum ákvæðum. Það var ekki fengið viðvaranir um það frá er- orðið ljóst eftir umræðurnar þarna lendura viðskiptaaöilum aö bannið úti að Islendingar myndu ekki sæta væri vegna þess aö íslendingar viðskiptabanni um áramótin. Það hefðuekkistaðfestviðbótarákvæði kemur hins vegar fram í einni af frá 1990 við Montrealsamninginn lokaákvörðunum fundarins að um takmörkun ósoneyöandi kæli- þetta ákvæði samningsins var end- efna og halonefna. anlega túlkað okkur í hag. Það er Sigurbjörg Gísladóttir, efhafræð- mikilvægt að staðfesta viöbótar- ingur í ósonnefnd umhverfisráðu- bókunma við fyrsta tækifæri til neytisins, var einn fulltrúa íslands þess aö viö lenduro ekki í vandræð- íKaupmannahöfn. í fyrradag sagöi um ó næsta ári vegna samnings- Sigurbjörg I samtali viö DV: „Við ins,“segirhún. -JBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.